Morgunblaðið - 13.11.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.11.1946, Blaðsíða 7
i v Miðyjkudagur 13. nóv.; 1946 ’MORGUNBL AÐIÐ I SUMAR var, eins og kunn- ugt mun vera, gerð tilraun með útflutning á hrossum. UNRRA keypti þau og greiddi £ 25, eða kr. 652 ísl. fyrir stykkið komið um borð í skip. Hrossin áttu að vera á aldrinum 3—8 vetra og af þeim skyldu vera minnst 50% hryssur. Upphaflega virtist UNRRA hafa mikinn áhuga fyrir þess- um kaupum og vildi fá allt að 10 þús. hross á aldrinum 2—10 vetra og ætlaði að greiða um kr. 617,00 fyrir stykkið komið um borð í skip. •— Ekki var þó talið ráðlegt að lofa meira en 4000 hrossum fyrr en feng- ist hefðu upplýsingar um und- irtektir bænda. Þeir virtust ekki hafa mikinn áhuga fyrir þessu, þótt verðið væri 20— 30% hærra en afsláttarverðið var í fyrra. Þeir buðu rúmlega 3000 hross til útflutnings. Við þessa könnun varð nokk- ur dráttur á aðgerðum í mál- inu, en þegar þær voru hafn- ar að nýju hafði áhugi hjá UNRRA dofnað til mikilla muna fyrir viðskiptunum, enda höfðu Danir hlaupið í skarðið og selt Stofnuninni 30 þús. hross. Leið svo sumarið, þannig að ekki fjekkst annað frá UN- RRA en vífilengjur og undan- brögð. Málið virtist vera og var í raun og veru stöðvað. Seint í ágúst fór Magnús Sigurðsson, bankastjóri, á þing þessarar stofnunar, sem haldið var í Genf og hafði þar tal af forstjóra hennar, La Guardia, um málið. Tókst honum og sendiherranum í Washington að koma því til leiðar, að UNRRA skuldbatt sig til að kaupa 2500 hross. En nú voru sett þau skil- yrði, að aldurinn skyldi vera 3—8 vetra, og aðeins 300 þre- vetringar. Auk þess var nú sett það skilyrði, að af hrossunum skyldi minnst helmingur vera hryss- ur. — Annaðhvort var nú fvrir i " j ríkisstjórnina að ganga að þessu eða láta málið falla alveg nið- ur. — Verðið fjekkst hækkað við þessa breytingu úr 617,00 kr. upp í 653,00 kr. en það var um 52,00 kr. minni hækkun en stjórnin fór fram á. — Hafi ver- ið gert glappaskot í þessu við- skiptamáli, þá er það aðeins það, að málið skyldi ekki vera látið niður falla á þessu stigi. Sökin er aðallega mín og þeirra sem landbúnaðarráðherra fjekk tillögur frá um málið. Kaup voru hafin þ. 4. sept. í fyrsta skip, sem átti að taka 1700 hross. Kaupum skyldi lok- ið á 8 dögum og samkv. lof- orðunum áttum við að fá rúm- lega 2000 hross á svæðinu, sem keypt var á. — Tvær til þrjár kaupstefnur voru haldnar á degi hverjum Sex íslendingar unnu við kaupin og einn Eng- lendingur, fulltrúi UNRRA. Við ferðuðumst í tveimur jeppum. — ímsir hafa gert mikið veður út af þessum liðs- safnaði, ýmsar skemmtilegar sögur hafa mótast og vafalaust kveðskapur. En þetta var þó ekki of mikið lið, ef allt hefði verið með felldu. Það er mikið Verk; að kaupa að meðaltali 200 til 25p,,hv$>ss. á d.fg og í^tjf. sig auk ’þess á miíií tveggja til þriggja kaupstefna. Hvert^hross Salan til Eftir Gunnar Bjarnason HT^' TPT; . fjögra þetra og síðan aðeins r< JUlj annað hvert ár. Tryppin fengju ■ »8» E*b X sv0 a5 ganga undir mæðrun- um í þrjú missiri. — Hryssum ef rjett er með þau farið. —| tryppum þarf að gefa fóö- urbæti með beitinni eftir að skyldi mælt og skoðað, bæði aldur og bygging; klippa þurfti á hrossin