Morgunblaðið - 03.04.1947, Blaðsíða 9
Fimtudagur 3. apríl 1947
MOHGUNBLAÐIÐ
9
BRESKA ÞJÓÐIN BÝR VIÐ SKORT
TÖKUM dæmi um enskan
hálaunamann — það er að
segja, sem er kallaður hátt laun
aður í Englandi —. Ef hann
fær 120 dollara á viku en á
konu og tvö börn, verður hann
að greiða 38 prósent í tekju-
skatt til ríkisins. Ef hann á bif-
reið, verður hann að greiða ár-
lega skatt af henni? sem nemur
50 til 100 dollurum. Hann fær
átta til sextán gallon af bensíni
á mánuði, en hvert gallon kostar
50 cent, og er það auðvitað að
mestu leyti skattur.
Þrefalt húsverð.
Ef hann vantar — og er svo
heppinn að geta fengið — smá-
hús í einhverju úthverfinu,
kjallaralaust, óeinangrað og án
miðstöðvarkyndingar, mun það
kosta hann um 12,000 dollara,
eða þrefalt verð þess 1938. Ef
honum finnst hann þurfa endi-
lega að kaupa eitthvað, getur
hann leitað í auglýsingum á not
uðum vörum, eins og þeirri, sem
jeg sá í New Statesman: „Eitt
eintak af Forever Amber, græn
rúmábreiða (full stærð) án
skömmtunarseðla og aluminiuri
ketill“.
Eiginkona hans mun standa
í biðröðum við hverja búð og
kaupa það sem hún fær. Að
tveim eða þrem búðum undan-
teknum getur hún hvergi fengið
því skift, seip hún hefir keypt,
hvað þá fengið peningana aft-
ur. Hversu mikið, sem hún hat-
ar kaupmanninn; má hún bakka
fyrir að fá tvö sæmilega ný egg
hálfsmánaðarlega og þrjár
appelsínur við og við.
Fjölskyldan getur heldur
ekki notið þess að borða á veit-
ingahúsum. Hún hefir þá
reynslu af baltneskum þrjótum
og flóttamönnum, sem virðast
reka flest veitingahús í London
að hún mun heldur kjósa að
borða heima.
Eitt kvöld í West End nægir
til að fullvissa þau um, að hin
gamla einlæga kurteisi og virðu
leiki Lundúna er horfinn, ef til
vill fyrir fullt og allt. Nú er
West End orðin Broadway vesa
linganna. Það er í West End,
sem þú finnur einu mennina,
sem eru skattfrjálsir í þessu
landi. Það eru þeir, sem selja
á svörtum markaði, innbrots-
þjófar, fjárhættuspilarar og
skækjur. Tekjur af óheiðarleg-
um atvinnurekstri er þó að
minnsta kosti óskattlagður.
Fólkið er yfirleitt hvorki fram
gjarnir kapitalistar nje sann-
færðir sósialistar. Það býr í
Ijósaskiftum þessara tveggja
stefna og fær það versta úr þeim
báðum.
Afleiðingarnar koma ekki að-
eins fram í lækkun siðgæðis-
ins, heldur engu síður í áhuga-
leysi, sem lýsir sjer í litlum af-
köstum í námum og verksmiðj-
um, fjölgandi afbrotum, sem
eru óhjákvæmileg og algeng eft
ir styrjöldina, og hinum sorg-
legu tilhneigingum ungra
manna að leita öruggrar vinnu
í hinum vaxandi skrifstofu-
báknum.
Framleiðslan.
Þar sem Bretland á nú allt
undir sínum eigin auðlindum,
án tekna frá öðrum löndum,
munu framtíðarlífskjör þjóðar-
Mikil átök þarf ti! að fleyta Bret-
landi yfir núverandi vandræða-
ástand
Eftir Harold Hutchinson
Síðarí grein
innar fara fyrst og fremst eft-
ir innanlandsframleiðslunni.
Sú framleiðsla er ekki nógu
stór um sig og þessvegna of dýr.
