Morgunblaðið - 02.02.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBL A.ÐIÐ Sunnudagur 2. febr. 1947 f GRÍPTU ÚLFINN c?Ceó l a arteris 25. dagur Corn fór sjer Ijgegt, en Helgi va'r áhlaupamaður. Sá var og munur á aðstöðu þeirra, að Corn hafði byrjað að fást við málið mörgum mánuðum á und an Helga. Það var fyrir sjer- stök atvik eitt kvöld að hann komst að því að Helgi var á hælunum á úlfinum. Sjálfur þóttist hann líka vera á hæl- unum á honum. Hann hafði sem sje illan bifur á Bittle og hafði aflað sjer margra upp- lýsinga um þann óvinsæla mann og hið víggirta hús hans. Hann hafði einnig skygnst inn í fortíð Bloems, en ekki kom- ist langt þar, því að Bloem var mjög afsleppur. Og það hafði komið honum á óvart að upp- götva það, að Bloem skyldi vera einn áf höfuopaurunum. Það var vegna þess að hann hafði ekki fengið jaftj miklar upplýs ingar um hann eins og Helgi hafði fengið. Corn hafði líka augastað - á Agatha Giston. Og hafði komist að því að hún var eitthvað háð Bittle, en vissi ekki hvernig því var háttað, og hjelt að hún væri ein í bófa- flokknum. En hvaða hlutverk* hún hefði þar, var honum ráð- gáta. Svo var það Algy — og Corn hafði sjerstaklega illan bif ur á Algy. En hina þrjá, Shaw, Smith og Lapping taldi hann alveg fyrir utan þetta, sjer- staklega Lapping, gamlan og æruverðugan dómara og vörð laganna. Lapping vissi líka hver Corn var í raun og veru, og vissu það'ekki aðrir í Bay- combe en hann og Helgi. Corn hafði þá trú, að Lapping mundi verða sjer að miklu liði þegar að því kæmi að grípa úlfinn. Og þegar Cron bar sig saman við Helga, þá þóttist hann standa fult svo vel að vígi, og þar hafði hahn nokk- urn veginn rjett fyrir sjer. Hið eina, sem Helgi hafði fram yf- ir hann, var saga Fernandos, og þess vegna vissi Corn ekk- ert um gamla húsið. Corn hafði fleira sjer til skemtunar en að safna skor- dýrum. Næsta símstöð var Ilfracombe og eftir fyrirskipun frá honum voru öll brjef, sem áttu að fara til Baycombe, opn- uð þar, rannsökuð hvort á þeim væri ósýnileg skrift og síðan send til viðtakenda, en Corn var svo tilkynt um innihald þeirra. Það var daginn eftir að Blo- em hafði ráðist inn til hans, að leynistarf hans bar árang- ur. Þegar hann hafði lokið morgunverði gekk hann ánn í skrifstofu sína og læsti að sjer. Hann opnaði ameríska skrifborðið sitt, losaði um smá- hlófín fyrir ofan borðið og á bak við þau kom í Ijós mikið af þráðum og keflum. Það var leynileg talstöð og hugvitsam- lega falin, en3a veitti ekki af því vegna þéss að Corn hafði orðið að fá sjer ráðskonu þarna í þorpinu, og hún var með nef- ið niðri í öllu. Og þar sem kven fólk er ekki vant að liggja á því sem það veit, þá hefði það auðvitað verið komið um alt þerpið að Cornjiefði leynistöð, ef hún hefði haft minstu hug- mynd um það. Og þá hefði besta trompið, „sem Corn hafði á hendi í baráttunni við úlf- inn, verið slegið úr hendi hans. Corn setti nú heyrnartólið á höfuð sjer, setti stöðina í sam- band og fór að hlusta. Hann varð að fara ósköp varlega, og vissi ekki heldur á hvaða tíma dags úlfurinn stæði í sambandi við sína menn. Að hinu hafði hann komist, að úlfurinn not- aði mismunandi bylgjulengdir. Tvisvar hafði honum tekist að komast inn í lok samtals. A milli þess heyrði hann kall- merki. Hann hjelt áfram að síma, og heyrði hann sama kall merkið á alt annari bylgju- lengd. Það þótti honum grun- samt. Hjer var sýnilega skift um bylgjulengd af ásettu ráði. Nú hepnaðist honum betur. Hann byrjaði á hábylgjum aldrei þessu vant, og færði sig niður á bóginn. Og alt í einu heyrði hann sama kallmerkið. Rjett á eftir heyrði hann kall- að: — Bíddu þangað til dimt er orðið. Corn kiptist við. Hann grun- aði þegar hvað þetta mundi merkja. Svo sagði röddin: — Farðu mjög gætilega. Hættu þjer ekki inn fyr en öll ljós hafa verið slökt. Farðu ekki nema með hálfri ferð og iáttu svo rafhreyfilinn taka við seinasta spölinn. Templar vak- ir allar nætur og hann heyrir framúrskarandi vel. Þá svaraði önnur rödd: — Geturðu ekki leiðbeint okkur um innsiglinguna? — Jeg ætla að hafa varð- mann með grænt ljósker hjá Gamla húsinu, sjávarmegin. — Er