hlaupandi númer, allt að fjórum tölustöfum. Slíkt verk gengur aðeins greiðlega hjá æfðum mönnum. Ennfrem- ur þurfti að skrásetja hrossin og seljendur þeirra, en skýrsl- an þurfti einnig að gilda sem farmskrá, svo ekki þyrfti að endurtaka allan leikinn við út- , skipun. Enn skal þess getið að búast mátti við. að hópurinn ^ þyrfti að skipta sjer, sem og1 raun varð á, svo að kaupun-j um yrði lokið á tilsettum tíma. j — Þetta eru þeir beðnir að hug leiða, sem deila á fyrirkomu-1 lag þessara hrossakaupa og , hafa það í flimtingum. Ekki var það sök okkar, sem keyptum hrossin, að á kaup-, stefnurnar kom ekki nema helmingur þeirra hrossa. sem reiknað hafði verið með og lof- að hafði verið — en þetta varð orsök þess, að við „flakka'vrn- ir“ nutum vel sólar og kvildar á kaupstefnunum. Út voru flutt 1153 hross í fyrsta skipi í stað 1700. — Þótt UNRRA hafi sjálf verið óábyggileg í þessum við- skiptum, taldi hún elcki ástæðu til að senda íleiri skip hingað í sömu erindum og tókst að þvæla málið til 10 okt. en þá var samningurinn útrunninn. Um 200 hross, sem keypt höfðu verið í síðara skipið og náðu ekki í það fyrra, verða borin á borð Reykvíkinga í vet- ur og munu ásamt fleiri hross- um, sem fá sömu örlög hjálpa til að auka útflutning dilka- kjöts á þessu ári. Það mætti nú með nokkrum sanni segja, að báðir aðdar, kaupandi og seljandur, rnegi vel una, þessum málalokum: Kaupandinn fjekk færri hross. en til stóð og er því feginn, en bændur eru lítið hrossa- færri eftir en áður, og þeir, sem, nutu afsláttarsölunnar meða vera þakklátir, því kjötvtrð- ið hefir hækkað um 30—50% frá því í fyrra, og er það vafa- laust að miklu leyti að þakka þessum útflutningi. Bændur hafa undanfarið lát- ið í veðri vaka, að þeir vildu fækka hrossunum, ef þeir gætu fengið viðunandi verð á erlend um markaði. Nú var tækilær- ið. — Það var ekki notað. — Við því er kannske ekkert að segja, meðan veðurblíða hel?t. á vetrurn. Það var bara miá- skilningur, að bændur hefðu hug á að fækka hrossum. Pólskir söiumóguleikar. í haust hefir sendiherra ís- lands í Póllandi, Pjetur Bene- diktsson, og viðskiptanefnd hjeðan, sem þar er stödd, rætt við pólsk stjórnarvöld um kaup á hrossum hjeðan. í þeim umræðum hefir verið talað um miklu hærra vei'ð’.^g; í Sumar var ;grmtt,: eéat ,um kr. 1500.00 íyrir Iirossið, ítomið til' Pól- lands. yerð til bænda áf því yrði um kr. 900. Engin við- skipti gátu orðið á þessu ári, og líklega hefi.r verðið þótt full hátt. Útlit er þó fyrir, að um einhverja hrossasölu geti orðið að ræða á næsta ári. Pólverjar hafa nýlega gert stóran viðskiptasamning við Dani um vöruskipti á hross- um og kolum. Danir ljetu af hendi um 45 þús. hross, sem eru miklu stærri og dýrari en okkar, á meðalverði kr. 1800.00 danskar (ca. kr. 2410,00 ísl.). I Kolin fá Danir fyrir ca. kr., 50,00 danskar (ca. kr. 67,00 ísl.) , en það mun vera undir venju- ! legu verði á pólskum kolum, því Danir veita Pólverjum tals- verðan gjaldfrest- — en þeir fá um 36 tonn af kolum fyrir hvert hross. Pólverja skortir mjög hesta. Þar í landi er mikill fjöldi smá- bænda, sem hafa frá 5—10 ha. af landi. Þessir bændur hafa aðallega notað smáhesta. sem eru lítið stærri en okkar. Þekkt asta smá-hestakyn þeirra