Morgunblaðið - 03.04.1947, Side 8

Morgunblaðið - 03.04.1947, Side 8
8 MORGUNBLASIÖ Fimtudagur 3. apríl 1947 i tn Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands. kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Tokum höndum saman PÁSKALEYFIÐ er hafið. Þetta er annað lengsta frí ársins hjá mörgum kaupstaðabúum. Það stendur í fimm ríaga. En hvernig verja menn frídögunum? Fjöldi æskumanna, kvenna og karla hjer í höfuðborg landsins nota frídagana til skíðaferða á fjöllum. Sumir leita langt inn í óbygðir, til jöklanna og dvelja þar. Aðrir leita til skíðaskálanna í nágrenninu, og eru þeir allir fullskipaðir. Enn aðrir láta sjer nægja að fara að morgni og koma heim aftur að kvöldi. Þessi sókn til fjallanna í páskaleyfinu er orðinn fast- ur siður fjölda fólks, einkum hinna yngri. Hann er lofs- verður, því að þeir sem temja sjer fjallgöngur í frístund- um sínum sækja í sig kraft og þrótt með útiverunni ★ Vafalaust verða þeir margir, sem leggja leið sína í aust- urátt að þessu sinni, í áttina til Heklu, til þess að sjá með eigin augum náttúruundrin, sem þar eru að verki. Verður því án efa margt um manninn í nágrenni Heklu frídagana. Rjett þykir að minna þetta fólk á, að það forðist sem mest átroðning á bæjunum. Raunir fólksins í næsta ná- grenni eldstöðvanna er vissulega nógar fyrir, þótt ekki sje að óþörfu verið að baka því fyrirhöfn með því að taka á móti gestum- Á flestum bæjum er og ástandið þannig, að lítt kleift er að taka á móti gestum, vegna fólksleysis og annarra ástæðna. Ættu bæjarbúar að hafa þetta í huga. Þeim ber að sýna nærgætni og forðast alla óþarfa á- níðslu. Þeim er vorkunnarlaust að búa sig þannig, að ekki þurfi þeir að vera upp á aðra komnir. ★ Annars er ekki úr vegi að sá stóri hópur manna, sem til þessa hefir ekki haft önnur kynni af Heklugosinu en þau, að hafa úr fjarlægð horft á þessi undur náttur- unnar og orðið hrifið af þeirri sjón, noti einnig páskana til að íhuga ástandið hjá því fólki, sem harðast hefir orðið úti af völdum hamfaranna úr Heklu. Erfiðleikar og raunir þessa fólks varða þjóðina alla. Og það þarf áreiðanlega ekki að minna Reykvíkinga á að gera skyldu sína, ef til þeirra verður leitað um aðstoð í þessu efni. ★ Oft höfum við íslendingar dáð forfeðurna fyrir þraut- segju, dug og þrek í sambandi við eldgos fyrr á öldum, og allar þær hörmungar sem dundu þá yfir varnalausa þjóðina. Er hugsanlegt, að kynslóðin sem nú lifir sje það þrekminni en forfeðurnir, að hún láti bugast við fyrstu raun? Þó er ólíku saman að jafna nú eða þá. Nú eru greið- ar samgöngur um alt land. Nú eru vísindamenn komnir á eldstöðvarnar strax í byrjun gossins og fylgjast með cllu, sem þar fer fram. Þeir senda jafnharðan leiðbeining- ar til fólksins um alt, sem máli skiftir. Þjóðin er vissu- lega þannig stödd í dag, að hún er þess megnug að hjálpa lólki, sem harðast verður út'i af völdum eldgosa. Alt þetta rifjast upp fyrir mönnum nú, við þau hörmu- legu tíðindi, að bændur í Inn-Fljótshlíð sjeu staðráðnir í að skera niður sauðfje sitt, og hafa að engu boðna aðstoð ríkisins til bjargar búpeningnum. Svo furðuleg er þéssi fregn, að menn fást ekki til að trúa henni. Það er skylda ríkisvaldsins að koma í veg fyrir slíkar aðgerðir. Þær yrðu engum til góðs- Það væri uppgjöf. Það er fásinna að láta sjer detta í hug, að ekki sje hægt að bjarga f jenaðinum á öskusvæðinu. Auðvitað er það skylda ríkisvaldsins og þjóðarinnar allrar, að aðstoða við þá björgun. Þótt vonleysi hafi gripið fólkið á öskusvæðinu í dag, þegar það sjer auðnina og eyðilegginguna hvert sem litið er, má ekki gleyma gróanda náttúrunnar. Oft hefir ömur- legra verið um að litast eftir eldgos en nú, og samt hefir batinn komið furðu fljótt. Látum