Morgunblaðið - 02.02.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1947, Blaðsíða 2
 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 2. febr. 1947 1 ------------------------3 1 Warmannafjelagið í Heykjavík 80 ára á morgun i -------- ’ IÐNAÐARMANNAFJELAGIÐ í Reykjavík er áttatíu ára á jnorgun. í tilefni af þessu hefir frjettamaður Morgunblaðsins j átt tal við Guðmund H. Guðmundsson, formann fjelagsins, og innt hann eftir sögu þessa merka fjelagsskapar og framtíðar- áform. SVAR TIL TÍMANS — Fjelagið mun leggja áherslu á það, segjr Guðmundur, að beita sjer fyrir mentun og menningu iðnaðarmanna, eins og það hefir gert frá upphafi. A prjónunum hjá okkur eru áform um að koma upp húsi yfir fjelagssstarfsemi iðnaðar- manna, og má segja, að þetta hafi verið stærsta mál okkar undanfarin tvö ár. Guðmundur segir það hafa verið Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík, ásamt Trjesmíða- fjelagi Reykjavíkur og Sveina- sambandi byggingarmanna, er upphaflega gekst fyrir stofnun Húsfjelags Iðnaðarmanna. Eru nú stofnfjelög Húsfjelagsins orðin níu, en hugmynd okkar er, segir Guðmundur, að reisa veglegt hús, sem í geti verið skrifstofur fjelaganna o. fl. Húsinu er ætlaður staður á horni Ingólfsstrætis og Hall- veigarstígs. StofnaS 1867. Iðnaðarmannafjelagið í Reykja vík hjet, er það var stofnað 3. febrúar 1867, „Handiðnaðar- mannafjelagið". Fimtán árum seinna er nafni fjelagsins breytt í það heiti, sem það geng ur undir í dag. Meðal merkisviðburða í hinni fjölþættu starfsemi Iðnaðar- mannafjelagsins í Reykjavík má telja, þegar því var hreyft á- fundi í fjelaginu 1. febrúar 1891, hvort ekki væri nauð- synlegt, að byggja fundahús, sem jafnframt væri notað til útláns fyrir söng og sjónleiki. Sama ár er samþykt að byrja áð safna fje til hússins, en fimm árum seinna heldur fje- lagið fyrsta fund sinn þar. Vekur Guðmundur athygli á því, að mörgum hafi sjálfsagt fundist að i stórt væri ráðist, því í Reykjavík bjuggu þá að- .eins um 4.000 manns, en húsið, sem auðvitað er ekkert annað en ,,Iðnó“ okkar gamla, má segja að sje enn eitt af aðal- sainkomustöðum bæjarbúa. Þá er það ekki síður athyglisvert, að er Leikfjelag Reykjavíkur er stofnað, eru átta af 19 stcffn- endum meðlimir Iðnaðarmanna fjelagsins. Hefir því bæði fje- lagið ogj húsið frá upphafi ýtt mjög undir alla starfsemi Leik fjelagsins. Stórhuga framkvæmdir. Meðal annara* framkvæmda, sem fjelagið hefir eflt og beitt sjer fyrir, er meðal annars bygging Iðnskólahússins 1906, samþykt Iðnaðarmannalöggjaf- arinnar 1927 og undirbúningur byggingar hins nýja Iðnskóla- hÚ33, sem menn gera sjer vonir um, að verða orðið fokhelt næsta haust. Mun hús þetta ef- laust bæta aðstöðu iðnnema og iðnaðarmanna til muna, enda næsta óviðunandi kjör þau er núverandi Iðnskóli á við að búa, þár sem 800 nemendur eru .Guðmundur H. Guðmundsson, formaður Iðnaðarmannafjelags ins í Reykjavík. í húsi, sem upphaflega var byggt fyrir 150 námsmenn. Anriað kvöld mun Iðnaðar- mannafjelagið í Reykjavík gangast fyrir afmælishófi í Sjálfstæðishúsinu. Verður þangað boðið öllum heiðurs- fjelögum fjelagsins, ásamt ýms um forystumönnum þess á und anförnum árum. Stjórn fjelagsins skipa nú: Formaður: Guðmundur H. Guð mundsson. Gjaldkeri: Ragnar Þórarinsson. Ritari: Guðmund- ur H. Þorláksson. Varaformað- ur: Arsæll Árnason. Vararit- ari: Einar Gíslason. Aðalfundur Síúdenfafjelags Reykjavíkur NÝLEGA var haldinn aðal fundur Stúdentafjelags Reykjavíkur. Á fundi þess- um flutti Gylfi Þ. Gíslason erindi er hann nefndi: — Hvernig er hægt að koma í veg fyrir stjórnarkreppu? — Að erindi hans loknu urðu nokkrar umræður um málið. Á fundinum fór fram kosning stjórnár. Páll S. Páls son, cand jur., var kosinn for- maður og meðstjórnendur þeir Eggert Jónsson, stud. jur., Hörður Óláfsson, cand. jur., Helgi Bergs, verkfræð- ingur og Sigurður R. Pjeturs son. cand. jur. EmbætíiS' og kandidats- préf vi5 Háskólann í LOK janúarmánaðar luku 6' kandídatar burtfararprófi frá Háskóla íslands. Embættisprófi í læknisfræði: Úlfar Jónsson, 1. eink. Úlfur Gunnarsson 1. eink. Þoi-geir Jónsson 2. eink. b. Kandidítsprófi í viðskifta- fræðum: Egill Símonarson, 1. eink. Vilbei’g Skarphjeðinsson 2. eink. betri. Bjarni F. Halldórsson 2. eirik. betri. ÞAÐ ER ekki ný bóla að Tímaritstjórinn noti sitt feit- asta letur, ef hann getur að komið einhverri svívirðingu á pólitískan andstæðing og ekki hef jeg verið látinn fara varhluta af mann- ^kemdarskrifum blaðsins. í gæi- feitletraði blaðið frá- sögn um það að rjettarrann- sókn væri hafin gegn S. Árnasyni & Co. út af brjefi, isem firmað hafi sent Við- skiptaráði, en það hafi borið með sjer að firmað hafi fengið umboðslaun hjá bresku firma og þau verið lögð inn í Hambors banka. Jeg hefi ekki s.jeð brjef þetta og er mje^því ekki kurinugt um það hvort rjett er hermt hjá Tímanum um innihald þess. -Hitt er vitacT að blað þetta hefur jafnan átt innangengt að Viðskiptaráði þegar þurft • íefur að svívJrða einstakl- ,inga eða fyrirtæki og skal jeg því ekki deila við frjetta- menn hans um innihald brjefsins á þessu stigi máls- íns. Firmað hefur sennilega lit- ið svo á að því væri heimilt að virirta fyrir* umboðslaun- um og að leggja þau í banka og lagt fram brjef þetta í þeirri trú. Þar sem málið er í rann- sókn hjá rjettum aðila hefði blaðamaður með sæmilegri siðferðistilfinningu getað beð ið eftir niðurstöðum d>mar- ans án þess að byrja strax á því að hella sjer yfir firmað og eigendur þess ekki síst þegar það er viðurkennt af blaðinu að niðurstaða af rannsókn þelrri sem það ræddi um liggji enn ekki fyr- ir. En til þess ætiast víst eng- inn lengur að Tímaritstjórinn hagi sjer öðru vísi en óbreytt- ur sorpblaðs skriffinnur. Tilgangur Tímans er auð- sýnilega sá að gera eins mikið og hægt er úr þessu máli áður en það er rjett upplýst. Það mun nú engin nýlunda að íslenskt firma fái umboðs- laun fyrir sölu á erlendum varningi. í augum Tímans er þetta víst dauðasynd, ef það er S. Árnason & Co.. sem hlut á að máli. Svo fljettar ritstjórinn inn í frásögn sína gömlum gróu- sögum um þetta sama firma. sem hann hefur oft íður japlað á, þar á meðal „fakt- úrunum í tunnunum", sem er sjerstakt hugðarefni manns ins. Jeg hef aldrei nent að eyða tíma í að bera af firmanu þessar fáranlegu lygar blaðs- ins, en úr því að þetta tilefni' gefst er rjett að segja það eins og það er, að hjer er um helber ósannindi að' ræða hjá blaðinu hvort sem Tima- ritstjórinn hefur sjálfur búið til söguna eða einhver ó- vjindaður spæjari hans hefur á sínum tíma logið því í hann. Nákvæmni Tímans í frá- sö'vnum hans má líka marka af því að hann fullvrti að jeg sje aðaleigandi S. Árnason & Co. Ef hann hirti