Morgunblaðið - 19.10.1946, Side 14
14
MORGUNBLAÐIH
Laugardagur 19. okt. 1946
eMmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiHiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmiimiiiiiiiimiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiig
& =
I BLÓÐSUGAN I
c= =
£ftir JoL n CjoodivLn
iiiiiiimiiiiiiimiimiimiiiiiiimmmiiimiiiiiiiiiimimmmiii
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiimiimiiiimmmms
Barnið og björninn
EFTIR CHARLES G. D. ROBERTS.
16. dagur
Margaret stökk á fætur þeg-
ar móðir hennar kom inn, en
hún heilsaði dóttur sinni inni-
lega og atyrti hana um leið
fyrir að koma fljótt heim aftur.
Síðan heilsaði hún Orme með
handabandi, og Margaret var
ekki sein á sjer að segja henni
af þessu fyrirhugaða ferðalagi
sínu til Woolwich.
Frú Garth leit hugsandi á
dóttur sína.
— Jeg sje ekki, að það geti
gert neitt, sagði hún rólega. —
Jeg hefi sjeð skuggahliðar lífs-
ins, en þú ekki, og jeg efast
ekki um, að þú gætir haft gott
af því. Jeg ætla því ekki að
fara að banna þjer það, Marga-
ret, ef þú ert fastráðin, og jeg
vil helst að þú farir með ein-
hverjum kunnugum. Jeg treysti
yður, hr. Orme, til að láta hana
samt ekki sjá of mikið.
— Þjer getið reitt yður á það,
svaraði hann. — En ....
— Hr. Orme ætlaði að draga
sig í hlje, sagði Margaret, — en
jeg hermdi upp á hann loforð
hans. Síðan skildi Margaret
Orme og móður sína eftir ein.
Frú Garth var fljót að koma
að efninu og sneri sjer alvöru-
gefin að Orme.
— Jeg hlustaði á ræðuna yð-
ar í þinginu, sagði hún. — Það,
sem þjer hjelduð þar fram, er
dagsanna. Þjer hafið hvorki
meira nje minna en ljóstrað
upp glæp! Þessi fámenna brask-
araklíka er að reyna að einoka
allar birgðir af kíníni og mor-
fíni, þessum tveim lyfjum, sem
þörfin er hvað allra mest fyrir,
einmitt nú. Þeir hafa náð í all-
ar birgðir, sem til eru á heims-
markaðnum, og vænta sjer nú
gífurlegs hagnaðar af því að
selja þessi meðöl okurverði.
— Já, þeir hafa valið sjer
hentuga tímann, sagði Orme,
gremjulega. — Utanlandsher
vor hafði í fórum sínum feikna
birgðir af þessum lyfjum og
þeim hefir einhvernveginn
verið spilt .... enginn veit
hvernig. Og það, sem eftir var
hefir verið prettað út úr fram-
leiðendunum. Og nú er einmitt
inflúensufaraldur að geisa og
fólk deyr hrönnum saman.
Hvað snertir morfínið, þá geta
þeir ræflar, sem nota það, feng-
ið það keypt fyrir geipiverð, og
á þessu græðir ein fantaklíka
miljónarfjórðung. Jeg segi ekki
annað en það, að það sem svona
menn eiga skilið, er ekki armað
en kaðalspotti og næsti ljós-
kersstaur. Ef bara hægt væri
að festa kló á þeim.
— Jeg skal segja yður eitt,
sagði frú Garth. — Jeg hefi
gildar ástæður til að halda, að
þeir sem standa fyrir þessu, sje
hið svokallaða Steinberg-
fjelag, en aðal naður þess er
Cúraven, sem við könnumst við.
Orme sneri sjer snögt til.
— Getið þjer sannað það?
æpti hann. — Jeg hefi sjálfur
háft sterkan grun um þetta
sama, og ef jeg bara hefði ein-
hverja sönnun í höndunum,
skyldi jeg ganga frá Craven.
— Sannanir er ómögulegt að
útvega .... enn sem komið er.
