Morgunblaðið - 03.04.1947, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 3. apríl 1947
Á HEIMILI ANNARAR
29. dagur
Svo sagði hann: „Jeg er heið
arlegur maður, svoað það er
best að jeg segi yður nokkuð.
Jeg skal segja yður alt, sem
jeg veit, ef Tim vill segja sann
leikann hvernig stóð á því að
honum bar saman við mig fyrst
en nú, nær tveimur árum
seinna. kemur hann með nýja
sögu? Hann segir nú að hann
hafi alveg gíeymt gluggatjöid-
unum, og hann ætlar sjer sýni
lega að halda fast við það. En
jeg trúi því ekki. Og jeg í-
mynda mjer að hvorki ríkis-
stjórinn nje saksóknarinn nje
neinn annar trúi því. En mig
langar til að vita sannieikann.
Jeg er heiðarlegur maður ..“
„Þjer heiðarlegur“, hrópaði
Sam. „Það má nú segja. Þjer
senduð saklausa konu í fang-
elsi ?^eð því að bera ljúgvitni“.
Aftur varð Webb sótsvartur
af reiði: „Jæja þá, jeg veit að
jeg verð kærður fyrir ljúgvitni
en jeg verð ekki kærður fyrir
morð’* sagði hann. Og svo sneri
hann sjer að Richard. „Hvern-
ig lýst yður á það? Þjer sáuð
hve illa þið Tim eruð staddir
og þ^er sögðuð við sjálfan yð-
ur: Jeg ætla að ná í Sam, því
að hann er ráðsnjall, og svo
skulum við veiða Webb og
skella skuldinni á hann. Við
skulum rekja úr honum garn-
irnar og flækja hann. — Mjög
sniðugt. En jeg læt' ekki flæk;a
mig I neinu.“
Richard mælti með hægð:
„Þetta er ekki satt, Webb. Jeg
ætla ekki að skella skuldinni
á y£ur nje neinn annan. Jeg
sagði yður satt. Þjer voruð
hjerna kvöldið sem morðið var
framið og jeg helt að það væri
gott fyrir okkur alla að talast
við. _ Annað vakti ekki fyrir
mjer.“
Sam var nú orðinn óþolin-
móður og stökk ofan af borð-
inu. Um leið sá hann Myru. ,,Ó
Mvro. jeg vissi ekki að þjer
voruð hjer“.
Tim snerist á hæli um leið
og hann heyrði þetta, Richard
sneri sjer líka við og leit á
Mvru og sagði: „Þetta er Webb
Manders. Og þetta er ungfrú
Lane, fósturdóttir Lady Car-
michael“.
Webb rjetti henni höndina
og hneigði sig ofurlítið. „Jeg
veit það, mjer hefir verið sagt
að þjer eigið heima hjer ungfrú
Lane“. Svo horfði hann á þau
Richard til skiftis og sagði svo
kuldalega: „Ef þjer getið feng
ið hajin bróður yðar til að segja
satt, þá gerið þjer okkur öllum
mikjnn greiða“.
„Hann hefir aðeins leiðrjett
mikið ranglæti, sem þjer voruð
valdur að“, sagði Myra.
Augu hans skutu gneistum:
„Er vður það ljóst, að Tim bróð
ir yðar mun máske hafa myrí
bróður minn?“ spurði hann.
„Ekki getur það nú samrýmst
framburði yðar, Webb“. sagði
Richard stuttur í spuna. „Þjer
sögðust hafa ekið fram hjá hon
um á veginum, hann hafi kom
ið á eftir yður en Jeck verið
dauður þegar þjer komuð hing
að“.
„Þjer vitið það að framburð
ur minn var rangur“, sagði
Webb. „Minnist þess. Og þessi
nýja rannsókn hefst þá
verður mjer ekki gleymt. Jeg
verð yfirheyrður aftur“.
