Morgunblaðið - 03.04.1947, Side 16

Morgunblaðið - 03.04.1947, Side 16
. VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: AUSTAN kaldi, skýjað, en úrkomulaust að mestu. Fimtudagur 3. apríl 1947 Bruni á New York höfn Fyrir skömmu var skýrt frá því í frjettum, að kveiknað hefði í stóru farþegaskipi skamt frá Queen Elizabeth, rjett um sama leyti og risaskipið breska var að leggja af stað frá New York. Hjer á myndinni sjest hvernig slökkvibátar berjast við eldinn, cn efst til vinstri sjest Queen Elizabeth. Dðnskir komiministar missa þriðjung fyigis KAUPMANNAHÖFN í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins. LANDSÞINGSKOSNINGARNAR í gær tóku til Kaupmanna- hafnar, Fjóns og Norður-Jótlands. Kosið var í 28 af 76 lands- þingsætum, því að Landsþingið ér kosið að nokkrum hluta fjórða hvert ár. Kjósendur kjósa kjörmenn, sem svo aftur kjósa landsþingmenn. *—.—.— --------------„—4. Náði 20 smái. af vikri Frá frjettaritara vorum í Vestm.eyjum, miðvd. I nótt og í dag hefur rek ið hjer óhemju mikið af vikri. Sumstaðar hefur hann hlaðist upp í allt að hálfs annars meters haVð. I nótt sem leið rak víkur- á land á Eiðin, en í aag hefur verið hjer austan átt og hefur hann þá rekið inn í svonefndan Botn. Reimar Hjartarson pípu gerðarmaður tók í dag 20 smálestir af vikri til iðn- aðar síns. Bátar sem voru á sjó fengu vikur í kælivatns- pumpuna og stöðvuðust vjelar sumra í allt að 4 klst. Afli báta með ueí var sæmilegur í gær, en nokkru minni í dag. «5* W—■ 1 -I.—- 1 ■.» Æskulýðssamkoma „Bræðralags" 2. páskadag ,,BRÆÐRALAG“, — ki’isti- legt fjelag stúdenta, gengst fyr- ir æskulýðssamkomu í Tjarn- arbíó á annan dag páska. Hefst íamkoman klukkan 13,15 stund víslega. Á samkomunni munu m. a. biskupinn yfir Islandi og Baldur Jónss. stud. med. flytja ræður og Þorvaldur Steingríms son leika á fiðlu með undirleik Sigurðar ísólfssonar. Loks verð- ur sýndur kafli úr kvikmynd •— Aðgöngumiðar að samkom- unni verða afhentir meðlimum. æskulýðsfjelaganna í söfnuðum Reykjavíkur í fordyri fríkirkj- unnar á skírdag kl. 5—6 e. h. ■og laugardaginn fyrir páska kl. 5—7 e. h. ;,Bræðrafjelag“ hefir fyrr í vetur gengist fyrir æsku- lýðssamkomu, og þótti hún í hvívetna takast prýðilega, enda var hún mjög fjölsótt. * ———- - -——— Frjetfasfofa segir nasisla og kvisl- inga hópasl lil íslands 1 Kaupm.h. í gær. Einkaskeyti til Mbl. „NORSK Telegram- bureau“ tilkynnir, að yfir 1000 danskir nasistar og allmargir kvislingai frá öðrum löndum, hafi íarið til Islands eftir uppgjöf Þjóðverja. Segir frjettastofan, að menn þessir virðist líta á Island sem cinhverskonar áningarstað, því að mark mið þeirra sje að leita sjer landvistar í Suður-Amer- íku. Sósíaldemokratar 882 kjörmenn. Sósíaldemokratar fengu 882 kjörmenn, og hafa því unnið 24 frá síðustu landsþingskosn- ingum 1939. Radikalar fengu 116, töpuðu 68. íhaldsmenn fengu 288, töpuðu 78. Vinstri- menn fengu 534, unnu 103. „Retsforbundet“ fengu 28, unnu 24. Kommúnistar fengu 176, unnu 109. Dansk Samling fjekk sex, tapaði einu. Kommúnistar töpuðu fylgh Ef úrslitin í gær eru borirf saman við þjóðþingskosninguna 1945, þá hefir Sósíaldemokröt- um greinilega aukist fylgi. Vinstrimenn hafa einnig aukið fylgi sitt, einkum í Kaup- mannahöfn. Kommúnistar og stuðningsflokkar ríkisstjórnar- innar, hafa greinilega tapað fyigí- Sósíaldemokratar fengu í gær 42,7% af öllum greiddum atkvæðum, en 33,1% 1945.1 Vinstrimenn 22,1%, en 19,5% 1945. Kommúnistar fengu 10,3%, en 15,5% 1945. íhalds- menn fengu 14,9%, en 19,7% 1945. Radikalir fengu 6,2%, en 7,5% 1945. Hörð kosningabarátta. Sósíalistar og kommúnistar háðu harða kosningabaráttu. Aðal kosningamál þeirra sner- ust um öflun nauðsynja handa þjóðinni, gjaldeyrisskuldir og erfiðleika um lántökur erlendis. Prentaraverkfallið gerði borg araflokkunum í Kaupmanna- höfn erfitt fyrir í kosningabar- áttunni. Landsþingskosningar hafa að jafnaði ekki í för með sjer nein áhrif um störf eða stefnu þjóð- þingsins, en Sósíaldemokratar búast við því, að kosningarnar muni stytta stjórnartíð núver- andi ríkisstjórnar. Dýrkeyptur stuðningur. Christmas