Morgunblaðið - 23.04.1947, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. apríl 194T5
Aíít breytt, nema vebráttan,
segir Þorfinnur Kristjánsson
HJER HAFA ALLIR hlutir
breyst, nema veðráttan, sagði
Þorfinnur Kristjánsson, prent
ari, er hann leit inn til mín á
dögunum. Þá var útsynning-
urinn í algleymingi, ýmist
regn eða hagljel með stormi,
en sá til sólar við og við. —
Þorfinnur kannaðist við þetta
frá hinni gömlu Reykjavík.
En þegar jeg geng um hin
nýju hverfi bæjarins, þar sem
voru annað hvort grjótholt
eða mýrar áður en jeg fór,
finnst mjer jeg alls ekki vera
kominn til Reykjavíkur. Til
þess að sannfæra mig um að
svo sje, þarf jeg að sjá til
Esjunnar eða hafa aðra fjalla
sýn.
Þorfinnur fór til Hafnar
árið 1918, og hefur ekki kom-
ið heim síðan þangað til nú,
að nokkrir vinir hans buðu
honum heim, til þess að sitja
50 ára afmæli Prentarafje-
lagsins. Hann hefur ekki frá
neinu að hverfa í Höfn á með
an þar er prentaraverkfall.
Aðaldeiluefnið þar, er um
vinnutímann, er prentarafje-
lagið í Höfn vill að verði stytt
ur, en vinnuveitendafjelagið
er á móti stytting vinnutím-
ans vegna þess að það lítur
svo á, að Danir þurfi mikið á
sig að leggja, til þess að hægt
verði að rjetta við fjárhag
þjóðarinnar, og því sje þetta
óhentugur tími til að fækka
vinnustundum manna.
En það var ekki um þetta,
sem við Þorfinnur töluðum,
heldur um starf hans í Höfn.
Hann hefur mestallan tím-
ann, síðan hann kom þangað,
verið starfsmaður hjá prent-
smiðju S. L. Möllers, er lengi
var til liúsa í Hestemölle-
stræde, en er nú fyrir mörg-
um árum flutt í nýtísku hús-
næði í Rosenörens Allé. — Er
það mikið fyrirtæki. En ís-
lenskar bækur, sem þar eru
prentaðar, eru nú orðnar fáar
á ári hverju. Hefur Þorfinn-
ur lengi verið eini íslenski
setjarinn sem þar hefur
starfað.
Nokkrum árum fyrir stríð
setti Þorfinnur á fót frietta-
stofu fyrir íslenskar frjettir
handa blöðum og öðrum stofn
unum í Danmörku. — Kvaðst
hann fá öll helstu blöðin hjeð
an að heiman, og semja stutt-
an útdrátt úr þeim. Sendir
hann út frjettatilkynningar
sínar tvisvar á mánuði. Með
því móti að hafa frjettaút-
idrátt þenna stuttan og gagn-
orðan, nota blöðin hann. En
lítið er það, sem Þorfinnur
fær í aðra hönd fyrir þessa
frjettaþjónustu sína og land-
kynning.
Á síðastliðnu ári tók Þor-
finnur að gefa út lítið mán-
aðarblað er hann nefnir
Ileima og erlendis. Fjallar
blaðið um fslendinga í Dan-
mörku bæði fyrr og síðar.
Tildrögin til þessa blaðs
míns voru þau segir hann að
Georg heit. ólafsson, banka-
stjóri, mæltist til þess, að jeg
yrði Dansk-islandsk Samfund
til aðstoðar, við að safna afni
í bók um fslendinga í Dan-
mörku. Leitaði jeg til all-
margra manna, og bað um
upplýsingar. En svörin komu
dræmt. Sá jeg að ekkert gat
orðið úr, að fá á skömmum
tíma efni í slíka bók. Og þá
datt mjer í hug að gefa út
blað. Þar sem efni þetta kæmi
út smátt og smátt og varð-
veittist á þann hátt. Hefur
þessu litla blaði mínu verið
vel tekið.
Síðan tók Þorfinnur að lýsa
því fyrir mjer, hvernig hann
minntist Reykjavíkur eins og
hún var, þegar hann fór hjeð-
an. — Þá var hafnargerðin
skammt á veg komin, engin
rafveita, og Nathan og Olsens
hús langstærsta húsið í bæn-
um. En íbúatala bæjarins
rjettur þriðjungur á við það
sem hún er nú. Síðan þetta
var eru þó ekki liðin full 30
ár.
Þorfinnur bað mig að skila
þakklæti sínu til þeirra blaða-
útgefenda, sem hafa styrkt
frjettastarfsemi hans, með
því að senda honum blöð sín
ókeypis. Kvaðst hann vonast
eftir því að hann gæti í fram-
tíðinni aukið svo þessa starf-
semi sína, að hún kæmi að
meiri notum en hingað til.
