Morgunblaðið - 13.11.1946, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.11.1946, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Leikdómur um Jónsmessu Norðaustan kaUli — Ljett- skýjað. Vaxiabrjefasalan li! íaísgardap- kvölds SKÝRSLAN, sem hjer fer á eftir sýnir áskriftir að vaxta- brjefum Stofnlánadeildarinnar, utan Reykjavíkur frá því, að sóknin hófst og til laugardags- kvölds 9. nóv. 1 Hafnarfirði .. .... 503.400 Á ísafirði 161.500 Á Akureyri 93.000 I Bolungarvík 85.000 Á Akranesi 57.500 í Keflavík 42.000 I Vestmananeyjum .. 62.000 Á Húsavík 42.500 A Selfossi 11.500 Á Ólafsfirði 11.000 Á Seyðisfirði 7.500 Á Siglufirði 23.000 Á Patreksfirði .... 4.000 í Vík í Mýrdal .... 3.000 Á Blönduósi 1.000 í Neskaupstað .... 31.500 í Ólafsvík 12.000 Á Eskifirði 3.500 í Borgarnesi 33.500 Samtals 1.138.400 Síðastliðna viku bættust alls 411.400 kr. við áskriftafjeð ut- an Reykjavíkur. Askriftir að vaxtabrjefum frá því að sóknin hófst og til laugardagskvölds 9. nóvember nema þá alls: í Reykjavík ....3.745.733.00 Utan Rvíkur .... 1.188.400.00 Samtals 4.934.133.00 Rip Londan í gærkveldi. TILKYNT hefir verið af hálfu Bandaríkjahers í Þýska landi, að hann muni skila eig- endum aftur 400 skipum, sem herinn Ijet taka á Dóná í fyrra vegna óleyfilegra flutninga um fljótið.'Skip þessi eru eign Tjekka, Jugoslava, Búlgara og Rúmena og hafa eigendurn ir beðið um að fá þau aftur, vegna þess að þeir hafi lítinn skipakost annan til siglinga á iljótinu, Kom málið fyrir utan ríkisráðherra stórveldanna og* varð að samkomulagi hjá þeim, að skipin skyldu afhent. — Reuter. jtiicsð valfur niðnr i a r f mu í GÆRIvIORGUN valt stór vörubifreið skamt frá Skiða- skálanum. Bílstjórinn slapp ó- meiddur. Bíll þessi var að koma að austan er slysið vildi til. Fyrir r.eðan Skíðaskálann hemlaði bílstjórinn bílinn, en við það misti hann stjórn á honum og ránn bíllinn út af veginum rúður í djúpa hraungjótu og kom niður á þakið. Bílstjóran um tókst sjálfum að komast út. Vegna hálkunnar á heiðinni og víðar, sendi Slysavarnar- fjelagið út aðvörun í hádegis- útvarpið og er ekki kunnugt um fleiri slys ag völdum hálk- j unnar. Þetta er aðaltæki Radarsamstæðunnar, eins og þær eru nú í verslunarskipum. Innan í hringnum í næst efstu skúffu kemur radarmyndin fram. verjar viija 51 Sf, London í gærkveldi. INDVER.JAR vilja nú taka upp stjórnmálasamband við sem flestar Evrópuþjóðir, sagði Nehru, forsætisráðherra irdversku bráðabirgðastjórn- a’’innar í dag. Hann sagði enn fremur að bráður bugur myndi verða undinn að því, að taka upp stjórnmálasam- bnnd við Sovjetríkin, og sagði Nehru fulltrúa indversku stjórnarinnar, Menon, hafa rætt þessi mál við Molotov og hefði hann tekið vel í uppá- stunguna. Ekki hafði þó Molo tov talið, að Rússum væri mögulegt að láta Indverja hafa matvæli. eins og sakir stæðu. Nehru sagði að rætt yrði um upptöku stjórnmálasam- bands milli Indverja og Rússa í Moskva í næsta mánuði. En fremur mun fulltrúinn, Men- on fara að leyta eftir stjórn- málasambandi við aðrar Evrópuþjóðir. — Reuter. Hæílulep? leikur veldur úfú I FYRRADAG brendist arengur mjög í andliti, er hann bar eld að túbu er sígar ettukveikjaralögur var í. Hann var í frímínútum 1 Austurbæjarskólanum og fór með nokkrum fjelögum sín- um út í búð, til þess aö kaupa lög þennan. Síðan fóru þeir allir út í holt, skamt frá skól- anum, en þar kveiktu þeir í túbunni. Lögurinn blossaði upp í andlit eins drengjanna og brendist hann talsvert mik ið. Hjúkrunarkona skólans gerði að sárum hans til bráða birgða, en hann var svo send ur í Landsspítalann og var þar gert að þeim aö fullu. Hálft andlit hans er mikið brent. eða 2 stig bruni. Augna lokin eru brend en augun hafa sloppið. Eldur hefur læst sig í hár, en einhverjum fje- laga hans hefur tekist að slökkva í því. £>að væri óskandi að lög- LONDON. Nýlega kom stór reglustjóri gæfi út reglugerð, flugvjel til London frá Afríku. þar sem bannaö væri