Morgunblaðið - 04.03.1947, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 04.03.1947, Qupperneq 7
F’riðjudagur 4. mars 1947 MORGUNBLAÐIÐ DR. STEFAN EINARSSDN, PRDFESSDR: ÁLLÝZKUR (dr. idjöm Cju&pinníion UTGEFANDI: ISAFDLDARPRENTSMIÐJA H.F. REYKJAVIK 1346. 26D BLS. MEO KDRTI Mállýzkur Bjðrns Guð- finnssonar er mikið rit og merkilegt, og lofar það þó drjúgum meira en hér er efnt, því að þetta er ekki nema fyrsta bindi af tveim eða þrem. Ritið hefst með „drög- um að hljóðfræði“, og er það fyrsta íslenzka hljóð- fræðiágripið, sem prentað hefur verið. Að sjálfsögðu er hér allmikið af nýyrðum, og er margt þeirra vel valið, þótt sum geti orkað tvímæl- is. T. d. kann ég betur við nefkvætt hljóð eða nefkveð- ið, í samræmi við fyrstu málfræðiritgerð íslendinga, heldur en nefjað hljóð. En þetta er smekksatriði. Mjög virðist þetta ágrip skipulega samið og rétt, eigi aðeins í öllum aðalatriðum, heldur og í smámunum, þótt skiptar geti verið skoðanir um einstaka hluti og smekk- ur geti ráðið um val annarra, eins og t. d., hvernig menn tákna hr, hl, hn í byrjun orðs, eða hvort menn vilja hljóð- rita eigi [ejjr, ei:ji eða ej :i]. Þetta minnir mig á, að í kaflanum um tvíhljóðin hefði Björn kannske frekar átt að fylgja Sveinbirni Sveinbjörns syni og tákna tvíhljóðið ei með [ei] fremur en með [ei]. Ég,hef heyrt þenna mun bet- ur, eftir að ég kynntist ensk- um framburði. Menn beri saman veginn [vei:jm] og treginn [t!'re:jin] (svo í mín- um austfirzka framburði). Þetta er líka í samræmi við fóru [fou:rv], ekki [fou:ry]. 1 kaflanum um tvíhljóðin sakna ég þess, að Björn get- ur ekki um hin kynlegú tví- eða þríhljóð, er ég hef minnzt á og lýst í „Icelandic Dialect Studies I“. Þessi hljóð eru einkennandi fyrir „fastmælt“ fólk á Austurlandi (á Hér- aði, í Nesjum). Dæmi: Stina [súi^ana], bæn [þai:an], út [u:ath]. En sennilega tekur Björn þetta til athugunar í bindunum, sem ókomin eru. Yfirleitt má segja, að ekki sé mjög mikið um nýjungar í fyrra hluta þessa bindis, og er það sýnilega vegna þess, að þær eru geymdar köflun- um um mállýzkurnar. Sitt hvað má þó finna hér. Svo er t. d. um framburðinn hneggj, habdi (bls. 38 og 46), og svo er um athuganir á styttingú í og ú á undan p, t, k [1?, Ú. £] (bls. 69-70). í síð- ara hluta bindisins (bls. 117- 129) er og getið ýmissa nýj- unga í sambandi við lista þann, er Björn notaði við spurningar á ferðum sínum. Einna merkust virðist mér þó athugun sú, er víða kem- ur fram í fyrra hlutanum, að stuttu sérhljóðin i, u, e, ö geti nú „flámælzt“, þótt það sé heldur sjaldgæft enn, sem komið er. Það, sem Björn segir um þetta á bls. 56 og svo sérstaklega við hvert þessara sérhljóða, virðist mér að vísu ekki alveg skýrt (hvernig „flámælast“ t. d. e og ö?), en hann heitir því að rekja þetta allt nákvæm- lega í þeim kafla mállýzkn- anna, er sérstaklega mun um það fjalla. Ég man tæplega til, að ég hafi heyrt stutt i > e, stutt u > ö. Helzt rámar mig í það í framburði Guðmundar Frið jónssonar á Sandi í ending- um, -um (-öm). Og mér eru enn í minni orð ungrar stúlku, er kvaddi föður sinn á skipi á Húsavíkurhöfn, ■— hvenær man ég ekki. Hún sagði: „Yertu nú sæll, pabbi menn“. Enn man ég eftir manni af Berufjarðarströnd, er stundum sagði öm í stað- inn fyrir um, en það var langt ö. Mér hefur komið til hug- ar, að verið gæti, að menn, er væru flámæltir, segðu t. d. sker fyrir skyr, mundu ef til vill stundum setja e inn í orðmyndir með stuttu i, segðu kannske skers í stað skyrs. 'Én myndir þær, er Björn nefnir til dæmis um „flámælt“ stutt hljóð, eru ekki af þessu tagi.1) 1) í sambandi við þetta vildi eg gjarna svara neðanmálsgrein Björns á bls. 113: „Stefán gerir ávallt ráð fyrir, að löngu sér- hljóðin ein flámælist. En þetta er auðvitað rangt. í úrlausnum barn- anna í landsprófinu 1934 ber mik- ið á flámæli í stuttu hljóðunum.