Morgunblaðið - 19.03.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLjíBIö Miðvikudagur 19. mars 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stéfánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Störf Nýbyggingarráðs FYRSTU umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjárhagsráð og fleira er lokið. Þegar við þessa umræðu urðu töluverð átök urh málið. Þarf raunar engann að furða sig á því. Hjer er um stórmál að ræða, sem ekki er óeðli- legt að taki nokkurn tíma að afgreiða. í sambandi við þessar umræður hefir talsverð gagn- rýni komið fram á störf Nýbyggingarráðs, en eins og kunnugt er, gerir þetta frumvarp ráð fyrir, að það verði lagt niður. Aðallega eru það andstæðingar fyrverandi stjórnar, sem að þessari gagnrýni hafa staðið. Það má sjálfsagt finna eitthvað athugavert við starf og stefnu Nýbyggingarráðs. Mun sú stofnun vandfundin í þessu landi, sem svo viturlega hagar framkvæmdum sínum, að eigi verði um deilt. En um það verður ekki deilt, að Nýbyggingarráð hefir unnið stórmerkilegt starf og gagnlegt fyrir íslensku þjóðina. Það hefir starfað af mikl- um þrótti og skilningi á þörfum íslensks atvinnulífs og lagt grundvöll að margháttuðum nauðsynlegum umbót- um. Það getur engum dulist, er lítur á verk þess og vegur þau og metur hlutdrægnislaust. Formaður Nýbyggingar- ráðs, Jóhann Þ. Jósefsson, núverandi fjármálaráðherra, er maður með mikla reynslu á sviði atvinnumála og hefir þessvegna haft gott tækifæri til þess að miða stefnu ráðs- ins fyrst og fremst við þarfir athafnalífsins. Fram hjá þessari staðreynd verður ekki gengið. Það er þessvegna óþarft verk, sem þeir stuðningsmenn núverandi stjórnar vinna, sem draga störf Nýbyggingarráðs inn í deilurnar um fjárhagsráð í því skyni að gera það tortryggilegt. Slík framkoma getur á engan hátt orðið til þess að greiða götu þess ráðs, sem taka á við störfum Nýbyggingarráðs og raunar fjölmörgum öðrum verkefnum. Aðalatriðið fyrir núverandi stjórnarflokka getur ekki verið það, að sakast um framkvæmdir, sem að baki liggja. Kjarni viðfangsefnis þeirra er að ráða með festu og skyn- semi fram úr þeim vandamálum, sem úrlausnar bíða. Með þessu er ekki verið að skorast undan því að stefna fyrr- verandi stjórnar sje rædd og gagnrýnd. Fjarri fer því. En þjóðin hefir þegar sagt álit sitt á henni og tjáð sig henni fylgjandi. Þess meiga fyrrverandi stjórnarand- stæðingar gjarna vera minnugir. „ Stríðsæsin gar “ ÞAÐ er athyglisvert hvernig Moskvablöðin taka þeim ræðum, er stjórnmálamenn utan Rússlands halda og ekki eru kommúnistum að skapi. Þau æpa þegar: „Stríðsæsing- ar“ og aftur „stríðsæsingar“. Hver sú rödd, er varar við moldvörpustarfsemi kommúnista út um öll lönd, er talin kynda elda nýrrar heimsstyrjaldar. Hvernig stendur á þessari afstöðu hinna rússnesku blaða? Skýring hennar getur ekki verið nema ein, sú, að stjórnarvöldin í Moskva sjeu svo staðráðin í að fylgja fram heimsyfirráðastefnu sinni að þau telji styrjöld ó- hjákvæmilega, ef einhver þjóð skyldi ekki skilyrðislaust vilja beygja sig fyrir henni. Raunar er þessi skýring í fullu sámræmi við fyrri framkomu Rússa í utanríkismálum. Þeir hafa jafnan haft þann sið, að brennimerkja alla sem facista, sem ekki hafa viljað meðtaka boðskap þeirra þegj- andi og hljóðalaust. Þegar einstakir stjórnmálamenn í Eystrasaltsríkjunum, grannríkjum Rússlands, risu gegn innlimum þeirra í Sovjet-Rússland, voru þeir kallaðir „facistar“. Ungur mentamaður, sem túlkaði málstað þjóð- ar sinnar hjer á landi, hlaut líka þessa nafngift í dálkum Þjóðviljans, fylgiblaðs Pravdá hjer á landi. Stríðsæsingamenn og facistar heita yfirleitt allir and- stæðingar kommúnista. Kommúnistar byggja