Morgunblaðið - 05.03.1947, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 05.03.1947, Qupperneq 7
Miðvikudagur 5. mars 1947 MORGUNBLAÐIÐ 7 J7 Rauðu drottningarnar“ eru trompið í spilinu um örlðg Finnlands Norður-Finnland í janúar. í DAUFU tunglskini ók jeg yfir Torne ána og til Finn- lands snemma morguns einn kaldan vetrardag^ Tunglið var tæplega hálft og minnti á sigð- ina í fána Ráðstjórnarríkjanna. Óhreinar járnbrautarlestirn- ar þjóta í gegnum heimskauta- myrkrið. Menn ræðast eigi við. Þeir hafa ekkert að segja hvor öðrum. Lögreglumenn, sem allt af eru tveir og tveir saman, koma í klefana hvern á fætur öðrum. Jafnvel járnbrautar- starfsmenn, sem eru að koma af vakt og á leið heim til sín, þreyttir og rauðeygðir, verða að sýna vegabrjef sín. Allt daglegt Iíf okkar er komið undir miskun að austan. Enn hefir ekki komið neitt alvarlegt fyrir, sagði þekktur Helsingforsbúi við mig, Rúss- arnir blanda sjer alls ekki í hið daglega líf okkar. Margir embættismenn hafa alls ekki sjeð rússneska eftirlitsmenn á skrifstofum sínum eða yfirhöf- uð haft nokkurt samneyti við Rússa. Rússarnir hafa óaðfinn- anlega framkomu. Fyrir nokkru síðan afhentu þeir okkur Malm- flugvöllinn við Helsingfors, al- veg eins og þeir höfðu lofað. En allt daglegt líf okkar er háð miskuninni að austan. Og þeir eru nógu fjölmennir hjer til þess að minna okkur daglega ® það, að við höfum glatað frelsi okkar eins og við töpuðum stríðinu. Við vorum vitlausu megin. En það var skógarhöggsmað- ur nokkur í Norður-Finnlandi, sem áleit, að hann hafi verið rjettu megin. Hann hafði strok- ið úr hernum og hafði eins og þúsundir annara Finna, sem eins var ástatt um, leitað sjer hælis í hinum víðáttumiklu og strjálbyggðu hjeruðum Norður- Finnlands. En vinnuveitandi hans vildi nú samt sem áður ekki taka hann í vinnu aftur. Hann ferðaðist því alla leið suður til Karelin-hjeraðsins, til þess að kæra fyrir rússnesku eftirlitsnefndinni og kvarta yfir meðferðinni á sjer. Þar var tekið kuldalega á móti honum. — En jeg hefi strokið tvisvar úr hernum, sagði hann sjer til málsbóta. — Úr rauða hernum strýkur enginn, nema einu sinni, var svarið, sem túlkurinn gaf hon- um, og reyndi hann að segja þetta eins kuldalega og rússn- eski liðsforinginn. Sakari fór fótgangandi aftur heim til skógarkofans sins í Norður-Finnlandi, þar sem hungur og neyð beið hans. Tvær „rauðar drottningar“ í hinu örlagaríka spili. Ofstæki og trú á hamar og sigð fær auðvitað ekki alla til þess að íklæðast tötrum — þeg- ar forseti finska lýðveldisins tók á móti gestum í tilefni af sjálfstæðisdegi Finna, 6. des., þá var það óskiljanlegur glæsi- Eftir Helge Wellejus bragur, sem einkenndi þá at- höfn. Formaður þingflokks komm- únista, Hertta Kuusinen, var klædd í nýtísku kjól frá París, sem dró almennt að sjer at- hygli manna, enda mjög glæsi- legur. Hún var leidd af manni sínum, sem er innanríkisráð- herran Heino. Hún hafði einnig fylgt honum á friðarráðstefn- una í París — og ef maður hefir nóga peninga, þá er hægt að kaupa margt fallegt í París. Hjarta er á finsku ,,hertta“ — og í stjórnmálaspili Finnlands í dag er það engin efi, að Hertta dóttir Kuusinens er hjarta- drottningin. Einasti keppinaut- ur hennar um völdin er hin rauða drottningin, tíguldrottn- ingin Hella Vuolijoki. í fallhlíf til hins stríðandi Finnlands. Lífsferill Herttu Kuusinen er velþektur. Hún var eins og fað- ir hennar í útlegð í Rússlandi fyrir styrjöldina. Kommúnista- flokkurinn var ekki leyfður í því Finnlandi, sem reis upp úr blóði og eyðileggingu borgara- styrjaldarinnar. Arið 1919 voru 90 þús. Finnar í fangelsum. Hertta Kuusinen starfaði sem kennslukona í Petrosavodsk. Þegar húsbændum hennar fannst hin rjetta stund vera upprunnin, ljetu þeir hana svífa í fallhlíf niður til hins stríðandi Finnlands. En hún var gripin mjög skjótt og sett í fangelsi. Eftir uppgjöf Finn- lands, sem þýddj frelsi og sæt- leik valdanna fyrir hana, gifti hún sig fyrverandi meðfanga sínum, núverandi innanríkis- ráðherra, Leino. Leino hafði