Morgunblaðið - 05.03.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.03.1947, Blaðsíða 10
10 ^mfÞ MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagui* 5. mars 1947, -wþ—íh^h—¦¦ n w**"«—«¦ u n—«—n«|i Á HEIMILI ANNARAR £fa vanovi a Lj. (L>oerhart JL.iui — UH------iíii—«ij—,»rt------«¦------¦¦—m------»¦— ¦«—ob------ii. 4. dagur „Corneliu frænku líður nú miklu betur. Jeg ætla að fara til Tims". Hún fann að Richard ^eit snögt á sig, en svo sneri hann sjer við og horfði í eldinn. Það varð hljótt í húsinu — húsinu hennar Alice. Cornelia sat í litlu herbergi upp á lofti, þar sem hún hafði yerið þegar hún var lítið barn, og hlustaði nú á útvarpið. Tækið stóð rjett hjá rúminu hennar og herberg ishurðin var lokuð. Þjónustu- fólk Alice var einhvers staðar frammi við. Barton gat komið inn á hverri stundu til þess að draga tjöldin fyrir gluggana og bæta á arininn. Um leið kom hann með póstinn á silf- urbakka. Er það ekki éinkennilegt að eftir fáa mánuði skuli manni geta þótt vænt um eitthvert hús og alla hússiðu? Og mann .... Hvernig byrjar ástin? Hvernig kemur hún? Kemur hún alt í einu eins og flóð, eða kemur hún smátt og smátt, eins og litlir lækir, sem safn- ast saman í stóra á áður en nokkur veit af og enginn getur ráðið við? Myra vissi alveg hvenær þetta kom yfir hana. En það var ekkert skáldlegt við það. Hún hafði verið að bursta á sjer tennurnar. Meðan hún var að því var hún að hugsa um morgundaginn og fann að hún hlakkaði til hans. Þetta var eins og jólin þegar jeg var lít- il, hafði hún hugsað. Hvers vegna hlakka jeg til? Og svar- ið kom án þess að hún vissi af: Það var vegna þess að jeg elska Richard. Þannig kom það yfir hana alveg óvænt. Hún hafði hætt að bursta tennurnar og leit í spegil. Þar sá hún sig með ógreitt hár, skift í miðju, gljáandi í framan eftir sápu- þvott og með tannsmyrsl á vörunum. Og hún hugsaði: Þetta getur ekki verið satt. En það var satt. Og hún fann að þetta mátti ekki viðgangast, hún varð að kæfa þessa tílfinningu í fæð- ingunni. Það var hægar sagt en gert, því að þetta magnað- ist með degi hverjum. Richard hafði setið þögull. Nú sagði hann: „Þú brosir". Brosti hún? Já, að sinni eigin heimsku, að sínum eigin tilfinningum. „Myra vertu kyr hjá okkur". Hún hafði ekki búist við þessu, svo að hún svaraði hvat skeytíega: „Nei, jeg get það ekki". „Hvers vegna?" • „Jeg sagði þjer það áðan. Jeg þarf að fara til Tims. Corne- lia frænka hefur gert meira fyrir mig.en jeg get nokkurn tíma endurgoldið". Hann þagði um stund. Svo mælti hann: „Þetta er eitthvað skrítið. Corneliu frænku þykir ákaf- lega vænt um þig og hún þarf á þjer að halda. Og jeg . . ." Hann þagnaði og starði inn í eldinn. Hvað hafði hann ætlað að segja? „Og jeg má ekki missa •Jta—— nit—flii—— "i—— M——n:i—-«n------nn—-»»------in—— iw—-n«-»|# þig?" Ef hann hefði nú sagt það? ímyndunarafl hennar tók á rás. Ef hann hefði nú sagt: „Jeg má ekki missa þig — vertu kyr, ekki vegna Corne- liu, ekki til þess að sjá um húsið, ekki til þess að sitja svona hjá mjer á kvöldin, held ur vegna þess að jeg má ekki missa þig". En Richard lauk ekki við setninguna. Hann sagði: „Auðvitað lítur Cornelia frænka svo á, að þú eigir að ráða þínum gerðum. Hún sagði mjer það áðan". Myra svaraði: „Þú veist það, Richard, að Cornelia frænka hefur gert alt fyrir mig og Tim og að við stöndum í mikilli þakkar- skuld við hana. Þess vegha get ur það sýnst bera vott um van þakklæti að jeg yfirgef hana. Og jeg viðurkenni það Ric- hard. En jeg .... '., Hún hætti í miðju kafi, kom ekki orðum að því, sem" hún vildi segja. Og hvað vildi hún segja? Að hún hefði ástæðu til þess að fara? Ástæðú? Richard svaraði alvarlega: „Það er of náin vinátta milli ykkar Corneliu, ykkur þykir of vænt hvorri um