Morgunblaðið - 19.03.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.03.1947, Blaðsíða 1
34. árgangur 65. tbl. — Miðyikudagur 19. mars 1947. ísafoldarprentsmiðja h.f. LEYNISAMNINGUR STÖRVELDANNA í YALTA SENDIHERRAFRÚ Ágústa Thors skírir Skymasterflugvjel AOA . Flagship Reykjavík“ í Washington. — Grein um komu flug- vjelarinnar á bls 2. (Ljósm. AOA). Illý uppreisn í breska verka- mannaflokknum í aðsigi Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. NÝ „UPPREISN“ innan Verkamannaflokksins breska gegn rikisstjórninni er í uppsiglingu, en eins og kunnugt er, gerðu um 40 flokksmenn uppsteit nýlega vegna utanríkisstefnu Be- vins. Að þessu sinni er það herþjónustufrumvarpið, sem mætir mótspyrnu innan flokksins. Á morgun verða breytingartillögur við herþjónustufrumvarpið til umræðu í breska þinginu og er þá búist við átökum. Breytingartillögurnar fara fram á að her- skyldulögin sjeu með öllu feld úr gildi. -«> IVColotov segir frá ákvörðunum um skaða- bótakröfur á hendur Þjóðverjum London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. MOLOTOV hefir skýrt frá leynisamningi, sem gerður var á fundi „hinna þriggja stóru“ <Roosevelt, Churchill og Stalin) í Yalta á Krímskaga í febrúarmánuði 1945. Fjallaði þessi samn- ingur um hvernig haga skyldi skaðabótakröfum á hendur Þjóð- verjum að styrjöldinni lokinni. Þetta er annar leynisamningur frá þessari ráðstefnu, sem komið hefir í dagsins ljós. Hinn var samninguidnn um að Rússar segðu Japönum stríð á hendur, er styrjöldinni í Evrópu væri lokið. "^Áttu að greiða alt tjón. Konsúll Rússa í Shanghai biður um vernd Shanghai í gærkv. RÚSSNESKI konsúllinn í Shanghai hefir snúið sjer til fulltrúa utanríkisráðuneytis Kína þar í borg og farið fram á, að hann geri ráðstafanir til þess að öryggi sitt sje trygt og að utanríkisráðuneytið ábyrg- ist það. Sje farið fram á þetta sökum vaxandi Sovjethaturs almennings þar 1 borginni. Che Kuo Lien5 sem er full- trúi utanríkisráðuneytisins i borginni, fullvissaði Rússann um, að alt skyldi gert til að koma í veg fyrir, að hann yrði fyrir óþægindum. En hinsveg- ar gat hann þess, að það væri ómögulegt að stöðva almenn- dng í því að sína þjóðernistil- finningar sínar, ef það væri gert án þess að lög landsins væru brotin. •— Reuter. Hin mestu harðindi á Seyðisfirði Bærinn er kolaiaus. Seyðisfirðú þriðjudag. Frá frjetaritara vorum. MESTU harðindi, sem komið hafa hjer í fjöldamörg ár, hafa verið undanfarinn mánuð. Sí- feld snjókoma og frost daglega frá 5—12 stig. Inflúensufaraldur er mjög út breiddur í bænum. Er hann held ur vægurj þótt margir fái hita um stundar sakir. Þar á ofan bætist, að bærinn, sem hefir einkasölu á kolum, á ekki kóla- blað til. Ræðismenn islands boðnir á fund Þjóðræknisfjelags- ins ÞJÓÐRÆKNISFJELAG Vest ur-íslendinga heldur skemmti- fund í Oddfellowhúsinu í kvöld og hefir ræðismönnum íslands, sem komu frá Ameríku í gær, verið boðið á fundinn sem heið- ursgestum. Jóhann Þ. Jósefsson, fjármála ráðherra flytur ræðu, Anna Þór hallsdóttir syngur einsöng, og Vigfús Sigurgeirsson sýnir kvik myndir í eðlilegum litum. Að lokum verður svo dansað til klukkan 2. Fundur uppreisnarmanna. Þingmenn í verkamánnafl. breska, sem eru á móti her- skyldulögum á friðartímum, hjeldu með sjer fund í þing- inu í dag, en þeir eru nú um 40 talsins. Sumir þessara þing manna eru á móti herskyldu- lögunum vegna þess að þeir eru yfirleitt þeirrar