var rauðjarpt að lit; þessvegna sækja-st Pólverjar mc-i-t eftir jörpum hryssum. Eftir sögn kunnugs manns, voru aðeins fá pct. af hrossum Pólverja lif- andi, þegar stríðinu lauk. Það er því skiljanleg þörf þeirra fyr ir hross, og talið er, að þeir verði í marga áratugi að end- urreisa hrossastofninn. Það er ríkjandi skoðnu í búnaðarlöndum, að dráttarvjel- in geti ekki orðið samkeppnis- fær við hestinn á smábýlum, en binsvegar er mjög hæpið, sjer- staklega í þeim löndum, sem búa við landþrengsli, að smá býli verði sameinuð í stórbýli, aðeins til að skapa möguleika fyrir meiri vjelyrkju, því þótt spara mætti með því einhverja vinnu á hverja framleiðsluein- ingu, þá er það marg sannað, að með því fæst minni fram- leiðsla af flatareiningu lands, og auk þess vrði að stríða við mjög rótgrónar erfðavenjur bænda. — Þar sem yfirgnæf- andi meiri hluti þeirra miljóna bænda, sem búa í Evrópu eru smábændur, eru miklar líkur fyrir að ennbá í áratugi eða jafnvel aldir muni hesturinn að miklu leyti annast dráttinn. Eru skilyrði til hestauppeldis á Islandi? Hestauppeldi hentar best á þeim stöðum, þar sem mikið er graslendi og víðátta og beitar- tími langur. Jeg get, í fljótu bragði, ekki sjeð önnur lönd í norðanverðri Evrópu, sem gefa betri skilyrði til uppeldis smáhesta en ísland. Graslendi er hjer mikið, sem hæfir mjög vel þörfum hross- anna til vaxtar og þroska. Á miklum hluta landsins er beit- artími hrossanna að jafnaði 8— 10 mánuðir, og þegar vel ár- ar; eins og að undanförnm þá er hahn víða fullir 12 mánuðir, án þess að komi að sök eða sje jt nokkuin h,gtt ófons.yaranlegt, Auk þess hefir náttúran og þjóð in ræktað hrossin til slíkrar harðneskju og nægjusemi, að hliðstæður finnast ekki í öðr- um löndum; og fullyrða má. að miðað við stærð og fóðurþörf er íslenski hesturinn lang sterk asti og þolnasti hestur verald- ar. Fjekk jeg nýlega þessa skoð un mína staðfesta með áliti ensks búfjárfræðings, sem kynntist hrossum okkar all vel í sumar. — Nokkuð skortir á fríðleik og rjetta byggingu, en slíkt lagfærist með nokkurra ára kynbótastarfsemi. Sem dæmi um það. hve hjer eru góð skilyrði til hrossaupp- eldis, vil jeg benda á, að í flest- um árum kostar uppeldi t. d. þriggja vetra hests ekki meira en jafn gamals sauðs. Ef um góða og rúma sölu- möguleika væri að ræða, gæt- um við auðveldlega framleitt 4—5 þúsund hross árlega til útflutnings. Á hverju ári fæð- ast nú 4—5 þús. folöld (fram talin), en miklu af þeim er lóg- að að haustinu, og væri slíkt komið er fram yfir miðjan vet- ur (síld, síldarmjöl eða fóður- blöndu). Ódýr hagabyrgi þarf að reisa í vetrarhögunum. Vit- anlega verður að hafa nóg hey handa hrossum, ef útlit er fyr- ir að þau leggi of mikið af eða jarðbönn koma. Meðalstæðr fullorðinna hrossa þarf að verða 54—57 þuml. ef þau eiga að geta kom- ist í flokk útgengilegustu smá- hesta. Því marki er auðvelt að ná með kynbátum og skvnsam- legu uppeidi 2 fvrstu árin. — Stærstu stóðhestar í landinu eru nú um 58 þuml. en meðalstærð hrossanna 52—53 þuml. Ef hrossauppeldi væri almennt hagað í landinu eins og hjer er bent á mvndi meðalstærðin á nokkrum árum aukast upp í 53—54 þuml. án frekari að- gerða. Við þyrftum að geta tryggt Pólverjum hross innan eftirtal inna stærðartakmarka: 4 vetra hross 126—140 cm. talið hirt mesta goðgá í þeim |stangarmál eða ca. 51 57 þl. löndum. þar sem litið er á hest- inn sem ..