aðra, að ekki er hægt að tala um þakk- lætisskuld. Hún hefur verið þjer sem móðir, og þú hefur verið henni sem góð dóttir. En ef þú ert viss um að Tim þurfi þín við, þá verðurðu auðvitað að fara. Hvenær ertu að hugsa um að skilja við okkur?" Þá var þessi þrautin unnin. En þegar svo var komið fanst henni það óskiljanlegt að hún skyldi hafa ráðist í þetta, að yfirgefa alt sem henni var kærast. Gat það verið, að hún sæti nú í seinasta sinn ásamt Richard þarna fyrir framan arininn? „Jeg fer á morgun", sagði hún. „A morgun? Þetta ber bráð- an að. Hefur nokkuð komið fyrir Tim?" sagði hann. „Nei, ekki svo jeg viti". „Mjer fanst hann eitthvað undarlegur þegar hann kom hjer seinast. Er það eitthvað á sálinni, einhverjar áhyggjur á jeg við? Máske fjárkröggur?" „Góði Richard, talaðu ekki svona. Jeg er viss um að hann hefði sagt mjer frá því ef svo væri". Hún bar gott traust til Tim. En hún varð þó að viðurkenna með sjálfri sjer að hann hafði verið eitthvað undarlegur þeg- ar hann kom þangað seinast, iá, altaf t síðan hann kom frá Kína. „Hann er þögulli nú en hann var áður", mælti hún ennfrem- ur. „En jeg veit ekki til að nein sjerstök ástæða sje þar á bak við. Hann mundi hafa sagt m.ier frá því. Jeg held að hann hafi breyst svona í stríðinu. En hann er ánægður með at- vinnu sína og einráðinn í því að duga sem best vegna þess að þú útvegaðir honum starf- ið". „Já, jeg er viss um að hann mun revnast vel", sagði Ric- hard. „Við skulum ekki hafa neinar áhyggjur út af honum". Hún leit þakkaraugum til hans, en hann leit ekki á hana og var mjög þungbúinn á svip. Það var víst vegna þess að tal- ið hafSi borist að Tim. Þá rifj- aðist upp það sem gerðist þeg- ar Tim var þar í heimfarar- leyfi. Timothy Lane hafði ver- ið vitni----------------------- Myra flýtti sjer að reyna að dreifa þessum áhyggjum hans. Hún sagði: „Jeg verð hjer í New York, og þið getið altaf náð í mig. Ef eitthvað gengur illa þá kem jeg aftur. Og auðvitað kem jeg oft að heimsækja Corneliu frænku". „Og mig líka, vona jeg", sagði Richard og hallaðist aftur á bak í stólinn. Þarna kom það. Þetta hafði hana langað til að heyra. Og þó var það sárt. Það hefði verið best að hann hefði ekki sagt það. Hve langan tíma tekur það að læknast af ást? Söknuður fylti hug hennar. Nú átti hún aldrei framar að fá að hlusta eftir dyninum í bíl Richards er hann kom heim. Aldrei framar að heyra það hvernig hundurinn hans fagnaði honum. Aldrei framar að heyra fótatak hans í and- dyrinu og óminn af samtali þeicra Bartons — og svo hvern ig hann gekk rösklega inn — inn í stofuna þar sem hún sat og beið eftir honum. Nú var því öllu lokið. Hún hafði tekið ákvörðun sína. Og það var eins og dauflegri svip- ur væri yfir herberginu, og eld urinn í arninum ekki jafn bjart ur og áður. Hún kreisti bríkina á stólnum og fann hvernig mjúkt silkið Ijet undan. Henni varð hugsað til Alice, sem hafði valið þetta silki — hina fögru Alice, með bjarta svipinn og gullna hárið. Út úr skugganum, þar sem Richard sat, kom rödd hans: „Er það vegna hússins hjerna — er það vegna þessa herberg is?" Þótt hún hefði verið að hugsa um Alice kom hlnni þetta al- gerlega á óvart og hún flýtti sjer að svara: ,,Nei, Richard, það er ekki þess vegna". „Þið Cornelia hafið nú verið svo lengi hjerna að jeg held að þið væruð hættar að hugsa um það. En sumir geta ekki látið það vera".' Sumir? Höfðu þeir þá líka horft á Kupido-líkneskið og hugsað um hvað það hafði sjeð og hvað það gæti sagt, ef það fengi mál? Sjerstaklega hvað bað gæti sagt. Enginn vissi það. En þetta var í fyrsta skifti sem Richard talaði óbeinlínis um Alice við hana. Hún flýtti sjer að segja: „Þetta er yndislegt herbergi. Alt húsið er yndislegt". Hann leit hornauga til henn- ar. „Það er ekki þess vegna að jeg hefi verið kyr hjer", sagði hann, stóð á fætur og gekk að arninum. Ef Loftur eetur það ekki — þá hver? Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROUGHS. 100. .,£ þeim ljóta.— og svo mikið var víst, að ekki mundi jeg leggja land undir fót og leita að honum, en eins og oft vill verða, rjeði jeg þessu ekki sjálfur, því brátt átti að því að koma, að jeg og Júbal hinn ljóti stæðum andspænis hvor öðrum. . |J*fl Þetta skeði á eftirfarandi hátt. Jeg hafði leitt Dían til baka eftir syllunni sömu leið og hún hafði komið, og leitaði að leið upp á brún klettabeltisins, því jeg vissi, að þá gætum' við komist að brún litla dalsins míns, en þar þóttist jeg þess fullviss, að við mundum finna einhverja leið til að komast niður í hann. Meðan við gengum eftir klettasyllunni, skýrði jeg Dían nákvæmlega frá því, hvernig hún gæti fundið helli minn, ef eitthvað skyldi koma fyrir mig. Jeg vissi sem var, að hún mundi úr allri hættu í dvalarstað mínum, og í dalnum mundi hún geta fundið nóg til að fleyta fram lífinu. Það var líka nokkur ólund í mjer, vegna framkomu hennar við mig. Hjarta mitt var harmi þrungið, og jeg vildi koma henni til að líða eins og mjer, með því að láta á mjer heyra, að eitthvað voðalegt kynni að koma fyrir mig — að sannast að segja gæti svo farið, að jeg yrði drepinn. En þetta hafði ekki hin minstu áhrif, eða að minnsta kosti fannst mjer það ekki. Dían ypti .aðeins hinum dásamlegu öxlum sínum, og sagði eitthvað á þá leið, að maður kæmist nú ekki svo auðveldlega út úr vand ræðum sínum. - <miW0$ Jeg þagði um stund. Jeg var eins og lúbarinn rakki. Og að hugsa sjer, að jeg skyldi tvívegis hafa varið hana árás- um — nú, og í seinna skiptið hætt lífi mínu til að bjarga henni. Það var óskiljanlegt, að jafnvel steinaldarstúlka gæti verið svona óþakklát — svona harðbrjósta, en ef til vill var hjarta hennar jafn steinrunnið og tímabil það, sem hún lifði á. Að lokum komum við að sprungu í klettaveggnum, sem vatnið frá sljettunni fyrir ofan, hafði víkkað og lengt. All erfitt var að klifra upp þarna, en að lokum stóðum' við á sljettlendinu, sem teýgði sig til aðal fjallabeltisins, er var í nokkurra mílna fjarlægð. Að baki okkur lá hið stóra innhaf. Dómarinn var í slæmu skapi, þegar hann kom heim, eins og vant var, og hann hafði alt út á matinn að setja. » * — Undarlegur maður ertu, sagði konan. Þú finnur mjer alt til foráttu, en þú hefur alt af afsakanir á reiðum höndum fyrir þjófa. og bófa, sem þú umgengst. * — Þjónn, sagði gesturinn fokvondur, þessi fiskur er alveg óætur. Jeg vil fá að tala við veitingamanninn sjálfan. — Það er ekki hægt, því mið ur, sagði þjónninn, því að hann skrapp yfir í veitingahúsið hjerna hinum megin við göt- una til þess að fá sjer að borða. • — Hvers vegna ertu með glóðarauga? — Manstu eftir konunni, sem átti manninn sinn í siglingum? — Já, en...... — Maðurinrí er kominn úr siglingunum. • Strákur kemur inn í búð. — „Jeg ætla að kaupa sápu", seg- ir hann, „en húh verður að hafa sterka lykt". „Vill mamma þín það", spurði búðarstúlkan. „Nei, en jeg vil það, því að ef mamma finnur sápulyktina af mjer, veit hún að jeg hefi þvegið mjer, og þá lætur hún mig ekki vera að þvo mjer aft- ur og aftur". ^ , — Frænka, sagðirðu ekki, að jeg mætti eiga tvær krónurn- ar, sem þú týndir, ef jeg fyndi þær? — Jú. ¦— Jæja, þá á jeg krónu hjá þjer, því að það var bara króna sem þú tapaðir. j IMMMMMIMl'MIIIIIMMMIIIMMMfllMMMtllllMlllltllMMIIIUI I 2 | Auglýsendur | | afhugið! | a8 ísafold og VBrSur «r | vinsælast& og fjðlbreytt- i asta blaSið i isveitum lands I ídm. — Kemur út einu iinnl í viku — 16 •Í8ur. uiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimniiiiiiniiiiiul

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.