Morgunblaðið - 25.10.1946, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.10.1946, Blaðsíða 9
FÖstudagur 25. okt. 1946 MOKGUNBLAÐIÐ rinnan-mAlaferlin í þrAndheimi „NÚ er jeg kallaður óvinur þjóðarinnar nr. 1. — Henrik Rinnan“. Þessi setning, sem rit- uð er á vegginn í klefa hans í Trondhjem, sem gott dæmi um hugsunarhátt þessa snillings og óþokka, en hann og fylgisvein- ar hans hafa nú verið fyrir rjetti í meira en mánuð, og bú- ist er við því, að rjettarhöldin standi yfir í tvo mánuði enn. Fyrst má geta þess, að setn- ingin er algerlega rjett Alls staðar í Noregi líta menn á njósnarann og morðingjann Rinnan, sem mun verri og hættulegri mann en Quisling var á sínum tíma. Það var hon- um, sem tókst því nær að yfir- buga andstöðuhreyfinguna á svæðinu milli Trondhjem og Narvik, hann sem handsamaði og afhenti Þjóðverjum hundr- uð föðurlandsvina, á sama tíma sem hann ljest sjálfur vera einn af þeim. Rinnan er sakaður um sex morð — meðal annars fyrir að myrða unglingspilt og stúlku, sem reynt höfðu að sleppa úr fjelagsskap hans. Og með sömu nákvæmni og hann lýsir áliti almennings á sjer. lýsir hann nú glæpum sínum, dregur ekki úr neinu og er auðsjáanlega hræddur um; að ákærendur hans kunni að gera of lítið úr starfsemi hans. Að sjá Rinnan skýra frá glæpum sínum með kuldalegri, rólegri röddu, án þess að láta sjer hið minsta bregða, er eins og að sjá gerfi- mann, sem hvorki kann að gorta nje skammast sín. Og þó má sjá í þessari setn- ingu á klefavegg hans þá fá- dæma hjegómagirnd, sem þessi maður hefir yfir að búa, mað- urinn, sem varð að gerast glæpamaður til að sanna, að eitthvað byggi þó í honum. Enginn dvergur. RINNAN er langt frá því að vera sá óhugnanlegi dvergur, sem skopteiknararnir og al- menningur vilja láta hann vera. Enda þótt hann sje smávax- inn, samsvarar hann sjer vel, og auk þess sem hann er giftur og á börn, hefir hann átt mök við allar þær sjö stúlkur, sem nú eru ákærðar með honum. Og þegar jeg sá hvernig and- lit hans breyttist, þegar honum var skemmt, og að jafnvel vörð ur hans virtist verða fyrir á- hrifum af brosi hans og leiftr- andi augum, gat jeg skilið, hvers vegna menn sögðu, að hann byggi yfir dáleiðsluhæfi- leikum. Sagt er, að Rinnan hafi Lappablóð í æðum, og það ætti að skýra hið hrafnsvarta hár hans, skásett augun og að neðri hluti andlits hans er svo fyr- irferðarlítill og visinn. Það er þetta, ásamt hinu háa, óeðlilega stóra enni, sem gerir andlit hans svo óhugnanlegt. Þar til Þjóðverjar rjeðist inn í Noreg, þegar hann var 25 ára, hafði Rinnan aldrei gert nokk- uð það, sem bent gæti á, að hann yfirleitt gæti hugsað. — Hann skifti oft um vinnu, öf- undaði alla, sem gekk betur í lífinu en honum sjálfum. En langsamlega mest hataðí hann stóra, feita bákarann í þorpinu nálægt Trondhjem og það af því einu, að foreldrar hans Saga hugsjónalausa morðingjans, sem var ötulasti njósnari nasista í Noregi sendu hann oft til að fá brauð „út á reikning" hjá bakaran- um. Og þegar Rinnan, sem dyggur njósnari Þjóðverja, ljet handtaka bakarann, kallaði hann það „hamingjusamasta daginn i lífi sínu. „Positivt og negativt“. EN maðurinn, sem glaðst gat yfir slíkri hefnd, hefir einnig búið til setningu, sem