ekki hugfallast. Tökum höndum saman og björg- um því, sem bjargað verður. \Jilwerjl óbripat': ÚR DAGLEGA LÍFINU Langa fríið. Nú er langa fríið að byrja hjá mörgum. Lengsta frí árs- ins að undanskildu sumarfrí- inu. alls heilir fimm dagar. Það má nota það, en er þó bæði vel notað, og misnotað, eftir því hvernig menn skoða frí. Sumir telja^ að fríin sjeu eingöngu til að skemta sjer. Vilja hafa ,,líf og glaða daga“. Aðrir nota sjer frí frá daglegum störfum til þess .að hressa sig, annaðhvort andlega, eða líkamlega. Og loks eru þeir, sem gera hreint ekki neitt og eru ánægðastir með það. Ferðalög eru orðin algeng um páskana hjá kaupstaða- fólki, Skíðaskálar allir eru yf- við og jafnvel sæluhús á fjöll- um uppi. Fer mest eftir veðri, hvernig ferðalögin hepnast. Því er alment trúað að hret komi einhverntíma um páskana og vill oft svo til, en sjerstök ó- heppni er það ef skíðafclk og ferðagarpar fá ekki að minsta kosti einn dag góðan. En nú verður straumurínn vafalaust til Heklu fyrst og fremst Það öfundar víst eng- inn sveitafólkið á bæjunum íj grend við Heklu, sem verður að taka á móti öllum þeim ara grúa af fólki, sem sækir það heim um páskana. • Engin blöð í fimm daga. JAFNVEL blaðamenn fá frí um frá störfum um páskahelg- ina, en þeir hafa yfirleitt ekki mikið af slíkum lúxus að segja. En það eru prentararnir sem segja til. Án þeirra er ekki hægt að gefa út blöð og þeir hafa tekið upp sið margra ann- ara stjetta, að vinna ekki á laugardag fyrir páska. Það er svo mörgum, sem ekki þykir taka því, að vera að fara. til vinnu þessa stuttu stund á laugardeginum. Ekki mun það þó stafa af trúarleg- um ástæðum, "heldur af ein- hverju öðru. Gott eiga þeir, sem geta hvílt sig og látið sjer líða vel. Islendingar eru eina þjóðin í heiminum, sem tekur lífinu svo með ró, að hún leyfir sjer, að hætta störfum í heila fimm daga. Ætti það að benda til þess að við sjeum komnir lengra í fjelagslegri þróun. Eða ætli það sje ekki rjett athugað? • Undirbúningur samskota UNDIRBÚNINGUR undir samskot fyrir fólk á gossvæð- inu mun vera hafinn, eftir því sem jeg hefi frjett og hefur sýslumaður Rangæinga for- göngu í því máli, ásamt öðrum forystumönnum hjeraðsins. en ákveðið hefur verið að fresta því að hefja söfnun þar til eftir páska. • Heklumerki. DANSKUR verkamaður sendir mjer línu og hefur hann | fengið líka hugmynd og stung- ið var upp á hjer í dálkunum í gaer, en það er að hjálpa beri þeim, sem orðið hafa illa úti vegna hamfaranna í Hekhi. En hann hefur þá hugmynd, að gera ætti brjefmerki einskon ar frímerki af Heklu gjósandi, sem selt yrði frekar háu verði, en það sem inn kæmi gengi til hjálpar nauðstöddu fólki. Hugmyndin er ekki slæm. En illa lýst mjer þó á frjettirn ar, sem berast úr Fljótshlíð- inni,. að bændur ætli sjer að skera niður 1800 fjár, þegar komið er fram á vor og ærnar komnar að burði. Ætli það sje nauðsynlegt, að hlaupa að því að lítt hugsuðu máli. Skynsam legri. virðist ráðstöfun bænda, sem búa undir Eyjafjöllum, sem ætla að koma fjenaði sín- um fyrir í högum nágrannanna. • Tveir flokkar OG ILLA er vana brugðið, ef þetta verður ekki mikið hita- mál austur þar og jafnvel víð- ar. Menn munu skiftast í tvo flokka, niðurskurðarmenn og hina,. sem ekki vilja drepa fje. Kanske fer þetta út í pólitík og þá er ekki að spyrja að því. að skynsemin verður að víkja. Það er mitt álit að minsta kosti. Ástandið er alvarlegt hjá bændunum, sem sjá gróður jarðar hverfa undir kolsvarta eldfjallaöskuna, en betra væii að hafa vísindamenn með í ráðum og heyra álit þeirra, áð- ur en gripið er til örþrifaráða. Þegar slys verða, eða nátt- úruhamfarir. er hætta á að menn missi jafnvægið og grípi til einhvers, sem þeir sjá eftir síðar meir. En ólánið