nokkur hætta á ferð- um? — Jeg veit það ekki. Jeg vona að jeg geti komið Templ- ar fyrir kattarnef í dag, en hann er hundheppinn og þess vegna getur verið að hann sleppi. Vertu við öllu búinn. Mjer var tjáð rjett núna að ungfrú Holm hafi trúlofast honum — og þá getur verið að hann hætti við alt saman, og segi lögreglunni frá því, sem hann veit. Jeg hugsa að það verði um seinan, en allur er varinn góður. — Jeg skal vera við öllu bú- inn. — Gott. Hefirðu fulla áhöfn? — Nei, tveir mennirnir koma ekki til skips. Mjer var sagt að þeir hefði verið teknir fastir. Jeg skildi þá því eftir vegna þess að þú skipaðir mjer að vera hjer á ákveðinni stundu. — Það var laukrjett: En þá eruð þið ekki nema ellefu, að þjer sjálfum meðtöldum, eða er ekki svo? — Jú, en við erum nógu margir til að sigla skútunni. — Heyrðu? Þú skalt .senda bát upp að bryggju. Ekki er að óttast fiskimennina, þeir fara í róður klukkan tíu. Bittle og Bloem verða með mjer og máske Templar líka. En það er nú undir því komið hvað skeð- ur og hvað jeg afræð að gera við hann. Þjóninum hans verð- ur hrundið fram af klettunum samtímis og við förum um borð. Og eftir á að hyggja, jeg verð víst að fara með stúlkukindina með mjer. Hún veit of mikið. Jeg fæ frjettir bráðum og þá get jeg sagt þjer nánar frá fyr- irætlunum mínum. — Nú ber nýrra við, að þú sjert með kvenfólk í eftirdragi. Þú hefir ætíð sagt að það skyld urðu aldrei gera. — Heyrðu Moggs, þetta kem ur mjer einum við. Jeg skal spyrja um álit þitt ef jeg þyk- ist þurfa þess. Hugsaðu bara um það, að hafa alt tilbúið um borð, og senda bátinn að bryggju á rjettum tíma. En sendu alla hina bátana upp að Gamla húsinu. Þú getur mann- að þrjá báta og samt haft vörð um borð. En látið vjelstjórann altaf vera við vjelina. Það verð ur að fara hljótt og ef nokkur maður gerir hávaða eða talar upphátt, þá skal jeg flá hann lifandi. Segðu þeim það. Jeg sendi menn út í hólmann til þess að hjálpa þeim að bera á bátana og þar er líka ofurlítill hegri, sem hefir staðið þar síð- an við skipuðum því á land. Þið ættuð að vera ferðbúnif klukkan fjögur. — Þú mátt treysta því. — Gættu þess nú vel að fara eftir öllu sem jeg hefi sagt. Manstu það nú alt? — Eins og faðir vorið. — Talaðu við mig klukkan sjö ef þú heldur að við þurf- um að gera einhverjar breyt- ingar. Sæll! Corn tók af sjer heyrnartólið og hallaðist aftur á bak í stóln- um. Hann horfði lengi hugs- andi á tækið, sem hafði gert honum fært að hlusta á þetta samtal. * Hjer var ekki um að villast. Hann hafði fengið allar þær upplýsingar, sem .hann þurfti, nema það hver úlfurinn var. Hann þekti ekki röddina, enda mun úlfurinn hafa breytt henni.Hann var varkár og forð aðist að gefa nokkuð færi á sjer. Corn var alveg viss um að hann mundi alls ekki geta þekt úlfinn á röddinni þótt hann heyrði hann tala, því að bæði hafði hann talað alveg á- herslulaust og svo breytast radd ir manna þegar þær fara í gegn um senditækin. Kynlegast þótti Corn þetta skraf um Gamlahúsið. En hann hafið komist að því að það var úti á einhverjum hólma. Hann reisá fætur og gekk út að vegg. Þar var stórt kort af Baycombe og umhverfi. A það hafði hann málað ýmis merki með ýmsum iitum og sagði að það væri í sambandi við náttúrufræðisat- huganir sínar. En í raun og veru stóðu öll þessi merki í sambandi við rannsóknir hans á glæpamálinu. Hann athug- aði nú kortið og fann hólmann og Gamla húsið. Þarna var þá geymdur farmurinn, sem skip- ið átti að taka um nóttina! Corn var ekki í neinum vafa ‘um hvers konar farmur það væri. Ef f^oftur getur það ekki — b* hvei’7 Utsala á Regnkápum Plastic regnkápur fyrir hálfvirði. ^JJatta- ocj JJhennalú&i'/i Austurstræti 6 Ingibjörg Bjarnadóttir UTSRLR \k á höttum og húfum hefst á mánud. 3. febr. ^JJatta- ocj JJhennalú&in Austurstræti 6 Ingibjörg Bjarnadóttir <3t> (,♦> væntanleg á næstunni. Nokkur stykki óseld. f Tekið á móti pöntunum ÍJíla- oa mdít' l o<j mainLncjan/oruuerólun FRIÐRIK BERTELSEN HAFNARHVOLI' sími 2872 Matchless-mólorhjól Colman's Mustardur Bætir bragdid Umboasmenn: Nathan 6 Olsen, H/F Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.