Morgunblaðið - 07.12.1946, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.1946, Blaðsíða 8
8 MORGUNB LAÐIÐ Laugardagur T. des. 1946 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettarjtstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsia, Auscurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10.00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura emtakið, 60 aura með Lesbók. Burt með leyndina UMRÆÐURNAR um vopnasmyglið, sem fram fóru á Alþingi í fyrradag staðfesta fullkomlega rjettmæti þeirrar kröfu til yfirvaldanna, að almenningi verði látin í tje íyllri'greinargerð um málið. Satt að segja er óskiljanlegt hversvegna þessi leynd er höfð um þetta mál. Hjer er þó ekki um neitt smámál að ræða, sem almenningur lætur sig engu skifta hvernig með er farið. Þvert á móti. Þetta er vissulega eitt stærsta og alvarlegasta málið, sem fram hefir komið á íslandi um langt skeið. Þessvegna er krafa almennings, að alt verði gert til að upplýsa málið til hlítar. ★ Það sem almenningur hefir fengið að vita um málið er þetta: Til landsins hafa verið flutt leynilega vopn, sem vitað er um a& ekki eru til annars notuð en að drepa menn (hríðskotabyssur). Lögreglan hefir í höndum þrjú \ opn af þessari tegund, sem smyglað hefir verið inn í landið. Að sögn lögreglustjóra eru liðnir mánuðir síðan lögreglan komst á snoðir um þenna óleyfilega vopna- innflutning, en henni hefir ekki tekist að upplýsa hver eða hverjir eru valdir að þessum verknaði, eða í hvaða tilgangi vopnin voru flutt til landsins. Lögreglustjóri hefir tjáð blöðunum, að grunur leiki á að fleiri slík vopn sjeu í landinu en þau, sem lögreglan hefir náð í sínar hendur. ★ En hvað hygst lögreglustjóri vinna með þeirri leynd, sem höfð er um þetta mál? Hjer er um að ræða morð- tæki, sem íslendingar hafa aldrei haft í landi sínu, og fæstir nokkurntíma augum litið. Þessi vopn eru sjer- kennileg og gerólík þeim byssum, sem íslendingar hafa haft kynni af. Þessvegna er engan veginn útilokað, að einhverjir borgaranna hafi sjeð þessi vopn, án þess að hafa hugmynd um að um væri að ræða morðtæki, svo sjerkennileg eru þau. Það gæti því beinlínis orðið til þess að upplýsa málið, að almenningi yrði látin í tje fullkomin greinargerð um málið og honum gefinn kostur að sjá þessi morðtæki. Hafi lögreglan engin spor við að styðjast, sem líkur eru til að verði til að upplýsa málið, er vissulega reynandi að afhjúpa leyndina og fá borgarana í lið með sjer. ★ Tvö stórmál eru nú á döfinni, sem sýna glögglega hve aðkallandi sú nauðsyn er, að gerðar verði hjer róttækar umbætur á meðferð opinberra mála. Annað þessara mála er vopnasmyglið, en hitt þjófnaðirnir á Keflavíkurflug- vellinum. * Embættismennirnir, sem fjölluðu um þessi mál höfðu báðir gömlu., úreltu aðferðina, að leyna almenningi því, sem var að gerast. Afleiðingin varð sú, að meðal fólksins dreifðust ótal sögusagnir, sannar og lognar. Og þegar loks kom að því, að embættismennirnir sáu sjer ekki lengur fært að leyna málunum alveg, birta þeir svo ófull- komnar greinargerðir, að þær verða beinlínis til að koma af stað nýjum sögusögnum og getsökunum Við vitum hvaða getsakir og illindi hafa spunnist í sambandi við vopnasmyglið, vegna leyndarinnar um það mál. Og hvernig halda menn að sögurnar verði á Suður- Keflavíkurflugvellinum? Húsleit var gerð hjá „allmörg- nesjum, eftir skýrslu sýslumannsins um þjófnaðina á um mönnum á Suðurnesjum, sem grunur ljek á að hefðu í vörslum sínum stolna muni, með þeim árangri að í einum hreppi fanst setuliðsgóss á 10 bæjum, í öðrum á 8 bæjum, í þriðja á 7 bæjum og í fjótða á 6 bæjum“, segir í skýrslu sýslumanns. Ef þetta er ekki efni í söguburð og getsakir, erum við illa sviknir. Það verður að gerbreyta meðferð opinberra mála. Sjer- stakur