En vegna þess hve hún er dýr,
mun Bretland standast illa sam
keppnina; þegar núverandi sölu
markaðir bregðast. Skýringin
fyrir hinni litlu framleiðslu er
í fyrsta lagi sú, að aðaliðngrein-
ar Bretlands tóku engum fram-
förum fram að styrjöldinni, og
í öðru lagi, að breskir verka-
menn, sem gátu ekki gleymt ár-
um atvinnuleysisins, reyndu að
halda afköstunum litlum, til
þess að geta látið verkið end-
ast sem lengst.
Það er vegna þessa að stjórn
in og hin stóru verslunarsam-
bönd verða nú að leggja áherslu
á aukningu framleiðslunnar um
allt land. „Ef þú erfiðar meira
nú, muntu eiga betri tíma í
vændum", segja auglýsinga-
spjöldin, og: „Fyllið skipin og
við munum fylla búðirnar“.
Stjórnin beinir öllum áróðri
sínum til að fullvissa verka-
mennina um, að hún muni sjá
öllum fyrir vinnu, þeir þurfi því
ekki að óttast atvinnuleysi; og
að afkoma þeirra. yrði þeim
mun betri, sem þeir ynnu betur.
Það er óneitanlega satt, að þessi
viðleitni stjórnarinnar hefir
borið harla lítinn árangur, en
ef til vill stafar þetta af skilj-
anlegri þreytu eftir stríðið.
Lítil afköst.
I sumum greinum iðnaðarins
eru afköst verkamanna sögð
vera aðeins 60 prósent afkast-
anna fyrir stríð. Hæfni þeirra
hefir minkað hlutfallslega
meira, þar sem mörgum göml-
um faglærðum verkamönnum
missir við á hverju ári, og í
mörgum iðngreinum, svo sem
byggingum, hefir enginn ungur
maður getað numið fagið í sjö
ár. Það er einnig mikið um fjar
vistir, einkum í námunum,
vegna þess að menn hafa enga
hvöt til að vinna fyrir meiru
en þeir geta eytt á hverri viku.
Við fáum því ekki nær því full
afköst, þó að allir hafi næga
vinnu að nafninu til.
Þetta er eríiðasta vandamál
okkar heima fyrir. Annað atriði
þessa vandamáls er, að þegar
iðngreinarnar keppa um vinnu-
aflið, vilja ungir menn ekki
leggja fyrir sig að vinna í hin-
um óþrifalegri, erfiðari, hættu-
legri og leiðinlegri atvinnugrein
um, sem eru undirstaða bresks
iðnaðar — námugreftri, járn-
steypu og vefnaði. Heldur
flykkjast þeir til nútíma verk-
smiðja. En með þessu skapa
þeir hættulegt ójafnvægi í iðn-
aðinum; sem hefir þær afleiðing
ar, að helstu vjelaverksmiðjurn
ar og verksmiðjur, sem fram-
leiða ýmsar neysluvörur, sjá
fram á, að tilfinnanlegur skort-
ur verður á kolum og járn-
steypu á þessum vetri.
Skortur á nýju vinnuafli.
Námurnar skortir tilfinnan-
lega nýtt vinnuafl. Þrátt fyrir
það sá jeg stór auglýsingaspjöld
í kolahjeruðum Welsh á þessa
leið: „Látið skrá ykkur í
Palestínu-lögregluna. Það er
æfistarf“.
Við þörfnumst verkamanna í
vefnaðariðnaðinn næstum því
jafn tilfinnanlega og okkur vant
ar námumenn. Ástandið í vefn
aðarborgunum er með því
versta í landinu, og yngri
verkamennirnir fara því ann-
að. Við verðum að beita öllum
ráðum til að fá konur til að
vinna í vefnaðariðnaðinum.
Á liðnum árum varð hús-
móðirin að vinna, til að geta
haldið lífi í ^jölskyldunni. En
ef eiginmaðurinn getur nú
unnið, aflar hann allra þeirra
peninga, sem þau geta eytt, þar
eð kaupið hefir tvöfaldast og
lítið er hægt að kaupa. Ef það
aftrar henni ekki frá að vinna,
verður tekjuskatturinn til þess.
