Morgunblaðið - 05.03.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.03.1947, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 5. mars 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utan-lands. f lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Fiskvinsla SJÁVARÚTVEGURINN er sú atvinnugrein íslendinga, sem þjóðarbúskapurinn hvílir að mestu leyti á. Um þetta getur enginn ágreiningur risið, svo augljóst er þetta. Sú stefna fyrverandi ríkisstjórnar, að leggja höfuð- áherslu á eflingu sjávarútvegsins var því tvímælalaust rjett. Þetta var gert með nýsköpuninni. Hin nýju, stór- virku fiskiskiperu nú sem óðast að koma til landsins. — Næstu mánuðina koma þau hvert af öðru. Þeir, sem sjeð hafa „Ingólf Arnarson", fyrsta nýsköpunartogarann, liúka upp einum rómi um ágæti þessa skips. Þegar allir togararnir, 32 talsins eru komnir til landsins, verður þetta tvímælalaust fullkomnasti og glæsilegasti-fiskiskipaflot- inn, sem íslenska þjóðin hefir nokkru sinni eignast. Hvar stæði íslenska þjóðin í dag, ef hún hefði ekki borið gæfu til að verja meginhluta þess fjármagns, sem henni áskotnaðist á stríðsárunum, til kaupa á nýjum og full- komnum framleiðslutækjum? Hver einstaklingur ætti að íhuga þessa spurningu, því vissulega væri þjóðin illa stödd í dag, ef ekki hefði verið horfið að þessu ráði. En þess megum við þá einnig minnast, að til voru ölf í landinu, sem reyndu öll hugsanleg ráð til þess að koma ný- sköjuninni fyrir kattarnef. En þessi afturhaldsöfl fengu engu áorkað, og þessvegna getum við fagnað komu nýrra skipa næstu mánuðina. * Einn þáttur nýsköpunarinnar yar sá, að búa þannig í haginn fyrir útgerðina, að úr framleiðslunni sjeu unnar sem verðmætastar og útgengilegastar söluvörur í landinu sjálfu. Mönnum er það ljóst orðið, að öryggi og afkomu útgerðarinnar er þá fyrst borgið, að til sjeu í landinu sem fullkomnust tæki til þess að vinna góða og fjölbreytta vöru úr óllum aflanum. Að þessu hefir verið stefnt í síldarútveginum með á- gætum árangri. Að þessu er einnig stefnt með hinu glæsi- lega Fiskiðjuveri ríkisins, sem reist hefir verið við Granda garðinn hjer í Reykjavík og sem er í þann veginn að hefja starfrækslu. Bygging þessa nýja Fiskiðjuvers er ekki að fullu lokið, en þegar það er tilbúið, verður það eitt fullkomnasta fisk- iðjuver á Norðurlöndum. Fiskiðjuverið við Grandagarð er 18 þúsund rúmmetrar að stærð. Er það því eitt af stærstu húsum landsins. Þegar verksmiðjan fer að vinna af fullum krafti, mun hún geta fryst um 60 lestir af fiski á 15 klukkustundum. Verksmiðj- an getur geymt 1500 lestir af frystum fiski, og framleitt 45 lestir af ís, en ísgeymslur munu rúma 200 lestir af fiski. I Fiskiðjuverinu verða einnig hinar fullkomnustu vjel- ar til niðursuðu. Þegar allar vjelar eru komnar verður hægt að sjóða niður 25 þúsund dósir á dag. Verður þá í verksmiðjunni dósalokunarvjel, sem lokar 60 dósum á mínútu. * . Með þessu Fiskiðjuveri ríkisins við Grandagarð er stigið myndarlegt spor í þá átt, að tryggja sem best vinslu sjáv- sraflans og gera vöruna fjölbreytta og útgengilega. Á Fiskimálanefnd, sem staðið hefir fynr þessum fram- kvæmdum, þakkir skilið fyrir að hafa komið þessu nytja- máli í höfn. Þar naut húnaðstoðar og ráða sjerfróðs manns, dr. Jakobs Sigurðssonar, sem ráðinn er fram- kvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis. Hann mun hafa ráðið því, að svo myndarlega var af stað farið, sem raun er á. Er sú stefna tvímælalaust'rjett. Slíkt fyrirtæki, sem þetta verður að byggja afkomu sína á vjelanotkun fyrst og fremst. Því stærra og fullkomnara sem fyrirtækið er, því meiri líkur fyrir góðri f járhagsafkomu fyrirtækisins. Þetta er í fyrsta skifti hjer á landi, sem ráðist er í stór- iðnað á þessu svíði. Þær óskir fylgja hinu