er nógu stórt, þó að ekki verði það gert stærra, Bjartari kvöld STRAX á páskadagskvöld tekur birtan að kvöldinu til langt stökk hjá okkur hjer á landi. Það á að flýta klukk- unni aðfaranótt sunnudagsins um eina stund og þess vegna verður bjart klukkust. lengur fram eftir á sunnudag, en á laugardag. Það var skynsamleg tillaga, sem fram kom og sam- þykt var á Alþingi að klukk- unni skyldi ekki flýtt fyr en fyrsta sunnudag í apríl, í stað fyrsta sunnudags í mars, eins og áður tíðkast. Vorið er að koma og dagarn ir lengjast. Gleðilega páska. MEÐAL ANNARA ORÐA . . .. Á Moskvafundinum er margf að sjá RÁÐSTEFNA utanríkisráð- herranna í Moskva hefur nú um alllangan tíma verið for- síðufrjett blaða um allan heim. Hvert einasta orð utanríkisráð herranna hefur verið skrað og frjettamenn eru önnurn kafnir við að spá hver áhrif Moskva- fundurinn muni hafa á framtíð ina, hvort samkomulag verði að lokum um þetta eða hitt at riðij hvers vænta megi að Marshall og Bevin, Bidault og Molotov geri á morgun. Minna hefur verið sagt ura undirbúning ráðstefnunnar og umb^erfi hennar. Time birtir þó nýlega greinarkorn í sam- bandi við komu bandarískra frjettamanna til Moskva. Þar segir. meðal annars: Leiðbeiningabæklingur. Að minsta kosti Bandaríkja- mennirnir höfðu verið búnir undir það versta, er þeir komu til Moskva. í 11 blaðsíðna bækl ing var þeim skýrt frá vega- brjefum .... máltíðum, sem gætu jafnvel kostað 10 eða 20 dollara. hvernig fá mætti brjef að heiman, skortinum á flutn- ingjatækjum og vöntuninni á fathreinsun á staðnum. Þá var þeim sagt að láta bólusetja sig við ýmsum sjúkdómum og hafa meðferðis ullarfatnað og hlý prjónavesti. Rússar undirbjuggu sem best ar viðtökur. Hópar verka- manna fóru um með kústa og pensla í hótelum og stjórnar- byggingum. Flestir hinna 500 erlendu ferðamanna fengu að setur, í hinu 15 hæða Moskva- hóteli, en það er aðeins tíu ára gamalt og það besta i höfuð- borginni. Hótelið snýr út að Mangzh flotatorgi, en öðru megin við það er bandaríska sendiráðið og Moskvaháskóli, hinum megin gul hús og hinir turnum skrýddu veggir Kreml ins. Sunnanmegin snertir það Rauðatorgið, en í norðurátt sjest upp Gorkystræti til póst- hússins og símabyggingarinnar. i-j -. ■ . ! <*.'i u iifa.. Ferðaskrifstofa. í marmaraanddyri Moskva- hótels var aukið við enskumæl andi starfsmenn ferðaskrifstof unnar. Þetta starfsfólk slciþar mönnum í herbergi, úthlutar matvælaseðlum, útvegar leik- húsmiða, sjer um kynnisferðir og gefur holl ráð um veitinga- hús _og næturklúbba. Einn af helstu næturklúbbunum er á efstu hæð sjálfs Moskvahótels, en gegnum hina stóru glugga hans er gott útsýni til Kremlin. Danshljómsveit leikur þarna næstum alla nóttina. . í Metropole hóteli eru þjón- arnir komnir í ný svört föt og hvítar skyrtur, hljómsveitin hefur verið stækkuð og áfengið aukið í vínkjallaranum. Þá hef ur einnig verið sett upp nýtt látúnsgrindverk kringum gos- brunninn á miðju dansgólfinu. Brunnur þessi, sem einu sinni var notaður til að geyma í glæ nýjan fisk handa gestunum varð fyrir löngu síðan víðfræg ur sgm hættulegur vodkafull- um næturhröfnum. Búa í sendiráðunum. Forystumenn sendinefnd- anna á Moskvafundinum búa á sendiráðsskrifstofum sínum .. Marshall og nokkrir aðstoðar- manna hans fóru til Spaso- hússins, bandaríska sendiráðs- ins, þar sem Bedell Smitt sendi herra ljet utanríkisráðherran- um í tje íbúð sína. Marshall og bandaríska sendinefndin mun starfa í bráðabirgðaskrifstof- um. sem komið hefur verið fyr ir í danssal og billiardherbergi sendiráðsins. Bevin hefur kom ið sier líkt fyrir í breska sendi- ráðinu, hinni gamaldags Sofisk ayahöll andspænis Kremlin við Moskvufljot.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.