Morgunblaðið - 25.10.1946, Blaðsíða 2
2
WORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 25. okt. 1948
Illkvitni en ekki
málefnadhugi
í GÆR skýrir Þjóðviljinn frá
því á fyrstu síðu og með stærsta
fyrirsagnarletri, sem blaðið
ræður yfir, að Brynjólfur
Bjarnason mentamálaráðherra
hafi sýnt af sjer þá fádæma
rögg, að krefjast þess að rekstri
útvarpsstöðvar Bandaríkjanna
á Reykjanesi verði tafarlaust
hætt.
Og í mörgum undirfyrirsögn-
um, stórum og smáum, er skýrt
fram tekið, að hjer sje um að
ræða ,,beint lögbrot“ af hálfu
Bandaríkjanna og „storkun í
garð íslendinga“. Því að enda
þótt þetta hafi mátt þolast fram
á síðustu daga, sje nú svo fyrir
að þakka, að með samningnum
um niðurfelling herverndar-
samningsins o. fl. (sem Þjóð-
viljinn barðist fastast á móti),
sjeu nú Bandaríkin skyldug að
hætta þessari skelfilegu út-
varpsstarfsemi.
Loks birtir svo Þjóðviljinn
brjef frá mentamálaráðherra
til utanríkisráðherrans, sem þó
er eins og visið blað innan um
hið daglega mál blaðsins.
Verst er þó að þegar á hólm-
inn kemur virðist þessi virð-
ingarverða viðleitni menta-
málaráðherrans mest líkjast
kappanum fræga sem barðist
við vindmyllurnar, eins og sjá
má af eftirfarandi brjefi:
,,24. október 1946.
Með tilvísun til tveggja
brjefa mentamálaráðuneytis-
ins, dags. 26. apríl þ. á., og 21.
þ. m., víðvíkjandi útvarpsstöð
Bandaríkjahersins á Keflavík-
urflugvellinum, skal eftirfar-
andi tekið fram.
Meðan samningurinn um
niðurfelling herverndarsamn-
ingsins frá 1941 o. fl. var til
umræðu á Alþingi átti utan-
ríkisráðherra oft tal við sendi-
herra Bandaríkjanna á Islandi
um ýms atriði er snertu fram-
kvæmd samningsins. Meðal
þeirra var rekstur útvarps-
stöðvarinnar. Ljet þá sendi-
herra í ljósi, að alveg væri
sjálfsagt að stöðin hætti að
starfa þegar í stað er Islending-
ar yfirtækju flugvöllinn. Hefir
nú verið ákveðið að yfirtakan
fari fram á morgun og er stöðin
þegar hætt störfum.
Þegar fyrra brjef mentamála
•ráðuneytisins barst utanríkis-
ráðuneytinu horfði málið þann-
ig við að eigi þótti ástæða til að
taka rekstur stöðvarinnar út af
fyrir sig upp til umræðu við
stjórn Bandaríkjanna. Þykir
eigi taka að orðlengja um það
atriði nú, eftir að stöðin er hætt
störfum.
Ólafur Thors.
Happdrættí um
vél, strauvél
ísskáp, þvotta-
og eldavéi
KNATTSPYRNUFJELAG REYKJAVÍKUR hefir ákveðið að
efna til happdrættis til ágóða fyrir starfsemi sína. Verða í happ-
drætti þessu, sem hefst í dag, samskonar munir og voru í happ-
drætti KR 1944, þ. e. ísskápur, þvottavjel, strauvjel og eldavjel,
allt rafknúið. Þetta er allt í einum drætti. Happdrættið stendur
aðeins yfir í rúman mánuð, þar sem dregið verður 1. desember
næstkomandi.
