Morgunblaðið - 21.01.1947, Page 5

Morgunblaðið - 21.01.1947, Page 5
Þriðjudagur 21. jan. 1947 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sveinsson arkitekt: Um loftræstingu í skólum I ALÞÝÐUBLAÐINU 27. og’ 28. nóv. s.l. birtist útvarpser- indi eftir Einar Magnússon, menntaskólakennara, með fyr- iisögninni „Sitthvað um skóla- hald“. Höfundur ræðir þar, á nokk- uð öfgakenndan hátt, um stærð, fyrirkomulag, loftræstingu, bergmál, árangur af kennslu o. fl. í ýmsum skólum í Reykja- vík. Að mínu áliti eru ýmsar mjög vafasamar fullyrðingar um þessi atriði í erindi E. M., en jeg mun leiða hjá mjer að ræða þær nánar hjer, að und- antekinni einni, um loftræst- ingu í skólum. Jeg hefi sjeð um byggingu tveggja barnaskóla fyrir bæj- arstjórn Reykjavíkur, Laugar- nesskólans og Melaskólans. — Þessir tveir skólar eru enn í smíðum, þótt kennsla sje hafin í þeim báðum að verulegu leyti, einkum í hinum fyrnefnda. Það er því ótímaþært að méta kosti þeirra og galla til fullnustu. í áðurnefndu erindi segir E. M.: „En í báðum þessum skóla- húsum virðist hafa gleymst að sjá fyrir neinni annari loftræst- ingu en opnanlegum gluggum. Má það satt að segja furðulegt heita“. Það er rjett hjá E. M., að ekki er sjeð fyrir annari loftræstingu í kennslustofum en opanlegum gluggum, en hjer er ekki um neina gleymsku að ræða, held- ur er þetta gert af ráðnum hug. í Arkitekten, 1.—2. hefti ’33, segir Prófessor Edvard Thom- sen, arkitekt í Kaupmannahöfn, í grein, sem hann nefnir: Skole bygningens Funktion og Ind- retning, bls. 38: I lauslegri þýðingu: „Við byggingu nýrra, opin- berra skólahúsa í Hamborg er ekki einungis hætt við að blása úpphituðu lofti í húsin, heldur er einnig hætt við að nota hin- ar einföldu loftræsipípur, sem einungis vegna þyngdarmis- munar á heitu og köldu lofti leiða mengaða loftið út. Loft- ræsipípurnar eru ekki einungis álitnar óhentugar, heldur bein- líns skaðlegar. Við viðgerðir var tekið eftir því, að hliðar loftræsipípanna, sem þó voru klæddar glerhúðuðum flísum, voru þaktar ryklagi, sem með tímanum var orðið svo þykkt, að allt að % af leiðslunum voru stíflaðir. Það versta við þessa ryksöfnun er það, að ekki er hægt að hindra, að loft- ið í loftræsipípunum fari stund um öfuga leið. Af þessari ástæðu var múr- að upp í op loftræsipípna í kennslustofum í öllum opinber um skólum í Hamborg, og í nýj um skólum hefir allri loftræst- ingu verið sleppt, jafnvel í snyrtiherbergjum og salernum, eingöngu frá - miðstöðvarher- bergi eru loftræstipípur. [Þessu lík hlýtur reynslan að hafa ver- ið annars staðar í Þýskalandi, því að sagt er, að bannaðar sjeu loftræsipípur í nýjum sjúkra- húsum]“. Að sjálfsögðu er nokkuð mis jafnt, hve mikil ryksöfnun á sjer stað í slíkum loftræsipíp- um, og fer það eftir gerð og fyrirkomulagi þeirra, svo og ýmsum aðstæðum öðrum, sem ekki skal nánar rætt hjer. Það mun ekki vera venja að hreinsa loftræsipípur þessar, enda er frágangur þeirra oft þannig, að slíkt er með öllu ógerlegt, svo að gagni komi. Auk þess hefir reynslan ótví- rætt sýnt, að þær eru mun gagnsminni til loftræstingar, en alment er haldið. í kennslustofum í Miðbæj- arskólanum eru loftræstipípur af fyrrnefndri gerð, og í sumum stofunum eru þær lokaðar. Jeg hefi spurst fyrir um það, hvort verra loft sje í þeim stofum í kennslustundum, en hinum, sem loftræsipípurnar eru opn- ar, og fengið þau svör, að því hafi ekki verið veitt athygli, nje nokkur um það kvartað. Til þess að örva loftstraum í loftræsipípum, af umræddri gerð, hefir verið reynt að setja loftrásir (ventla) bak við mið- stöðvarofna undir glúggum og á síðari árum fyrir ofan þá, undir gluggakistunum. Þessi aðferð hefir ekki reynst vel, vegna ryksöfnuanr, og súgs og hávaða, sje eitthvað að veðri, en þá ætti einna helst að vera þörf fyrir þessar loft- rásir. ■ í Post-War building studies, no. 21: School buildings for Scotland, London 1945, bls. 30 segir: „Forðast ber að setja loft- ræstingarop bak við miðstöðv- arofna“. Ýmsar aðrar aðferðir hafa verið reyndar til þess að örva loftstraum í pípunum, svo og til þess að fyrirbyggja að loftið geti farið öfuga leið í þeim, en þær hafa ekki borið tilætláðan árangur. Það skal viðurkennt, að í mörgum byggingarreglugerðum hafa verið fyrirmæli um að setja slíkar loftræstingarpípur í kenslustofur, og