nýja Fiskiðjuveri við Grandagarð, að því megi yel farnast, og að skamt verði að bíða þess, að fleiri rísi upp annarsstaðar á landinu. [Jíkuerii óhritar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Eftirákröfur símans í 15 ár GUÐMUNDUR HIÍÐDAL, póst- og símamálastjóri hefur sent „Daglega lífinu" greinar- korn út af umræðum um eftir- kröfur símans, sem flestir eru óánægðir með. Þar er þess get- ið m.a. að þessi óhæfa með eft- irásímagjöldin hafi viðgengist í 15 ár og sýnist því tími til kominn að hætta þessu órjett- læti. En hjer kemur grein póst og símamálastjóra (Fyrirsagn- ir eru ekki frá brjefritara): „Síðan símgjöldin við sjálf- virku stöðina í Reykjavík og Hafnarfirði voru hækkuð frá síðustu áramótum að telja, hafa komið fram ýmsar óá- nægjuraddir út af því, að um- fram-símtalagjaldið skuli vera miðað við umfram-símtala- fjöldann eins og hann var í síð asta ársfjórðungi á undan. Hafa sumir viljað draga í efa, að ákvæði þetta fái staðist laga- lega. Um það skal jeg ekki dæma, til þess brestur mig lög- fræðilegan lærdóm og þekk- ingu. Hinsvegar vil jeg leyfa mjer að benda á, að umrætt ákvæði hefur haldist óbreytt í gjaldskrá sjálfvirku stöðvar- innar frá,því fyrsta að stöðin tók til starfa fyrir tæpum 15 árum síðan, en fyrsta gjald- skráin var sett af Magnúsi sál- uga Guðmundssyni, þáverandi atvinnu- og samgöngumálaráð herra, sem þófti gætinn og góð ur lögfræðingur. • „Afburða skýr ráðherra" „NÚVERANDI samgöngu- málaráðherra, sem talinn er af burða-skýr maður, taldi held- ur ekkert athugavert við þetra ákvæði, er jeg við staðfestingu gjaldskrárinnar nýju benti honum á að það gæti, ef til viil, valdið óánægju. Benti jeg hon um þá hinsvegar á, að hjer er um ársfjórðungslega fyrirframj greiðslu að ræða, og það ætci hver símnotandi að vita og hafa hugfast á hverjum tíma, að þessi hluti síma-afnotagjalds- hans (þ.e. umfram símagjald- ið) ætti í næst-næsta ársfjórð- ungi að miðast við umfram- símtalafjölda hans í líðandi árs fjórðungi og væri háður því gjaldi, er ráðherra þá ákvæði, ef gjaldbreyting yrði. • Enginn rumskar í 15 ár „HEFUR mjer vitanlega eng inu haft nokkuð við þetta á- kvæði að athuga fyrr en nú, og hefur þó gjöldunum tvívegis áður verið breytt til hækkunar, bæði 1943 og um áramótin 1944/45. Breytist gjöldin til lækkunar, verkar ákvæðið eins og það væri símnotandanum í hag, en haldist gjöldin lengi óbreytt, verkar það eins og um eftirágreiðslu væri að ræða. Samkvæmt því sem bæjar- símstjórinn í Reykjavík skýrir mjer frá, hefur framkvæmd þessa atriðs verið hagað sem hjer segir: Nýr símnotandi greiðir ekkert umfram-símtala gjald fyrstu tvo ársfjórðung- ana eftir að hann £ær símann, heldur aðeins fastagjaldið, en í þriðja ársfjórðungi er honum svo gert að greiða umfram-sím talagjald miðað við töluna í fyrsta ársfjórðungi, sem hann hafði símann. Er þetta svo, vegna þess að við lok hvers árs fjórðungs þarf að lesa af sím- talateljurunum og síðan í næsta ársfjórðungi að skrifa og úndirbúa reikingana, sem sendir eru út við upphaf næst- næsta ársfjórðungs. Guðmundur Hlíðdal". Enn um grænmeti og skrautblóm INGIMAR Sigurðsson í Hvera gerði skrifar eftirfarandi um ræktun grænmetis og skraut- blóma og eru margar fróðlegar upplýsingar í brjefi hans: Kæri Víkverji! I sambandi við klausu yðar í Mbl. s.l. laugardag um skraut blóm og grænmeti vil jeg leyfa mjer að benda yður á eftirfar- andi staðreyndir: I nágrenni Reykjavíkur eru ca. 50 þús. ferm. af gróðurhús- um en aðeins ræktuð blóm í ca. 14 þús. ferm. eða. um 28% af gróðurhúsunum. Reykvíkingar eru duglegir að borða grænmeti, þessa fáu mánuði, sem við getum haft það á boðstólum, en vonandi getum við bætt úr þessu í ná- inni framtíð með því að byggja stærri og hagkvæmari gróður- hús og geyma grænmetið