Erlendur O. Pjetursson, for-
maður KR, ásamt fjáröflunar-
nefnd fjelagsins, skýrði blaða-
mönnum frá þessu í gær. Kvað
Erlendur happdrætti fjelagsins
1944 hafa orðið mjög vinsælt
og lagði áherslu á að enginn
frestur hefði orðið á drætti þá
og að um slíkt yrði heldur ekki
að ræða nú. — Hann kvaðst
fullviss um, að þetta happ-
drætti yrði engu síður vinsælt
en það fyrra. Hjer hjálpast
margt að. Munirnir, sem um er
dregið, eru mjög nauðsvnlegir
hverri fjölskyldu, en flestir því
nær ófáanlegir, happdrættið
stendur mjög stutt yfir, svo
menn þurfa ekki að bíða lengi
eftir úrslitum og síðast en ekki
síst rennur ágóðinn, sem af því
hlýst, til eins mesta velferðar-
máls þjóðfjelagsins, íþrótta-
málanna.
Hver happdrættismiði kostar
kr. 4 og verða miðarnir seldir
af fjelögum KR og' ýmsum
verslunum hjer í bænum og í
Hafnarfirði.
LONDON. Stjórn Suður-
Afríku hefir gefið út tilskipan
um að allir, sem í annað sinn
yerða uppvísir að verðlagsbrot-
urn, skuli settir í fangelsi.
«•--------------------------
l
Skemfun !i! ágéða
bágsföddum
börnum
NÆSTKOMANDI sunnudag
verður efnt til fjölbreyttrar
skemtunar til ágóða fyrir bág-
stödd börn í Þýskalandi.
Þar mun Lúðvíg Guðmunds-
son, skólastjóri flytja ávarp og
segja frá komu sinni í hæli fyr-
ir foreldralaus flóttabörn, Söng
fjelagið Harpa snygur, Arndís
Björnsdóttir les upp og flutt
verða Kammermúsikverk eft-
ir Beethoven, Schumann og
Hindemith.
Skemtunin hefst kl. 1,15 e. h.
— Aðgöngumiðar eru seldir í
Bókaverslunum Lárusar Blön-
dal, Sigfúsar Eymundssonar og
Helgafells.
Send heim loftleiðis.
LONDON. Tuttugu frönsk
tökubörn, sem voru á barna-
heimili í Bretlandi hafa verið
send heim til sín loftleiðís. Þau
voru svo ódæl, að ekki var hægt
að ráða við þau-
Frá aðalfundi
Skógræktarfjelags
r
AÐALFUNDUR Skógræktar--
fjelags íslands hófst í gær kl.
2 siðdegis í Fjelagsheimili Versl
unarmannafjelags Reykjavík-
ur.
Formaður fjelagsins, Valtýr
Stefánsson, ritstjóri, setti fund-
inn og bauð velkomna fulltrúa
utan af landi, en þeir voru
mættir 15 frá 12 hjeraðsfjelög-
um, en auk þeirra mættu á
fundinum ýmsir áhugamenn
um skógræktarmál
Hákon Bjarnason gaf skýrslu
um störf fjelagsins á síðastliðnu
ári, og gat þess um leið, að
fjelagatala skógræktarfjelag-
anna væri nú komin nokkuð
yfir 4000.
Gjaldkeri fjelagsins, Guð-
mundur Marteinsson, las upp
endurskoðaða reikninga fjelags
ins fyrir árið 1945, og voru þeir
bornir upp og samþykktir.
Næst kom til umræðu mál
það, sem fundinum var aðallega
ætlað að fjalla um, en það er
breyting á skipulagi Skógrækt-
arfjelags íslands. Sókgræktar-
stjóri skýrði frá aðdraganda
þessara breytinga og las upp
nýtt frumvarp til laga fyrir
Skógræktarfjelag íslands. Aðal
breytingin er fólgin í því, að
fjelagið er nú gert aö sambands
fjelagi hjeraðsskógræktarfjel-
aganna eingöngu, en hingað til
hefir það jafnframt verið fjelag
einstaklinga og þá sjerstaklega
hjer í Reykjavík. Hafnarfirði
og nágrenni. Fjelagsmönnum
þessum, er nú ætlað að ganga í
Skógræktarfjelag Reykjavíkur
og Hafnarfjarðar, en ein-
staklingum annarsstaðar af
landinu er ætlað að ganga í
viðkomandi hjeraðsskógræktar
fjelög, þar sem þau eru starf-
andi, en ef um það er ekki að
ræða, eru ákvæði til bráða-
birgða, um að þeir geti verið
áfram fjelagar í Skógræktar-
fjelagi íslands. með sömu rjett-
indum og þeir hafa notið nema
hvað niður fellur atkvæðisrjett-
ur þeirra á aðalfundi. Umræð-
ur urðu nokkrar um lagafrum-
varpið og var því vísað til laga-
nefndar ásamt breytingatillög-
um, sem fram komu.
