Morgunblaðið - 19.03.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.03.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: HOFUÐBORG LAPPLANDS AUSTAN GOLA cSa kaldi — skýjað. Miðvikudagur 19. mars 1947 rís á ný. — Grein á bls. 7. A Þegar „Flagship Reykjavík" kom MYND, sem tekin var á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun er „Flagship Reykjavík“ frá AOA kom á Keflavíkurflugvöllinn. A landgöngubrúnni sjást efst Thor Thors sendiherra, frú Agústa Thors, frú Cumming, Huge S. Cumming Jr., yfirmaður N.-Evrópudeildar utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna og Mr. H. R. Harris, aðalframkvæmdastjóri AOA. (Grein á bls. 2). Tólf togarur selja ís- fisk fyrir nál 3 milj. A TÍMABILINU 3. mars til 17. mars seldu 12 íslenskir togarar afla sinn í Bretlandi. Samtals var landað úr þessum skipum 84.537 kits og varð söluverð tæpar 3 miljónir króna eða kr. 2.704.332. Að þessu sinni er afla og söluhæsta skip Gylfi frá Patreksfirði, rúmlega þrjú þúsund og átta hundruð k?t, er seldust fyrir rúm 11 þúsund sterlingspund. «--------------------— Dregið um röð keppenda á Skíða- móii íslands Á MÁNUDAGSKVÖLD var dregið um í hvaða röð kepp- endur í hinum einstöku grein- um Skíðamóts Islands skyldu ræstir, en það getur haft nokk- uð mikla þýðingu jafnvel áhrif á úrslitin í hvaða röð menn lenda, einkum þó í göngu. í 17 km göngu (A- og B-fl.) verður Þorsteinn Sveinsson, R, ræstur fyrstur, 2. Steinn Símon- arson, Sigl., Jón Jónsson, HSÞ., verður ræstur nr. 7, Jón Þor- steinsson, Sigl., nr. 8, Erl. Ste- fánsson, Sigl., nr. 11, Gísli Kristjánsson, R, nr. 12, Jóhann Jónsson, Strand., nr. 13, Ásgr. Stefánsson nr. 14, Jónas Ásgeirs son nr. 16, Guðm. Guðmunds- son nr. 17.og Haraldur Pálsson nr. 19. í stökki (A- og B-fL) byrjar Haraldur Pálsson, í svigi karla (A-fl.) Björgvin Júníusson, Ak. í bruni karla (A-fl.) Jón Þor- steinsson. í A-fl. kvenna í bruni verður Aðalheiður Rögnvalds- dóttir, Siglf., ræst fyrst, en í svigi kvenna (A-fi.) er Helga R. Júníusdóttir, Ak., ræst fyrst. Anglíafundur annað kvöld ANGLÍA, bresk-íslenska fje lagið heldur skemtifund í Odd- fellowhúsinu annað kvöld kl. 8.45 og verður þetta 5. skemti- fundur fjelagsins á þessum vetri. - Valgarður J. Ólafsson hag- fræðingur flytur þar fyrirlesí- ur um háskóla í Bretlandi, en hann hefir verið nemandi við háskólann í Manchester. — Að erindinu loknu sýnir Kjartan O. Bjarnason kvikmyndir. Eins og venjulega verður dansað til klukkan 1. Amerískur vjelfræð- Ingur við uppsein- ingu vjela í vara- slöðina MEÐAL þeirra er komu með flugvjel AOA, Flagship Reykja vík frá New York í gær, var amerískur vjelfræðingur, sem hafa rnun umsjón með uppsetn- ingu vjel í hina nýju varastöð við Elliðaár. Maður þessi heitir Mr. Gau- dette. Hann er hingað kominn á vegum firmans General Elec- tric, sem smíðaði aðalvjelasam- stæðuna í varastöðina, og mun hann sjá um uppsetningu vjel- anna fyrir verksmiðjuna. Steingrímur Jónsson raf- magnsstjóri skýrði blaðinu frá þessu í gær og gat þess um leið, ag vjelar þessar væru væntan- legar til landsins með næstu skipum að vestan. Togarar þessir seldu í Fleet wood, Grimsby og Hull. Flest ir þeirra seldu.þó í Fleetwood. Þar seldu þessir afla sinn: Óli Garða 2691 kit, fyrir 7699 sterlingspund, Sindri 1895 kit fyrir 5948 pund, Faxi seldi 2716 kit fyrir 8823 pund, Drangey seldi 2570 kit fyrir 7675 pund, Vörður 2692 kit fyrir 7739 pund, Belgaum 2794 kit fyrir 8695 pund og Þórólfur 3412 kit fyrir 10.130 pund. í Grimsby seldu: Gylfi 3850 kit fyrir 11.291 pund, Helga- fell 2682- kit fyrir 8344 pund, Maí seldi 2656 kit fyrir 8210 pund og Viðey seldi 3077 kit fyrir 9587 pund. — f Hull seldi Baldur 3052 kit fyrir 9513 sterlingspund. Sundmóii fresiað ÁKVEÐIÐ hefir vgyið að fresta sundmóti KR, sem ráð- gert hafði verið að færi fram á morgun. Verður mótinu frest- að um eina viku, til fimtudags- ins 27. þ. m. Er þetta gert vegna veik.inda- forfalla margra sundmannanna. Vörusklfiajöfnuö- urlnn éhagstæöur