Morgunblaðið - 05.03.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.03.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ •Miðvikudagur 5. mars 1947 Henrik Kauíímann og störf hans á styrjaldarárunum í RÆÐU þeirri, sem C. Brun, sendiherra Dana, flutti á fundi Dansk íslenska fjelagsins s.l. föstudagskvöld ræddi hann fyrst og fremst um Henrik Kauffmann, sendiherra Dana í Washington og þýðingu starfs hans á styrjaldarárunum. í upphafi máls síns talaði sendiherranrt alment um mót- stöðuhreyfingu dönsku þjóðar- innar gegn þýska hernámslið- inu. Starf Kauffmans og ann- ara frjálsra Ðana hefði undir- búið grundvöll þessarar mót- stöðu. Fórust honum orð m.a. á þessa leið: Sendiherra í Róm og Kína Kauffmann hafði frá æsku- sýnt að hann var sjerstaklega góðum gáfum gæddur. Hann var aðeins 33 ára gamall þegar honum var veitt fyrsta sendi- herrastaða sín í Róm. Eftir nokurra ára skemtilega dvöl þar var hann sendur til Pek- ihg. Þar ferðaðist hann mikið um innri hluta landsins, lærði fljótt kínversku og vann sjer álit meðal þjóðarinnar, sem kom sjer vel fyrir Dani, sem eiga þar verulegra hagsmuna að gæta. í Kína vöru þá um það bil 800 Danir. Árið 193? fjekk Kauffmann fyrsta stóra verkefni sitt á sviði utanríkisstjórnmálanna. Danmörk og Noregur deildu um Grænland. En menn vildu koma í veg fyrir að þær deilur leiddu til varanlegrar beiskju. Dr. Munch sendi Kauffmann iil Oslo til þess að vinna að sáttum. Það verk tókst framar öllum vonum. Jeg hefi einnig heyrt frá því sagt er Kauffmann talaði við Holberg-hátíðahöld í Bergen. Enda þótt Noregur og Danmörk ættu ekki að þurfa að deila um Holberg hefur þó oft verið kritur út úr því, hvorri þjóð- inni hann tilþeyrði og jeg hygg að báðar þjóðirnar eigi jafna sök á honum. En Kauffmann hjelt ræðuna í Bergen og á þann hátt að Norðmenn og Danir voru jafn hrifnir af henni. Og það var ekki Ijett verk. Þetta var þá maðurinn, sem ör. Munch hafði valið ^ hina þýðingarmiklu stöðu í Was- hington. Og það var mikið lán að það skyldi vera hann. Sendi herra fær sjaldan tækifæri til þes^ áð koma fram upp á eigði spýtur og reka sjálfstæða stjórnarstefnu. En Kauffmann fjékk samt tækifærf til þess og þar með meiri möguleika en nokkur annar danskur sendi- herra til þess að gera landi sínu gagn. Og hann var hlutverki sínu vaxinn. Hernám Danmcrkur Frjettirnar um að þýski her- inn hefði kl. 4 að morgni 9. apríl 1940 ráðist inn í Dan- mörku, höfðu borist til Was- hihgton þegar kl. 1 um nótt- iná. Þetta lítur einkennilega út en skýringin liggur í hinum 6 klgt. tímamismun. Kauffmann var á ferðalagi í Ur ræðu C. Brun, sendi- herra Dana í Dansk- * Islenska C. Brun. Virginíu. Hann flýtti sjer til Washington ög kallaði blaða- menn þegar til sín. Yfirlýsing hans var á þessa leið: „Jeg kom til Bandaríkjanna til þess að vera fulltrúi kon- ungs míns og frjálsrar Dan- merkur. Sem fulltrúi Danakon ungs, skipaður á löglegan og frjálsan hátt, mun jeg halda áfram að berjast fyrir einu markmiði: uppbyggingu frjálsr ar og sjálfstæðrar Danmerk- ur“. Þetta var fyrsti Ijósgeislinn í því náttmyrkri, sem nú grúfði yfir Danmörku. Hugsun Kauffmans var þessi: Á meðan danska stjórnin get ur aðeins unnið undir þvingun geta þeir sendiherrar hennar, sem eru utan áhrifasvæðis Hitlers, ekki verið skilyrðis- laust skuldbundnir til þess að framkvæma þær skipanir, sem þeir fá frá henni. Þeir hljóta að hafa leyfi til þess að meta, hvort fyrirskipanirnar túlki hinn frjálsa vilja dönsku stjórn arinnar eða hvort þær eiga rætur sínar að rekja til þýskr- ar