þarfasta bjón“ bónd- ans. Kol fvrir hross. Jeg álít, að ríkisstjórnin ætti nú að gera ítarlega tilraun til að nota þá möguleika, sem nú virðast vera í Póllandi. Það þyrfti að reyna að gera margra ára viðskiptasamning við Pól- verja um skipti á hrossum og kolum — landaura-viðskipti, sem yrðu óháð verðsveiflum peninganna. — Það mætti ekkf horfa í það, þótt veita yrði Pól- verjum einhvern gjaldfrest fyrstu árin. Þeir munu vafa- laust verða borgunarmenn skulda sinna, því landið er auð ugt og þjóðin mun eiga mikla framtíð. Við eigum aðeins að selja ung hross til útl. ekki eldri en fjögra vetra þá eru þau 3-vetra hross 123—136 cm. stangarmál eða ca. 50—55 þl. 2-vetra hross 121—133 cm. stangarmál eða ca. 49;—54 þl. Eins og nú standa sakir hygg jeg, að meira en helmingur hrossa í landinu á þessum aldri; nái lágmarki því, sern hjer er tilgreint. Högun viðskiptanna. Pólverjar þurfa að fá hross- in flutt til sín, en nú hagar' svo vel til, að eitt af skipam Eimskipafjelagsins, Reykjafoss, getur flutt 700—750 hross í einu, svo ekki þarf að stranda á flutningi þeirra. Kostnaður innanlands, hey og flutningsgjöld mun verða kr. 550—-600 á hróss. — Fob-verð kola í Póllandi er nú um 13 dollarar tonnið, eða ca. kr. 85 ísl. — Ef samningar tækjust t. d. á þeim grundvelli, að við seldum hross komin í höfn í okkur ódýrust miðað við þroska Póllandi fyrir kol þaðan kom- en jafnframt útlendingum verð mætust. Æskilegt væri einnig að selja tveggja og þriggja vetra hross. Ótamin en vel uppalin þriggja og fjögra vetra islensk hross myndu yfirleitt reynast Pól- verjum mjög vel. Þeir myndu ala þau einn vetur og temja við sitt hæfi, og þá er jeg sann- færður um, að íslenski hestur- inft yrði vinsælasti smáhestur í Póllandi; og fái hrossin álit í einu landi, þá opnast fljótt leiðir fyrir þau til annara landa. Við þurfum að kappkosta að rækta hestinn til meiri stærðar og þroska, rækta betur skap- gerð hans og eyða byggingar- lýtum. Nú þegar hefir ótrúlega mikið áunnist í þessum efnum eftir aðeins um 30 ára starf- semi. Uppeldinu þurfum við að haga þannig, að beitin verði notuð til hin? ítrasta, tryppin fái bráðan þroska og engu hrossi verði misþyrmt. Aðferðin er einföld: Engin hryssa mætti fyljast . fyr en hún er oróirr in um borð í skip, þá þyrfti að fá greitt fyrir þau í kolum eins og hjer greinir: Fyrir 3—-4 vetra hross. 17 tn. — ca. 1440 kr. -4- kosínaður og fragt 550—600 kr. Til bæ.rda 840—890 kr. Fyrir 2-vetra hross, 15 torn — ca. 1360 kr —r- kostn. og fragt 550—600 kr. Til bænda 675—725 kr. Eftir því, sem þegar heíir gerst i þessu máli þætti mjer ekki ósennilegt, að Pólverjar myndu ganga að svona tilboði. Emnig þarf að komast að sam- komulagi um, að helmingur megi vera hestar, en hingað til hafa þeir aðallega sóts-t eftir hryssum. Það þyrfti að gera margra ára samning, helst til 10 ára, með frekari f"arnlengingu fyrir augum. Ef þe'tn tækist mynd- um \ ið haga lcynbótum hross- anna og uppeldi eftir óskum og þörfum kaupendanna. Við Fvh á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.