Morgunblaðið - 28.03.1947, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.03.1947, Qupperneq 6
« MORGUNBLAÐl'tí Föstudagur 28. mars 1947 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Farísea-háttur FORMAÐUR Framsóknarflokksins Hermann Jónasson birti langa grein 1 Tímanum í gær undir fyrirsögninni: „Syndakvittun og kosningasigrar“. Ræðir hann um það í prjedikunartón hvílík villa það sje að trúa á kosningasigra og aldrei geti þeir orðið nein syndakvittun fyrir unnin eða óunnin pólitísk afbrot. Mundi þessi sannleikur nokk- uð kunnur áður, að minsta kosti utan Tímaliðsins, þó eigi hefði Hermann eytt svo miklu rúmi til þess að sannfæra lýðinn. Auðsjeð er þó á grein þessari, að til þess er ætlast að öllum skeytum þessarar tegundar beri að stefna að fylgjendum fyrverandi ríkisstjórnar og ráðherrum henn- ar. Það leynir sjer ekki, að undirstraumurinn í allri grein- inni er greinilega merktur hinum frægu orðum faríse- anna gömlu, þessum: „Jeg þakka þjer Guð, að jeg er ekki eins og aðrir menn“. Gegn um alla greinina gengur þessi hugsun eins og rauður þráður. Sjálfsagt hefir Hermann Jónasson mikið að þakka í þessu efni því mörg hans einkenni eru nokkuð sjerstæð og ber það síst að lasta. Hitt er ekki áður- kunnugt að hann hafi ekki gefið nokkuð mörg kosningaloforð sem ekki hafa síðar speglast í verkum og reynslu. Að minsta kosti undruðust margir við fjárlagaumræð- urnar á dögunum þegar Hermann gaf þá yfirlýsingu með mikilli áherslu, að Strandasýsla væri vegasambands laus meginhluta ársins. Vill hann nú fá þangað 300 þús. kr. í einn veg sem fyrverandi stjórn ljet 325 þús. kr. í á árinu 1946. Hermann er sem kunnugt er búinn að vera þingmað- ur Strandamanna í nærri 13 ár og þar af 8 ár forsætis- ráðherra. Er annaðhvort að hann hefir aldrei lofað Strandamönnum vegasambandi, eða að hann hefir fyrst vaknað þegar fyrverandi ríkisstjórn hóf sína framfara- stefnu og þegar Hermann hafði engin ráð sjálfur. ★ Annars er það svo, að engir flokkar og sennilega fáir írambjóðendur eru að fullu sýknir saka í því efni, að gefa loforð sem ekkijcoma fram í verki. Um marga menn er það þó svo, að þeir gefa þau ein loforð í kosningum, sem þeir gera sitt ítrasta til að efna þegar þeir komast á þing og í sjálfu sjer er ekki hægt að heimta meira. Setjum nú svo, að Hermann Jónasson sje einn þessara manna og væri það gott fyrir hann og hans kjósendur, þó eigi sjeu þeir allir hrifnir af framkvæmdum sýslu sinnar frá hálfu þess opinbera. Hitt er víst, að enginn flokkur á íslandi hefir gefið eins mikið af kosningaloforðum eins og Framsóknarflokkurinn og enginn annar flokkur heldur svikið nánda nærri eins mikið sem hann. Ekki getur sá flokkur heldur eða Her- mann formaður fyrir hans hönd, afsakað sig með því, að hafa ekki haft tækifæri til þess að efna sín kosningalof- orð. Framsóknarflokkurinn hafði ríkisstjórn samfleytt í 15 ár og til viðbótar komu 2 ár þegar starfaði utanþings- stjórn, sem var fyrst og fremst Framsóknarstjórn. ★ Tækifærin fyrir Framsóknarflokkinn hafa því síðustu 20 árin verið margföld á við hina flokkana hvern um sig. En þau hafa ekki verið notuð. Loforðin hafa margsinnis verið gefin um að lagfæra alt, sem aflaga hefir farið í okkar þjóðfjelagi og nægir í því efni að minna á allan tillögu morandan frá flokksþingum Framsóknarmanna hverju af öðru. En loforðin hafa verið svikin í flestum greinum. Þess vegna hefir kosningasigrunum fækkað. Þess vegna er flokkurinn smátt og smátt að klofna. Þess vegna eru foringjarnir ósammála. Þess vegna eru sumir þeirra í röðum á svörtum listum, og þess vegna er meira og meira af sveitum landsins að fara í auðn. Fariseahræsnin er þess vegna á hápunkti þegar Tíma- liðar telja sig þess umkomna, að birta ritgerðir í hug- vekjustíl um kosningaloforð og kosningasvik