þegar á árinu 1936 komist í kynni við finsku fangelsin. Hann hafði nefnilega tekið þátt í socialistaþingi í Prag. Þessi kynni hans áttu eftir að verða enn nánari. Leino var upprunalega „landbúnaðarfræðingur“, en það veitir ekki eins mikil rjett- indi eins og að vera landbún- aðarkandidat. En aðaláhugamál hans voru stjórnmál og þó sjer í lagi ráðstjórnarfyrirkomulag. Hin dökkhærða kennslukona frá Petrosavodsk og hann urðu mjög samræmd vegna sameigin legra áhugamála og nú eru þau óumdeilanlega stjórnendur Finnlands. Þegar tignir gestir koma frá Moskva, kemur Hertta á móti þeim með fullt fangið af blóm- um. Hertta er sjálfsagður gest- ur í öllum veislum og móttöku- athöfnum. Og nú ferðast Hertta um Finnland þvert og endilangt í hinum glæsilega bíl innan- ríkisráðuneytisins. Og ef einhver skyldi verða svo frakkur að spyrja eins og hinn feiti ritstjóri, Ikkola, í Vasa, hvort þetta sje sæm- andi, þá fær maður þetta hreinskilna svar frá Herttu: „Jeg geri það, sem mjer sýn- ist“. Mótmæli gegn „VaIpo“ frá fangelsinu. Nú er auðvitað hægt að halda því fram, eins og finskur social- demokrata þingmaðurinn sagði við mig, að ennþá er það að- eins finska þingið, sem hefir löggjafarheimild. Það eitt á- kveður um framtíð Finnlands. En hvað stc-ða svona orða- leikir. Valpo (finska leynilög- reglan) er komin í stað „Ohr- ana“, sem starfaði á friðartím- anum. En Leino er sem innanríkis- ráðherra aðsti maður Valpo, sem gerir húsrannsóknir og framkvæmir handtökur, jafnt á nóttu sem degi. En allur al- menningur hatar og óttast hana. Fyrir nokkru síðan mótmælti Tanner, en har.n situr í Sörnös- fangelsinu, heimsóknum Valpo. Annars hefir Tanner unnið að finskri þýðingu á aðalriti Har- old Laskins um Socialisma, en ekkert finskt útgáfufyrirtæki hefir hingað til þorað að gefa ritið út, þar sem Laski er fall- inn í ónáð í Moskva. Aftur á móti hefir Otava útgáfufyrir- tækið gefið út rit eftir einn af þeim, sem dæmdir voru fyrir að bera ábyrgð á styrjöldinni. Það er rit prófessors Linkomies um Agustus keisara. Því er haldið fram í Helsingfors, að Ryti, sem þjáist af magasári, hafi látið mjög ásjá vegna fang elsisvistarinnar. En fyrrverandi forsætisráðherra Rangell og fyrrverandi utanríkisráðherra, Ramsey, reyna aftur á móti að yfirgnæfa hvorn annan í há- værum gáska, þegar þeir segja kjarnyrtar sjómannasögur. En svo er það Valpo. ... Valpo er athafnamikil. Þegar lagt var fram í finska binginu frumvarp um stofnun leynilögreglu, en það var gert stuttu eftir uppgjöfina, þá mót mælti kbmmúnistaþingmaður- inn Aaltonen: Hvernig gat slíkt samrímst lýðræðisskipu- lagi landsins? Daginn eftir var Hr. Aaltonen skipaður sem næst æðsti mað- ur Valpo. Það reyndist ekki nauðsynlegt að svara spurningu hans. Valpo er mjög athafnamikil. Daglega hverfa einhverjir af æðri embættismönnum ráðu- neytanna — en þeir koma allt- af aftur eftir nokkurra daga frí. Einnig er leitað mjög á finsku herforingjana. Á friðar- tímánum eru herforingjarnir 23 (í stríðinu voru þeir 60). Af þessum 23 bíða sex dóms, Oesch herforingi situr í fang- elsi og Talvela herforingi er farinn til Suður-Amríku. „Tíguldrottningin" er yfirmað- ur finska útvarpsins. En nú höfum við næstum gleymt „tíguldrottningunni", Hella Vuolijoki, sem er þekkt sem rithöfundur af bókinni „Konurnar á Niskavori“. Hún minnir þó daglega alla Finna á tilveru sína. Hertta og Hella eru mikið umræddar í Finn- landi, en um þær má ekkert skrifa í blöðin. Annars er frú Hella Vuolijoki ekki finsk held ur eistnesk. Hún kom ung til Finnlands, sem hún elskar og hirtir. En til þess hefir hún ágætt tækifæri, þar sem hún ræður algjörlega yfir finska út varpinu. Sjerhver útsending hefir „smá, smá ord av kárlek“ um mannúð og hugulsemi Ráð- stjórnarríkjanna við smælingj- ana, og um heimsveldisstefnu og yfirdrottnun vesturveldanna og afturhaldssemi borgaralegs hugsunarháttar. Hún Hella er hvorki borg- araleg nje afturhaldssöm, þrátt fyrir tvo luxusbíla! En hún hefir komist áfram í líf- inu eftir að hafa verið gift stuttan tíma