þannig á- róður sinn í dag á því, að prjedika draugatrú. Á því fer raunar mjög vel. Það er í ágætu samræmi við hina rotnu stefnu þeirra og starfsaðferðir. ÚR DAGLEGA LÍFINU Fimbulveturinn í Evrópu. LITLA HUGMYND gerum við okkur hjer heima á íslandi um þær vetrarhörkur, sem gengið hafa um Evrópulönd á þessum Vetri. Frjettir, sem bor ist hafa hingað um frost og fannkyngi segja raunverulega ekki nema hálfa sögu. Þrautir almennings í þeim löndum, þar sem veturinn hefir verið harð- astur eru ótrúlega miklar. Þeg- ar við heyrum að 30 manns hafi frosið í hel í Hamborg hryllir okkur við, en á meðan við situm í hverahitaðri stofu getum við ekki gert okkur ljóst hvað liggur á bak við þá sögu. Islendingar skilja, ef þeim er sagt frá því, að menn hafi orð- ið úti á fjöllum, en eiga bágt með að gera sjer grein fyrir að menn „verði úti“ á heimil- um sínum, en það hefir raun- verulega skeð, að fólk hefir frosið í hel í rúminu sínu, viða í Evrópu í vetur. • Hin nýja frægð Islands. í FYRSTA SKIFTI í sögunni er talað um íslands erlendis, sem sólarinnar land. Það er ekki lengur sagt við íslending, sem kemur til útlanda: „Er ekki gott að koma í hlýjuna“. Það hefir frjest út yfir Pollinn hvílík einmuna tíð hefir verið á Islandi í vetur og nú er spurt: „Er þjer ekki hrollkalt, að vera að koma frá Islandi í þessa veðráttu hjer“. Sumir undrast hinn skjóllitla klgeðn- að hins íslenska ferðamanns er hann kemur til útlanda. Þetta er hin nýja frægð ís- lands, að minsta kosti á Norð- urlöndum og í Bretlandi. íslendingar, sem erlendis dvelja hafa nú meiri heimþrá, en nokkru sinni fyr, er þeir heyra um blíðuna. Og það er heldur ekki laust við að þeir monti dálítið af landinu sínu og veðráttunni þar. Mpðurin, sem átti metið. í GÆRMORGUN voru 5 Reykvíkingar á leið suður í Keflavík 1 bíl. Einn þeirra var nýkominn heim frá Norður- löndum. Veðráttan barst í tal. Sá, sem verið hafði í Höfn sagði frá því, að fyrir nokkrum dögum hefði hann verið úti' í 24 stiga frosti. .— Ferðafjelag- arnir voru á öllum aldri, milli 25 ára og 55, en það kom upp úr kafinu, að sá, sem verið hafði í Kaupmannahöfn var methafinn í bílunum. Því eng- inn annar hafði á æfi sinni komið út í svo mikið frost! • Slys, sem auka öryggi. FÁTT ER SVO ilt, að ekki boði nokkuð gott, segir gamalt og mikið notað íslenskt mál- tæki. Þannig er það og með slysin. Ef rjett er að farið 'get- ur hvert einasta slys aukið ör- yggið. Þetta á við um umferð- arslys, sem önnur. Af slysun- um eiga menn að læra og gæta þess, að það sama komi ekki fyrir aftur, ef hægt er að forða því. Af þessum orsökum er nauð- synlegt, að hvert einasta slys sje rannsakað af þar til hæfum mönnum. Leitað sje að orsök slyssins og reynt eftir megni, að grafast fyrir af hverju það stafaði til þess að sama skyss- an, eða sama óhappið hendi ekki aftur. Fá slys hafa í rauninni aukið jafn mikið á öryggi sem flug- slysin. Af þeim hafa menn lært og varast, með þeim árangri, að það er ekki hættulegra að fljúga í góðri flugvjel með ör- uggum stjórnanda, en að aka í bíl, eða ganga eftir Austur- stræti. • Oryggi framar öllu öðru. NÝLEGA hefir orðið hrylli- legt slys hjá okkar litla flug- flota. Orsökin til þess slys þarf að koma fram í dagsins Ijós. Það getur verið, að það særi einhvern, eða einhverja, að grafist er fyrir orsök slyssins, en það er skylda þeirra manna, sem flugmálum okkar stjórna, að komast að því hvað slysinu olli, sje það á mannlegu valdi að gera slíkt. I landi kunningsskaparins hættir okkur við á stundum, að taka of lint á málunum. Vera vorkunsamir, ef svo mætti segja. En hjer á það ekki við. Það er engin árás á þann mann, sem vjelinni stjórnaði, þótt krafist sje rannsóknar