Morgunblaðið - 13.11.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.1946, Blaðsíða 1
16 síður 33. árgangur. 25.7. tbl. — Miðvikudagur 13. nóvember 1946 ísafoldarprentsmiðja h.f. „DIMMUR HEIMUR A Bandaríkfamenn neiia að ieggja fram fje Washimjton í gærkveldi. BANDARÍKJASTJÓRN hefir hafnað umleytunum UNRRA um það að stjórnin ieggi fram 400 milj. dollara í varasjóð, til þess að kaupa fyrir matvæli til útbýtingar meðal bágstaddra þjóða, þeg- ar UNRRA hættir störfum sín um. Aeheson varautanríkis- ráðherra sagði frá þessu á bjaðamannafundi í dag, og rökstuddi hann þetta þannig, að stjórnin áliti að slíkur sjóð ur væri ekki nauðsynlegur, til þss að halda áfram verki LTNRRA, eftir að stofnunin hefði verið lögð niður. — Það var La Guardia, sem bar uppá stunguna. fram. Acheson var á þeirri skoðun að þjóðirnar mttu hjer eftir að styðja hver aðra í matvælamálunum. — Reuter. Rannsókn flaksíns er lokiS _ SKIP ASKOÐUN ARSTJÓRI Óiafur Sveinsson og aðstoðar rnenn hans, fóru í gærmorg- un út að flaki ms. Borgey. Veður var ekki sem heppi- legast og gekk yfir flakið öðru hverju. Þeir gátu þó vel at- hafnað sig inni í flakinu. Blað ið átti í gærkvöld tal við hreppstjóra í Hornafirði og sngðist honum svo frá, að akipaskoðunarstjóri hefði lok ið við rannsókn flaksins og myndu þeir fara til Reykja- víkur, ef flugferð fellur í dag. Scofiaitd Yard hefir anga GySlnpm London í gærkveldi. EKKI er talið, að neinum óspektarseggjum úr flokki Gyðinga hafi enn tekist að komast til Bretlands, en Gyð- ingar hótuðu sem kunnugt er að gera spellvirki á Bretlandi og jafnvel að myrða æðstu menn Breta. Scotland Yard, liin breska leymlögregla hefir vakandi auga með öllum sem reyna að komast til landsins. Þá hafa, að gefnu tilefni verið gerðar ráðstafanir til þess að vcrja sendiherrabústað Breta í Lissabon, cn Gyðingar komu fyrir sprengjum á dögunum 1 sendisveitarbústað Breta í Róm og urou miklar skemdir þar. — Reuter. MEÐAN Eisenhower hershöfðingi dvaldi í kastala þeim í Skotlandi, er honum hefir verið gefinn, brá hann sjer í heim- sókn til bresku konungshjónanna í Balmoral-höll. Hjer sjest Eisenhower ræða við konungshjónin. Brauð til í Dusseldorf til þriggja daga London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins.. YFIRMAÐUR breska hernámsliðsins, Sholto Douglas marskálkur lýsti því yfir í Berlín í dag, að matvæla- astandið á hernámssvæði Breta væri ákaflega alvarlegt. í þessu sambandi tók marskálkurinn fram, að í borginni Diisseldorf væri ekki.til brauð nema til þriggja daga og tæplega þó, og væri ómögulegt að segja, hvort takast myndi að bæta úr þessu. Astandið yfirleitt hörmulegt. ® í opinberri tilkynningu, sem gefin var út í Dusseldorf í kvöld, var sagt að mjölbirgðir þær, sem fyrir hendi voru í gær í Norður-Rínarhjeruðum og Westfalen á breska hernáms- svæðinu, næmu 13.258 smálest um alls, og væri það ekki meira en rúmlega tveggja daga forði fyrir fólkið. Ekki var í skýrslu þessari gerð grein fyrir forðanum í hinum einstöku borgum, nema í Dusseldorf og kom það heim við það, sem Sholto Douglas marskálkur hafði skýrt frá fyr um daginn. Biðraðir fólks fyrir utan brauðbúðir í Ruhrhjer- aði voru lengri í dag, en þær hafa nokkru sinni áður verið. Talið er að þetta sje að nokkru leyti vegna þeirra orsaka, að aðflutningar hafa teppst um Dortmund-Ems skipaskurðinn, vegna sprengingar, sem var þar í stíflu einni, en flutningar á járnbrautum ganga svo seint, að birgðirnar komast ekki á á- kvörðunarstað í tæka tíð. RINCULREIÐ4 3> • _______ Churchiil og Atfíeé ræða alþjóðamáiin London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. „VIÐ LIFUM í DIMMUM heimi, sem er á ringulreið“, sagði Winston Churchill, fyrrum forsætisráðherra, þegar hann tók til máls við bingsetningu, eftir að Bretakon- ungur hafði haldið hásætisræðu sína. Churchill kom víða við í ræðu sinni, hann sagði að bandalag hinna samein- uðu þjóða hefði að vissu leyti brugðist vonum heimsins, en heimurinn setti þó enn sitt traust á þetta bandalag og óskaði því alls hins besta. Churchill sagði að Breta- stjórn bæri ekki á nokkurn hátt ábyrgð á því alþjóða- ástandi, sem nú ríkti, en leitt væri að ekki hefði verið hægt að hindra að svo færi sem nú hefir farið. — Attlee forsætisráðherra tók næstur til máls. Hann ræddi aðallega um það, ef styrjöld kynni að skella á og sagði að Bretar yrðu að hafa nægilega mikið þjálfað varalið. Hann sagði að ekkert öryggi væri’ að fá með samningsbundinni afvopnun, heldur aðeins með hinu, að þjóðirnar væru sem sterkastar. Sagði hann að Bretar ættu ekki að leggja neitt á hættu í þessum efnum. í MORGUN varð mikið júrnbrautarslys á brautinni milli Parísar og Strasburg, er hraðlest rakst aftan á aðra lest, sem stóð kyr við stöð eina Við áreksturinn fóru öftustu vagnar hinnar síðarnefndu lestar í mask og er ekki enn vitað með vissu hversu marg ir hafa farist, en 35 lík höfðu fundist, er síðast frjettist. Ver ið er enn að leyta í rústunum cg unnið að því að rannsaka orsakir slyssins. — Reuter, London í gærkveldi. Á FÖSTUDAGINN byrjar nýtt „innflutningstímabiD Qyðinga til Palestínu, og verð ur alls 1500 manns leyft að setjast að í landinu á því tíma bili. Ákveðið hefir verið, að 800 manns, sem ólöglega kom til landsins skuli fá að setjast þar að en hinir 700 munu lík lega verða valdir úr hópi þess fciks, sem nú er haft í bæki- stöðum á Cyprusey, en það folk allt hefir sem kunnugt er verið tekið, er það ætlaði inn i landið helga á ólöglegan hátt Talið er og, að fleiri af þeim Gyðingum, sem nú eru á Cypr us, verði hleypt inn í Palest- ínu á „inriflutningstimabili:< því sem verður um mánaða- mótin desember og janúar n k. — Reuter. Yfirráðasvæði Rússa Churchill sagði að V3 hluti Evrópu utan Rússlands væri nú hernuminn af herjum Sovjet- ríkjanna og að „hernaðarleg landamæri“ Sovjetríkjanna væru nú við fljótið Elbe. „Það er ómögulegt að segja neítt um hvað framtíðin ber í skauti sínu, sagði Churchill ennfrem- ur og hjelt áfram: „Ekki held- ur, hver örlög Frakklands verða“. Sameinuðu þjóðiirnar „Bandalag sameinuðu þjóð- anna hefir, eins og forsætisráð herra benti áður á, enn ekki uppfylt þær vonir, sem við það voru tengdar. Samt er það enn háborg mannkynsins og við von um allir með stjórninni að við leitni þess beri ávöxt, enda styður stjórnin það af alhug, enda er yfirgnæfandi hluti mannkynsins með því, að þessi stofnun geti linnað þjáningar mannkynsins“. Ábyrgð síjórnarinnar. „Þegar vjer rekjum hinn raunalega atburðaferil“, hjelt Churchill áfram, „getur maður ekki gert ríkisstjórnina ábyrga fyrir því, sem gerst hefir. Örð- ugleikarnir hafa verið óyfirstíg anlegir. Öfl þau, er gegn stjórn inni standa eru mjög máttug. Bretar hafa mjög lækkað í áliti erlendis að undanförnu, en jeg nefni ekki ekki þessar stað reyndir í því skyni, að deila á stjórnina, heldur til þess að þingheimur geti athugað að- stöðu vora. Utanríkisráðherra vor, hefir gert það, sem hann gat, og við styðjum hann allir í starfi hans. Framh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.