Morgunblaðið - 19.10.1946, Qupperneq 8
I
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 19. okt. 1946
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 8.0o á mánuði innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Ómaklegar árásir
MORGUNBLAÐIÐ birtir í dag viðtal við einn af banka-
rtjórum Landsbanka íslands. Tilefnið er hinar þrálátu og
illskeyttu árásir Þjóðviljans á bankann ög stjórn hans.
Uppistaðan í árásum Þjóðviljans á þjóðbankann, hefir
einkum verið þetta tvent:
1. Að Landsbankinn eða stjórn hans hafi kipt að sjer
hendinni með útlán til fiskframleiðenda, svo að til vand-
ræða hafi komið fyrir útgerðarmenn og þeir neyðst til
að stöðva framleiðsluna af þeim sökum.
2. Að stjórn Landsbankans hafi strax frá upphafi unn-
ið markvist gegn nýsköpuninni, og gert alt sem í hennar
valdi hefir staðið til þess að koma nýsköpunaráformum
ríkisstjórnarinnar fyrir kattarnef.
í viðtalinu við Jón Maríasson bankastjóra, sem birt er
hjer í 'blaðinu í dag, er gerð full skil á afstöðu stjórnar
Landsbankans til þessara mála. Kemur þá í ljós, sem
reyndar var vitað áður, að allar árásir Þjóðviljans á
bankann og stjórn hans eru gripnar úr lausu lofti, og
eiga sjer enga stoð í veruleikanum.
★
Varðandi fyrra höfuðárásarefnið, að stjórn bankans
hafi kipt að sjer hendinni með útlán til fiskframleiðslunn-
ar, upplýsir bankastjóri Landsbankans að þeirri reglu sje
fylgt, þegar um útflutningsvörur er að ræða, að lánað er
út á tvo þriðju hluta af gangverði vörunnar. Þetta er
meginreglan. Út af þessu hafi þó verið brugðið með hrað-
írysta fiskinn, því að þar láni bankinn tvo þriðju af gang-
verði fisksins út á 1. veðrjett, og að auki 10 kr. út á hvern
kassa, gegn öðrum veðrjetti. Með öðrum orðurn: Fram-
leiðendur hafa fengið að láni 50 kr. út á hvern fiskkassa,
en útflutningsverðmæti kassans er um 62 krónur. Lánin
til framleiðenda samsvara því um 5/6 hlutum gangverðs-
ms.
Af þessu er ljóst, að það er í hæsta máta ósanngjarnt
að vera með ásakanir í garð bankans. Enda munu þær
ekki gerðar í umboði framleiðenda.
Erfiðleikar framleiðenda stafa ekki af því, að þeir hafi
fengið of lítið lánað á framleiðsluvöruna, heldur af hinu,
hve seint hefir gengið að fá vöruna afskipaða. Afleiðing
þess hefir orðið sú, að frystihúsin urðu yfirfull og komu
engu frá sjer. Auðvitað á stjórn Landsbankans enga sök
á þessu, heldur er það vöntun hentugra skipa; sem þessu
hefir valdið.
Hin höfuðásökun Þjóðviljans, að Landsbankinn hafi
unnið markvist gegn nýsköpuninni er jafn haldlaus og
Ijarri veruleikanum.
Bankastjóri Landsbankans upplýsir, að frá því að ný-
sköpunin hófst, hafi útlán aðalbankans í Reykjavík aukist
um 139 milj. kr. Þar við bætist aukning á verðbrjefaeign
bankans, 40 milj. kr. Samtals nemur þetta 179 milj. kr.
Megnið af þessu fje hefir farið í hyggingar síldarverk-
smiðja, í raforkustöðvar, hafnarbætur, fiskiðjuver, hrað-
írystihús, fiskiskip og flutningaskip, auk margvíslegra
annara framkvæmda á sviði nýsköpunarinnar.
Með þessa staðreynd fyrir augum leyfir Þjóðviljinn
sjer að bera þær sakir á stjórn þjóðbankans, að hún vinni
markvist gegn nýsköpuninni! Augljósari fölsun stað-
reynda er ekki hægt að bera á borð fyrir lesendur.
★
Þjóðviljinn hefir einnig við og við verið með þær dylgj-
ur í' garð utanríkisráðherra, að harin væri tómlátur í
markaðsleit fyrir íslenskar framleiðsluvörur. Sannleik-
urinn er sá, að þar hefir engu tækifæri verið slept, en
allir möguleikar notaðir út í æsar.
Nýlega mintist Þjóðviljinn á að okkur vantaði tilfinn-
anlega markað fyrir saltfisk. Best hefði farið á atí þögn
hefði ríkt um þetta mál af Þjóðviljans hálfu. Voru það
ekki flokksbræður blaðsins, sem rjeðu þeim heimskupör-
um, að setja afgreiðslubann á Spán, stærsta og besta við-
skiftaland okkar í saltfiskinum um margra ára skeið?
verji
ii Áripar:
UR DAGLEGA LÍFINU
Reykjavíkur-
flugvöllurinn.