embættismaður á að fara með ákæruvaldið. Leynd- in verður að hverfa. Alt á að fara fram fyrir opnum tjöldum. LÁlverji iLnpcir: ÚR DAGLEGA LÍFINU Slysastöð Reykjavíkur. MIKIL BÓT var að því er Læknavarðstcfan var sett á stofn hjer í bænum. Ef slys eða skyndileg veikindi bera að höndum að kvöld- eða nætur- lagi, vita bæjarbúar hvert þeir eiga að snúa sjer. En sá er einn galli á þessu fyrirkomu- lagi, að lækriavarðstöðin er aðeins opin frá klukkan 8 á kvöldin, en slýsin gera ekki boð á undan sjer og koma fyr- ir jafnt að nóttu sem degi. Þá er sá galli á læknavarð- stöðinni, að hún hefir ekki til umráða sjúkravagn eða sjúkra- vagna, sem hægt er að grípa til í skyndi ef á liggur. Ef eitt- hvað ber út af hjá mönnum og þeir þurfa skyndilega að fá fluttan særðan mann, eða fár- veikan, er siður að hringja á lögregluna, eða Slökkviliðs- stöðina, en hvorugur þessara aðila ber í rauninni skylda nje hafa tækifæri til að sinna slík- um útköllunum, þó oft hjálpi báðir aðilar eftir megni og stundum vel það. Það, sem vantar hjer í bæn- um og það tilfinnanlega, er slysastöð, sem hefir öll tæki, sem nota þarf þegar slys ber að höndum. • Eitt dæmi af mörgum. FYRIR NOKKRUM dögum bar það við í húsi hjer í bæn- um, að slys varð á barni. Bráð læknisaðgerð var nauðsynleg. Hringt var til slökkvistöðvar- innar og beðið um sjúkrabíl til að koma barninu til læknis. Slökkviliðsmenn spurðu hvort búið væri að ná 1 lækni, sem vildi sinna slysinu. Ekki hafði unnist tími til þess og það var ekki íyr^en slökkviliðsmönnum var gert ljóst hve mikil hætta var á ferðum,-að þeir samþyktu að koma með sjúkravagn, en þá stóðu þeir sig líka mjög vel og ekkert út á þá að setja. Þannig getur það verið og er oft, að menn vita ekki hvað þeir eiga að gera til að ná í lækna og koma sjúklingi á slvsastofu. Verst er þetta að deginum til. • Björgunartæki á vísum stað. í SAMBANDI við það, sem að framan er sagt er annað atriði, sem t. d. Slysavarnafje- lag íslands gæti tekið að sjer að sjár um, en það er að jafnan sjeu á vísum stað aðgengileg björgunartæki alskonar. Þegar bruninn varð á Amtmannsstígn um á dögunum vildi það til, að menn, sem voru að hjálpa til að bera út úr húsum komust ekki að fyrir reyk. Þeim datt í hug að fá gasgrímur að láni hjá lögreglunni til að geta unnið að björgunarstörfum og bjargað miklum verðmætum. Þeim var vísað að fara á- lög- reglustöðina og gerðu það. Sjálfsagt var að lána piltunum gasgrímurnar, en því miður voru þær lokaðar inni á vísum stað og öruggum og það var aðeins einn lögregluþjónn, sem átti heima inni í Holtum, sem hafði lyklavöldin. Var síðan gerður út leiðang- ur til að leita ,,Lykla-Pjeturs“, en hann fannst ekki og hættu piltarnir því við að bjarga út úr húsinu, sem þeir höfðu ver- ið við, þar sem ekki var kom- ist að því fyrir reyk frá brun- anum. Nú vildi svo vel til í þetta skiftið, að húsið, sem bor ið var út úr að nokkru leyti, Fleiri dæmi mætti nefna, sem sýna að það er nauðsyn- legt, að til sjeu á hverjum tíma öll nauðsynlegustu björgunar- tæki, sem hægt er að ná til þegar á liggur. Ef komið væri upp slysa, eða öllu heldur björgunarstofu Reýkjavíkur, mætti með því leysa þetta vandamál. Gamli Brúnn. ÞAÐ ER OFT sagt, að það sjeu Reykvíkingar einir, sem sjeu svo heimtuírekir við út- varpið, að þeim finnist þar alt ómögulegt. En því miður heyr- ast líka óánægjuraddir utan af landinu. Hjer er t. d. brjef frá Akureyring, sem hann bað mig að koma á framfæri: „Á uppvaxtarárum mínum kendum við krakkarnir oft í brjósti um gamlan, brúnan klár. Hann var smár og rvtju- legur og klepróttur jafnan, og rann vatn úr augunum. Hann var orðinn skapillur af of miklu erfiði og meinslægur, en eig- andinn sýndi blessaðri skepn- unni enga hlífð, þó að hrygg- urinn væri orðinn boginn af böggunum