jafnvel dómarar hans hafa neyðst til að nota, vegna þess hversu vel hún á við um það, sem hún á að lýsa. Setning Rinnans „pósitivir og negativir samverkamenn“, skýr ir ekki aðeins, hvernig hann leit á mannkynið, heldur og, hvernig hann skipulagði starf- semi sína. Hinir „pósitivu sam- verkamenn“ voru þýsku Gesta po-mennirnir og ungir norskir slæpingjar, sem hann gat ógn- að og þjálfað til að vinna fyrir sig. Hinir „negativu samstarfs- menn“ hans voru — allir aðr- ir, en það átti í raun og veru við alla bandamenn eða með- limi norsku mótstöðuhreyfing- arinnar. Hann hafði jafnvel „negativa samverkamenn" í Bretlandi, því auk þess sem hann sendi sína eigin njósnara þangað, hjálpaði hann mörgum norskum föðurlandsvinum til að komast undan, svo þeir gætu óafvitandi borið honum þannig söguna, að menn hjeldu að ó- hætt væri að treysta honum. Max Manus, einn af frægustu njósnurum og skemdarverka- mönnum Norðmanna, hefir sagt mjer, að jafnvel eftir að búið var að sanna glæpi Rinnans, hafi norskur föðurlandsvinur í Svíþjóð, verið reiðubúinn til að verja sakleysi hans, því „hefði það ekki verið fyrir aðstoð hans“, hefði honum sjálfum aldrei tekist að strjúka til Sví- þjóðar. Svik og misþvrmingar. TIL allrar hamingju eru þeir þó margir, sem vita sannleik- ann í málinu, og þeir, sem lif- að hafa af þjáningar sínar, koma nú fram í dómshúsinu í Troncíhjem, til að segja frá því, hvernig þeir voru sviknir og píndir. Daginn, sem jeg var þarna, kom fram sem vitni, mið aldra maður. Yfir andliti hans lá sami fölvinn, sem einkennir þá, sem lengi hafa dvalist í fangabúðum, og þegar hann lýsti því, hvernig hann var kvalinn og píndur, áður en hann var fenginn Þjóðverjum í hendur, var iafnvel dómarinn ekki ósnortinn, og reiðilegar raddir áheyrenda trufluðu rjett arhöldin um stund. Rinnan hafði það fyrir sið, að hafa þá föðurlandsvini, sem hann klófesti, í haldi hjá sjálf- um sjer um viku tíma, vegna þess að honum tókst að neyða þá til að játa fleira, en Þjóð- verjar gátu. Hann hafði þá í kjallaranum í húsi því, í útjaðri Trondhjem, sem hann hafði tekið af prófessor þeim, sem átti það. Mjer var sýnt þetta hús og sagt frá því, að stundum hefði sjest til Rinnans fyrir ut- an húsið, þar sem hann ljek sjer að úlfahundunum sem hann notaði til að gæta þess, að fang- arnir kæmust ekki undan. Hann hafði líka gaddavírsgirðingu kringum húsið, og vað er fyrst nú, að fyrverandi nábúar hans vita um ástæðuna og hvernig á því stóð, að lögreglubílar voru stöðugt að koma þangað um miðjar nætur. En nú eftir að sannleikurinn um morðin og misþyrmingarnar hefir verið birtur almenningi. er auðvitað litið á húsið með hryllingi, og það, að prófessorinn, sem átti það, hefir fluttst í það á ný, hefir haft það í för með sjer, að fólk lítur á hann sem ein- hverja ófreskju. Aumingja maðurinn hefir rejmt árangurs laust að selja húsið, og ekk- ert þjónustufólk fæst til að stíga inn fyrir dyr þess. Vændiskonur. AF ÞEIM 29 öðrum, sem ákærðir eru með Rinnan, eru allir illmanlegir i útliti, að undanskyldum einum, — ung- um manni með gleraugu, — sem er einna áþekkastur enskum málfærslumanni. Hann heldur því fram, að hann „muni ekk- ert“, enda þótt að sagt sje, að hann hafi staðið Rinnan