Morgunblaðið - 02.02.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1947, Blaðsíða 6
MORUUNBLAÐIÖ ainudseui' 2. febr. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjaid kr. 10,00 á inánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. . í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Nú er að finna ráð ENN hefir síldin-komið mönnum á óvart og brjálað allar áætlanir og útreikninga sjerfræðinga og annarra, sem hafa talið sig fiafa vit á hlutunum. Nú er það Kollaf jarðar- síldin sem hefir leikið á menn. . Frá því um miðjan desember hefir verið slík mergð síldar í Kollafirði, að kunnugir telja að á þessu litla svæði hafi verið miljónir síldarmála. Óg það er með öllu órann- sakað, hvort ekki sje sama eða svipuð síldarmergð ann- arsstaðar hjer í sundunum. Fullyrða ýmsir að svo sje. Einn daginn sáu menn síld vaða hjer rjett utan við hafn- argarðana í Reykjavík. Og Hafsteinn Bergþórsson skýrði frá því hjer í blaðinu í gær, að bóndi einn inni í Hval- firði hafi fyrir skömmu fengið lánaðan ofurlítinn netbút, lagt honum í fjöruna meðan lágsjávað var, en á næsta flóði tíndi hann fulla körfu af síld úr netinu. Geta menn af þessu ráðið, að mikið hefir verið af síld í firðinum þenna daginn. • Það er tiltölulega mjög lítið sem unt hefir verið að hagnýta af þessari miklu og dýrmætu björg. Orsökin er sú, að skort hefir hentug veiðarfæri til þess að veiða síld- ina, og svo ekki síður hitt, að enginn viðbúnaður hefir verið til í landi, til þess að hagnýta aflann. Hafsteinn Bergþórsson segir, að 25 bátar hafi stundað síldveiði í Kollafirði að undanförnu. En aðstaða þessara báta hefir verið erfið á alla lund. Fyrst er það, að bátarnir hafa ekki haft hentug veiðar- færi. Þeir hafa aðallega orðið að notast við reknet. En sú veiði er miklu seinvirkari, sem kunnugt er, en snurpi- nótaveiðin. En gallinn er sá, segir Hafsteinn, að hjer hafa ekki verið til hentugar snurpinætur fyrir Kollafjarðar- síldina. Síldin er mjög misstór og þarf því möskvastærðin að vera minni en notað er við Norðurlandssíldina. En slíkar snurpinætur hafa verið ófáanlegar hjer. • En þrátt fyrir hinn mjög svo ófullkomna útbúnað, sem bátarnir hafa haft við síldveiðina, er mesta furða hvað þeir eru búnir að afla. Segir Hafsteinn, að hátt á 6. þús. tunnur hafi farið í frystihúsin, 2500 tunnur hafi verið seldar til Svíþjóðar, 3700 tunnur seldar til Englands og um 14 þús. mál til bræðslu, sem verið er að flytja norður Til Siglufjarðar. Þe'tta er enginn smáræðisafli á þessum stutta tíma, þeg- ar litið er á allar aðstæður. En þetta sýnir einnig, hvílíkt íeikna verðmæti hjer hefir farið forgörðum og sem hægt hefði verið að bjarga, ef góður aðbúnaður hefði verið fyr- ir hendi, bæði á sjó og landi, til þess að hagnýta björg- ina sem best. • Það eru ekki mörg ár síðan, að svo mikil vantrú var ríkjandi hjer á landi í sambandi við síldarútveg, að vart fengust aðrir en spákaupmenh að koma nálægt þessari ctvinnugrein. Menn, sem voru gjaldþrota annað árið, ert stórauðugir h'itt. Með komu síldarverksmiðjanna gerbreyttist þetta. Og nú er svo komið, að þessi atvinnuvegur er síst áhættu- samari en aðrar greinar sjávarútvegsins. Vel og dyggilega hefir verið unnið hin síðari ár til þess .að tryggja síldarútveginn. Hver verksmiðja af annarri hefir risið upp og hinar eldri stækkaðar og endurbættar. En síldin heldur áfram sínum dutlungum. Þegar búið er með ærnum kostnaði að reisa nægar verksmiðjur við vestahvert Norðurland, finnur síldin upp á því að sýna sig ekki á þessum slóðum 2—3 ár í röð. Og nú kemur þetta nýja fyrirbrigði, Kollafjarðarsíld- in, sem enginn átti von á. En við megum ekki gefast upp, heldur vera viðbúnir að taka á móti síldinni hvar sem hún kemur að