ALLIR REYKVÍKINGAR
munu fagna því hvernig borg-
arstjóri tók í erindi flugmála-
stjóra, sem lá fyrir síðara bæj-
arstjórnarfundi.
Það eru ábyggilega fáir borg
arbúar, sem vilja ganga inn á,
að Reykjavíkurflugvöllurinn
verði stækkaður nokkuð frá bví
sem nú er, hús rifin og tak-
mörk sett um hæð húsa, sem
bygð verða í námunda við
flugvöllinn.
Það stóð mörgum stuggur af
því, er Bretar rjeðust í að
byggja hjer mikinn flugvöll og
þó betur færi í þeim efnum en
á horfðist í fyrstu, þá var það
eins og hver önnur guðs mildi,
að ekki skyldi hafa hlotist stór-
slys af.
Oft skall þó hurð nærri hæl-
um. Sprengjuárásarhættan
vofði altaf yfir bænum og að
minsta kosti einu sinni kom
það fyrir, að brennandi flug-
vjel komst með naumindum
yfir miðbæinn og gat lent á
sjálfum flugvellinum. I annað
sinn skall hurð nærri hælum,
er flugvjel frá Kanada rakst á
hús í Skerjafirði og kveikti í
því.
•
Völlurinn er
nógu stór.
MÖNNUM SÝNIST að Reykja
víkurflugvöllurinn sje nógu
stór eins og hann er nú. Á völl-
inn setjast og hefja sig til flugs
allar þær flugvjelar, sem við
eigum nú og ennfremur hinar
stóru leiguflu.gvjelar Flugfje-
lags íslands, sem annast milli-
landaflug.
Aðal Atlantshafsflugvöllur-
inn hlýtur að verða Keflavík-
urflugvöllurinn í framtíðinni,
en ekki Reykjavíkurvöllurinn.'
Að minsta kosti er það ósk
Reykvíkinga og ætti að taka
tillit til þeirra í þessu máli, þar
sem þriðji hluti þjóðarinnar
býr í þessum bæ. .
Ef við höfum ráð á að leggja
stórfje 1 flugvallaframkvæmd-
ir væri nær að nota það iil
lendingabóta fyrir flugvjelar
úti á landi.
•
Frægðarför
karlakórsins.
MORGUNBLAÐINU HAFA
nú borist fyrstu blöðin frá
Ameríku, sem gátu um söng
Karlakórs Reykjavíkur. Áður
höfðu aðeins borist útdrættir í
skeytum.
Úrklippur blaðanna staðfesta
að ekkert hefir verið of sagt
um þær viðtökur, sem kórinn
hefir fengið vestra. Þeir, sem
sendu skeytin hafa ekki bara
tekið hólið og sent það og slept
því, sem miður kunni að hafa
verið sagt um kórinn.
Blöðin eru öll sammála um
að söngur kórsins hafi hrifið
áheyrendur. Þeir hafa fengið
fult hús áheyrenda, nema í
Washington. Blöðin þar segja,
að áheyrendur hefðu mátt vera
fleiri.
Þetta ætti að kveða niður
þær illgjörnu raddir, sem
heyrst hafa í bænum og sem
hafa viljað gera lítið úr frægð-
arför landa okkar í Ameríku.
•
Arfur frá írum?
EINN AF AMERÍSKU gagn-
rýnendunum, sem skrifar um
söng Kðrlakórs Reykjavíkur
getur þess, að sjer sýnist marg-
ar af bassaröddum kórsins gefa
rússneskum bössum lítið eftir
að raddfegurð. (Vonandi að
enginn íslendingur firtist við
þá samlíkingu). Og um tenór-
ana segir sá sami að þeir minni
á hið fegursta í írskum söng.
Það skyldi nú aldrei vera að
við höfum erft sönghæfileika
okkar frá frændum vorum Ir-
um. Það væri ein sönnunin enn
fyrir skyldleika okkar og íra,
en fleiri og fleiri eru nú farnir
að hallast að því, að Islending-
ar og Irar sjeu skyldari, en al-
ment hefir verið haldið.
•
Á leið til frægðar.
ALLIR AMERÍSKU GAGN-
RÝNENDURNIR, sem skrifa
um karlakórinn eru jafn hrifn-
ir af Stefáni Islandi og Guð-
mundi Jónss-yni. Verður ekki
annað sjeð, en að þessir tveir
íslensku söngvarar sjeu á
hraðri leið til frægðar. Mun
það vera mál manna, að þeir
eigi það báðir skilið.
Einn af gagnrýnendunvm
stingur upp á því, að Metro-
politan óperan ætti að bjóða
þeim atvinnu, því sú fræga
stofnun eigi fáa, ef nokki a,
söngvara á borð við þessa tvo.
•
Enn um úlfaþytinn.
RÓLEGUR skrifar út af um-
mælunum um ,,úlfaþytinn“
nýja í unglingspiltunum hje-4 í
bænum:
„Mikið þótti mjer vænt um,
Víkverji minn, að þú skyldir
minnast á ,,úlfaþytinn“ í strák-
unum. Það er alveg satt, sem
þú segir. Þetta er leiðinlegur
þytur, sem ætti að kveða niour
undir eins og því fyr því betra.