Skattstiginn er þannig gerður,
að konan verður að greiða nær
því helming þess, sem hún vinn
ur inn, í beina skatta, þegar
tekjum hennar er bætt við tekj
ur eiginmannsins^ eins og gert
er við skattaálagninguna. Því
segja þær í Lancashire: „Við
ætlum okkur ekki að vinna fyr-
ir bannsetta stjórnina“.
Nær því allri framleiðslu er
stjórnað af ríkisstjórninni, ann-
aðhvort beinlínis eða með tak-
markaðri úthlutun hráefna.
Þrátt fyrir það, að raforka okk-
ar nægir ekki til að fullnægja
kröfunum, hefir stjórnin leyft
framleiðslu á þrem fjórðu
milljón rafmagnsofna. Fólk
verður að nota rafmagn, þar
eð kolin eru skömmtuð. Það
orsakar of mikið álag og öðru
hvoru rofnar straumurinn
snögglega. Ljósin slokkna og
suðuplatan kólnar. Þetta varir
þangað til mesta álaginu linn-
ir og heimilin fá aftur sinn
skerf.
Til 1950.
Þetta mun haldast fram að
1950 og við því er ekkert hægt
að gera. Iðnaðurinn eyðir miklu
meira rafmagni en fyrir stríð-
ið, og enda þótt við sæjum það
fyrir mörgum árum, máttum
við ekki sjá af einum einasta
manni nje neinu efni frá hern-
aðarframleiðslunni meðan á
stríðinu stóð til að ráðast í að
auka raforkuna. Við höfum þó
byrjað á því núna.
Nær því öll einkenni gamla
Englands eru horfin nema lofts
lagið. Hegðun fólksins hefir
líka hnignað svo, að nú er nauð-
synlegt að festa upp skilti við
neðanjarðar brautarstöðvar,
sem benda mönnum á að kurt-
eisi flýti fyrir. Jeg hefi ekki
ennþá sjeð neinn ungan mann
standa upp í strætisvagni eða
neðanjarðarsporvagni til að
bjóða konu sæti sitt, hversu
gömul, sem hún er, veikluleg
eða hlaðin byrðum. Stundum
stendur gamall gráhærður mað-
ur af gamla skólanum upp, býð
ur sæti sitt og ávítar ungu
mennina hæglátlega. En það
hefir engin áhrif.
Frjálsræði Englendingsins til
að gera það sem hann vill á
sínu eigin heimili, svo framar-
lega sem hann ónáði engan ann
an, er algjörlega búið að vera.
Maður nokkur^ sem ætlaði að
byggja skýli í garði sínum með
eigin vinnuafli, sótti um leyfi
og fjekk svohljóðandi svar frá
ráði því, er um þetta fjallar:
„Sá, sem óskar eftir að
byggja, með eigin eða ólaun-
aðri vinnu, bílskúr, kolaskýli,
veðurskýli, gróðurhús, vegg
eða girðingu umhverfis lóð,
verður fyrst að fá smíðarjett-
indi. Slík rjettindi munu venju
lega ekki verða veitt“.
Slík skriffinsku-höft valda
mikilli óánægju, hversu nauð-
synleg sem þau eru til að
trvggja að hvert fet af timbri
fari þangað sem þess er mest
þörf. Það er staðreynd, að
skömtunin og flestar aðrar höml
ur eru nauðs,ynlegar og það vit-
um við líka flest. Við vitum,
að við eigum ekki annars úr-
kostar og fyrir það eigum við
erfiðara með að þola þær. Við
vitum, að stjórnin gerir í höfuð-
atriðum, það sem hvaða bresk
stjórn sem væri myndi verða að
gera í þessum efnum. Þessvegna
er 'stjórnin algjörlega örugg í
sínum sessi, þó að hún njóti
ekki mikilla vinsælda meðl al-
mennings. Þá er jafnvel minni
áhugi fyrir mögulegum breyt-
ingum.
