Morgunblaðið - 12.10.1946, Blaðsíða 8
I
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 12. okt. 1946
0t09t!tÞIð$Ífr
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.)
Frjeltaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Hverjir leggja hönd
á plóginn?
„ALÞINGi íslendinga hefir myndað fyrstu ríkisstjórn-
:na, sem mynduð hefir verið á grundvelli lýðveldisins.
— — Stjórnarstefnan er hagnýting auðæfa landsins
með fullkomnustu tækjum, til þess að veita þjóð vorri
allri sem besta lífsafkomu og gera rjett íslendinga til
þess að ráða landi sínu meira en orðin tóm, gera þann
rjett í reynd að undirstöðu blómlegs atvinnulífs og
Öruggrar lífsafkomu þjóðarinnar. — — Þetta er at-
vinnuleg sjálfstæðisbarátta íslensku þjóðarinnar, — ný
erfið sjálfstæðisbarátta, sem vjer verðum að heyja og
sigra í ef íslendingar eiga í framtíðinni að geta búið
við jafn góð og trygg kjör og þær þjóðir aðrar, sem
lengst eru komnar. — — Það er mikil gæfa fyrir ís-
lensku þjóðina að tekist hefir að sameina þrjá flokka
hennar, — sem hafa að baki sjer þrjá fjórðu hluta þjóð-
arinnar, — um einmitt þessa stefnu: uppbvggingu at-
vinnulífsins á nýtísku grundvelli, tryggingu sjálfstæðis-
ms, sköpun atvinnu handa öllum og fjelagslegs öryggis.
— — Hver togari sem fæst, — hver verksmiðja sem
er reist, — hvert nýtt raforkuver, sm verður skapað, —
það eru steinarnir í grunninn, sem frelsi og öryggi ís-
iensku þjóðarinnar, afkoma hennar og velferð er reist á.
Þess vegna er sú tilraun, sem gerð er með þessari
stjórnarmyndun svo þýðingarmikil íyrir þjóðina, — það
vopnahlje, sem nú er samið milli stjettanna svo mikil-
vægt.-----Þess vegna fagnar þjóðin þessari stjórn, eins
og engri stjórn hefir verið fagnað á íslandi fyrr.-
Þjóðin metur það við flokkana þrjá að þeir hafa slíðrað
sverðin, þegar íslandi lá á, — og lagt hendurnar saman
á plóginn til að erja landið, sem þjóðin nú hefir heimt
aftur, til að umbreyta því í nýtt, sterkt, frjálst ísland.“
★
A þann hátt, sem hjer að framan greinir, fórust mál-
gagni Sósíalistaflokksins, Þjóðviljanum, á sínum tíma
orð um myndun þeirrar ríkisstjórnar, sem fulltrúar
flokksins hafa nú hlaupist á brott úr.
★
Þegar sú staðreynd liggur fyrir að ráðherra sósíalista
hlaupa úr ríkisstjórninni, vaknar óhjákvæmilega sú
spurning, hvort Sósíalistaflokkurinn óski nú að hlaupa
frá þeirri stjórnarstefnu, þeirri „atvinnulegu sjálfstæðis-
baráttu11, sem Þjóðviljinn hefir svo fögrum orðum lýst.
Hver, sem studdi þessa stefnu af heilum hug, óskar
þess að hlaupa frá henni? Hver er ekki reiðubúinn til
þess að sameinast til framkvæmda henni?
★
Framundan eru nú tilraunir til nýrrar stjórnarmyndun-
ar. Vitað er að forseti íslands hefir þegar þreifað fyrir
sjer í þeim efnum. Skal engum getum að því leitt í hvaða
formi reynt verður um myndun nýrrar stjórnar eða hvers
árangurs er að vænta.
Eitt sýnist þó vera alveg augljóst mál: Það verður
byrjað þar sem endað var, tekin upp þráður fyrri stjórn
ajrstefnu og reynt að sameina flokka um áframhald
framkvæmdar hennar, að nýsköpunarstefnan sem er í
byrjunarframkvæmd, verði að fullu að veruleika til hags
fyrir allar stjettir þjóðfjelagsins.
★
Þjóðina skiptir öllu máli, að nægilega sterk öfl bind-
ist samtökum til þess að ná þessu marki Þótt einhverj-
ir skerist úr leik skiptir það engu máli. ef það aðeins
orkar ekki að hindra framkvæmdirnar. Best er, að sem
flestir leggi hönd á plóginn.
Eins og þegar ríkisstjórnin var mynduð, 21. október
1.944, mun þjóðin nú meta það við þá, sem kunna að
slíðra sundrungarsverðin. Enn reynir mikið á stjórn-
málaþroska þeirra, sem til pólitískra forustuhlutverka
hafa valist.
UR DAGLEGA
LÍFINU
Gott fordæmi.
í KVÖLD ÆTLAR Varðar-
fjelagið að gera tilraun með
nýbreytni í skemtanalífi bæj-
arbúa. Fjelagið ætlar að halda
dansleik í Sjálfstæðishúsinu og
taka daginn snemma, í stað þess
að hafa næturklúbbafyrir-
komulagið, sem hefir tiðkast
hjer 1 nokkur ár.