að selja Hún var með fullfermi og farm börnum lög þennan og annað urinn var eiturslöogur lianda Sím eld- og slyshætta stafar dýragarðinum í London. |af. Ungur loftskeytamaður kynnir sjer radar-tæki FYRSTI íslendingurinn, sem kynnt hefir sjer með- ferð og uppsetningu radar-tækja, er nýkominn til lands- ins. Það er Baldur Böðvarsson, loftskeytamaðúr. Hann var á nokkurra vikna námskeiði í radarverksmiðjunni wletropolitan Vickers í Manchester. Baldur starfaði aðallega í ^ verksmiðjunni, en auk þess naut hann tilsagnar verkfræð- inga. Hann ferðaðist einnig til ýmissa staða þar sem tækin hafa verið tekin til notkunar. Hann rómaði mjög dvölina þar. Verksmiðjan ljet honum .í tje alla kennslu án endurgjalds, svo og húsnæði og fæði að nokk uru leyti. í viðtali, er hann átti við blað ið í gær, ljet hann það álit sitt í ljós, að Metropolitan radar- tæki myndu henta íslenskum staðháttum betur en ýmsar aðrar gerðir radartækja. I því sambandi benti hann á, að yfir Metropolitan-tækinu er „pla- stik-hús“ með hitatæki, sem er í sambandi við rafmagn. Hita- tæki þetta heldur lofthitanum stöðugum á loftnetinu (20°) hvort sem þau eru í notkun eða ekki. En þetta er mjög nauð- synlegt t. d. á skipum, að loft- skeytið snúist strax og þess gerist þörf og geti sýnt alt um- hverfis skipið og einnig af öðr- um ástæðum. Önnur tæki munu ekki hafa þennan kost, sagði Baldur. Á þeim er ekki svona plastik-hús. Loftnetið verður að hitna í alt að 20 mín. áður en það er tekið í notkun. Metropolitan radartækin eru allstór og ekki hægt að nota þau í smærri skip. En Danir og Norðmenn hafa keypt mörg slík tæki fyrir verslunarflota sinn. Þá taldi Baldur, að hin- um nýju togurum, sem verið er að byggja í Englandi, myndu þessi tæki henta mjög vel. I verksmiðjunum er nú verið að vinna, að smíði radar-tækja fyrir smærri skip. Búist er við að framleiðsla þeirra geti haf- ist á næsta vori. Heildverslunin Eletric hefii’ umboð fyrir Metropolitan rad- artæki, en Baldur mun annast uppsetningu þeirra og annara radartækja ef þess er óskað. Baldur starfar við útvarpsvið- gerðarstofuna, Laugaveg 47. „Mannfal 1816" kemur úl á vcgum Ættfræðbigafje- lagsins. ÆTTFRÆÐINGAFJELAG íslands hjelt fyrsta aðalfund sinn á sunnudag. Fundurinn var fjölsóttur, en tala fjelags- manna er nú 80. Samþykt voru lög fjelagsins og fram fór kosning stjórnar, fimm menn og þrír í varastjórn. Þessir hlutu kosningu: Guðni Jónsson, magister, sr. Jón Pjet- ursson fyrv. prófastur, Þor- valdur Kolbeins prentari, Bragi Sveinsson frá Flögu og Eirík- ur Guðmundsson verslunar- maður. Til vara: Björn Magn- ússon docent, Steinn Dofri ættfræðingur, og Agnar Kl. Jónsson skrifstofustjóri. Á vegum fiélagsins er verið að prenta bókina: Manntal á íslandi 1816. Þetta er fyrsta manntalið sem greinir frá fæð- ingarstað og sveit viðkomandi manna. Þetta verður mikil bók. Hún mun koma út í heftum og hið fyrsta er væntanlegt nokkru eftir áramót. Ættfræðingafjelagið fjekk styrk frá Alþingi og væntir þess að fá enn að njóta hans. alo verðbrjeianna gengur sæinikgi SALA vaxtabrjefa Stofnlánadeildarinnar er stöðug alla daga, þótt nokkuð mismunandi sje frá degi til dags. Á mánudag seldust í Reykjavík og Hafnarfirði brjef fyrir 357 þús., þar af 11 þús. í Hafnarfirði. Og í gær nam salan 237 þús. 600 kr., þar af tæp 4 þús. í Hafn- arfirði. Heildarsalan á öllu landinu nemur því nú um 5,5 milj. króna. STRÍÐIÐ skolaði hjer á land miklum fjármunum. Hluta þeirra hefir viturlega verið ráðstafað til kaupa af- kastamikilla vinnuvjela, en mikið hefir runnið út í sandinn. Enn eigum við nokkra tugi miljóna í erlend- um gjaldeyri. Hversu viturlega þeim verður varið mun ákveða lífskjör okkar á komandi árum. EF VIÐ verjum fjenu til kaupa nýrra atvinnutækja, er þjóðinni tryggt efnalegt sjálfstæði og mannsæm- andi lífskjör. Vaxtabrjef Stofnlánadcildarinnar tryggja skynsam- lega meðferð f járins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.