landi. Og nú er að finna ráð til að hagnýta vetrarsíldina hjer syðra. Það verður að gerast fljótt og vel. l/íkt/epii áhrifai': ÚR DAGLEGA LÍFINU „Reykjavík vorra' daga". SJÁIÐ Reykjavík í eðlileg- um litum. — Eitthvað á þessa leið væri hægt að* hugsa sjer auglývsingu fyrir kvikmynd Óskars Gíslasonar, sem hann nefnir „Reykjavík vorra daga" og frumsýnd var í gær í Tjarn- arbíó. Og það þarf ekki að' efa, að bæjarbúar þyrpast niður í Tjarnarbíó til að sýna sig og sjá aðrá og til þess að sjá bæ- inn sinn í eðlilegum ]itum. Um kvikmynd Óskars mætti margt segja. — Það væri hægt að gagnrýna hana á ýmsa lund, en það sem fyrst og fremst verð ur að minna á er að kvikmynda vjelin lýgur ekki og þær mynd ir, sem hjer sjást, sýna Reykja vík eins og hún er. , Vafalaust mun það renna upp fyrir mörgum gömlum Reykvíking, sem sjer þessa mynd, að óvíða er sólarlagið og sólaruppkoman jafn unaðs- leg og hjer við Faxaflóan. — Esjan nýtur sín ekki til fulls á þessum fáu litmyndum og hún verður aldrei litkvikmynduð svo gagn verði í vegna þess, að til þess þyrfti að taka 24 kl.- stunda filmu af henni og þó væri það ekki nóg. • Of nærri nefinu. JÁ, ÞAD eru gullfallegar myndir í ,,Reykjavík vorra daga" og það er hú einhvern- veginn þannig, að menn sjá ekki þá fegurð, sem þeir búa við daglega og þurfa því að fara í bíó til að sjá borgina sína í eðlilegum litum. En menn geta haft gott af því að fara í bíó til að sjá hve margt fagurt er til hjer við höf uðstaðinn og síðan njóta feg- urðarinnar af eigin reynd. Á þennan hátt einn getur kvikmynd Oskars orðið eins og hver önnur opinberun fyrir Reykvíkinga. — Og ef hún get- ur sýnt okkur eitthvað nýtt, hve miklu meiri möguleikar eru þá ekki til, að opna augu ókunnra fyrir dásemdunum. Kvikmynd Óskars þarf að fara víða Um land og víða um heim. — i • I Kostir cg, galíar. OSKAR Gíslason væri meiri galdramaður en hann hefði leyfi til að vera, ef hann hefði, gert fulkomna kvikmynd af Reykjavík vorra daga, enda vantar mikið á að svo sje. — Flestar myndirnar eru vel teknar, ágætlega lýstar og í „fókus". Enda væri annað ekki sæmandi þaulreyndum Ijós- myndara. En það er einkum efnisröð- un myndarinnar, sem er ábóta- vant. Það er slegið -úr einu í annað. — „Aðalleikendurnir",, sem er fallegt ungt fólk, nýt- ur sín ekki í þögulli myndinni og það er ekki laust við stund- um, að manni detti í hug, hvern fjáran þau sjeu að flækjast fyr- ir Óskari sí og æ þegar hann fer um bæinn með kvikmynda- vjelina sína. | Sumir, sem myndir eru tekn- ar af koma eins og skrattinn úr sauðaleggnum. — Listamenn ina er gaman að sjá við vinnu sína, en heldur hefði ieg t. d. viljað fá að skygnast inn í leik- hús augnablik í kvikmyndinni, en að horfa framan í smettið á okkur kollegunum. Gæti gert mikið gagn- EN NÚ hefi jeg týnt til hið helsta, sem hægt er að gagn- rýna myndina. Og þó — það verður aldrei verulegt gagn að þöglum myndum nú orðið. | Fólk kann ekki við þær, en býst við tal iog tónum. I Óskar Gíslason á þakkir. skyldar fyrir að hafa ráðist í þetta fyrirtæki einn án þess að, stofna fjelag með stórum blaða m'annafundum og löngum hrós greinum fyrirfram. ! Hann hefir boðað framhald á myndinni og það er gleðilegt, j þegar hann hefir gert það fram hald, ætti hann að taka sig til og skera þá 4 klukkustunda mynd niður í IV2 klukkutíma og senda það út um- borg og bý. Það gerir ekkert til þó við heimafólkið sjáum alt.saman, því við höfum gaman af því, sem ókunnugum kann að leið- ast. — Og myndin gæti gert mikið gagn til að kynna höfuðstað- inn. En það er með styttingu kvik mynda, eins og styttingu blaða greina. að enn er sú blaða- grein óskrifuð, sem ekki má bæta með því að skera af henni. Oryggismerkið. ¦ HUGMYNDIN um öryggis- merkið