nauðungar. Þegar þannig er ástatt ber ekki að fylgja þeim. Leiga Grænlands Þessu næst ræddi Brun sendiherra ýmsar ráðstafanir Kauffmans m.a. þá ákvörðun hans að leigja Bandaríkjunum herstöðvar á Grænlandi. En um það gerði hann samning við Bandaríkjastjórn 9. apríl 1941. Afleiðingin varð sú að danska stjórnin vjek Kauffmann úr embætti, en hann neitaði að við urkenna að ríkisstjórn, sem væri undir þvingun, hefði vald til þess að víkja honum úr stöðu hans. Sömu afstöðu tók stjórn Bandaríkjanna, hún við urkendi Kauffmann áfram og lýst'i því yfir að hún myndi ekki semja við neinn nema hann. Þúsundir símskeyta frá Dön um úm allan heim bárust fjelaginu Kauffmann. Þegar honum var vikið úr sendiherrastöðunni og neitaði að skeyta uppsögninni, spurði hann ræðismenn sína, sem voru 35—40, hvort' þeir vildu fylgja honum. Ef þeir vildu það ekki væri hann knúð ur til þess að víkja þeim frá störfum. Þeir tóku allir afstöðu með honum að tveimur undan- teknum. ■ En hvernig gat Kauffmann haldið starfinu áfram þegar hann fjekk ekki lengur fje frá Kaupmannahöfn? Það var ofur einfalt mál. Bandaríkjastjórn viðurkendi rjett hans eins til að ráðstafa öllum rjettindwm Dan merkur í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mótmæli frá Kaup- mannahöfn hafði hann þannig til umráða 13 milj dollara, sem Danmörk átti í Bandaríkjun- um, þar af hluta af gullforða landsins. Við þetta bættust svo tekjurnar af Grænlandi, sem voru á þessum árum allháar vegna hins háa verðlags á kryoliti til aluminíumfram- leiðslu. í lok ræðu sinnar komst Brun sendiherra þannig að orði: Kauffmann hdfði á þessum árum sjerstaka aðstöðu í Wash ington. Það var honum mikill stuðningur að Innn naut óskor- aðs trausts Roosevelt forseta og Cordell Hulls utanríkisráðherra. í Englandi átti hann einnig miklu trausti að fagna. En það var ekki aðeins Kauff mann, sem naut viðurkenning- ar. Það var að miklu levti hon- um að þakka að stóll Danmerk- ur stóð ekki auður þegar sátt- máli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur í júlí 1945. Við fengum okkar rúm þar viður- kennt af Bandamönnum. Kauffmann er hugsjónamkð- ur í utanríkisþjónustu sinni, þess vegna er svo ánægjulegt að vinna undir stjórn hans. Hon- um er það ekki aðalatriðið, hvað er hagkvæmast að gera við ákveðnar aðstæður. Það, sem hann lítur á, er hvað krefst heiðurs vor rjett- lætiskennd og arengskapur, að vjer gerum? Þannig vann hann árin 1940 —1945. Og pað er viðurkent af Danmörku, þegar hún var orðin frjáls þegar hann var gerður að ráðherra, án sjerstakrar stjórn- ardeildar í stjórn þeirri, sem mynduð var 5. maí 1945. Hann varð ekki utanríkisráðherra. Heima í Danmörku höfðu menn þá ekki öðlast fullkom- inn skilning á þýðingu starfs hans. Sjálfum varð honum það aðeins Ijettir, því valdafíkinn er hann ekki. Hann fór á skíði, þegar hann gat komið því við * Framh. á bls. 11 Bræðslusíldaraflinn rúml. 71 þús. mái. -------- ‘ 1 -VerðmætL hans eruum 3,2 milj. FRÁ ÞVÍ að síldveiðiflotinn byrjaðf að veiða síld til bræðslu á Siglufirði þar til í fyrrakvöld, hafði flotinn aflað alls 70.080 mál. Síðan hefir lítilsháttar bæst við og í gærkvöldi var talið að um 1100 mál síldar biðu flutnings norður til Siglufjarðar. Er því bræðslusíldaraflinn kominn upp í rúmlega 71 þús. mál. í gær voru allmörg skip að® veiðum, en bæði veður og kuldi hömluðu. Sjómenn telja þó, að enn muni vera síld, en ekki sje gott að segja ákveðið um það' fyr en veðuí lægir. Með flutningaskipum rúm 60 þúsund mál. Svo sem kunnugt er, hafa nær öll síldveiðiskipin selt afla sinn í flutningaskip og hafa þau alls flutt norður til bræðslu 60.196 ipál síldar. Aflahæsta skipið í flotanum er Andvari frá Reykjavík með 8636 mál, næst er Victoria með 8,600. Afli einstakra skipa er lagt hafa afla sinn í flutninga- skip er sem hjer segir: Hafborg með 2312 mál, Nanna 2003. Hvít á með 2604 mál, Hafdís með 373, Mars 1127, Fylkir 90, Már 367, Dagný 75, Anglia 1747, Reynir 595, Bjarki 2599, Arin- björn 1315, 4.