Höfuðpaurarnir hafa gengið svd
vel frá öllum hnútum, að hver,
sem reyndi að kæra þá, myndi
aðeins spilla fyrir sjálfum sjer
á því. En jeg skal segja yður
nokkuð annað.
Hún lagði höndina á ermina
hans og lækkaði röddina.
— Jeg hefi á síðustu tveim
dögum gert ráðstafanir, sem
eyðir öllu þessu fyrirtæki
þeirra — ef það er þá ekki um
seinan. Jeg ætla að sprengja
fjelagið og eyðileggja mennina,
þó það svo kosti mig hundrað
þúsund pund.
— Það er gleðilegt að heyra,
sagði Orme. •— Þá verðið þjer
velgjörðarmaður allrar þjóðar-
Og það er heldur enginn annar
til, sem gæti þetta. Haldið þjer
nú sjálf, að þetta heppnist?
— Það fæ jeg að vita innan
sólarhrings. En munið eftir því,
að þetta er fullkomið trúnaðár-
mál. Þjer berjist rjettu meginn
og þessvegna treysti jeg yður.
En enginn utan þessarar stofu
má vita neitt. Berjist þjer því
áfram og hittið mig hjer á
föstudaginn klukkan átta. Þá
skal jeg geta sagt yður hvor
verður sigurvegarinn!
VIII. KAPÍTULI.
— Jeg vildi gefa tíu ár æfi
minni, sagði Steinberg kvíða-
fullur, — fyrir að hafa aldrei
snert á þessu bölvuðu fyrir-
tæki. Áður en klukkan slær
fjögur, herrar mínir, vitum við
um örlög okkar.
Einhver daufasti fjárgróða-
„hringur“ var saman kominn
heima. hjá Craven. Steinberg
hinn gildvaxni virtist að gráti
kominn, og veifaði höndunum
eins og hann væri að banda frá
sjer illum örlögum. Sir Mel-
moth var daufeygður og geð-
illur. Þriðji meðlimurinn,
Senor Ruy Culebra, gulleitur
Suður-Ameríkumaður, tautaði
eitthvað við sjálfan sig og var
illilegur eins og höggormur.
Fjórði maðurinn var þarna
viðstaddur, sem sat steinþegj-
andi og rólegur. Hann var yngst
ur þeirra, aðeins 33 ára að
aldri, með dökkt andlit og arn-
arnef, svo að hann líktist mest
einhverjum ránfugli. Annars
var hann ekki ólaglegur maður
og hann var snyrtilega til fara,
grönnu hendurnar prýðisvel
snyrtar, en svörtu augun voru
skörp og vakandi Hann hjet
Cucros.
— Þetta er alt að fara til
andskotans, muldraði Suður-
Ameríkumaðurinn.
— Já, og það er þjer að
kenna, sem passaðir ekki uppá
sendingarnar og skipaferðirn-
ar, heldur ljest það dragast von
úr viti, hvæsti Craven.
— Svei! Jeg held það sje
sanni nær, að þetta sje alt þjer
að kenna, hvæsti Culebra á
móti, — með alt bölvað grobb-
ið um fjármálagetu þína og fínu
samböndin þín, sem áttu að
opna okkur allar leiðir!
Craven snerist öndverður, og
sennilega hefðu þeir komist í
hár saman, ef Steinberg Jiefði
ekki stiít til friðar.
— I Herrans nafni, við skul-
um ekki fara að rífast innbyrð-
is, sagði hann biðjandi. Þá för-
um við bara ennþá rækilegar
hundana. Nei, óvinir okkar
hafa komið utan frá. Lítið á
þetta!
Hann tók upp dagblað, sem
lá á borðinu.
— Viljið þið sjá ræðuna, sem
þessi strákfantur Orme hefir
haldið. Þið hafið lesið hana?
,,Lyfjaokurs-hneykslið“. Heill
dálkur af bullandi skömmum
og sum atriðin í því eru frek-
lega ískyggileg. Hann hefir ver-
ið að storka stjórninni til að
grípa í taumana. Og nú hefir
Daily Mail tekið málið á sína
arma.