finskum borg- ara. Hún hefir starfrækt um- fangsmikla timburverslun, sem hefir gefið svo mikið í aðra hönd, að hún hefir get- að keypt eitt fegursta býli Finnlands. Það er skammt fyrir utan Helsingfors. Hún var dæmd í ævilangt fangelsi á styrjaldar- árunum fyrir að hafa hýst rússneskan njósnara. Skaðabóta- máli hennar er enn ekki til lykta leitt, en hún krefst 12 millj. marka i skaðabætur. Fyrir nokkrum dögum var byrjað að sýna leikrit hennar „Kóngurinn og hirðfíflið“ í Helsingfors. Blöðin kepptust um að lofa leikritið, sem er sagt óvenjulega Ijelegt. En eft- ir tvær sýningar var hætt að sýna það, vegna þess að að- sókn var engin. Blöðin hafa núorðið engin stjórnmálaáhrif. Kunningi minn, socialdemo- krataþingmaðurinn, reyndi að gera lítið úr áhrifum Hellu og finska útvarpsins, bg sagði að fólk hlustaði fremur lítið á út- varp, það læsi heldur blöðin. Dagblað eins og „Helsingin Sanomat“, sem;er stærsta dag- blaci Finnlands hefir verið úti- lokað frá öllum stjórnmálaáhrif um. Aftur á móti hafa nokk- ur blöð eins og t. d. „Työkansan Somomat“ verið mjög hlynnt Rússum, en þau eru mjög lítið lesin. Anars má segja, að blöð- in hafi nú orðið engin stjórn- málaáhrif. Ef ritstjóri hefir hið minnsta hugboð um, að grein, sem hann hefir í hyggju að birta, verði illa sjeð af stjórn- arvöldunum, þá verður hún að síma til blaðadeildar innan- ríkisráðuneytisins (eða Kuus- inen fjölskyldunnar) og lesa greinina upp í símanum. Svo fær hann skjótan úrskurð: „Það má birta hena“ eða „Bann að að birta hana“. Fjórði hver Finni kaus kommúnista 1945. í inanlandsstjórnmálum Finn lands er nú að komast á kyrð og ró eftir alla upplausnina i sambandi við stríðið og frið- arsamningana. Það er bara eft- ir að vita, hvort þessi þróun fær að vera í friði fyrir utaíi að komandi öt'lum. Socialdemokvatarnir, en flokk ur þeirra var stærsti flokkur Finnlands, fyrir styrjöldina, hafa megnustu andstygð á sam starfi við kommúnista og al- þýðudemokratana svonefndit ’ (en munurinn á þeim og komm únistum er sáralítill). Það voru aðdáendur ráðstjórnarskipu- lagsins, sem komu því til leið- ar, að Socialdemokrataflokkur- inn beið mikið afhroð 1945. Tanner var varpað fyrir borð. En hann með cllum sínum kost- um og göllum hafði verið nær einráður í finska Socialdemo- krataflokknum eins og Per Albin i þeim sænska. Eftir að hann var settur í fangelsi, þá átti Socialdemokrataflokkuriiin engan dugandi leiðtoga. í kosningunum 1945 kaus fjórði hver Firini kommúnista. Kommúnistar og Alþýðudémo- kratar fengu til samans 399 þús. atkvæði. Socialdemokrat- arnir fengu aðeins 426 þús. atkvæða. í kosningunum 1939 gátu kommúnistar ekki komið opinberlega fram án þess að handjárnin smyllu um úlnliði þeirra (en við síðustu kosning- ar voru það Lappoliðarnir, sem voru ofurseldir handjárnum lögreglunnar). Það er hægt að skrifá margt um umburðar- lyndi, en það mun ekki verða gert hjer. Þessi grein fjallar bara um ófrjálslyndi. Kommúnistar tapa fylgi. En hvernig er umhorfs nú, þegar leynilögreglan hefir starf að í tvö ár og stjórnarstefnu í rússneskum anda verið fram- fylgt? Nýlega var kosið til hinna svonefndu framleiðslu- nefndar, en i þeim eiga sæti eftirlitsmenn vinnustöðva. Það kom öllum á óvart að social- demokratar skyldu fá tvo þriðju hluta greiddra atkvæða. Og kosningar, sem seinna fóru fram innan samvinnufjelag- anna sýndu, að fylgi kommún- ismans er i rjenun. Nýlega fóru fiam bæjarstjórn arkosningar i Uleaborg. Jafn- vel forsætisráðherrann sjálfur, Pekkala, mætti á fundum, til þess að tryggja stöðu borgar- innar, sem háborgar finsku kommúnistanna. Socialdemo- kratar sendu tvo þingmenn til fundahaldanna. En það dugði. Kommúnistar biðu ósigur. En hvernig er þá með borg- araflokka í Finnlandi? Það virð ist ef til vill hljóma undarlega, en af 1700,000 kjósendum greiddu 875 þús. borgaraflokk- unum atkvæði og veittu með því — þrátt fyrir erlenda við- leitni til þess að hafa áhrif á kosningar — borgaraflokkun- um meirihluta. Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.