„Það verður ekki tekið neitt
mark á nýum sögum, sem þjer
kunnið að koma með“, sagði
Richard. „Það væri rjettast fyr
ir yður að segja okkur alt, sem
þjer vitið.“
Webb mælti kuldalega: „Jeg
varð ekki var við neinn mann
í anddyrinu nje á veröndinni.
Það getur vel verið að þjer haf
ið verið þar — mjer dettur
ekki í hug að segja að þjer haf
ið ekki verið þar. En jeg sá
yður ekki — ef það er það, sem
þjer eruð hræddur um. Og jeg
sá ekki byssuna og veit ekk-
ert um hana. En ef yður langar
til þess að vita hvar hún er, þá
skuluð þjer spyrja konuna yð-
ar.“
Richard krepti hnefana.
Webb hopaði nokkur skref og
Sam gekk á milli þeirra. Hann
sagði: „Hægan Richard, stiltu
þig, hann er að fara---------“
„Já, jeg er að fara sagði
Webb og sneri sjer við í dyr-
unum. „En hafið þetta hugíast
Þegar jeg kom inn um þessar
dyr þá lá Jack þarna, eir.mitt
þar sem þjer standið, og Alice
kraup hjá líkinu, og það var
blóð á kjólnum hennar — og
blóð á höndum hennar, Þá varð
mjer alt ljóst og mjer er alt
ljóst enn. Jeg vissi að hann var
dauður og jeg vissi að jeg varð
að sanna það að hún hefði myrt
hann. Dómarar eru vægir þeg
ar konur eigi í hlut, ungar kon
ur, fagrar konur, ríkar konur,
Jeg var á heimbrautinni þegar
jeg heyrði skotin. Jeg reyndi
að sjá inn um gluggana, en
tjöldin voru fyrir. Þegar jeg
kom inn og sá hvernig komið
var, skipaði jeg Alice að síma
til lögreglunnar. Og svo þaut
jeg út að glugganum og dró
tjöldin frá öðrum þeirra, og
hljóp svo aftur að líkinu. Með
an á því stóð sá jeg hvorki nje
heyrði Tim“.
Það kom grimdarsvipur á
hann. „En þegar honum bar
saman við mig fyrir rjetti. þá
hjelt jeg að hann segði sannleik
ann, að hann hefði ekki komið
inn fyr en jeg var aftur kominn
þangað, sem Jack lá. Þess
vegna sagði jeg ósatt, já, jeg
sagði ósatt vegna þess að jeg
var handviss um það að Alice
hafði framið morðið. Og jeg er
enn handviss um það“.
Tim var næstur honum. Hann
hafði mjakað sjer í áttina þang
að svo að ekki bar á. Og nú
rauk hann að Webb.
Webb sá að hverju fór og
beygði sig snögglega. Höggið
korrv á kjálkann á honum og
rendi af. Þeir Richard og Sam
ruku til og skildu þá Wcbb
strauk á sjer vangann og sagði
gremjulega.
„Já, þið eruð þrír á móti ein
um. En jeg er ekki hræddur
við ykkur. Jeg bið ykkur samt
að hugsa um þetta: Getur það
ekki skeð að þau Alice og Tim
hafi.talað sig saman?“
„Talað sig saman?" endur-
tók Sam.
„Já, að þeim hafi komið sam
an um það að Tim skyldi skióta
en hún taka á sig gruninn til
bráðabirgða Og svo átfi Tim
seitina að koma með einliverja
sögu._ sem gæti komið her.ni úr
klípunni. Tim varð að fara í
herinn og var í burtu í tvö ár.
Alice hefir víst fundist það
nokkuð langur tími. En svo
kom hann og kom með sóguna“
„Þjer eruð genginn af vitinu
Webb“, sagði Richard.
„Opei, alls ekki. Setjum svo
að það sje vegna þessa að byss
an hefir ekki fundist, að Jack
hafi verið skotinn hálfri
stundu áður en jeg kom hingað
að annaðhvort þeirra, Alice eða
Tim hafi falið byssuna hans
Richards, að Tim hafi flýtt sjer
á burtu og svo hafi Alice. eða
einhver annar, skotið þeim
skotum, sem jeg heyrði".