annara stjórnmálaflokka. DAGLEGA LÍFINU Brjef frá skattstjóranum. ÞAÐ er víst engin hrifning hjá þeim, sem fá brjef frá skattstjóranum um þessar mundir, en það eru samt ekki svo fáir, sem fá slíkan póst. Skattaframtal þeirra hefir þá ekki verið talið fullnægjandi og beðið er um nánari upplýs- ingar. Það er trúlegt, að mönn- um. sem kallaðir eru til við- tals við skattstjórann sje líkt innanbrjósts og skólastrák, sem hefir gert prakkarastrik og er kallaður til fundar við skóla- stjórann, þar sem hann verður að standa fyrir máli sínu. En það var einkum eitt sjerstakt brjef frá skattstjór- anum, sem jeg ætlaði að segja frá. Það er nokkuð flókið mál. Kunningi minn einn sýndi mjer það- á dögunum og spurði mig ráða hvað hann ætti að gera. Hvar er konan? HVAR ER KONAN? er mál- tæki hjá Frökkum. Og þannig spurði einmitt skattstjórinn í brjefinu til kunningja míns. Hann var krafinn sagna um hver konan hans væri, hvenær- hann hefði gengið í heilagt hjónaband, en aðalatriðið var þó, að fá að vita hverjar tekj- ur konunnar hefðu verið á síð asta ári, „vegna ófullnægjandi framtals". Nú vildi svo til, að kunningi minn er rjett nýkominn yfir lögaldur sakamanna, en hefir enn ekki fest ráð sitt. Vandræði hans voru þessi: Það er enginn vandi að sanna fyrir skattstjóranum, eða hverj um sem er, að maður sje gift- ur. Leyfisbrjefið og giftingar- vottorðið segir til um það, svo ekki verður um vilst. En hvern ig á að sanna, að maður sje ekki giftur? Hver getur gefið vottorð um það? Aumingja pilturinn átti ekki einu sinni hjákonu. því hvernig á ógiftur maður að eiga slíkt og þótt svo hefði nú verið, þá eru víst engin lög um það, að gefa eigi upp tekjur þeirra. Peninga-radar. OG úr því farið er að tala um skattstjóra-og skattborgara og áhyggjur þeirra, þá er ekki hægt að ganga frá orðrómin- um,, sem gengur staflaust um bæinn, að skattstjórinn hafi mikinn hug á, að líta ofan í handraðann hjá ýmsum mönn- um. Þar geti falist ýmislegt, sem aldrei hefir á skattskýrsl- ur komið. Bæjarverkfræðingarnir voru betur ’ settir, en skattstjórinn, hjer á árunum, þegar þeir voru að kynna sjer hvort fólk not- aði vatn til óþarfa og sírensl- is. Þeir höfðu tæki til að hlusta eftir vatnsrenslinu og enginn komst upp með óhóf. Það væri nú heldur en ekki matur fyrir skattstjórann, ef hann fengi tæki til að skoða' ofan í handraðan, undir höfða- lagið og í hvern sokkbol á land inu. — Hamingjan góða, ef þeir færu að finna upp ein- hverns konar peninga-radar. Það væri öruggara, en nokk- ur innköllun peninga, sem svo mikið er talað um! • Ástæðulausar áhyggjur. EINN amerísku blaðamann- ana, sem hjer var á dögunum, sendir mjer línu frá New York til að „þakka fyrir síðast“, en það er siður, sem hann lærði fyrsthjer á íslandi. Hann læt- ur vel yfir ferðinni og segist ætla að koma aftur við fyrsta tækifæri. Og svo segir hann: „En þið íslendingar þurfið , ekki að vera eins viðkvæmir og afsakandi út af veðráttunni ykkar, eins og mjer virtust þið vera. Þið voruð sífelt að af- saka snjókomuna og fullvissa okkur um, að þetta væri ein- stakt. Jeg skal segja þjer það í einlægni. að íslendingarnir höfðu meiri áhyggjur af veðr- inu en við. Og svona til að hugga vini mína á Islandi, skal jeg segja þeim þáð, að það var miklu harðari veðrátta þegar við komum til New York, held ur en var nokkru sinni á með- an við vorum í Reykjavík11. Kvartanir. EN því miður hefir heyrst kvörtun frá öðrum gestum, sem hjer voru nýlega á ferð. Það er frá frændum vorum, blaða- mönnunum frá Svíþjóð og Nor egi. Þeir fengu ekki inni nema í braggahótelinu Winston og segja, að þar hafi aðbúnaður verið hinn kuldalegasti. Það hafi lekið á þá og þeir hafi skolfið úr kulda, þótt þeir hefði vafið sig yfirhöfnum sínum á nóttunni. Það er leiðinlegt að geta ekki boðið aufúsugestum