Mikil aðsókn að
æskulýðsfundi á
Akureyri
Frá frjettaritara vorum
á Akureyri, mánudag.
Æskulýsfundur var haldinn
í Skjaldborg s.l. sunnudag. Til
fundarins var stofnað með
sama hætti og æskulýðsfundur-
inn 1 Tjarnarbíó í Reykjavík.
Hjer var fundur þessi hald-
inn á vegum kirkjunnar og
, templara. Aðsókn var eins mik-
il og húsrúm leyfði. Dagskráin
j hófst með því að ungfrú Þór-
| gunnur Ingimundardóttir og
Guðrún Kristinsdóttir ljeku fjór
hent á píanó. Þá söng Jóhann
Konráðsson einsöng með undir-
leik Askels Jónassonar. Ræðu
flutti sr. Pjetur Sigurgeirsson.
Talaði hann um Krist, hina
sögulegu staðrcynd um komu
hans í heiminn cr* hvernig
kristindómurinn væri raunveru
lega kominn til þess að vera
hjálpræðisvegur mannsins frá
eymd og synd. Kallaði hann á
æskuna til þess að láta Krist
verða raunverulegan í þeirra
eigin lífi, því hún ætti að setja
hæst, að æskan ætti að erfa ís-
land og það væri æskan, sem
ætti að vinna þjóðina fyrir
Krist.
Mikil þátttaka var í almenn-
um söng. Loks var kvikmynda-
sýning, þar sem sýndar voru
myndir frá útlöndum og frá
ýmsum merkum atburðum í
Reykjavík og víðar.
H. Vald.
Tollar lækkaðir á
heimilisvjelum
FJÁRHAGSNEFND N.D.
flutti fyrir nokkru, samkv.
beiðni fjármálaráðuneytisins,
frumvarp um breytingu á
tollskránni, og var þar farið
fram á nokkrar lagfæringar.
Aðaltillaga nefndarinnar er
lækkun tolla á heimilisvjel-
um og búsáhöldum, hvort
sem þau eru rekin fyrir raf-
magni eða ekki.
Árið 1945 var verðtollur
á þvottavjelum og hrærivjel-
um lækkaður úr 30% í 10%.
Nú er lagt til að þessi toll-
ur lækki í 8%, og auk þess
sje lækkaður verðtollur á öðr
um heimilisrafmagnsvjelum
og búsáhöldum úr 30% í 8%.
Sigfús Sigurhjartarson bar
frant þá brtt., að verðtollur-
inn á heimilisvjelum skyldi
lækkaður í 2%, en aðeins af
þeim vjelum og búsáhöldum,
sem reknar eru fyrir raf-
magni.
Litlar umræður urðu um
frv. þetta í gær. Var Sigfúsi
bent á að þótt yfirboðstillög-
ur hans gengju lengra til
lækkunar, yrði útkoman síst
betri, því að í tillögum nefnd-
arinnar væru teknar upp all-
ar vjelar og búsáhöld, hvort
sem þau eru rekin með raf-
magni eða ekki.
Voru síðan tillögur nefnd-
arinnar samþykktar og frv.
vísað til 3. umræðu.
Lög
Fern lög voru afgreidd frá
Alþingi í gær.
í Ed. breyting á lögum um
tannlækningakennslu við Há-
skólann: að miða skuli
kennslu og próf við það að
tannlækninganáminu verði
lokið á 4—5 árum í stað 7 nú.
f öðru lagi breyting á raf-
orkulögunum. Eru það smá-
vægilegar leiðrjettingar.
í Nd. lög um heimild fyrir
ríkisstjórnina til að selja Ól-
afsfjarðarkaupstað jörðina
Hringverskot í ölvusi og
heimild til að selja Dalvíkur-
hreppi jörðina Böggvisstaði.
Leitað að júgósiavn-
eskum glæpa-
mönnum
Rómaborg í gærkvöldi.
BRESK herlögregla og
ítalskir lögreglumenn leita nú
að 16 júgóslavneskum glæpa-
mönnum, sem leystir voru úr
haldi í gærkvöldi, er 1,000
Júgóslavar, sem andvígir eru
Tito, rjeðust á lest þá, sem
flytja átti afbrotamennina til
Lipari-eyjar.
Hinir þúsund Júgóslavar
voru á leið frá breskum búð-
um í námunda við Neapel til
breska hernámssvæðisins í
Þýskalandi. Lest sú, sem þeir
voru í, stoppaði við hliðina á
lest afbrotamannanna, um 80
mílum fyrir sunnan Róm.