„Þetta nær ekki neinni átt,
Webb“, sagði Sam. „Það eru ó-
teljapdi vankantar á þessari
hugmynd“.
„Jæja, og hverjir eru þeir?
Sá helsti líklega að hætta væri
á því að Alice yrði dæmd til
dauða. En Alice er fögur, alt
of fögur“.
„En Alice hafði enga sök á
hendur Jack“, mælti Richard.
„Það er þess vegna óhugsandi
að þau Tim hafi komið sjer
saman um það fyrirfram að
drepa hann“.
„Þjer haldið það? En jeg
segi yður satt að Tim mundi
hafa gert hvað sem var fyrir
konuna yðar. jafnvel að d^epa
mann----------“
„N,ei, nú er nóg komið Webb“.
„Látið þjer ekki svona. Hann
hefir altaf verið vitlaus eftir
henni. Setjum svo að hún hafi
ekki meint neitt með því nema
það að hann hafði æfingu í að
drepa menn.“
Sam greip í handlegginn á
Richard og hrópaði: „Kyr Tim
—“ En að þessu sinni hreyfði
Tim sig ekki, og Webb fór öf-
ugur út um dyrnar.
„Nú fer jeg“, sagði hann. „En
þið skuluð eiga mjer að mæta.
Jeg ætla ekki að láta kæra
mig fyrir morð“.
Hann hvarf og fótatak hans
heyrðist á veröndinni. Sam
slepti Richard. Litla franska
klukkan sló og hinn fagri
hljómur hennar var í fullu ó-
samræmi við andrúmsloftið í
herberginu. Hún sló tólf högg.
Richard andvarpaði og mælti:
„Jeg var altaf hræddur um
að ekkert gott mundi af þessu
leiða. Hann veit bersýnilega
ekkert um byssuna".
„Ef hann skaut Jack, þá veit
hann hvar hún er“ sagði Sam.
„En það er áreiðanlegt, að sá
sem faldi byssuna mun nú
reyna að losa sig algerlega við
hana. Og það er eina vomn
að hann komi þá upp um sig,
því að nú er svo langur.. tími
um liðinn, að flest er gleymt,
sem að gagni hefði getað kom
ið. Byssan er eina sönnunar-
gagnið, sem eftir er. En satt að
segja býst jeg ekki við því að
hún komi í leitirnar. Morð’ng
inn væri meiri glópurinn ef
hann hefði ekki falið byssuna
fyrir löngu svo vel að hún find
ist ekki“. Hann andvarpaðk
„Dick jeg er lögfr. þinn, og
hefi aðeins frest til morguns.
En ieg veit, svei mjer ekki,
hvað jeg á að gera“.
Æfintýrið um Móða Hanga
Eftir BEAU BLACKHAM.
4.
og kindur og svín og hænsni, því á Stað var markaðs-
dagur, og þú getur svosem rjett gert þjer í hugarlund,
hvort ekki hefir heyrst baul og jarm og hrín og gagg.
Lestarvörðurinn varð alveg óður og hjekk út um glugg-
ann og kallaði: „Hjálp Hjálp!“ og hann veifaði rauða
merkiflagginu sínu svo ótt, að hann misti það og það
fjell til jarðar.
Þegar hjer var komið, var Mangi orðinn dauðhrædd-
ur, og við lá að hann byrjaði líka að æpa á hjálp, því
loftvarnabelgurinn var að hækka flugið og allt, sem á
jörðinni var, minkaði og minkaði.
— Slepptu mjer, kallaði hann. Nei, nei, ekki gera það
— því hann gerði sjer allt í einu ljóst, að ef belgurinn
sleppti honum, mundi hann falla til jarðar og möl-
brotna. — Fluttu mig niður, meina jeg! Fluttu mig nið-
ur!
— Jeg held nú ekki, sagði Loftur loftvarnabelgur.