• r.'- . - - ‘v • - • r
— Æ, góði Culebra, sagði
Steinberg. — Þarna hefir mað-
ur gott dæmi úþpá breska
hræsni. Þvi ætti maður ekki að
reyna að okra á kíníni og þess
háttar? Jeg jeg ekki, að það sje
annað en heiðarleg verslun. Og
nú er veikindafaraldur, sem
gerir það arðvænlegra. Við fá-
um ekki betra tækifæri á heil-
um mannsaldri. Aðalbirgðirnar
skemdar og hitt í okkar hönd-
um. Erindrekar okkar hafa gert
sitt verk vel. Og svo eigum við
að stranda á þessum Orme.
Sir Melmoth ypti öxlum ó-
þolinmóðlega. — Við skulum
sleppa því, sagði hann. — Orme
hefir verið að reyna að gera
okkur bölvun, en við skulum
sjá um, að hann fái makleg
málagjöld. En hann einn hefir
aldrei verið nógur til að gera
alla bölvunina. Jeg hræðist
ekki blankan kjaftaskúm. En
það eru þessi reiðarslög á fjár-
málamarkaðnum, hvað eftir
annað, sem einhver fjármála-
jötunn hlýtur að valda ....
.... það eru þau, sem hafa
drepið okkur.
— Fyrst var þetta kolfall í
Western brjefum og svo þessi
siglingateppa og loks þessar
meðalabirgðir, sem dembt var
alt í einu á markaðinn með
verði undir öllu valdi, og eng-
inn veit hvaðan þær koma,
sagði Culebra gremjulega. Hver
svo sem þessi óvinur okkar
kann að vera, hlýtur hann að
eyða þúsund.um punda í þetta.
Því þetta pr ells ekki kaupskan-
ur, heldur hrein og bein ill-
menska. Hvernig stóð á því, að
bier brást hjálpin frá Garth,
Craven?
-r- Það þýðir lítið að fara að
tala um það, sagði Sir Melmoth,
hæglátlega. — Jeg sagði vkkur
hvernig jeg ætlaði að fara að.
Jeg hafði ágæta möguleika og
ágæt meðmæli. Og til þess að
vera viss, rjeðist jeg fyrst á
garðinn þar, sem hann var
lægstur .... það er að segja
kom mjer í mjúkinn hjá dóttur
kerlingarinnar, því þar er nú
altaf tromfið hjá mjer, eins og
þið vitið, enda gekk £að ágæt-
lega. Og það var sterkari leik-
ur hjá mjer heldur en alt fyr-
irtækið hiá okkur í fjelagi. En
svo höguðu forlögin því svo
einkennilega, að það fór alt
snögglega í hundana. Garth-
kerlingin hefir eitthvað á móti
mjer. Og þrátt fyrir alt, sem
móti því kann að mæla, hbfi jeg
sterkan grun um, að hún standi
fvrir þessari herférð á móti
okkur.
Hinir fjelagárnir þogðu.
Steinberg ypti öxlum.
7.
Fljótið var nú tiltölulega sljett, það hafði vaxið ákaf-
lega og víða flóð yfir bakka sína. Það glampaði á það í
sólskininu. Rjett eftir að bangsinn sofnaði, fór telpan að
dæmi hans, hún hvíldi rjóða vangann sinn í mjúka feld-
inum hans. Loksins rakst flekinn á trje sem stóð á hólma,
sem var í kafi, hann rakst svo mjúklega á, að litlu sofend-
urnir vöknuðu ekki.
Meðan þessu fór fram voru tvær örvæntingarfullar
mæður á hraðri ferð niður fljótið og niður með því. Þær
voru að leita að flekanum og því sem á honum var.
Þegar móðir litlu telpunnar sá flekann berast frá landi,
var hún komin á fremsta hlunn með að henda sjer eftir
honum. En svo kom skynsemin til sögunnar. Hún minnt-
þess í tæka tíð, að hún var ekki synt, — en það gat flekinn
aftur á móti og gerði það líka heldur betur og myndi
halda f jársjóði hennar, — litlu telpunni hennar lengi uppi.