Þeir, sem vilja gera sjer
reglulegan dagamun geta
fengið mat á tímanum frá kl.
7—9 að kvöldinu, en eftir þann
tíma hefst dansinn, en þó með
þeirri skemtilegu tilbreytni,
að á meðan menn eru að jafna
sig eftir kræsingarnar skemtir
Alfred Andrjesson með gam-
anvísum. Alfred er nú á för-
um til útlanda, sem kunnugt er,
og verður gott tækifæri til að
kveðja hann þarna.
Húsinu verður lokað klukk-
an 10 og dansinum lýkur klukk
an 2 eftir miðnætti.
Það er ekki nokkur vafi
á að þetta verður fyrirmyndar-
ball og þeir, sem sækja það
verað ánægðir og þó sjerstak-
lega í fyrramálið. Varðardans-
fólkið verður ábyggilega ekki
eins rotinbúrulegt á morgun,
eins og þeir, sem hanga á dans-
leikjunum framundir morgun
•
Ástandið eins og
það er.
LESENDUR þessara dálka
muna ef til vill eftir því, að
mælt hefir verið með þessu
fyrirkomulagi á dansleikjum.
Eins og er víðasthvar og verið
hefir undanfarið, þá er ástand-
ið hvað dansleiki snertir lítt
þolanlegt og til stórskaða fyrir
unglingana, sem sækja dar.s-
skemtanir.
Venjan er sú, að dansleik-
ir eru auglýstir klukkan 10 að
kvöldi. En það mætir enginn á
tilsettum tíma. Klukkan um 11
eru nokkrar hræður farnar að
tínast í danssalinn og orðið all-
markt um kl. 11,30, þegar hus-
inu er lokað.
•
Ballið byrjar.
UNDIR MIÐNÆTTIÐ byrj-
ar fyrst ballið, bæði inni í
danssalnum og fyrir utan sam-
komuhúsið. Fjöldi eftirlegu-
kinda, sem ekki hafa haft tíma
til að mæta ”fyr en komið var
fram á nótt, hanga fyrir utan
dyr og betla um inngöngu.
Er oft erfitt að eiga við fólk-
ið, sem bíður fyrir utan og ó-
sjaldan verða ryskingar og ó-
hljóð á götunni.
Það er aðeins eitt, sem hafa
mætti á móti nýbreytni Varðar-
fjelagsins, en það er að húsinu
skuli ekki vera lokað klukkan
10. Það er slæmt að þurfa að
hafa hömlur, hvort sem það er
á þessu sviði eða öðru. En vat'a-
laust er það nauðsynlegt að loka
húsinu í tæka tíð, því yrði það
ekki gert myndi dansfólkið, af
gömlum vana, ekki koma fyr
en um miðnætti og þá fvrst
væri hægt að byrja ballið.
Óskandi væri að þessi til-
raun Varðarfjelagsins hepna.ð-
ist vel. Þá myndu fleiri koma
á eftir og fyrsta sporið til að
afnema næturröltsósiðinn í
bænum vera stigið.
•
Ólag á mjólkur-
sölumálunum.
ÞAÐ ERU undarleg álög á
mjólkursölumálum þessa bæj-
ar. Það er sífelt eitthvað að.
Nú kemur það fyrir daglega
að barnaheimili fá ekki dropa
af nýmjólk, en þó er fullyrt
að það sje til nóg af mjólk.
Það var haft eftir forstjóra
Mjólkursamsölunnar í Morgun-
blaðinu í fyrradag, að þetta
myndi allt lagast, ef menn
kæmu ekki allir á tímabilinu
frá 8—10 f. h. að sækja mjólk.
Heppilegast væri að dreiía
miólkurkaupunum sem mc-st
yfir morguninn allan.
Allmargir fóru að þessum
ráðum í gærmorgun og drógu
að láta sækja mjólk þar til á
ellefta tímanum. En hvað
skeði. Öll mjólk búin og „ekki
von á meiri mjólk í dag“, sögðu
stúlkurnar.
Þannig má ekki fara með
fólk.
Rithöfundaburgeisar.
í LISTDÓMI í Morgunblað-
inu í gær segir Páll ísólfsson,
sá merki heiðursmaður, að „nú
hafi góðir rithöfundar um hiíð
búið við slík kjör, að þeir hafi
haft laun á við útgerðarmenn
og lifað í dýrðlegum fagnaði,
bygt sjer vönduð hús
o. s. frv.
Almenningur veit ekki bet-
ur en að þessum mönnum sje
veitt stórfje í styrki frá hinu
opinbera árlega. Og það er
engin hætta á að styrkveiting-
in fari leynt, því venjulega
verður mikill hvellur og rifist
eiehver ósköp út úr því, hvern-
ig styrkjunum er deilt.
Almenningur í landinu, sj:n
„græðir eins og útgerðarmenn“
verður að greiða skatta af sín-
um tekj'jm, 'jn „útgerðanithöf-
undar“ fá styrki.