og fæturnir lasnir. Þessi Brúnn er nú löngu kominn undir græna torfu, en mjer kemur hann oft í hug, er mjer verður á að hlusta á Ríkisútvarpið. Hví er töðu- fengurinn svo lítill þar og hirð ingin? Jú, það er af því, að á engum er flutt heim nema Brún gamla. Heyskapurinn gengur illa, og væri nú ekki rjett að gefa þörfum þjóni hvíld og leggja reiðinginn á óþreytt- an klár og ungan? Búskapur útvarpsins kemur öllum við, og hokrið má ekki þola á bæn- um þeim“. I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . ! * í Fornir dansar ÞEIR BRÆÐURNIR Ólafur og Jóhann Briem hafa annast útgáfu á myndarlegri bók, er ber nafnið „Fornir dansar“. Kvæði þessi eða „dansar“ eru í raun rjettri önnur útgáfa af „íslenskum fornkvæðum“ er þeir byrjuðu að gefa út Svend Grundtvig og Jón Sigurðsson árið 1854. En báðir útgefend- urnir fjellu frá, áður en útgáf- unni var lokið. Þetta var vís- indaleg útgáfa, þar sem til- greind eru öll tilbrigði kvæð- anna, sem kunnug eru. Pálmi Pálsson yfirkennari annaðist útgáfu síðasta heftis þessara kvæða, er kom út árið 1885. Þessi gamla útgáfa „dans- anna“ er í fárra manna hönd- um nú, og fremur óaðgengileg fyrir allan almenning. Nafnið eitt „íslensk fornkvæði" gefur mönnum ástæðu til að halda, að þarna sje alt annað en þar er. I þessari útgáfu Briems- bræðranna, eru prentuð upp öll danskvæðin sem voru í út- gáfu Jóns- gigurðssonar og Grundtvigs, og nokkur kvæði önnur, þ. á m. eitt, sem aldrei hefir áður verið prentað. Myndir. Jóhann Briem hefir teiknað allmargar heilsíðumyndir í út- gáfu þessa. Hefir hann áður í gert myndir úr riddarasögum og kvæðum, og riáð hjer sem fyrir þeirri stemningu sem er yfir skáldskap þessum. Allir eru þessir dansar taldir vera frá kaþólskum sið. Dans- arnir flæddu yfir Evrópu norð anverða á seinni miðöldum, komu hingað frá Noregi og Danmörku. Suðrænt form. Þessi danskvæði eða dansar höfðu mikil og gagngerð áhrif á smekk manna, hið forna ger- manska kvæðaform varð að víkja fyrir þessu ljettara suð- rænna formi. Alstaðar annars- staðar en á íslandi, hvarf Ijóð- stafasetningin úr kveðskap ep endarímið kom í staðínn. Frændþjóðir okkar á Norður- löndum kalla dansana þjóð- kvæði sín, enda eru dansarn- ir elstu kvæði þessara þjóða og hafa haft mikil áhrif á alla Ijóðagerð þeirra á síðari öldum. Jón Ogmundsson. Hjer á landi vár ráðist á dansana úr tveim áttum. — Klerkastjettin taldi að þeir myndu hafa siðspillandi áhrif á þjóðina. Er alkunnugt bann Jóns Ögmundssonar Hólabisk- ups, er hann bannaði dansana. Segir svo í sögu hans: Leikur sá var kær mönnum, áður en hinn heilagi Jón varð biskup, að kveða skyldi karl- maðúr til konu í dans blautleg kvæði og reigileg, og kona til karlmanns mansöngsvísur. Þenna leik ljet hann af taka og bannaði sterklega. Man- söngsyísur vildi hann eigi heyra, nje kveða láta, en þó fjekk hann því ekki af komið með öllu“. ítímurnar. Skáldunum var líka illa við hinn nýja sið í skáldskapnum, sem útríma vildi ljóðstafarím- inu. En uppúr því gamla og nýja spruttu rímurnar, þar sem tekið var upp hvortveggja ljóðstafirnir og endarímið. Hin fornu danskvæði eru merkur þáttur í bókment ís- lendinga þó mörg kvæðanna sjeu að vísu ekki annað en þýðingar á erlendum kvæðum og sumar ekki sem vandaðast- ar. En þegar menn lesa þessi gömlu kvæði, sem óneitanlega eru nokkuð laus í böndunum þá andar á móti manni geð- brigðablær frá löngu liðnum tímum og hinar fornu aldir og horfnar kynslóðir koma nær. Yrkisefnin eru að vísu kannski nokkuð fábrotin. Og undirtónninn í þeim flestöll- um er „ástin ströng“, dálítið lausbeisluð, rjett eins og það væru nútímaskáld, sem þar hefðu lagt til pfnið. Inn á rriilli eru kvæðabrot, sem engu eru líkari en þaú væru gerð á 20. öldinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.