Þegar hinir þúsund kom-
ust að því, að landar þeirra
voru fangar í hinni lestinni,
rjeðust þeir á hana og leystu
þá úi' haldi. — Reuter.
Víðavangshlaupið
1947
\Vavan
Jptct V ' ttuuit tt tut/f
jR-hój'ií
3 gLant/okðhkifkjt
<* iTjofrVXS
Örvarnar sína leiðina, sem hlaupin verður.
Víðavangshlaup ÍR 1947, það
32 í röðinni, fer fram, eins og
venjulega, á sumardaginn fyrsta
24. þ. m. og verður nú keppt
bæði í 3. og 5 manna sveitum.
Af tryggð við þá hefð, sem
komin er á, að hlaupið endi
sem næst miðbænum, er enn
verið að reyna að velja hlaupa-
leiðina þannig, að svo geti ver-
ið. En sí og æ keppast skipu-
lagsyfirvöld bæjarins við það,
að útiloka alla möguleika til
þess að nokkur slíkur kappleik-
ur geti verið tengdur við mið-
bæinn. — Þrjú síðastliðin ár var
þolanlega mögulegt að koma
þessu fyrir, þó með miklu lagi
í fyrra. Og nú er svo komið,
að eftir mikla leit fannst aðeins
eitt einasta, þó fremur þröngt,
sund í húsa- og gatna-krans út-
hverfa bæjarins, þar sem unnt
var að koma hlaupinu fyrir. Þó
er þarna mikið af girðingum og
skurðum, braggatóftum og fl.,
sem óþægindum veldur.
Hjer er nú kort yfir hlaupa-
leiðina í ár. Geta bæði keppend-
ur og áhorfendur áttað sig á
leiðinni, eftir kortinu. — Um
leið vil jeg minnast á nokkur
atriði við alla þá, sem langar
til að horfa á hlauparana, og
vilja að hlaupið geti farið fram
fallega og óhindrað, — en að
því vona jeg að alljr vilji stuðla
eftir bestu getu.
Það hefir oft viljað brenna
við, að áhorfendur hafa þrengt
svo mjög að hlaupurunum, að
þeir hafa átt ervitt með að kom
ast í mark. Jafnvel hefir það
borið við, að síðustu mönnunum
hefir verið algerlegai varnað
það.
Þetta má ekki eiga sjer stað.
Viljum við enn reyna að treysta
því, að allir áhorfendur geri sitt
til að koma í veg fyrir slík leik-
spjöll. Það geta þeir best gert
með því að troðast ekki of nærri
sjálfir og með því að minna aðra
á það. Munið, að þegar sjónar-
hornið er stærra, þá sjer mað-
ur meira og yfir stærra svæði.
Reynið því að standa ekkl
nærri hlaupabrautinni. Og at-
hugið annað, allir þið sem hærri
eruð! Lofið þeim, sem lægrí
eru, að standa fyrir framan ykk
ur, einkum börnum, og hrindið
þeim svo ekki fram með þvi að
leggjast eða þrýsta á þá.
Á dálitlum bletti verður
hlaupið nú að fara fram á
brautum í Hljómskálagarðin-
um. Áhorfendur! Farið ekkert
niður í garðinn! Standið aðeins
á Sóleyjargötunni. Ef þið raðið
ykkur þar á vestur-gangstjett-
ina, á þann hátt, er jeg nefndi
hjer á undan, þá geta mörg
þúsund manna sjeð hlauparana
í garðinum — og sjeð þá vel —•
svo að á betra verður ekki kos-
ið, og það einmitt einhvem
skemmtilegasta hluta hlaupsins,
þegar úrslitin eru að ráðast.
Þeir, sem verða með bíla sína
á ferðinni, eru beðnir að gæta
þess vel, að vera ekki í vegi fyr-
ir hlaupurunum, nje renna inn
á milli þeirra; og fara aldrei það
nærri þeim að ryk frá bílaum-
ferðinni geti rokið á hlaupar-
ang eða bílaumferðin hindrað
þá eða truílað á nokkurn hátt.
Á Sóleyj argötunni biðjum við
þá, sem með bíla sína eru, að
stöðva þá þar ekki eða vera>
þar með þá, nema þá í einfaldri
röð við austur gangstjettina.
Hlaupaleiðin verður vel
merkt með smáflöggum, áletruð
um, eins og í fyrra. Gætið þessf
þið, sem nærri þeim komið, —*
og áminnið börnin um það líka
— að hreifa ekki þessi flögg
fyr en hlaupið er húið. Þá mega
börnin eiga flöggin og leika sjei;
að þeim.
Hittumst svo heil á sumardag
inn fyrsta með „gleðilegt sum-
ar“ í huga hvernig sem viðra
kann. ÍR-ingur,