handa bífreiðastjórum, sem mist hefir verið á hjer í dálkunum, er að fá meiri og meiri stuðning. Eifts og kunn- ugt er tók eitt af vátrygging- arfjelögunum upp þá góðu ný- breytni, að hafa iðgjöld lægri fyrir bifreðastjóra, sem varlega aka og ekki valda slysum. Nú hefir eitt af dagblöðun- um minst á öryggismerkið og ljáð hugmyndinni lið. Þetta er ekki stórvægilegt atriði í þjóðlífinu en gæti samt haft góðan árangur og því sjálf sagt að reyna það. Mannrán? HARÐORÐ skammarbrjéf hefir mjer borist í tilefni af því, að í norskri árbók, eða almanaki er Gunnar Huseby kúlukastari talinn vera norsk- ur í báðar ættir. Finst brjefritara að hjer sje um hið frekasta mánnrán að ræða. En varla er ástæða til að vera svona uppvægur. Gunnar er, eða hefir verið góður í- þróttamaður og er Evrópu- meistarí í kúluvarpi. En með allri virðingu fyrir þeim góða manni Huseby. Ætli það væri kanske hægt að komast að sam komulagi við írændur vora um það, að þeir fái Huseby, en rjett ur 'okkar til Leifs hepna verði ekki vjefengdur framar? MEDAL ANNARA ORÐA Auglýsingastarfsemi í Hollywocd ÞEGAR Bette Davis var að leika í kvikmynd, sem tekin var í Kaliforníueyðimörkinni, birtu Bandaríkjablöðin fregnir af því, að hún hefði falið ofan á risakaktus. Miljónir manna lásu um það, að 49 kaktusþyrn- ar hefðu stungist í hinn dýr- mæta líkama hennar. Þegar Carole Lombard sagði við kvik myndatökustjóra, , að henni mundi ánægja af þvi, að greiða „Sam frænda" hærri skatt, heyrði einn af auglýsingamönn um k,vikmyndafjelags hennar þetta og símaði það blöðunum. Frjettin kom á forsíöu daginn eftir. Þetta eru tvö dæmi um aug- lýsingastarfsemi Hollywood. — Betty Davis sagan var uppspuni frá rótum, ungfrúin hefir aldrei sest á risakaktus. En urnmæli Carole Lombard voru sönn og juku mjög á vinsældir hennar. Sat á strútseggi. Þrátt fyrir einstaka uppá- tæki, sem kynnu að fá menn til að ætla, að auglýsingastjór- ar kvikmyndafjelaganna væru ekki með öllum mjalla (ein- hver gárungi fann upp á því, að sitja í 3 vikur á strútseggi, til að vekja athygli á mynd- inni „The Egg and I"), hefur auglýsingabrjálæðið farið mink andi upp á síðkastið. En óneitanlega eru þau ein- kennileg sum uppátagkin, sem auglýsingamennirnir finna upp»á, ende þótt þau eigi að heita má að byggjast á sann- leikanum. Ung kvikmyndasljarna frá i Dallas trygði Suðurríkjamál- lýsku sína fyrir miljón dollara. Lloyd's Ijet hana fá tryggíng- arskýrteini og blöSin ætluðu að rifna af hrifningu. Þao, sem auglýsingamanni ungfrúarinnar láðist að geta um, var, að ^rygg ingin gilti aðeins í 24 klukku- stundir. Þegar myndin „Fanginn frá Zenda" var frumsýnd í New York, var send sjerstck flug- vjel eftir beim 12 :nönnum, sem ennþá bjuggu í Zenda, Ontario. Blöðín tilkyntu, að .allir íbúar borgarinnar Zenda' hefðu komiS'til New York til að sjá myndina. Enginn gat auðvitað borið á móti þessu. Þessi auglýsingaaðferð hafði það í för með sjer, að varla var til sá maður, sem ekki hafði heyrt kvikmyndarinnar getið. , Hinir 400 auglýsingamenn Hollywood fá frá 50 dollurum . á viku upp í allt að 100,000 dali á ári. Einn af fremstu auglýs- ingastjórum Hollywood hafði um skeið 150,000 dollara árs- laun. Það var hann, sem fann upp á því, að halda frumsýn- ingu á „Destination Tokyo" í kafbát, sem lá á botninum á San Francisco flóa. . Slökkviliðið gabbað. Ein af frægustu auglýsinga- brellum Hollywood stóð í sam- bandi við myndina „Á hverf- anda hveli". Þegar bruni At- lanta var kvikmyndaður, náðu kvikmyndastjórarnir sjer í for síðufrjettir, með þeirri einföldu aðferð, að tilkynna ekki fyrir- fram, að eftirlíking þessa stór- kostlega bruna mundi verða kvikmynduð. Svo þegar kveikt Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.