Morgunblaðið - 08.02.1947, Side 8

Morgunblaðið - 08.02.1947, Side 8
8 MO R G U N B r AÐIÐ Laugardagur 8. febr. 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Fiskiiðnaðurinn og framtíð hans FRAM á síðustu ár hefir það verið þannig, að megin- hluti íslenskrar framleiðslu hefir verið seldur óunninn úr landi. Landsmenn hefir brostið tæki til þess að hag- nýta framleíðslu sína nema að takmörkuðu leyti. Hefir þetta bakað landi og þjóð mikið tjón. En á þessu er að verða nokkur breyting. Bygging hinna fjölmörgu hraðfrystihúsa, sem risið hafa upp undanfarin ár, hafa gert framleiðslu sjávarafurða stórum verðmætari og auk þess skaþað geysi mikla atvinnu í landinu. Samt sem áður erum við komnir örskammt áleiðis í þessum efnum. Fiski-iðnaður okkar ,er ennþá alltof fá- brotinn. Síldariðnaðurinn, sem þó er lengst á veg kominn, er á frumstigi meðan ekki eru til lýsisherslustöðvar. — Undirbúningur er að vísu hafinn að byggingu einnar slíkr- ar verksmiðju. En þess virðist þó alllangt að bíða að hún geti tekið til starfa. Til þess ber brýna nauðsyn að fram- kvæmd þessa máls verði hraðað. Þjóðin tapar árlega mil- jónatugum á því að selja síldarlýsið lítt unnið úr landi. En það er ekki aðeins lýsisherslustöð, sem þarf að byggja. Niðursuðuverksmiðjur og fiskiðjuver þarf að reisa á mörgum stöðum út um land. Þessar framkvæmdir eru beinlínis frumskilyrði þess, að hin mikla aukning skipa- stólsins nái tilgangi sínum. Fiski-iðnaðurinn á að verða öndvegisatvinnuvegur ís- lendinga. Til þess eru öll skilyrði fyrir hendi. Hjer er víða örstutt á hin ágætustu fiskimið, þar sem er nægur kostur verðmætra fisktegunda. Staðsetningu fiskiðjuveranna verður að miða við það, að þau liggi sem best við mið- unum. ★ ' í málefnasamningi ríkisstjórnarinnar er fiski-iðnaðin- um heitið fullum stuðningi. Gefur það góðar vonir um að myndarlega verði á þessum málum tekið. Ýmsir telja, að hinn hái framleiðslúkostttaðúr íslendinga um þessar mundir muni standa þróun þessa atvinnuvegar fyrir þrif- um. Til slíkrar svartsýni virðist þó ekki vera mikil ástæða. íslendingar hljóta í framtíðinni að stefna að því, að verða samkeppnisfærir við keppinauta sína á heimsmarkaðinum. Þegar þeú sjá framan í þá staðreynd nakta, að fram- leiðslukostnaður aðalútflutningsvöru þeirra er orðinn of hár, hljóta þeir að lækka hann. Önnur leið er ekki til. Hinn hái framleiðslukostnaður nú, má þess vegna ekki draga kjarkinn úr þjóðinni, til þess að stefna hiklaust að því marki, að flytja afurðir sínar út í sem verðmætustu astandi. ★ \ Bla ðam annafun dir Á AÐALFUNDI Blaðamannafjelags íslands fyrir skömmu var sam. áskorun til ríkisstjórnarinn,ar um að taka upp hálfsmánaðarfundi með blaðamönnum, þar sem þeir ættu þess kost að ræða við einhvern ráðherranna eða fulltrúa frá ríkisstjórninni og fá þar ýmiskonar upplýs- ingar er almenning varða. Það myndi áreiðanlega verða vel þokkað, í senn af blaðamönnum og almenningi, ef hin nýja ríkisstjórn yrði vel við þessari ósk blaðamannafjelagsins. Slíkir fundir mundu áreiðanlega skapa möguleika til nánara samstarfs ríkisstjórnar og yfirvalda við þjóðina. í mörgum löndum hefir þessi háttur verið upp tekinn og þótt gefast mjög vel. Er ekki ástæða til þess að ætla annað en að svo mundi einnig reynast hjer. Þetta er nýjung, sem hiklaust á að taka upp. ÚR DAGLEGA LÍFINU Stjórnarbíó ÞAÐ VÆRI synd að segja, að stjórnmálahirðarnir vildu ekki sjá sem best fyrir hjörð sinni. Það ætti ekki að vera hnípin þjóð í vanda, sem hefur for- ystumenn, sem hugsa um hana, alt frá alþingissamþykt- um um skemtiferðir til Mið- jarðarhafs, til