í nafni öryggisins og það er ekki af óvild til fjelagsins, sem flug vjelina átti, og ætti raunar að vera í þess hag, að alt, sem auk ið getur á traustleika flugvjela í framtíðinni komi fram. í máli eins og þessu skaðar það aðeins heildina, að vera smásmugulegur, eða sýna link- ind í nafni ímyndaðrar mann- úðar . Hvað líður hægri akstri? ÞAÐ MUN hafa verið um áramótin 1940 og 1941, að til framkvæmda áttu að koma lög, sem Alþingi hafði samþykt, um að hægri akstur skyldi vera á íslandi. Allip vita, að fram- kvæmd laganna var. frestað vegna hingað komu breska hersins, þar sem talið var að aukin umferðarhætta myndi stafa af því, ef breytt yrði til, þar sem Bretar voru vanir vinstri akstri eins og við. Síðan hefir ekkert um þétta mál heyrst, en þó var það mik- ið hitamál á sínum tíma. Nú er það sagna sannast, að það skiftir ekki miklu máli hvort við víkjum til hægri eða vinstri hver fyrir öðrum, en hins vegar er það forvitnis- atriði, hvað úr þessum lögum kann að verða. I MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . I 1 ---------------_4, Kolin frá Ruhr gæfu bæft kolavamiræðin. KOLASKORTURINN í Ev- rópu verður mönnum stöðugt- meira og meira áhyggjuefni. Allar vonir manna um að tak- ast myndi að bæta úr honum hafa brugðist. I Bretlandi hefur kolaskort- urinn stórlega lamað allan iðn að. Og fyrir nokkrum vikum síðan var ástandið öllu alvar- legra í þessum efnum en það var meðan „orustan um Bret- Iand“ stóð sem hæst. Ennfremur hafa flutningaörð- ugleikar vegna harðindanna aukið á erfiðleikana. Ástæðan fyrir kolaskortin- um er sú að menn fást ekki til þess að vinna í kolanámunum. Þeim býst betri vinna og hag- kvæmari kjör á yfirborði jarð- ar en niðri í kolanámúnum. Breskir áhrifamenn hafa rætt um það, hvort ekki væri heppilegt að nota þann erlenda vinnukraft sem byðist. í kolanámur eða herþjónústu. I þessu sambandi hefur verið rætt um pólska hermenn, sem dvalið hafa í Bretlandi síðan á styrjaldarárunum og ekki vilja hverfa heim til Póllands, vegna þess ástands, er þar ríkir í inn anlandsmálum. Aðrir hafa kom ið með þá uppástungu í sam- bandi við þessa fyrrum her- menn, að þeir verði sendir til Þýskalands. Þar gætu þeir leyst frá herþjónustu nærri 200.000 breska menn. í sjálfu sjer myndu þessir menn ekki bæta verulega úr skorti á verka- mönnum, en þeir yrðu samt ó- metanlegt gagn, í hinum mikla skorti á verkafólki. Frökkum hefur hinsvegar tekist að koma kolaframleiðsl- unni í svipað horf og hún vár árið 1939. Þar í landi eru það aðallega Þjóðverjar, sem vinna að kolaframleiðslunni. Um ástandið í Þýskalandi er óþarfi að ræða um, því öllum er kunnugt um ástandið þar. í Póllandi. Hollandi og Bel- gíu V’.fur tekist að koma kola- framleiðslunni upp í 75 til 90% af því sem hún var áður en styrjöldin skall á.. Ruhrkolin gætu hjargað. Hin auðugu kolahjeruð í Ruhr munu stórlega geta bætt úr kolaskortinum. En með þeim vinnukrafti og aðbúnaði, sem þar er nú, geta Ruhrhjeröðin ekki lagt fram sinn skerf í þess um efnum. Matarskamtur námumanna er lítill. Námu- mennirnir eru of gamlir. Talið er að um 50% af þeim hafi náð fimtugs aldri. Hinir yngri fjellu á vígstöðvunum, eða eru í fangabúðum í löndum banda- manna eða á hernámssvæðum þeirra í Þýskalandi. Ef yfirstíga á kolavandræð- in, sem stöðugt fara vaxandi á næstu árum, verður að fá unga hrausta menn í' kolanámurn- ar í Ruhr. _____ BlaSamenn í beði Karlakórsins KARLAKÓR Reykjavíkur hefur boðið hinum 14 amer- ísku blaðmönnum og blaða- mönnum þeim, sem væntan- legir eru frá Norðurlöndum í dag, á söngskemtanir kórsins sem haldnar verða í kvöld og annað kvöld kl. 7,15 í Gamla Bíó.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.