hrað fryst svo hægt sje að hafa nýtt grænmeti alt árið, og nú er ver ið að reisa eitt slíkt hraðfrysti- hús í Hveragerði, sem vonandi getur tekið til starfa á þessu ári og þannig bætt úr brýnni þörf. • Markið sett hátt „ÞJER gefið í skyn að blóm sjeu hjer dýr. Æskilegt væri að hægt væri að selja þau ó- dýrar, bæði fyrir kaupendur og seljendur, en samkvæmt nýj ustu skýrslum, sem jeg hef sjeð um blómamarkaðinn í ná- grannalöndunum, eru blóm hlutfallslega ódýrust í Reykja vík og er mjer óhætt að full- yrða að gæði og frágangur vörunnar hjer er fyllilega sam bærilegur. Gróðurhúsaræktun á íslandi er varla 20 ára gömul, sem at- vinnugrein. Við eigum því eft- ir margt að læra og margt að gera áður en við getum full- nægt kröfum neytendanna, en jeg vona og veit að í framtíð- inni getum við fullnægt kröf- unum bæði með grænmeti og blóm hvað verð og gæði snertir. MEÐAL ANNARA ORDA Á S.L. sumri voru liðin 50 ár frá því að gáta beri-beri sjúkdómsins var leyst. En um leið var opnuð leiðin til þess að menn gætu kynst fjörefnun um og hagnýtt sjer þá þekk- ingu. Fyrir 50 árum vissi eng- inn neitt um það, að í náttúr- unni væru þessi undraefni, sem geta gerbreytt heilsu manna og líðan allri. Lengi vel voru flestir van- trúaðir á alt talið um fjörefn- in, og að þau væru nauðsynleg í fæðu manna. Þá þótti það nóg, að menn hefðu kröítugan og næringarmikinn mat, með kol- vetnum, fitu og eggjahvítu. Og þar með búið. Fangalæknir á Jövu Þangað til læknir einn hol- lenskur að ætt er hjet C. Ejk- mann kom til sögunnar. Beri- beri sjúkdómurinn hafði verið ákaflega skæður í Austur- álfu. Fólkið hrundi niður úr sjúkdómi þessum. Menn hjeldu að hann væri smitandi. Leitað var að sóttkveikjunni með öll- um ráðum. Það var greinilegt að sjúkdórhurinn gerði mejri usla í þjettbýli, en á afskektum stöðum. Þetta styrkti menn í Áfmæli fjörefnanna trúnni á að um smitun væri að ræða. Ejkmann var fangalæknir á Jövu. Beri-beri sjúkdómurinn var svo skæður meðal fang- anna, að það þótti að heita mátti banatilræði við hvern sem var, að dæma hann í 3 mánaða fangelsisvist. Ejkmann varð þess var, að það voru ekki fangarnir einir sem liðu af sjúkdómi þessum, heldur einn ig hænsnin í fangelsinu. Ekk- ert var sameiginlegt með kjör- um fanganna og hænsnanna, annað en það, að hænsnin fengu hrísgrjón eins og þeir. Hrísgrjónin Síðan gerði hann fóðrunar- tilraunir, með hænsnin, þang- að til hann fann, að þegar þau fengu hrísgrjónin heil, þá veiktust þau ekki. Þetta varð til þess að hinn athuguli vís- indamaður fann að rjett væri að gefa því meiri gaum, en eert hafði verið, hvernig fæð- an væri samsett. Allmörgum árum seinna fann vísindamað- urinn Funk efni það, sem var í hv«i hrísgrjónanna, sem varn nr htrí. pð mcnn og skepnur fái beri-beri. Hann táldi' að efni þetta tilheyrði efnaflokki þeim sem kölluð eru aminefni. Þess vegna fjekk þetta dularfulla efni nafnið „vitamin", sem táknar líf-amin. Eftir að vita- minin urðu fleiri,' og menn vissu medra um efnasamsetn- ingu þeirra, var hið upprhna- lega nafn látið halda sjer. 'Lækning á skyrbjúg Það var norski prófessorinn Holst, sem fann meðaljð við hinum illræmda skyrbjúg. •— Hann fann að efni þetta var í grænmeti og ávöxtum, en skyr bjúginn fengu menn er þeir fengu of lítið af nýmeti. Efni þetta kallaði Holst c-vitamin. Það er kvikult mjög, þolir ekki suðu, eða tapast þegar matvar- an geymist. Það þótti því mikil tíðindi og góð, þegar hægt var að frafnleiða C-vitamin efna- fræðilega, hina svonefndu as- corbin-?sýru. i Trúin á fjörefnin Fyrir fáum árum heyrðust oft raddir um það, að alt þetta fjörefnatal væri meiri og minni vitieysa. Fólkið hefði svo fem lifað góðu lífi í gúmla daga, án þess að vita nokkurn skapaðjm Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.