Það er ekki komandi á kvik-
myndasýningar fyrir þessum
lýð. Það heyrist ekki mannsins
mál fyrnr blístri og skrækjum.
Mikið væri gott ef þú gætir
kveðið þetta niður, eins og bú
vanst bug á lubbamennskunni í
sumar“.
..... mi miniiiiiiiiiii mi .................................................................................
MEÐAL ANNARA ORÐA ....
uiiiiiiiimiMiMiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiniiniiiiiiiiiiMiiiifiii
í SÍÐASTA TÖLUBLAÐI
sjómannablaðsins Víking birt-
ist forystugrein er heitir: Hvað
er að gerast í siglingamálum
íslendinga? Er greinin merkt
með stöfunUm H. J. Hún er
athyglisverð. Þar segir m. a.:
,,Það er á alla vitund að
vegna verðlagsástandsins í
landinu stöndum vjer nú mjög
höllum fæti í samkepninni við
nágrannalöndin, bæði í verslun
og siglingum. Og vjer verðum
að horfast í augu við þann
sannleika, að það er ekkert ann-
að en þjóðareining, sameigin-
legt átak allra * landsmanna á
fjármálasviðinu, sem getur
fleytt oss áfallalaust yfir þá
örðugleika sem framundan eru.
Eitt nauðsynlegasta atriðið til
efnalegs sjálfstæðis fyrir ey-
þjóð, er að eiga nægilegan far^-
skipastól til eigin þarfa. Þetta
er bæði ráðamönnum og at-
hafnamönnum þjóðarinnar or^-
ið Ijóst, og þess vegna hefir
stórum hluta af fjármagni þjóð
arinnar verið varið til þess að
margfalda farskipastólinn á
næstu árum. Beint áframhald
af þeim ráðstöfunum verður svo
það, að ráðamenn þjóðarinnar
hlutist til um, að allur sá «kipa-
stóll verði hagnýttur til fulls í
þarfir landsmanna til vaxandi
éfnalegs s.iálfstæðis, en skamm-
sýnum fjármöngurum kki
Siglingar íslendinga
leyft að hlaupa eftir augnabliks
ávinningi sem erlendir keppi-
nautar kunna að bjóða.
Vjer teljum því nauðsynlegt
að vekja athygli almennings í
landinu á því, sem nú er að
gerast í siglingamálum þjóðar-
innar.
H.f. Eimskipafjelags íslands
hefir í áframhaldi af starfsemi
sinni fyrir stríð, tekið á ný upp
siglingar til flestra þeirra við-
skiftahafna erlendis, sem reglu-
legar siglingar voru til áður.
Það hefir og trygt sjer nægan
skipakost til flutninganna á
þann veg, að sá hagnaður, sem
verða kann af siglingunum
rennur að langmestu leyti til
íslendinga sjálfra.
Samtímis hafa nú erlend
skipafjelög, fleiri en áður, haf-
ið siglingar á sömu viðskifta-
hafnir og E. í., sýnilega í þeim
tilgangi, að nota sjer hina erf-
iðu verðlagsaðstöðu vora í þess-
um viðskiftum.
Árangurinn er þegar að koma
í ljós. Bestu dæmin sem oss ru
kunn eru frá Antwerpen. Þar
hefir skip E. í., Reykjafoss leg-
ið samtímis skipum keppinaut-
anna og fengið til flutnings fá-
einar smálestir, en keppinaut-
urinn alt að hálffermi. Var þó
Reykjafoss auglýstur þar með
góðum fyrirvara. Þá er annað
dæmi fyrir hendi um það, að
vörusending, sem búið var að
afhenda fulltrúum E. í. til fyr-
irgreiðslu, var stöðvuð þegar
útskipun átti að héfjast, og lát-
in bíða eftir skipum útlendu
fjelaganna. Eitthvað svipað
mun eiga sjer stað á öðrum við-
skiftahöfnum vorum erlendis.“
Síðan bendir greinarhöfund-
ur á, að svo líti út, sem er-
lendu skipafjelögin taki sama
flutningsgjald eins og Eimskipa
fjelagið og Ríkisskip. Svo eitt-
hvað sýnist vera bogið við .það,
ef menn sækjast eftir að flytja
vörur með erlendu skipunum,
fremur en hinum íslensku. Ef
um opinbert undirboð væri að
ræða, þá væri öðru máli að
gegna, enda mætti þá hin lægri
farmgjöld koma almenningi til
góða í lækkuðu vöruverði.
Ef þjóðin vill eighast far-
skipaflota og verða sjer nóg á
því sviði segir höf., þá verður
hún að borga útgerðarkostnað-
inn. Aðrir gera það ekki fyrir
oss. Það kostar ekki tiltölulega
meira að gera út farskip jer en
ýmislegt annað kostar. Það er
engin fórn þótt farmgjöld sjeu
eitthyað hærri með íslenskum
skipum en útlendíngar telja
sig geta boðið, ef mismunur-
inn rennur í vasa Islendinga
sjálfra.
Að lokum segir höf.:
Framh á bls. 12.