Morgunblaðið - 19.03.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.03.1947, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIP Miðvikudagur 19. mars 1947 HEIMILI ANNARAR | Að jarðarmiðju Eftir EDGAR RICE BURROUGHS. 112. 16. dagur Hann svaraði engu. Þá gekk hún til hans og hallaði höfðinu að öxl hans, og blasti þá við henni myndin af Kupido, sem Alice þótti svo vænt um. Hann tók utan um hana og þá var eins og hitastraumur færi um hana alla. Hún sagði lágt: „Við eigum einkis annars úr- kosta .. Alice er eins og hún sje nýstaðin upp úr langri legu, og þarf nærgætni og alúðar. Hún er eins og skipbrotsmaður nýkominn afflaki. . . . Við skul um gleyma, Richard, vegna þess að við verðum að gleyma. Jeg ætla að vera hjá Tim. Máske kemur einhverntíma að því, Richard, að leiðir okkar liggja saman að nýu, og verði hún ekki . . . .“ Henni varð orðfall. Richard sagði ekkert. Hún leit framan í hann. Hann var fölur eins og liðið lík. Eftir nokkra stund mælti hann lágt og áherslulaust: „Það er best að þú verðir hjer kyr enn um stund, Myra. Þú verður að vera hjer þangað til eitthvað greiðist fram úr þessu. Þú verður að vera hjer þangað töj þeir hafa fundið morðingjann. Nú hefst rann- sókn málsins að nýju, og þeir hafa þrjá menn grunaða: Tim, Webb og mig“. VIII. KAFLI. Þetta kom yfir hana eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Þú grunaður?" hrópaði hún. „Já, auðvitað. Jeg hjelt að þú vissir það“. ,,Nei, mig hafði aldrei órað fyrir því. Er það vegna þess að ríkisstjórinn var svona •— svona þungbúinn og harð- neskjulegur á svip?“ „Jeg hjelt að þú vissir þetta“, sagði Richard. „Nei, ekki um þig. Jeg hjelt aðeins að þeir hefðu Tim grun- aðan. Ó, Richard, þeir geta ekki ætlað þjer það, að þú sjert morðingi“. „Jeg vildi að jeg hefði sagt þjer frá þessu fyr. En þú færð að sjá það á morgun, þegar rannsóknarlögreglan kemur, að jeg hefi rjett fyrir mjer. En þú mátt trúa því, að þeir hafa eng ar sannanir gegn mjer. aðeins grunsemdir“. „En þú varst aldrei yfir- heyrður?“ sagði hún. „Ójú, þeir yfirheyrðu mig“. „Hvers vegna? Hjeldu þeir að Alice og Jack--------“ „Já, það var einmitt þess vegna. Þau voru tvö ein heima hjá mjer, konan mín og hann, og hann var drepinn með marg hleypunni minni. En jeg drap hann ekki og jeg held að Tim hafi ekki gert það heldur. Og jeg heiti þjer því að þeir skulu hvorki dæma mig nje hann“.- Henni var þetta ekki nóg: „Þú varst ekki heima“, hróp- aði hún. „Þú varst fjarverandiT Þú komst ekki heim fyr en eft- ir að lögreglan var komin, svo að þeir geta ekki grunað þig“. „Að vísu. Og vagnstjórinn í lestinni, sem jeg fór með frá New York sagði að sig rámaði í það, að hann hefði tekið við farmiða mínum. Jeg kom heim klukkan rúmlega tólf. Jack var myrtur klukkan hálfellefu. Jeg hefði getað komið heim og skot ið hann, annað hvort úr and- dyrinu eða af veröndinni, án þess að Alice sæi mig, og síðan hlaupist á brott, en komið svo aftur þegar jeg vissi að lögregl an var komin. Þetta er ekki ó- hugsandi frá þeirra sjónar- miði“. „Hjeldu þeir því fram? Báru þeir þetta á þig?“ „Líkurnar voru athugaðar og jeg var yfirheyrður. En svo kom Webb með sína sögu, að hann hefði sjeð Alice með byss una í hendinni. Það skar úr. Eftir það hafði lögreglan engan annan grunaðan“. „Hvernig gat nokkrum manni komið til hugar að þú ljetir dæma Alice fyrir morð, ef þú varst sjálfur valdur að því?“ „Þú heyrðir nú hvað ríkis- stjórinn sagði, að allir hefði haldið að hún mundi sýknuð vegna fegurðar og auðæfa. Því •skyldi menn ekki hafa haldið að jeg hugsaði á sama veg? Að jeg hefði hugsað sem svo, að jeg ætti engrar vægðar von, en menn mundu ekki fara að dæma hana. En þú mátt vera alveg óhrædd um það að slíkt hefði aldrei getað hvarflað að mjer“. Hún stundi: „Þetta er hræði- legt — nýjar yfirheyrslur, nýj- ar spurningar — —“. „Já, ekki er það tilhlökkun- arefni. En þú þarft engu að kvíða, þú verður ekki yfir- heyrð“. „En hefðir þú haft nokkra ástæðu til að gera það?