enn má finna slík fyrirmæli. Þó hygg jeg, að fleiri og fleiri sjeu að komast á þá skoðun, að þessi loftræstingaraðferð í kennslustofum sje þæði gagns- lítil og til óþrifnaðar, vegna ryk söfnunar o. fl., og eigi því ekki lengur rjett á sjer. Þá hafa verið reynd ýms vjel knúin loftræstingarkerfi og sam eiginlega vjelknúð upphitunar- og loftræstingarkerfi í nokkr- um skólum, sem jeg hefi upp- lýsingar um. Stofnkostnaður þeirra er mjög mikill, auk þess sem þau eru dýr í rekstri og vandmeðferin ,ef þau eiga að koma að tilætluðum notum; — í kaldari löndum eru þau talin óþörf' í venjulegum kennslu- stofum, þótt algengt sje að nota þau í stærri salarkynnum skóla, allt eftir aðstæðum og fvrirkomulagi hverju sinni. í bókinni: „Architectural Hyg- iene or sanitary science as app- lied to buildingte“, eftir Sir B. Fletcher og H. P. Fletcher, á11-$$<$$$$$$$$$$$$$$$$$, undu útgáfu, London 1944, bls. 273, segir: í lauslegri þýðingu: „í bæklingi sínum nr. 107, sem fjallar um barnaskólahús, ræður fræðsluráðið frá því, að vjelknúin loftræstingarkerfi eða sameiginleg lofthitunar- og ræstingarkerfi sjeu almennt notuð í barnaskólum. Reynslan hefir sýnt, að loft- ræsting um opna glugga er fullkomlega nægileg, svo fremi að gluggarnir sjeu hæfilega mik ið opnir, og að næg hitaorka sje fyrir hendi, til þess að við- halda notalegu hitastigi11. í mörgum skólum hjer á landi, er ekki nægilega góður útbúnaður á gluggarömmum, til þess að bæði sje fljótlegt og þægilegt að opna glugga. Af þessari ástæðu eru gluggar efa- laust ekki eins oft opnir, nje hæfilega mikið, og æskilegt er. Þó er þetta að sjálfsögðu mis- jafnt, eftir reglusemi þeirra, sem hjer eiga hlut að máli. Þess skal getið, í þessu sam- bandi, að vegna erfiðleika á út- vegun byggingarefnis, hefir ekki enn verið hægt að Ijúka við smíði á opnanlegum glugga römmum í Laugarnes- og Mela skóla, eins og til er ætlast. Að lokum túl jeg taka þetta fram: Hjer í bæ eru flestir skólar og hús upphituð með heitú vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur, og oft óþarflega mikið, sjerstak- lega í hlýju veðri. Þess er þá ekki ávallt gætt sem skyldi, að opna glugga. Sje hinsvegar þeirri sjálfr sögðu reglu framfylgt, að stilla upphitun eftir veðráttu og opna glugga eftir þörfum, þá tel jeg vel sjeð fyrir loftræstingu í kennslustofum, íbúðarherbergj um o. fl., álíka salarkynnum, án annara ráðstafana. Reykjavík 15. janúar 1947. Einar Sveinsson, arkitekt. $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$<$$$$$$<$$$$$$<$$$$<$$$$$$$$<$$$<$'h Framtíðar fyrirtæki með fjölþættu starfssviði óskar eftir vönum verslunarmanni, sem getur bæði unnið sjálf stætt og sagt fyrir verkum. Enskukunnátta og bókhaldsþekking nauðsynleg. Umsóknir merktar „Framtíð 67“ leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins, og sje þar tilgreindur aldur hvar viðkomandi hafi unnið og við hvaða störf Ódýrar kvenkápur allar stærðir, teknar upp í dag. ~J\ápu lú ciin Laugaveg 35 $$$$$$$$$$$$$$<$$«$$<$<$<$x$$x$$<$<$$<$$$<$$$$$>$$<$$<$$$$$$$$< $$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$>$$$$$$$$$$$$$$$$$X$^$$$$I Til sölu Amerískur ÍKVEIKJUÞRÁÐUR (Lúnta) í kínverja og flugelda, ca. 5000 métrar. Enn- fremur efni 1 mislit blys og stjörnuljós. Upp- lýsingar í síma 81, Siglufirði. 5*S*SX®>4>$$$$$$$$<Sx$$X$$>$$$>$$$$$$$$X$$>$X$$>$>$.$$>$>$>$>$X$$X$$>$$ Silfurslaglóð fyrirliggjandi. HÁKON JÓHANNSSON & CO. H.F., | Sölvhólsgötu 14, sími 6916. '*x$»$$$$$$«»<SX$>$$$$$$<ii>$$$$$'í>$$$$$$$$$$$$$$$$$$$#$$$$ Siúlka óskast Í til afgreiðslu í skóverslun, Verslunarskóla- éða hliðstæð mentun æskileg. Umsóknir merktar „Skóbúð“, sendist afgr. Mbl. Stúlka vön afgreiðslustörfum óskast nú þegar í versl un í miðbænum. Kaup eftir samkomulagi. Svar merkt verslun, ásamt uppl. sendist afgr. Mbl. nú þegar. SIMA-AFMÆLI LONDON •— Fyrir skömmu var þess minnst hátíðlega, að 20 ár eru liðin frá því, að síma- samband komst fyrst á milli London og New York. <*><»$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$<. $$$$$$$$$$$$$ JVýkomin Reiðhjól fyrir drengi á aldrinum 8—14 ára. ocj, malntn^an'onu/erólun JJn&rih Uerteh óen Hafnarhvoli. Sími 6620. :$$$$$$<$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$$<$$$$$$$$$$$$<$$$$$

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.