“ Dæmi: berjaður fyrir byrjaður, hildur fyrir heldur o. s. frv. Ég mundi segja, að ritháttur stuttu hljóðanna hér bæri vott um, að börnin væru flámælt á þeim löngu, öldungis eins og Björn skýrir svo skilmerkilega á bls. 109, því að þó að ég rengi Björn ekki um það að hafa fundið flámæli (í tali) í stuttu hljóðunum, þá mundi ég aldrei að óheyrðu treysta því, að berjaður og hildur væru framburðarmyndir, hvað oft sem skrifað væri. Eins og sakir standa með löngu hljóðin, þá er ekki hægt að taka rangan rithátt ó stuttu hljóðun- um til vitnis um flámæli í þeim. Hér verður heyrnin ein að skera úr — lestur og tal, en ekki skrift. Á bls. 108 segir Björn neðan- máls: „Venjulega er talað um flá- mæli í ritim engu síður en í tali. — Verður þessari mólvenju hald- ið hér.“ Heldur kann ég illa við þessa málvenju, ef hún á að þýða það, að send flómælist í sind o. s. frv. Þetta mun vera kennaramál. Ég hef aldrei notað það. Og mér er grunur á, að Björn mundi ekki hafa gkrifað neðanmálsgreinina á bls. 113, ef hann hefði notað flá- mæli aðeins um tal, eins og ég hef gert. Það, sem þetta fyrsta bindi af mállýzkurannsóknunum færir auk þess, sem nú hefur verið sagt, er í fyrsta lagi lýsing á rannsóknaraðferð-, um Björns og í öðru lagi lýs-, ing á lokhljóðunum p, t, k > b, d, g og útbreiðslu þeirra, um landið. Um aðferðir Björns er það fljótsagt, að þær munu alvegl vera einstæðar í sögu mál- fræðinnar fyrir nákvæmni sakir. Á bls. 97-98 skýrir hann frá því, að hann hafi athugað allt að því 10.000 manns eða 12. hvern mann á landinu! Sænski hljóðfræðingurinn Olof Gjerdman rannsakaði um 90 manns í 8 borgum, áð- ur en hann skrifaði Studier över de sörmldndska stads- malens kvalitativa Ijudlara | (1918-1927), en hann nefn- ir ekki einu sinni fólksf jöld- ann í þessum borgum. Ég þóttist gera vel, er ég notaði framburð um 70 manns til að ákveða mállýzkumörk á Austurlandi. Til samanburð- ar má nefna, að Linguistic Atlas of America, sem nú^ er að koma út og á að sýna mál- lýzkur í Bandaríkjunum (og Canada), á að byggjast á framburði 800 vel valdra manna! Það er ekki nema sjálfsagt, að Björn nái ná- kvæmari niðurstöðum með svo víðtækum aðferðum, ekki sízt vegna þess, að hann hef- ur líka beitt margvíslegum ráðum til að fá framburðinn fram: látið menn skrifa og lesa, auk þess sem hann hef- ur spurt menn beinlínis um framburð og hlerað eftir framburði í viðtali. Er mat Björns á þessum 4 aðferðum mjög lærdómsríkt, og er lít- ill vafi á, að honum hefur tekizt að ná betri niðurstöð- um með því að nota þær all- ar. Til dæmis er líklegt, að hann hafi uppgötvað all- marga málblendinga á Aust- urlandi með ritunaraðferð- inni, er mér sást nærri alveg yfir 1930 með viðtalsaðferð- inni. Þó má gera ráð fyrir því, að málblendingar hafi verið hlutfajlslega mun fferri í hópi þeim, er .ég hleraði, vegna þess að það var 10 ár- um áður og mest fullorðið fólk. Það, sem eftir er bindisins, fjallar mest um harðmæli og linmæli í framburði hljóð- anna p, t, k, Allir vita, að p, t, k er norðlenzki framburð- urinn, en b, d, g hinn sunn- lenzki, en Björn sýnir út- breiðsluna eins og hún er í öllum sínum breytileik. Lin- Framh. á bls. 8 H.s. „Gudrun ' fer frá Antwerpen 13. marz og frá Hull 20. marz, í stað e.s. „Lublin“. h.„LUBLir fer frá Antwerpen 27. marz og. frá Hull 3. apríl. H.f. Eimskipafjel. ísiands Góð gleraugu eru fyrir j öllu. Afgreiðum flest gleraugna recept og gerum við gler- augu. • Augun Jþjer hvilið með gleraugum frá TÝLI H. F. Austurstræti 20. Ljósastöð 5 kw. dieselljósastöð fyrir 110 volta jafn- | straum fyrirliggjandi. UMBOÐS- OG RAFTÆKJAVERSLUN ÍSLANDS Hafnarstræti 17. Sími 6439. Iðnaðarpláss óskast Okkur vantar húsnæði fyrir rakarastofu 14. maí. — Þeir sem kynnu hafa húsnæði fyr- ir þessháttar iðnað gjöri svo vel og tala við okkur sem fyrst. O. Nielsen og Guðm. Guðgeirsson, rakarar., Ingólfsstræti 3. Rakarastofan. Amerískir og enskir samkvæmis og eftirmiðdagskjólar verða seldir í dag á innkaupsverði. ÍCjömóóon &T* (Co. Laugaveg 48. Sími 7530 Sófi og tveir stólar Alstoppað með útskornum örmum og fallegu áklæði til sölu. Einnig armstólar tvær tegund ir og ottomanar. BÓL STRUNARVINNU STOFAN Skólabrú 2 við Kirkjutorg. % Stúlku helst eitthvað vana karlmannafatasaumi vantar okkur strax. Upplýsingar hjá klæð- f skeranum. JJ.f. Jöt Vesturgötu 17, 3. hæð. ACGIVSIM, ERGULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.