“ „Það var ekki heldur sýni- legt a ðAlice hefði haft neina ástæðu til þess. En ef það hefði verið eitthvað á milli þeirra Alice og hans, þá gat jeg haft ástæðu til þess að hefna mín á honum“. Þetta var nú aðeins að setja sem svo, því að þetta hafði ald- ei komið fram í málinu. Fram- burður Webbs kom í veg fyrir það, og samkvæmt honum var Alice dæmd í lífstíðar fangelsi. Richard mælti enn: „Þú mátt trúa því, Myra, að það fundust engar ástæður til morðsins. Það var lygifram- burður Webbs, sem feldi hana. Eftir honum var hún dæmd. Jeg hefði getað komið að þeim og hugsað sem svo að hún væri mjer ótrú og þess vegna skotið Jack og flýtt mjer svo á burtu. En enginn dómari hefði getað sannað þetta. Og jeg hygg að þeim veitist enn erfiðlegar að sanna það, að Tim hafi myrt hann“. Tim enn. „Jeg trúi því ekki. Richard, að Tim hafi gert það. En jeg skil ekkert í framkomu hans nú Jeg skil ekkert í því að hann skyldi gleyma svo mikilsverðu atriði við yfirheyrslurnar“. „Spurðu hann hvernig á því stendur. Það getur vel verið að hann hafi ekkert athugað um það fyrst að þetta um gluggatjöldin hefði neina þýð- ingu. Líka má vera að hann hafi ekkert munað eftir þeim í svipinn. En þú getur spurt hann um það. En hvað sem hann segir, þá er jeg viss um, að hann gerir aðeins það, sem hann heldur að sje rjett. Þjer er óhætt að treysta því, Myra“. Hann tók um báðar hendur hennar. Við skulum ekki tala meira um þetta fyr en þú hefir spurt hann“. Myru fanst hann alt í einu verða svo líkur myndinni af föður sínum, þessum einarða og ósveigjanlega og rjettláta manni. „Mjer er ekkert um Webb gefið“, mælti Richard enn, „en þó held jeg að hann hafi ekki myrt bróður sinn. Jeg held að Tim hafi ekki gert það heldur. Óg jeg veit að jeg gerði það ekki. Við erum aðeins grunað- ir. En ef það væri hægt að finna fjórða manninn grun- samlegan, þá væri það mikil hjálp“. Þetta kom henni algerlega á óvart og hún spurði undrandi: „Er fjórða manni til að dreifa?“ Hann þagði stundarkorn og horfði á hana. „Hví skyldi það ekki vera?“ sagði hann. Svo tók hann báð- um höndum um vanga hennar og mælti með meiri ákefð: „Þú skalt ekki vera að hugsa um þetta. Gerðu þjer engan ímynd anir, láttu alt hafa sinn gang------“ „En jeg verð að fara, Ric- hard. Jeg get ekki verið hjer“. Aftur varð hann líkur föður sínum sáluga, harður og ein- beittur á svip. Hann sagði: „Jæja. En þú getui; ekki farið nú þegar“. Svo slepti hann henni og gekk rakleitt fram að dyrun- um. „Hvað ætlarðu að gera? Hvert ætlarðu að fara?“ kall- aði hún. „Jeg ætla að síma til Sam. Og svo verðum við að ná í Tim. Hvar skyldi hann vera?“ Altaf var það Tim. Hún sagði Richard símanúmer hans og svo gekk hún á eftir honum fram í anddyrið. „Lofaðu mjer að tala við Tim, ef þú nærð í' hann“. „Já. En jeg ætla að ná í Sam fyrst. Mjer getur orðið leit að honum“. Undir stiganum var skot og þar stóð síminn á hyllu. Hún gat ekki sjeð Richard, en hún heyrði til hans. Hún beið þarna meðan hann hringdi í tvo staði. Á þriðja staðnum var honum víst sagt að bíða. Enginn var þarna í anddyrinu. Hún fór að hugsa um það, hvar Barton mundi nú vera og þjónustu- fólkið. Og hún fór að hugsa um það hvort kvöldverðurinn færi nú ekki að koma. Þá mintist hún þess, að Alice, hin rjetta húsfreyja á þessu heimili, hafði gert ráðstafanir viðvíkjandi kvöldverðinum, að hún og Ric- hard ætti að borða saman tvo ein í herbergi hennar. Myru varð eins og hverft við er hún mintist þessa. Hún sneri sjer snögglega við hljóp inn í þókaherbergið aftur. Einhver varð að segja Corne liu frá þessu. Eða hafði henni verið sagt frá því? Hafði Alice máske farið til hennar að láta hana fagna sjer? Við lögðum nú enn einu sinni af stað til lands Saría, og .