Það geri jeg alls ekki. Þú skalt fá að vera mjer sam-
ferða. Ókurteisar járnbrautarlestir verða að læra manna-
siði — eins og ókurteis börn! Og hann sveif áfram í
loftinu.
Mangi sá nú, að ókurteisi hans hafði komið honum
í slæma klípu, og hann vissi ekki, hvað hann átti að
gera. Svo honum datt í hug, að best væri að segja bara
als ekki neitt og reyna að láta sýnast svo sem hann væri
í rauninni ekkert hræddur-
Bráðlega sá hann heilan hóp af silfurgráum loftbelgj-
um bera við himininn framundan, og þegar þeir nálguð-
ust, sá hann, að þetta voru loftvarnabelgir, sem svifu
yfir geysistórri borg.
—Hva-hvað ætlarðu að gera, loftbelgur? spurði Móði
Mangi lágri rödd og það var nú ekki alveg eins mikill
völlur á honum og venjulega.
— Ah, sagði Loftur leyndardómsfullur, bíddu bara
hægur, karl minn! Þú sjerð til!
Þegar þeir voru komnir yfir miðja borgina, hópuðust
allir hinir loftvarnabelgirnir í kringum þá, til að spyrja
Loft hvernig hann hefði, það og hvar hann hefði verið
og hvað hann hefði verið að gera og hversvegna hann
hefði járnbraut meðferðis. Og Manga leið geysilega illa
þegar lpftvarnabelgirnir, eftir að hafa heyrt ævintýri
Lofts, litu reiðilega á Manga og byrjuðu svo að hvíslast á.
Vill verða tilraunadýr.
Dauðadæmdur maður í Cale
fornia, Tomas Mc Monigle, hef
boðið vísindamanni einum, dr.
Cornish, sem gerir tilraunir
með að lífga við dauð dýr, að
hann megi gera tilraun með sig
svo framarlega sem stjórnar-
völdin leyfa það. Ef tekst að
lífga þann dauðadæmda við,
sem á að taka af lífi í gasklefa
verður hann þó ekki frjáls mað
ur heldur settur aftur í fang-
elsi.
★
Víða erlendis eru það hrein
ustu vandræði í kvenklæða-
verslunum, hvað viðskiftavin-
irnir þurfa að máta marga hluti
sem þeir svo ekki kaupa. 1
Illionis í Bandaríkjunum hef;.r
það þess vegna verið sett í lög
að sekta megi þær konur, sem
máta meira en sex kjóla án
þess að kaupa nokkurn.
★
I kuldunum.
Berlínarbúar hafa reynt ýmsar
aðferðir til þess að halda á sjer
hita í kuldunum. Ein er sú, að
þeir hita sextán múrsteina
upp við ofninn (ef hann þá er
i einhver til), vefja þeim síðan
I inn í blöð, leggja þá í rúmið
átta við hverja hlið. Þá er mað
ur eins og í sjöunda himni
segja múrsteinsupphitararnir.
★
Faðirvor Eskimóanna.
Páfinn hefir að sögn sam-
þykkt að smávægis breyting
sje gerð á faðirvorinu hjá Eski
móunum. I staðinn fyrir að
segja „Gef mjer í dag vort dag
legt brauð“ er þeim leyft að
segja flesk. Þeir skilja það bet
ur, þar sem þeir borða aldrei
brauð.
★
A Suðurpólnum.
Suðurheimsskautsleiðangur
Byrds gerði margar og merkar
uppgötvanir. Þannig var t.d.
uppgötvað úr flugvjelum leið-
angursins, að á pólnum lifa dýr
gul að lit, sem áður voru óþekt
Þau eru 5—10 metra að lengd.
Þar að auki varð vart við mörg
ný afbrigði af tannhvölum.
[ Aim. Fasteigmasalan f
i Bfinksscrset} " 'ítmi «068 i
= miBstöB frsteignskaupa. |
Vflllllill 41 Ilf IIIII* llllllMeilllKt «1111 OIM.IIIIM.IMIHW