skoðunar, að herinn eigi að minka niður í fáment lið, en aðrir eru á móti herskyldulögunum vegna þess, að þeir eru þeirrar skoðunar, að hægt sje að nota mannafla í betri þarfir fyrir þjóðina, en að æfa unga menn í vopna- burði. Loks eru þeir, sem telja, að herskylda á friðartímum sje andstæð stefnu verkamanna- flokksins. Breytingartillögurnar. Einn af þingmönnum verka- mannaflokksins, Ian Mikardo, leggur til að herskyldufrum- varpið verði felt vegna þess, að verði það samþykt, þá verði herstyrkur -landsins í öfugu hlutfalli við þarfir þjóðarinnar. Aðrar breytingartillögur, sem ganga í þá átt, að fella frumvarpið, eru frá frjálslynd- um þingmönnum. Gríska sljórnin heldur fram rjelii smáþjóðanna Aþenu í gær. GRÍSKI ambassadorinn í Moskva hefir sent utanríkis- herrafundinum orðsendingu, á vegum stjórnar sinnar, þar sem svo er að orði komist, að gríska stjórnin sje þeirrar skoðunar, að árangur fundar ins myndi verða betri, ef leyft yrði að smáþjóðirnar hefðu fulltrúa á fundinum til að fylgjast með hvað þar gerist. — Reuter. Uppreisnin í Para- guay breiðisi enn út Buenos Aires í gær. STJÓRNARHERINN í Para- quay hefir nú örugglega á sínu valdi norðausturhluta Para- quay, sem að landflæmi til er um 1/8 alls landsins. En sam- kvæmt frjettum hefir upp- reisnarmönnum tekist að ná á sitt vald öðrum landsvæðum síðustu daga, en 11 dagar eru liðnir síðan uppreisnin hófst. Það er einkum við landamæri Parapuay og Brailíu, sem upp- reisnarmönnum hefir tekist að ná fótfestu. Ríkisstjórnin hef- ir höfuðborgina, Asuncion, á sínu valdi, en aðalborgin, sem uppreisnarmenn hafa, heitir Concefegin. Báðir aðilar telja sjer sigur í tilkynningum sín- um í dag, en stjórnin viður- kennir nú, að uppreisnarmenn, sem hún í fyrstu ætlaði 300 sjeu alls um 3000 talsins. Upp- reisnarmenn segja hinsvegar að þeir hafi 30.000 manns und- ir vopnum. — Reuter. Utanríkisráðuneyti Breta og Bandaríkjamanna hafa viður- kent, að rjett sje hermt hjá Molotov, að slíkur leynisamn- ingur hafi verið gerður í Yalta, er deilt var um það hvort hann sje enn í gildi, þar sem ný á- kvæði um skaðabótaskyldur Þjóðverja voru samþykkt síðar á Potsdamráðstefnunni. Samkvæmt leynisamningun- um var ákveðið að Þjóðverjar greiddu í raunverulegum verð- mætum skaðabætur til allra þeirra bandamannaþjóða, sem urðu fyrir tjóni af hendi Þjóð- verja í styrjöldinni. Verða að vera sjálfum sjer nógir. Nokkrar umræður urðu um þetta mál á fundi utanríkisráð- herranna í dag. Bevin hjelt því fram, að það væri nauðsynlegt, að leyfa Þjóðverjum að hafa svo mikið handa á milli til framleiðslu, að þeir yrðu ekki öðrum þjóðum til byrði vegna gjaldeyrisvandræða. Það yrði að stefna að því að Þjóðverj- ar flyttu út fyrir það, sem svar aði gjaldeyrisþörf þeirra til brýnustu lífsnauðsynja. Það væri langt frá, að þeir gætu það nú, en ver ættu þeir með það, ef gengið yrði svo hart að þeim í skaðabótakröf- um, að þeir gætu ekki fram- leitt neitt til útflutnings, vegna þess að búið væri að flytja verksmiðjur úr landi og taka framleiðslutæki upp í stríðs- skaðabætur. n Tillaga Frakka. Tillögur Frakka í sambandi við fjárhagsmál Þjóðverja voru á þá leið, að flytja bæri kol frá Ruhr til Lothringen og til Frakklands til þess að Frakk- ar fengju betri aðstöðu til stál- framleiðslu en þeir hafa nú en aðeins bæri að leyfa litla iðn- aðarframleiðslu innan Þýska- lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.