Vöruskiftajöfnuðurinn í febrúarmánuði s.l. var óhag- stæður um 15 miljónir króna. Samkvæmt skýrslum Hag- stofunnar nemur verðmæti innfluttrar vöru 27 milj. en út fluttrar 12 milj. Fyrstu tvo mánuði þessa árs er vöru- skiftajöfnuðurinn óhagstæð,- ur um 47 milj. Verðmæti út- fluttrar vöru nema 21 miljón en innfluttrar 68 milj. lcróna. Nanna Egilsdóitlr fær ágæiar við- iökur í Hafnarfirði NANNA EGILSDÓTTIR hjelt söngskemtun í Bæjarbíó í Hafn arfirði s.l. sunnudag við fá- dæma góðar undirtektir. Bár- ust henni fjðldi blómvanda og varð að syngja mörg aukalög. Forseti íslands og biskupinn yfir Islandi voru gestir söng- konunnar á söngskemtuninni. Wade keppir í Keflavík Keflavík, þriðj udag. SfÐASTLIÐINN sunnudag tefldi skákmeistarinn Wade fjölskák við Skákfjelag Kefla víkur. Teflt var á 25 borðum. Leikar fóru þannig, að Wade vann 16 skákir, tapaði 6 og gerði 3 jafntefli. Þeir, sem unnu voru: Jón Kr. Jónsson, Gestur Auðuns- son, Hjálmar Theodórsson, ólafur Þórðarson, Valgeir Jónsson og Páll Jónsson. Jafntefli gerðu: Ari Ara- son, Kristján Theodórsson og Vilhjálmur Halldórsson. Páll Jónsson, einn af þeim sem unnu, er 12 ára gamall oog þykir mjög efnilegur skákmaður. Taflið stóð yfir í sex tíma og var mikill fjöldi áhorfenda allan tímann. — Tvær íkviknanir SLÖKKVILIÐIÐ var tvíveg- is kallað út í gærdag. í fyrra' skifti að Grettisgötu 46 og í hið síðara að bragga við Defensor- stöðina. — Bragginn skemdist nokkuð, en ekki ufðu teljandi • skemdir við brunann að Grett- isgötu 46. Þar hafði kviknað í geymsluskúr og nokkur eldur var þar, er slökkviliðið kom á vettvang. En fljótlega tókst að' ráða niðurlögum hans. I bragganum við Defensor- stöðina er bílaverkstæði. Þegar komið var þangað var mikill eldur í bragganum og urðu á honum talsverðar skemdir. — Einn bíll var þar inni en hann skemdist ekki. Bílsfjórar í Keflavík og hjer deila um salifluininga Frá frjettaritara vorum, í Keflavík, þriðjudag. UNDANFARNA daga hef- ur Btaðið yfir skæruhernað- ur milli vörubílstjóra i Reykjavík og vörubílstjóra í Keflavík og annarsstaðar af, Suðurnesjum. Vörubílstjórar Þróttar Reykjavík hafa undanfariðj meinað Keflavíkurbílstjórunl að taka salt og kol við skips- hlið í Reykjavík og ilytja það| hingað suður til Keflavíkur, enda þótt það hafi tíðkast undanfarin ár. Þá eru atvinnu; rekendur og útgerðarmenn, hjer í Keflavík samnings- bundnir við Vörubílastöð! Keflavíkur um að láta hana, annast tilla flutninga og aðrai vinnu sem þeir ráða yfir. Þróttarbílstjórar hafa þrá- faldlega meinað Keflavíkur- bílstjórum að fá vörur sínaí afhentar á bíla sína, svo þeir hafa orðið að fara tómhentii’ til baka. Þróttarbílstjórar] gera kröfu til þess að annast alla flutninga frá skipshlið á| móti Sunnanmönnum. Keflvíkingar telja sig afturi á móti hafa lagalegan og sið- ferðilegan rjett til þess aði annast sjálfir flutninga á sín; um eigin vörum eins og veriðl hefui', og neita að semja þenil an rjett af sjer. Mál þetta hefur komið fyí ir stjórn Alþýðusambands ís- lands og hefur hún ekki; treyst sjer til að fella úrskurðj í málinu, enda þótt svo hafi verið gert áður í máli sama; eðlis. Deila þessi eða skæruhern; aður er óleyst enn þá og hafa útgerðarmenn horfið að| því ráði að taka saltið í skip í Reykjavík óg flytja það hingað, til þess að forða vandl ræðum og fiski frá skemdum. Alþýðusambandið hefur! ekki reynst þess megnugt að leysa þessa innbyrðis deilu og þannig valdið Sunnanbílstjór um miklu atvinnutapi og hvorki leyft eða bannað aði vörubílstjórar í Reykjavílc hindruðu með ofbeldi atvinnu stjettarbræðra sinna í Keflai Finnar vinna 50 j km skfðagöngu í Svíþjóð 1 Á ALÞJÓÐA-SKÍÐAMÓTI, sem haldið var í Sundsvall í Svíþjóð áttu Finnar fyrsta og þriðja mann í 50 km. göngu, en Svíþjóð átti annan mann, GunU ar Karlsson. í stöklci voru Norðmenn ! fjórum fyrstu sætunum. Voru það Hoeþ Amdal, Asbjörn Ruud og Schelderup. Svíai' áttu fimta mann og Finnar sjötta. — G. A. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.