upp á sæmileg herbergi til að sofa í á meðan þeir dvelja hjer. Þarf ekki að hafa um það fleiri orð, því öllum er Ijóst, að gisti húsvandræðin eru okkur til stórtjóns og leiðinda fyrir gesti okkar. En hvað verður gert til að bæta úr? • Of naumur tími. SENDIHERRA íslands í Was hington og ræðismennirnir, sem komu með fyrstu ferð ,,Reykjavíkur“ frá Ameríku, áttu að leggja af stað véstur í gærkveldi. Þeir hafa staðið hjer stutt við að þessu sinni, en not- ið dvalarinnar,. að því að þeir sögðu mjer. Verst þótti þeim að geta ekki fengið tækifæri til að hitta fleiri kunningja og vini, en raun varð á. En þeir voru sífelt á ferðinni. Grettir L. Jóhannsson, ræðismaður í Winnipeg, kvartaði yfir því, að hann hefði ekki getað hitt alla að máli, sem hann langaði til að tala við og þegar Thor Thors send’Jierra tók á móti í utan- ríkisráðuneytinu í fyrradag voru allir gangar fullir af fólki, sem ætlaði að ná tali af honum. En það var gaman að fá þessa fulltrúa íslands hingað, þótt ekki væri nema í snögga ferð. Ferðin hefir vonandi orð- ið fyrir þá „óvænt uppbót á til- veruna“, eins og Árni Helga- son ræðismaður í Chicago orð- aði það, er hann kom út úr flugvjelinni á dögunum. ---- -----------------------------------------------—-------1 MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . I —■—*■—-—■■—•— —•—■■—■■—>■—■■—■■—■■—■■—■+ Lefingjar verða ekki langlífir „Nature“, þar sem þeir stað- festa þessa skoðun. ! getum vænst að hafa á lífsleiö- inni. Heilafrumur geta ekki „Hafi heilafrumur okkar margfaldað sig sjálfar; frunulr ekkert að starfa,“ segja Þjóð- verjarnir, „erum við að grafa okkar eigin gröf.“ þriggja fyrstu áranna verða að duga okkur það sem eftir er ævinnar. GÖTHE lauk við að rita ,,Faust“ þegar hann var 82 ára gamall, var ennþá fullur af starfsgleði og jafnvel kendur við meir en eina konu. Þar til Victor Hugo ljest 83 ára að aldri, var hann ennþá þrótt- mikill og skapandi rithöfund- ur. Michelangelo starfaði enn að listaverkum sínum, er hann var kominn á áttræðis aldur. Corot málaði eitt af hinum ó- dauðlegu listaverkum sínum á áttugasta afmælisdegi sínum. Vísindamenn, sem reynt hafa að komast fyrir um orsakir langlífis, benda á, að ofan- greindir listamenn hjeldu stöð- ugt áfram hinni skapandi list- iðju sinni. „Leiðindi“, segja þessir sömu vísindamenn, „er hættuástand bæði líkamlega og andlega. Ekki einn einasti let- ingi nær háum aldri; þeir ein- ir verða garnlir, sem hafa nóg að gera“. Tveir þýskir vísindamenn, Oskar og Cecile Vogt, hafa rit- að grein í breska vísindaritið Þeim fellur vinnan vel. Langlífi okkar byggist að verulegu leyti á ástandi heila- frumanna. Hafi þær nóg að gera, styrkjast þær og allar líkur eru fyrir því, að við ná- um háum aldri. Sjeu þær látn- ar ónotaðar, rýrna þær og við deyjum fyrir tímann, vegna þess að hinar iðjulausu heila- fruipur bila, gefast upp. Það eru hundruð frumuteg- unda í heila mannsins. og hver gegnir sínu sjerstaka, ákveðna hlutverki. I sameiningu eru þær svo nokkurskonar aðal- bækistöð og stjórna líkamanum á rólegan og dugandi hátt. Er við höfum náð þriggja ára aldri, höfum við eignast allar þær heilafrumur, sem víð Dauðar frumur. Ef heilafruma deyr, er hún glötuð með öllu, engin kemur í staðinn. Deyi aðeins nokkrar, er ekki líklegt eð það hafi svo ýkjamikil áhrif á 'framkomu okkar og líkama. En ef heill frumuflokkur deyr, mun ein- hver hluti af líkama okkar hætta að starfa. Þannig er það, að ef taugar þær, sem stjórna hægri fætinum, deyja, þá visn- ar sá fótur. Leyndardómur langlífis, segja þýsku vísindamennirnir, er að styrkja heilafrumurnar með því að láta þær hafá nóg að starfa. Þeim fellur vel við fjör og framtaksemi og eflast við það, að maðurinn hugsar og starf- ar. Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.