Hún óð vatnið í mitti heim að bænum, sem stóð upp á
hæð og þaut svo eftir hæðinni til næsta bæjar, þar sem
hún vissi að var til bátur. Þessi bær stóð þannig að engin
flóð gátu náð honum, og bóndinn var heima, ánægður
með sína tilveru. Og áður en hann vissi almennilega hvað
var að gerast, fann hann að verið var að draga hann í átt-
ina til bátsins, því grannkona hans var sterkur kvenmað-
ur, — sem fáir vildu stæla við, og bóndanum var ljóst að
eitthvað óvenjulegt hafði komið fyrir. En það var ekki
íyrri en hann var kominn út í bátinn og farinn að róa,
sem hann vissi hvað um var að vera. En þá tók hann líka
hraustlega til áranna svo hraustlega að það sannfærði
móðurina um að hann væri fús til þess að gera allt sem
i hans valdi stóð. Hann beygði snarlega framhjá trjá-
bolum og trjám, sem voru hvarvetna á floti og reri hratt
niður eftir fljótinu, en konan sat upprjett í skutnum, föl
bins og nár, en stundum tautaði hún eitthvað þannig að
helst varð skilið á því, að telpan hefði stolist í skemti-
ferð, og skyldi heldur betur verða refsað fyrir slíkar
tiltektir.
Það átti að vera stórt boð hjá
lögfræðingnum og frúin haíði
fengið ofan úr sveit aragrúa af
sveppum, til að matreiða handa
gestunum. En þið vitið hvernig
þetta er með sveppi; það eru til
svo margar sögur um eitraðar
tegunclir, að í raun og veru er
maður aldrei með öllu rólegur,
þegar maður hefir þá undir
höndum.
Og svo var með frúna. En
hún dó ekki ráðalaus. Hún kall-
aði á hun'dinn sinn og gæddi
honum á nokkrum sveppum,
hugsaði sem svo að þó hún vildi
ógjarnan missa hann, væri það
þó betra en að drepa alla gest-
ina. Og hundurinn át sveppina,
sleikti út um ánægjulega og
varð sýnilega ekkert meint af.
Sveppamáltíðin vakti mikla
hrifningu gestanna og allir
voru í skínandi skapi, þar til
vinnukonan kom inn, náföl í
framan og stamaði:
— Hundurinn er dauður.
— Við erum öll dauðadæmd,
hrópaði húsmóðirin; og kven-
gestirnii hljóðuðu og karl-
mennirnir bölvuðu.
L bóndinn misti þó ekki
alveg stjórn á sjálfum sjer, náði
í sjö eða átta bíla og ljet aka
öllum gestunum á sjúkrahús,
þar sem mag'ar þeirra voru
skolaðir út.
Þogar frúin kom heim, fjejck
hún aftur tóm til að hugsa urn
hundinn sinn.
— Þjáðist hann mikið? spurði
hún vinnukonuna.
— Nei, afturhjólið á vöru-
bílnum fór beint yfir höfuðið
á honum, var svarið.
★
Viljið þjer gefa guði peninga?
sagði ung Hjálpræðishersstúlka
aldraðan Skota.
— Hvað eruð þjer gamlar?
spurði hann.
—• Nítján ára.
— Jæja, þá sje jeg hann sjálf-
sagt fyr en þjer, og get þá sjálf-
ur afhent honum aurana.
★
— Hvað hefurðu fyrir stafni
um þessar mundir?
— Jeg sel hljóðfæri.
— Píanó eða strokhljóðfæri?
— Nei, grammofónsnálar.
★
Liðsforinginn horfði ógnandi
á hermennina tvo, sem stóðu
fyrir framan hann í rifnum
klæðum og með skrámótt and-
lit.
— Hefi jeg ekki sagt ykkur
hvað eftir annað, sagði hann,
að jeg vil alls ekki hafa menn
í herdeild minni, sem berjast.
SEST AÐ AUGLS5A
f MORGlTTíBLAÐLVIJ