um að vita það ijetta gæti hann fengið að vita að þessu fer mjög’ fjarri, því að jeg á einn fimmta hluta firmans og hef aldrei haft framkvæmda- stjórn þess með höndum. En það „passar ekki í kramið“ hjá ritstjóranum því að öll árásarskrif hans hafa borið það með sjer að hann sækist eftir að stefna að mjer per- sónulega þeim ávirðingum, sem hann télur að þetta firma hafi gerst sekt um. Enginn þarf að leita langt eftir ástæðum þess að Tíminn skrifar um þetta fyr og síðar svo sem raun ber vitni um. Það er augljóslega vegna þess að hann hefur sjúkléga hneigð til þess að klína á mig sökum og þeim lognum ef ekki vill betur. Skrif hans um störf mín í Nvbyggingar- ráði hafa og borið þess giegg stan vottinn. Jeg hefi að vísu fengið rit- stjórarin dæmdan fyrir hrak- yrði hans í minn garð, en þó hefði verið auðvelt að koma ábyrgð fram á hendur honum fyrir hinn sama verknað miklu oftar. Mjer hefur naum ast þótt taka því að vera oft að ómaka dómstólana veena skammaryrða Tímaritstjór< ans um mig þótt þau/ haf.53 varðað við lög af þeirri ein-< földu ástæðu að ummælii Tímaritstjórans eru ekkii meira virði en maðurinn sjálfur. Jóhann Þ. Jósefsson. F 3 Fanney" dreQiir Ivo báta til Reykjawfkur M.S. FANNEY, sem hefuri eftirlit með flotanum hjer í Flóanum kom hingað í gæiM morgun laust fyrir hádeg^ með tvö skip í eftirdragi. —< Hjá báðum hafði verið vjel-i bilun upp í Hvalfirði. Þettíij voru vjelbátarnir Vonin og Áslaug. SilfurbrúðkauQ 25 ára hjúskaparafmæli eiga á þriðjudaginn 4. febrúar frú Guð- hrandína Tómasdóttir og Ottó Guðjónsson, klæðskerameistari, Njálsgötu 4B. Útvarpið í DAG. 8,30—9,00 Morgunútvarp. 11.00 Messa í Dómkirkýunni (sjera Jón Auðuns). 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 13.15 Dagskrá Sambands bind- indisíjclaga í skólum: a) Ávarp (Hjalti Þórðarson, kennaraskólanum). b) Ræða (Vilhj. Þ. Gíslason skólastj.) c) Kórsöngur (Templarakór- inn). 1400—16.25 Miðdegistónleikar (plötur)1 a) Klarinett-kvintett eftir* Brahms. b) Septett eftir Saint-Saens. c) 15.00 Óperan „Fedóra14 eftir Giordano. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Barnatími (Þorst. Ö. Stephensen o. fl.) 19.25 Tónleikar: Dánareyjan eftir Rachmaninoff (pdötur). 20.00 Frjettir. 20.20 Einleikur á píanó (Fritz Weisshappel): — Lög eftir Chopin og Mendelssohn. 20.35 Erindi: Frá þingi sam- einuðu þjóðanna (Ólafur Jó- . hannesson lögfræðingur). 21.00 Útvarp frá tónlistarsýn- ingunni í Listamannaskálan- um. —• Norrænt kvöld: Á-< vörp og ræður. Norræn tón-» list. 22.00 Frjettir. 22,05 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. A MORGUN. 8.30—-9.00 Morgunútvarp. 12,10—13,15 Hádegisútvarp. 15,30—16,30 Miðdegisútvarp. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 íslenskukensla, 2. fl. 19.00 Þýskukerisla, 1. fl. 19.25 Þingfrjettir. 20,00 Frjettir. 20.30 Þýtt og endurssgt: Nokkc ar nýjungar úr heimi jurt- anna (dr. Áskell Löve). 20.55 Lög leikin á cítar (plöturý 21.00 Um daginn og veginri (Jónas Haraldz hagfræðing- yr). 21.20 Útvarpshljómsveitin: —* Rússnesk alþýðulög. — Ein- í.öngur: Birgir Halldórsson. a) Aier from Comus ( Arne). b) Lindin (Eyþór Stofánss.) c) Una furtiva lacrima (Doni zetti). d) Vögguljóð (Sig. Þórðar- son). 21.50 Lög leikin á orgel (plötur)1 22.00 Fi-jcttir. Ljett lög' (plötur).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.