Möller segir, að það sje dýrkeypt að vera stuðn- ingsflokkur ríkisstjórnarinnar. Fylgisaukning vinstrimanna vegur ekki upp á móti fylgis- tapi íhaldsmanna og radikala. „Fyns Stifttidende", málgagn íhaldsmanna, segir, að úrslit kosninganna skapi nauðsyn þess, að íhaldsmenn og radi- kalar taki til rækilegrar endur- skoðunar afstöðu sína til stjórn- arinnar. Flokkshagsmunastefna komma. Hedtoft Hansen, foringi Sósíal demokrata, segir að fylgishrun kommúnista ' hafi byrjað við sveitastjórnarkosningarnar ’46 og orðið enn áþreifanlegra við kosningarnar í gær. Flokkshags munastefna kommúnista og pólitísk smákaupmenska höfðu ekki tilætluð áhi’if. Aksel Larsen, foringi komm- únista, játar fylgistap flokks- ins. „Cosið getur snert allt daglegt líf hjer á landiu Vísindaleg rannsókn Heklugossins skipulögð Á FUNDI, sem haldinn var í Atvinnudeild Háskólans í gær með íslenskum vísindamönnum, sem fást við rann- sóknir í sambandi við Heklugosið, var rætt um verkefní þeirra og gengið frá skipulagningu rannsóknanna. Við umræður um verkefni rannsóknanna, kom í Ijós, að gosið snertir allflestar grein- ar vísindanna og getur enn- fremur varðað alt daglegt líf hjer á landi og í sjó. Þá var og rætt um þau tæki, sem notuð yrðu, og var það á- hugamál allra, að neyta þar nýunga í vísindum og tækni, eftir því sem völ er á. Ýmis tæki eru til og mörg má smíða hjer á landi, en mikið vantar af dýrum og marg- brotnum mælitæjum, sem nauðsynlegt er að afla til landsins. Varðandi skipulagningu var ákveðið að skipta verk- efnunum milli helstu grein- anna þannig, að jarðfræðing arnir annist almenná jarð- fræðilega lýsingu á gosinu. útbreiðsla og magn öskufalls ins verði athuguð af jarð-i fræðingum í samvinnu við' veðurstofu og atvinnudeild Háskólans, sem einnig annist söfnun sýnishorna af ösku og vatni til rannsókna. Rann jsókn ösku, vatns og h rauns I framkvæmir atvinnudeildin. Jarðeðlisfræðilegar rannsókn: jir munu próf. Trausti Ein- I arsson og Gunnar Böðvarssort annast í samráði við dr. Þor- kel Þorkelsson, en Veðurstof an tekur einnig þátt í þess-i um rannsóknum. Þá verða einnig gerðah ýmsar athuganir í sambandi við óbein áhrif gossins.Prófi jessorar í læknisfræði, ásamti landlækni fylgjast með áhrif jum vatns og lofts á fólkið a, gossvæðunum. Dýra- og fiski, jfræðingar athugi dýralíf ái landi og í sjó og. grasafræð- ingar gróður. Áhrif öskunnar á jarðveg, verða einnig rannsökuð. Miðstöð fyrir rannsóknirn- ar er í Reykjavík, í Atvinnu- deild háskólans og þar verð- ur veitt móttaka sýnishorn- um og öllum upplýsingumi varðandi gosið. Ennfremuh verður komið á fót stöðvumí í námunda við gosstöðvamar„ til athugana á gosinu. 888 sækja um 88 íbúðir í bæjarhús- unum við Skúlagötu Á FUNDI bæjarráðs, sem haldinn var í gær, voru lagð- ar fram 888 umsóknir um íbúðir í bæjarbyggingunum við Skúlagötu 68 til 80. Borgarstjóri skýrði frá því á fundin- um, að hann, að nákvæmlega athuguðu máli, myndi leggja til, að við úthlutun íbúðanna yrði höfð fjögur aðalsjónar- mið. Að svo mæltu gerði borg- arstjóri grein fyrir hverju þeirra og eru þau þessi: Að sjáfsögðu komi ekki aðrir umsækjendur til greina en þeir, sem búi nú í alveg ó- viðunandi og heilsuspillandi andi húnsnæði, að dómi hjer- aðslæknis, eða eru með öllu húsnæðislausir. Að úthlutun íbúðanna skuli fyrst og fremst miða við barnafjölda umsækjenda (innan 16 ára), en þó jafn- framt haft í huga að rýma „bragga“-hverfi. Að umsækjendur, sem hafi flutt til Reykjavíkur árið 1941 eða síðar, komi ekki til til greina við úthlutunina. Að umsækendur, sem hafi ekki 2 börn eða fleiri á fram færi, komi ekki til greina, hvernig sem ástæður eru að öðru leyti. Á fundinum var borgar- stjóra falið að leita álits heil brigðisnefndar um umsóknir, svo og að fá sannprófað, eft- ir föngum, að umsækendur* hafi gefið rjettar upplýsing- ar um hagi sína. Hekluaska fellur víðsvegar í Evrépu Frá mörgum Evrópulönd- um, meðal annars Sviss 0g Finnlandi berast fregnir um' öskufall frá Heklu. Snjórinni á aðal skíðastöðum í Sviss var rauðleitur í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.