það var með döpru hjarta, að við kvöddum hinn dá- samlega Paradísargarð okkar, þar sem við höfðum átt saman einhver hamingjusömustu augnablik ævinnar. Hversu lengi við höfðum verið í dalnum, vissi jeg ekki, því eins og jeg hafi þegar s'agt, var hugtakið tími ekki til undir þössari eilífu hádegissól — þetta getur hafa verið klukkustund, eða mánuður samkvæmt jarðartíma, en um það veit jeg ekkert XV. kafli. Snúið til jarðar. Við fórum yfir fljótið og fjöllin á bak við það, og að lokum komum við út á stóra sljettu, sem teygði sig eins langt og augað eygði. Ekki get jeg sagt, í hvaða átt hún lá, því allan þann tíma, sem jeg var í Pellucidar, komst jeg aldrei að neinum aðferðum til að ákveða áttirnar, nema þeim, sem þar voru notaðar — þarna er hvorki norður, suður, austur nje vestur. Upp er þarna í raun og veru eina áttin, en það er auðvitað sama og niður hjá okkur í ytri heiminum. Og þar sem sólin hvorki rís nje sest, er engin leið að ákveða áttirnar, nema þar feem hægt er að styðjast við há fjöll, skóga vötn og höf. Við vo,rum rjett nýlögð af stað út á sljettuna, þegar við sáum tvö geysistór dýr nálgast okkur. Þau voru í það mikilli fjarlægð, að við gátum ekki sjeð hvernig þau væru útlits, en er þau nálguðust, sá jeg að þetta voru risavaxin steinaldardýr, áttatíu eða hundrað fet á lengd, með örsmá höfuð á ákaflega löngum hálsi. Höfuð þeirra hljóta að hafa verið að 'minnsta kosti fjörutíu fet frá jörðinni. Ófreskjurnar fóru sjer mjög hægt — það er að segja, þær hreyfðu limi sína hægt og þúnglamale^a — en svo stórstígar voru þær, að í raun og veru fóru þ>æ þó nokkuð raðar en maður getur gengið. Er þau nálguðust enn, sáum við, að á baki hvors þeirra sat maður. Og þá vissi Dían á svipstundu, hvað þarna var á ferðinni, enda þótt hún 'hefði aldrei sjeð þetta áður. ' •— Þetta eru lidísar frá landi Thoría, hrópaði hún. Thoría er við endamörk Lands hinna hryllilegu skugga. Thoríar eru þeir einu á Pellucidar, sem nota lidísa sem reiðskjóta, því þeir eru hvergi finnanlegir, nema við endamörk Skuggalandsins. Vingjarnlegt bros hjá Georg Bretakonungi hjálpaði eitt sinn ungum og fátækum stúdent frá peningavanræðum. Ted, en það er nafn stúdentsins, var tilbú- inn með myndavjel sína, er konungurinn heimsótti háskól- ann. Myndin hepnaðist vel, og konungurinn brosti svo vin- gjarnlega á myndinni, að allir vinir og kunningjar Ted pönt- uðu hjá honum mynd. Síðan komu fleiri á eftir, sem vildu eignast þessa mynd, og er nú svo komið, að Ted hefir grætt álitlega upphæð á myndum af konunginum og gat áhyggju- laus haldið námi sínu áfram við háskólann. ★ Hún: — Var kossinn, sem jeg gaf þjer í gærkveldi einhvers virði? Hann: — Já, hann kostaði mig krónu. Litli bróðir þinn sá til okkar. ★ Það er ekki ýkja langt síðan * menn fóru að nota tannbursta. Árið 1818 gaf franskur læknir, Joseph de la Maire, út ráðlegg- ingar fyrir konur um það, hvernig þær ættu að halda tönnunum hvítum. Hann ráð- lagði að bursta tennurnar í stað þess að þurka þær með bómull, eins og gert hafði verið. Upp frá þessu ruddi tannburstinn sjer óðum til rúms. ★ •— Mjer þykir mjög leíðin- legt, að jeg skyldi kalla þig svín í gærkveldi. — Vertu ekki að hugsa um það. Það er þegar gleymt. — Nei, je'g vissi ekki þá að fleskið hafði hækkað svona óg- urlega í verði. ★ Kínverjar skýra orðið „Iux- us“ þannig: ■— Það var einu sinni höfðingi, sem ljet vekja sig þrisvar á hverjum morgni til þess eins að hafa ánægjuna af því, að hann mætti sofa lengur. í ★ Svikari — maður, sem svík- ur málstað vorn og gengur x lið með óvinunum. En maður, sem svíkur óvini vora og geng- ur í lið með oss, er ekki svik- ari- ■_ _J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.