Þá ræddi skógræktarstjóri
um framtíðarstarfsemi hjeraðs-
skógræktarfjeiaganna, og benti
fulltrúunum, hvert stefna bæri
í starfi fjelaganna, að hans
dómi, hvernig starf þeirra yrði
best samræmc og hvern þátt
væntanleg skipulagsbrevting á
Skógræktarfjelagi íslands gæti
átt í því að efla hjeraðsfjelög-
in. Nokkrar umræður urðu um
málin og tóku eftirtaldir menn
til máls:
Haukur Jörundsson, Hvann-
eyri, Olafur Bergsteinsson, Ar-
gilsstöðum, Einar G. E. Sæ-
mundsson, Vöglum, Daniel
Kristjánsson, Beigalda, Ármann
Sigurðsson, Urðum, Valtýr
Stefánsson, ritstjóri og Gutt-
ormur Pálsson, Hallormsstað.
Að loknum þessum umræð-
um var samþykkt að fresta
fundi til föstudags kl. 4 eftir
hádegi, en þá er ætlast til að
laganefnd hafi lokið störfum og
skili áliti.
[invígið um skákmeistara-
titil Islands stendur 5 vikur
■ _____
EINS OG áður hefur verið skýrt frá hjer í blaðinu hefst
skákeinvígi þeirra Ásmundar Ásgeirssonar og Guðmundar,
Ágústssonar um skákmeistaratitil íslands á sunnudaginn, kl.
1 e. h. Stendur sú keppni yfir næstu 5 vikur, þar sem alls verða,
lefldar 10 skákir, 2 á viku.
<S>— ----------------——-----<
Teflt verðui í Þórs cafe a
sunnudögum (byrjað kl. 1) og
á fimtudögum (eftir kl. 8 á
kvöldin). Verða skákmennirnir
hvor um sig að hafa leikið
minst 36 leiki á tveggja tíma
umhugsunarfresti, en ef skák-
inni verður ekki lokið þá, verð-
ur hún biðskák og lokið við
hana daginn eftir.
Sennilegt er, að þetta verði
í síðasta sinn, sem þetta fyrir-
komulag verður haft á um
keppni um skákmeistaratitil
íslands, en framvegis verði sá
maður skákmeistari, sem vinn-
ur landsliðskeppnina.
Skákmönnum kemur saman
um, að þetta einvígi verði mjög
skemmtilegt, bar sem hjer eig-
ast við mjög sterkir skákmenn.
Ásmundur er miklu eldri og
reyndari en Guðmundur. Hann
er nú fertugur að aldri og hef-
ir verið á annan áratug einn
snjallasti skákmaður okkar.
Hann hefir unnið skákmeistara-
titilinn 4 sinnum, síðast í ein-
vígi við Baldur Möller 1944.
Hann hefir og unnið marga
aðra skáksigra og tekið þátt í
öllum skákkeppnum íslendinga
við erlendar þjóðir.
„Jeg býst við þungum róðri
nú“, sagði Ásmundur, er hann
átti tal við blaðamenn, „þar
sem hinir yngri skákmenn hafa
tekið mjög miklum framförum
síðustu árin“.
Guðmundur Ágústsson tók
fyrst þátt í skákmóti 1937 og
hefir greinilega komið í ljós
síðan, sjerstakiega 2 síðustu ár-
in, að hann er einn af bestu
skákmönnum hjerlendis. Guð-
mundur er 29 ára. Hann varð
skákmeistari Reykjavíkur 1945
og skákmeistari íslands í hrað-
skák sama ár. Þá var hann og
efstur 1 meistaraflokki A á
norræna skákmótinu í Kaup-
mannahöfn, en það er fyrsta
milliríkja-skákkeppnin, sem
Guðmundur tekur þátt í.