þess að sjá al- menningi fyrir kvikmyndum og ákveða með lögum hvers- konar efni það er, sem lands- fólkinu er hollast að sjá í bíó. Já, nú vilja þeir stofna stjórnarbíó í nafni menningar innar. Það dugar ekki lengur, að menn geti valið, eða hafnað á eigin spítur. Ríkið verður að hafa hönd í bagga með mynda sýningum. Það eitt getur ráðið fyrir þessa fáráðlinga, sem kallaðir eru almenningur í fjög ur ár, en heita háttvirtir kjós- endur í einri mánuð fyrir kosn ingar. Það ætti ekki að vera mikill vandi að lifa í þjóðfjelagi, sem hefur slíkum afburða forystu- mönnum á að skipa, að þeir hugsa algjörlega fyrir sauð- svartan almúgann. Segja hon- um hvað hann á að lesa með útgáfu ríkisbóka, hvað hann á að heyra í ríkisútvarpinu og hvað hann á að sjá í ríkisbíó- um. • Þungur róður EN STUNDUM finst þeim, sem af gömlurn vana hugsa sjálfstætt í ríkisbíói skipulags- ins, að róðurinn reynist hinum vitru íeiðtogum nokkuð þung- ur og að loforðin sjeu stærri en efndirnar. . Ríkisúfvarpið hefur að margra dómi ekki orðið sú menningarstofnun sem lofað var. Það eru meira að segja til menn, sem halda því fram, að það sje blátt áfram leiðinlegt og því hefur verið hvíslað, að þessi menningarstofnun ríkis- ins þyldi ekki samkepni ó- .merkilegrar braggaútvarps- ) stöðvar, hvað vinsældir snert- ir hvað þá, ef eitthvað byðist betra. • ,,Breytt yfir nafn og númer“ I-IÁSKÓLABÍÓIÐ var nefnt Tjarnabíó eítir allar menning- arræðurnar og hefur lagst svo lágt að græða fje, sem er skatt frjálst, á því að sýna sömu kvikmyndirnar, sem „auð- valds“- og einstaklingsfram- taksbíó um allan heim bjóða gestum sínum. Það er menning að tarna! Bæjarbíóin, sem eru smá út- gáfur af ríkisbíóum fylla sali sína kvöld eftir kvöld með kú- reka-kvikmyndum og stiga-- mannafilmum frá Hollywood. En menningarmyndirnar sjást ekki nema í áróðursræðum. Ef einhverjum dytti í hug, að halda því fram, að þessi fyr irtæki hefðu breytt yfir nafn og númer og yrðu menningar- leiðtogarnir sennilega bara ill ir við þá, sem skilja ekki, að í ríkis-, bæjar- og háskólabíó- um eru ekki sýndar nema menningarmyndir, eins og þeir sögðu í ræðum sínum þegar þeir voru að koma þeim á. • Geta alt af'borið sig EN EINHVER ALLRA mesti kostur ríkis-, bæjar- og há- skólabíóa er þó sá, að það er alt af hægt að láta þau bera sig. Eins og ríkisútvarpshlust- endur vita þá hækka viðtækja gjöld þeirra ekki neitt við það, þótt dagsskráin verði lengd eða skemtilegri, en hún hefur ver- ið. En þau geta hinsvegar hækkað um alt að því helming á ári, þótt dagsskráin verði leiðinlegri. Eins mætti fara með opin- beru bíóin. Ef aðsóknin skyldi minka að þéim þá er ráð að leggja á almenning bíóskatt, þannig að fyrirtækin beri sig. Alveg eins og gert er með rík- isútvarp, ríkisskólabækur og ríkis- hvað það nú heitir. Menningin er mikilsvirðí, en þegar ríkisbíófrumvarpið kem ur næst til umræðu á alþingi má ekki gleyma að minnast á þessa stóru kosti, sem hjer hef ur verið drepið á. Og fyrir alla muni minnist ekki á, háttvirtu alþingismenn, hvar þið ætlið að fá hinar miklu menningarmyndir, því að hver veit nema-að Hannibal ætli að taka þær sjálfur, ef Hollywood, Rússinn, eða Jos- eph Rank hafa þær ekki á lager. Falleg minningar- orð um íslenskt lamb. EINHVER FALLEGUSTU eftirmæli, sem jeg hefi sjeð .um íslenskt lamb birtist fyrir nokkru í skoska blaðinu „The Scotsman“. Greinin er í brjef- formi og þar segir m.a.: „Herra. •— Slátrarinn minn sýndi mjer innfluttan lambs- skrokk í dag. Aldrei hef jeg sjeð annað eins hvað gæði og útlif snertir í þau 40 ár, sem jeg hefi fengist við