Hvernig væri að láta Finn-
boga í Gerðum og fjelaga hans
á fjárlögin. Það mætti kalla
greinina 18. gr. B.
Fylsta hreinlæti í
Olgerðinni.
VEGNA frásagnar um gler-
brotin 'í ölflöskunni hefi jeg
verið beðinn að birta eftirfar-
andi yfirlýsingu:
Jeg undirritaður, sem hefi
haft á hendi gerlarannsóknir
íyrir h.f. Ölgerðina Egill Skalla
grímsson síðastliðin 11 ár og
í því sambandi haft tækifæri
til þess að fylgjast með þrifn-
aði í Ölgerðinni, votta það, að
þar er gætt fyllsta hreinlætis
í hvívetna við framleiðslu og
meðhöndlun ölsins. Tel jeg að
H.f. Ölgerðin Egill Skalla-
grímsson standi á því sviði í
fremstu röð þeirra íslensku
fyrirtækja, er framleiða neyslu
vörur fyrir almenning. Reykia-
vík, 10. okt. 1946. Sigurður
Pjetursson, gerlafræðingur.
Það er gleðilegt til þess að
vita, að fylsta hreinlætis skuli'
vera gætt við framleiðslu ölsins,
kom varla annað til greina, en
það er jafn slæmt að fá gler-
brot í pilsnernum sínum, þó
maður geti verið viss um að
óhreinindi fylgi ekki með
...... . ............... ■!—!— II—iii ..... .... ........ iiiiriiMiip
í MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . I
i I
Undarieg „vinnudeila”
ÞAÐ munaði ákaflega litlu
á dögunum, að tvö stærstu
sjúkrahús Stokkhólms, Karol-
inska Sjukhuset og Serafimer-
lasarettet yrðu að hætta að taka
á móti sjúklingum og loka,
vegna þess að læknarnir við
þessi tvö sjúkrahús, 118 alls,
ætluðu að segja upp stöðum
sínum allir í einu. Orsökin til
þessa er mjög hatröm, og ein-
kennileg deila, sem hefir risið
milli Læknafjelagsins og
stjórna sjúkrahúsanna. Á síð-
asta augnabliki tókst að koma
í veg fyrir að læknarnir tækju
til þessara ráða, enda hefði það
haft afar alvarlegar afleiðing-
ar, ef þeir hefðu farið, því þá
hefði sjúkrahúsrúmum í borg-
inni fækkað um 1000. Að vísu
hafði Læknafjelagið lofað að
láta í tje lækna, meðan verið
væri að flytja sjúklingana úr
sjúkrahúsum þessum og í önnur
sjúkrahús eða heim til sín. En
hefðu læknarnir gert alvöru úr
því að segja upp, gæti það haft
óskaplegar afleiðingar fyrir
sjúkrahúsmálin í höfuðstað
Svía í heild.
Erlander kirkjumálaráðherra
sem hefir einnig yfirstjórn
sjúkrahúsanna, segir að þessi
deila eigi varla sinn líka. Hún
er ekki vegna þess að læknarn-
ir krefjist kauphækkunar. —
Ekki heldur vegna þess að
læknarnir kvarti um slæm
vinnuskilyrði, heldur er hún
sprottin af því að ríkisvaldið
hefir haldið því fram, að vinn-
an við að skrifa viss vottorð,
eigi að vera skyldustörf og lækn
arnir eigi því ekki að fá neina
aukaþóknun fyrir þetta.
★
Eftir því sem yfirumsjónar-
maður sjúkrahúsanna, vcn
Dardel, hefir sagt, er deilan
komin á svo hátt stig, að. erfitt
er að finna lausn á henni. Þeg-
ar læknarnir stóðu enn fast við
þá fyrirætlun sína, að segja af
sjer, sagði von Darnell að hann
væri hræddur um að deilan
yrði ákaflega löng og érfið. Af
því getur maður sjeð, að sjúkra
húsayfirvöldin eru ekki á því
að láta undan síga.
Það er sagt í blaðinu Dagens
Nyheter, að læknarnir hafi í
hyggju að vinna fyrir sjer með
því að opna lækningastofur, ef
þeir segja af sjer, eða þá að
aðstoða aðra einkalækna, eins
mikið og mögulegt er. Þetta
sýnir að deilan er ekki vinnu-
deila í þess orðs eiginlegustu
merkingu, þótt hún geti haft
sömu afleiðingar fyrir hið op-
inbera. Hjer er frekar um að
ræða að læknar vilja hindra
framkvæmdir með afscgnum
sínum. Og vegna þess hversu
óvenjuleg þessi deila er, þar
sem hún á sjer engan Ikía á
liðnum árum, hafa menn held-
ur engin fordæmi að fara eft-
ir og verða þessvegna að finna
alveg nýjar aðferðir.
Frakkneska ræðismannsskrif
stofan hefir beðið blaðið að
geta þess, að frá og með 12.
b. m. veíði sími skrifstofunnar
7705.