Guðmundur varð efstur í
landsliðskeppninni 1946 ásamt
Guðmundi S. Guðmundssyni og
máttu þeir því heyja einvígi um
það, hvor þeirra hefði rjett til
að skora á skákmeistara íslands
til keppni um meistaratitilinn.
Guðmundur S. tilkynnti að
hann myndi ekki nevta þess
rjettar, en Guðmundur Ágústs-
son ákvað að gera það. „Jeg
skoraði ekki á Ásmund, af því
að jeg byggist við neinum sjer-
stökum árangri,“ sagði hann,
„en mjer fannst ekki rjett að
skákmeistari Islands hjeldi
þeirri nafnbót ár eftir ár án
keppni um hana. Mjer fannst
það því skylda mín að leggja
út í þessa keppni“. Guðmund-
ur sagðist hafa keppt mikið við
Eggert Gilfer, sem hann telur
þann manninn, sem mest hafi
kennt íslenskum skákmönnum.
Skákir' þeirra fjelaga verða
skýrðar fyrir áhorfendum á
tveimur sýningarborðum. Get-
ur það verið ágæt kennsla fyr-
ir menn, sem áhuga hafa á
skák, og verða þeir áreiaan-
lega margir, sem nota sjer það
tækifæri.
15 nemendur í leik-
skéið Lárusar
Pálssonar
MIKILL áhugi virðist ríkja
í bænum fyrir leiklist. — I
haust sóttu 40 nemendur um
upptöku í leikskóla Lárusar
Pálssonar, en hann gat ekki
tekið nema 15. Er að sjá sem
ioforð um að Þjóðleikhúsið
verði tilbúið á næsta ári eigi
sinn þátt í leiklistaráhuga
manna.
TVEIR NEMENDUR VIÐ
FRAMHALDSNÁM
Tveir af nemendum Lárus-
ar stunda nú framhaldsnám í
London og hefur báðum geng
ið námið vel. Eru það þeir
Gunnar Eyjólfsson og Baldvin
Halldórsson, sem báðir nema
leiklist hjá Royal Academy í
London. Gunnar hefur þegar
fengið tilboð um að ieika í
kvikmyndum, en hann hafn-
aði því boði að sinni, þar sem
hann vildi heldur halda áfram
námi sínu.
Lárus Pálsson sagði mjer
frá þessu í gær, eítir að jeg
hafði reynt lengi til að ná í
hann í símanúmeri hans, 5240,
en síðan komst jeg að því eft-
ir langa mæðu, að Lárus er
einn af þeim, sem hefur feng-
ið nýtt númer, 7240. Það er
hreint ekki vanþörf á því að
fá nýja símaskrá, enda mun
hún vera í undirbúningi.
Bannað al birfa
orðsendlngu
London í gærkveldi.
BRESKA stjórnin hefir sent
yfirstjórn rússneska hersins í
Búlgaríu orðsendingu, þar sem
segir, að ekkert rjettlæti það,
að Rússar hafi bannað að birta
orðsendingu þá um kosning-
arnar í Búlgaríu n. k. sunnu-
dag, sem Bretar sendu Rúss-
um og búlgörsku stjórninni fyr-
ir skömu.
í orðsendingu Breta um
kosningarnar fara þeir fram á
það, að stórveldin fái að hafa
eftirlit með því, að kosningarn-
ar fari fram á algerlega frjáls-
um grundvelli. Rússar hafa hins
vegar mótmælt þessu, og telja
að engin ástæða sje til að skipta
sjer að kosningunum.
—Reuter.
Ajax í Trieste.
LONDON. Breska beitiskipið
Ajax er nýlega komið til Tri-
este. Verður skipið þar í stað
beitiskipsins Huntington, sem
hefir legið í höfn þar um,
tVeggja mánaða skeið. , j