kjörversl- un. Kjötið var vissulega eins gott og það besta lambakjöt, sem jeg hefi sjeð frá Nýja Sjá landi og eru þá meðtaldar margar kunnay kjöttegundir. Er jeg spurði hvaðan það væri undraðist jeg, því að það var frá Islandi. Brjsfritari skýrir síðan frá vigt skrokksins og útliti' og heldur því fram, að það sje skörrtm að því að nefna breskt lambakjöt því nafni, saman- borið við það íslenska. Að lokum segist hann ekki hafa neinn hagnað af því að hæla íslensku lambakjöti, en segist minnast þess, að hafa keypt nokkra íslenska lambs- skrokka árið 1912 fyrir lítið verð og það hafi nú verið eitt- hvað annað. Það sje ábyggilegt að íslenskir bændur hafi tekið sig á síðan hvað kvikfjárrækt snerti. ! MEÐAL ANNARA ORÐA .... Harshaíl um sfjórnaröngþveiiið í Kína MARSHALL, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem í 13 mánuði dvaldist í Kína, til að reyna að koma á friði •milli stjórnarinnar þar og kommún- ista, hefur nú skýrt frá því, hvað hann álíti meginástæð- urnar fyrir því, að enn hefur ekki gengið saman með deilu- aðilum. Marshall telur það aðallega standa friðnum til þrifa, hverjum grunsemdar- augum stjórnarsinnar og kommúnistar líta hvern annan. I fyrsta lagi eru leiðtogar stjórnarinnar mjög andvígir því stjórnarfari, senú kommún istar byggja stefnu sína á. í öðru lagi hafa kommúnistar hvað eftir annað lýst því yfir, að þeir sjeu hlyntir marxism- anum og hafi það á stefnu- skrá sinni, að koma á laggirn- ar kommúnistiskri stjórn, enda þótt þeir sjeu því ekki fráhverfir, að til að byrja með verði stjórnarfarið í landinu bygt á lýðræðisgrundvelli, þar serfi annað hvort lýðræði Bandarílyanna eða Bretlands yrði tekið til fyrirmyndar. Óítast hvern annán Stjórnarleiðtcgarnir þykjast þess fullvissir, að enda þótt kommúnistar yrðu fáanlegir til þátttöku í stjórn, mundi ekkert nema skemdarhugur standa á bak við slíka ákvörð- un. Kommúnistar munu hins- vegar hræðast það, að stjórn- arsinnar hyggist yfirbuga þá, með því að beita hervaldi og leynilögreglu. I stjórnarfylkingunni segir Marshall að finna megi menn, sem hafa lagst gegn því nær öllum tilraunum til að mynda samsteypustjórn kommúnista og Kuomintang. Þessir sömu menn munu ekki hafa farið dult með það, að samyinna kommúnista og núverandi stjórnar sje að þeirra áliti með öllu óhugsanleg. í þessum flckki eru ýmsir hermenn cg stjórnmálamenn. En Marshall telur einnig, að íinna megi bæði öfgasinna og frjálslynda meðal kommúnista, enda þótt svo sje enn þriðji flokkurinn, sem heldur því fram, að agi kommúnistafiokks ins sje svo strangur, að slíkur skoðanamunur mégi hvorki nje egi að koma fram. Heittrúuð- ustu kommúnistarnir hika heldur ekki við, að beita öllum brögðum til að koma óform- um sínum í framkvæmd. Þess ir sömu menn treysta ekki leið togum Kuomintang og virðast vera þess fullvissir, að allar tillögur stjórnarinnar gangi í þá átt eina, að vinna bug á kcmmúnistum. Kommúnistiskur áróður Áróðursaðferðir kommúnista telur Marshall þó að hafi haft sjerstaklega skaðleg áhrif á samkomulagsumleitanir deilu- aðila. Hann segir: „Jeg vildi gjarnan segja bandarísku þjóð inni það, að með því vísvitandi að snúa við og ausa svívirðing um yfir gerðir, stefnr. og ásetn ing stjórnar okkar, hefur þessi áróður látið sig staðreyndirnar engu skipta, og sýnt það svart á hvítu, að stefnt er að því, að vekja upp rangar hugmyndir meðal Kínverja og als heims- ins og ala á megnu hatri gegn Bandaríkjamönnum“. Einlæg- ar tilraunir til að leysa deilu- málin hafa farið út um þúfur Framh. á bls. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.