Þreyta.
Meiri hluti þjóðarinnar er
bara orðinn þreyttur á ástand-
inu, án þess að geta skýrt það
nánar. En Ivor Brown, ritstjóri
Observer, er ekki í vandræðum
með að skýra það, og er hjer
dæmi upp á hina fáguðu beiskju
sem skín út úr skrifum hans,
þegar hann lýsir fyrir milli- og
efristjettar lesendum sínum,
hvernig ríkið er skipulagt af
nýju stjórninni:
„Nýtt konungsríki hefir
skapast, ríki með óskorað vald,
ríki, sem þarf ekki að svara
neinum spurningum nje áskor-
unum, sem lögsækir en getur
ekki verið lögsótt, sem getur
rænt hvern mann húsi og eign-
um og goldið honum þær skaða-
bætur, sem það kýs, þegar þvi
svo líkar. Það er hægt að reka
harðstjóra af höndum sjer, en.
stjórnardeildir deyja aldrei“.
Þetta er hróp Englendings-
ins, sem sjer hin þægilegu og
ánægjulegu heimkynni sín
molna niður og ,verða að því,
sem hann mun vafalaust líta á
sem sorphaug örlaganna.
Meðalmaðurinn, sem hefir
aldrei lifað sjerstaklega þægi-
legu lífi, fannst hann samt vera
þýðingarmikill þáttur í vold-
ugu ríki og að óbreyttir útlend-
ingar mættu vel öfunda hann.
Hann er nú farinn að venjast
því að sjá franska hesta vinna
kappreiðar hjá okkur, ameríska
hnefaleikamenn slá kappa okk-
ar í þungavigt í rot, Ástralíu-
menn vinna okkur í knattleik-
um og alla vinna okkur í tennis.
En honum finnst það samt ó-
eðlilegt og ó-enskt, að við skul-
um skulda Indverjum peninga
en áhugi hans á framtíð
þeirra getur ekki minni verið
— og undarlegt, að við skulum
á sama tíma lána Grikkjum
fje.
Áróður.
Þar sem engir eru til, sem
blessa okkur, er áróðrinum
heima fyrir beitt til að láta okk
ur þakka Guði fyrir það, að við
erum ekki eins og aðrir menn,
en það gerðu flestir Englend-
ingar ótilhvaddir fyrir stríð.
Okkur er ætlað að trúa, að þeg-
ar sum lönd, sem nú blómstra,
eru farin að gjalda þess að
hafa sóað fje sínu með óhóf-
legum lifnaði, munum við fara
að uppskera laun okkar fyrir
ráðvendni; erfiði og sjálfsaf-
neitun.
Frjettir eru notaðar til að
telja hug í okkur. Breskur
frjettaritari, sem ekur í amer-
ískum bíl í New York, sagði
okkur tildæmis nýlega, að eftir-
spurn eftir breskum bílum í
Ameríku færi vaxandi, vegna
þess að þeir væru vandaðri.
Sumir okkar, sem vita hvers-
vegna breskir bílar eru eftir-
sóttir, brosa háðslega, er við
lásum þetta.
Og öll blöð segja okkur frá
unaðslegum — en án efa ósið-
legum — máltíðum á svörtum
markaði á Ítalíu og öðrum lönd-
um, sem töpuðu styrjöldinni.
Við sigurvegararnir förum nú
pílagrímsferðir í tötralegum
fötum til þeirra landa, sem
voru hlutlaus, eða sem voru
sigruð, og höldum fast utan um
þá 300 dollara, sem er allt og
sumt, sem stjórnin leyfir ,okk-
ur að fara með út úr landinu á
einu ári, og glefsum aðeins í
nokkuð af sigurlaununum, sem
við getum ekki fundið heima
fyrir.
Aldrei hafa utanfarir verið
eins almennar. Aldrei hafa eins
margir Englendingar verið sam
mála um^ að taka BrUssel,
Zurich, Róm eða jafnvel Dublin
fram yfir England, sitt fagra
heimaland.