ðalbjörg 444, Meta 539, Sævar 179, Dagsbrún 1643, Gunnar Hámundarson 51, Guð- ný 170, íslendingur 478, Skóga- foss 50, Guomundur Þorlákur 69, Ilrönn 78, Ágúst Þórarins- son 2750, Skógafoss Ve 320 87, Gísli Johnsen 56, Sidon 87, Garðar 3288, Vonon Ve 113, 292, lv. Jökull 2851, Fagriklett- ur 5860, Ingólfur Arnarson 62, Gylfi 1403, Dóra 2130, Geir 637, Richard 1638, Álsey 2572, fs- lendingur RE 73, 302 og Svanur 208 mál síldar. Með eigin afla. Níu skip sem stundað hafa veiðar, hafa flutt afla sinn sjálf til bræðslu á Slglufirði. Samt. eru það um 9884 mál, sem þessi skip hafa flutt. Þau eru þessi: Bjarki 2250 mál. Er því heildar afli skipsins 4849 mál. Lv. Jök- ull 1212 og hefir því aflað 4063 mál. íslendingur RE 73 964, heildarafli því 1266, Fagriklett- ur með 560 mál, því samtals 6420 mál. Álsey hefir flutt 1054 mál, Akraborg 400, Eldborgin 1666, Rifsnes 700 mál, og Siglu- nes 1078 mál. Sæfell frá Vestmannaeyjum, sem hlektist á um síðustu helgi, liggur enn inni á Beruvík og bíður þar veðurs. Tekist hefir að rjetta skipið alveg við. FRJETTARITARI vor á Raufarhöfn hefir símað, að þorskafli hafi veiýð þar óvenju mikill á þessum tíma árs. Afli bátanna hefir verið eins og best veiðist á sumarvertíð. Að jafnaði hcfir aflast Y2 skippund á bjóð (320 önglar). Frá Dómkirkjunni ÞEIR SEM fram hjá Dóm- kirkjunni ganga á sumrin og sjá skrúðgarðinn fagra um- hverfis kirkj'una og þeir sem í kirkjuna koma til messugerða og annara helgiathafna og sjá þar ýmislega prýði, svo sem lif andi blómin í kirkjunni allan ársins hring, sjá til hvers kon- urnar í Kirkjunefnd kvenna í Dómkirkjusöfnuðnium stárfa. Á morgun, fimtudag, halda konurnar hinn árlega bazar sinn í húsi KFUM og K, en hann hefst kl. 4. Verður þar margt góðra og gagnlegra muna selt með vægu verði, fallega gerðir hlutir til gagna og prýði, sem margar húsmæð- ur munu sækjast eftir, svo lít- ill tími sem víða er nú í heim- ilunum til slíkrar vinnu. Konurnar í kirkjunefndinn! vinna gott verk en þær heita einnig á annarra hjálp og biðja þær konur sem vilja styðja þæt| að koma gjöfum sínum í hús KFUM og K í dag eftir kl. 2. Bazarinn, sem hefst kl. 4 á morgun, verður vafalaust fjöl-* sóttur, því að þar verður hægt að gera það tvent í senn, að styðja gott málefni og styðja jafnframt eigin hag. Jón Auðuns. -----—-------- -J .Freyja' meS þrjé hákaria LÍNUVEIÐARINN Freyjai frá Reykjavík, sem stundax) hákarlaveiði ' í Jökuldjúpinu, liefir fengið 3 hákarla, allií, vel vænir og að sama skapl lifraðir. Þar um slóðir hefir vcrið vonsku veður síðustu dægun og hefir veiðin gengið ver en; skyldi. | Norskt skip strandar viS írland 1 I London í gærkvöldi. NORSKA flutningaskipið Bolivar sendi í dag frá sjeu eftirfarandi neyðarkall: „Skip; ið að brotna í tvent — áhöfni in að yfir'gefa það“. Áður hafði borist tilkynn- ing frá Bolivar um að það hefði strandað skamt frá Dublin og þyrfti tafarlausrar aðstoðar vfð. Dj'áttarbátur er nú á leið- inni til skipsins og verður væntanlega kominn á strandf- staðinn um miðnætti í kvöld, Bolivar er 5200 tonn. — Reuter. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.