einum að baki um lævísi og grimd. Stúlkurnar hafa allar verið vændiskonur, og enn má lesa þetta út úr hinum förðuðu and litum þeirra. Þegar einn af með limum Oxford-fjelagsins í Oslo sagði mjer, að þessar stúlkur hefðu ,,breyst“ við fangelsis- vistina, datt mjer í hug, að hann mundi siálfsagt skifta um skoðun, gæti hann átt þess kost að sjá, hversu fýldar og kæru- leysislegar þær eru við rjettar- höldin. Þær, líkt og karlfang- Kröfur Rússa á hendur lyrfejisn arnir, virðast aðeins vera vak- andi, þegar herra þeirra, Rinn- an, er að tala. Enginn vafi leikur á því, að Rinnan og margir aðrir hinna ákærðu, verða dæmdir til dauða. En ólíklegt er, að Rinn- an verði tekinn strax af lífi, því ætlunin er að leiða hann sem vitni, er mál ýmissa þýskra Gestapomanna verða tekin fyr- ir. Rinnan hefir þegar gert mikið gagn, með því að koma upp um þá SS-menn, sem reynt hafa að komast undan, með því að látast vera óbreyttir þýskir borgarar. Honum hefir aldrei skjátlast í þessum tilfellum. •— Menn eru jafnvel farnir að segja, að þessir • menn muni ekki þora annað en segja sann- leikann, þegar Rinnan er við- staddur! Hugsjónalaus morðvargur. SÁLFRÆÐINGARNIR eru hættir að hafa áhuga fyrir Rinnan, eftir að sýnt hefir ver- ið fram á, að hann hefir engar sjerstakar hugsjónir, nje telur sig þurfa að halda tryg við nokkurn málstað. Sálfræðing- arnir segja aðeins, að hann sje gott dæmi þess, að vondir tím- ar veki upp vonda menn. En Norðmenn alment líta svo á, að Rinnan sje mun óhugnanlegri en þetta, og þeir minna fólk með hryllingi á það töfralíf, er hann virðist vera gæddur. •— Jafnvel Max Manum verður að játa það, að sex alvarlegar til- raunir voru gerðar til að drepa Rinnan, og að allar hafi þær mistekist. Einu sinni var það meira að segja snögg veður- breyting, sem bjargaði lífi hans. Þetta eru þá helstu atriðin í sögu, sem er eins harðneskju- leg og hver sem er af sögum fornaldarinnar. Og enginn, sem þekkir Noreg. getur efast um annað en að að því muni koma, að hún verði skráð. Rússar krefjast að fá að gæta Dardanellasundsias með Tyrkjum og einnig hafa þeir borið fram kröfur um hluta af Norður-Tyrklandi. A kortinu sjest afstaðan mill Tyrklands og Sovjet- ríkjanna ásamt Iran og löndunum við austanvert Miðjarðarhaf. Verður Skauiahöllin inn við Tungui FYRIR nokkru síðan var á bæjarráðs mælt með því að Sigurj. Danívaldssyni, fram- kvstj., verði gefin kostur á lóð fyrir væntanlega Skautahöll á landi sem er á milli Sigtúns og Hátúns, í túni Tungu við Suðuri andsbraut. Sgurj. Danívaldsson skýrði blaðinu svo frá í gær, að enn væri lítið að frjetta , þessu máli. Hann væri nú að safna hlutafje til byggingarinnar og gengi það að óskum. Búið var að gera teikningar að höllinni, en þær voru miðaðar við lóð þá er upphaflega var gert ráð fvrir að höllin yrði bvggð á. Það verður því að breyta teiknjngunum nokkuð einkum útliti. Jeg er ánægður með þessa lóð, sagði Sigurjón og geri mjer vonir um að geta aflað alls þess fjár, er með þarf til byggingarinnar. Skautahöllin verður mikil bygging um 100 metrar á lengd og 60 metrar á breidd. Ekki kvaðst Sigurjón geta sagt um hvenær bygginga- framkvæmdir hefðust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.