Morgunblaðið - 23.04.1947, Side 10
M O R.G UN B L A p I iD
Miðvikydfigur £3. ypvíj 1917
Get útvegað
Uílarkápuefni
til afgreiðslu strax, gegn gjaldeyris- og innflutnings-
leyfum.
| ^Jdeiidu. JJjartanó (juJ)munclc
áóonar
Þórsgötu 19, sími 5645. |
Get útvegað
Gardínuefni
til afgreiðslu stráx, gegn gjaldeyris- og innflutnings-
leyfum.
| ^Jdeiidu. -JJjartanó (juÍmuncláóonat' 1
Þórsgötu 19, sími 5645.
Bókhald-skrifstofustarf
Ungur reglusamur maður óskar eftir atvinnu hjá góðu
f fyrirtæki Þeir, sem vildu sinna þessu, leggi tilboð á J>
<♦) <♦>
| afgreiðslu blaðsins, merkt: „Bókhald — skrifstofu- |
starf“.
I Atvinnurekendur úti á landi
<s> '
v>
% Ungur reglusamur maður með verslunarskólamentun
% sem unnið hefur sem bókari hjá ríkisfyrirtæki og er
4 vanur allskonar skrifstofustörfum, óskar eftir at-
4 vinnu úti á landi. Útvegun á húsnæði þyrfti að fylgja |
f Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1. maí 1947 merkt:
I „Góður starfsmaður“.
Vil kmwpes íhúB
3—4 herbergi og eldhús í kjallara eða á hæð. íbúð í f
<$
ófullgerðu (fokheldu) húsi kemur jafnt til greina. f
Tilboð er greini stærð, verð og útborgun, sendist afgr.
Mbl. fyrir hádegi n.k. laugardag merkt: „MEG“.
•4 »/»-»•
íbúð óskasl
Ung og reglusöm hjón óska eftir að fá leigða íbúð %
1—3 herbergi og eldhús, sem fyrst. Há leiga og fyrir
framgreiðsla í boði. Tilboð merkt: „Barnlaus", send-
ist afgr. Mbl fyrir hádegi n.k. laugardag.
fra
TILKYIMIMIIMG
%nntamdiardÍi Jlóiandó
Umsóknir um styrk til náttúrufræðirannsókna á
árinu 1947, sem Mentamálaráð íslands veitir, verða
að vera komnar til skrifstofu ráðsins, að Hverfis-
götu 21, fyrir 15. maí næstkomandi.
„Hvöl' 10 ára
NÝLEGA HJELDU Hvat-
arkonur glæsilegt afmælishóf
í Sjálfstæðishúsinu í Reykja-
vík, í tilefni þess að fjeiagið
var 10 ára 15 febrúar í vetur,
en vegna veikinda formanns
hafði hófinu verið frestað þar
til nú.
Var þarna fjölmenni saman
komið, bæði fjelagskonur og
gestir þeirra.
Frk. María Maack, yfir-
hjúkrunarkona stjórnaði sam
sætinu. Hófst það með því að
sungið var kvæði er frú Guð-
rún Magnúsdóttir harði orkt
til fjelagsins, og birtist hjer
á eftir:
Nú fertugum svanna við fögn-
um í kvöld,
sem fjölþættan rjett hefir veitt.
Já, ótal mörg fríðindi og all-
mikil völd,
og örðugum lífsvenjum breytt.
Nú erum við frjálsar og yrkjum
og ljóðs,
um eldgamla menningarþjóð.
Við förum til baka um fjörutíu
ár,
þar fjötruð stóð konan við hlóð.
Þar faldi hún oftast sín
treganna tár,
og tendraði kærleikans glóð.
Þar hugsjónir fæddust, þar
bygði hún sjer borg,
sem bægði frá nístandi sorg.
Þá mæðurnar þurftu ekki
mentunar við,
það var móðins að kunna'
ekki neitt.
Þær áttu að vinna að aldanna
sið,
því ekki fekst haggað nje breytt
Þær mjólkuðu kýrnar og
mokuðu fjós,
og maðurinn var þeirra hrós.
Þær elduðu grauta og gerðu
við sokk,
og gólfin sín þvoðu með sand.
Svo kembdu þær ullina og
kembdu upp í rokk,
og raulandi prjónuðu band.
Þær líndúka skoluðu úr
lækjum og tjörn,
og Ijeku við skepnur og börn.
Loks konurnar risu upp og
rjettu úr sjer,
og rjeðu af að fara í stríð.
Jú, sjá þær með áhlaupi
sigruðu hjer,
og svo rann upp kvenfrelsistíð.
Nú sækja þær fundi og setjast
á þingi.
þið sjáið, að konan er slyng.
Nú stofna þær fjelag og standa
sig vel,
þær stara mennirnir á.
Þeir eru víst hræddir, þeim er
ekki um sel,
þeir ást þeirra og virðingu þrá.
Ef konur fá rjett sinn er körl-
unum vís,
kærleikans valdmikla dís.
Kvenfjelagshetjur jeg kveð
ykkur hrós,
þið knýtt hafið rjettlætis bönd.
Jeð óska, að kærleikans lýsi
ykkur ljós,
það leiði og styrki ykkar hönd.
Verið nú samtaka og vinnið
að því,
að viðreisa friðinn á ný.
Formaður fjelagsins, frú
Guðrún Jónasson, flutti ræðu.
Frh. á bls. 12.
Eva Hjálmarsdóttir:
Hvítir vængir
BÓK þessi er búin að liggja
á skrifborðinu mínu frá því fyr
ir jóþ Þótt jeg læsi hana alla
undir eins og hún barst mjer,
vildi jeg gjarnan líta í hana
oftar. Og jeg hjet sjálfum mjer
því að gera eitthvað til að
vekja athygli annarra á bók-
inni.
Eva Hjálmarsdóttir- er fyrir
löngu orðin þjóðkunn fyrir
einstök kvæði, smásögur og
ævintýri. Hún hefir orðið að
stunda ritstörf sín við óvenju-
lega erfið skilyrði, en sigrast
á erfiðleikunum með austfirskri
seiglu. Ar eftir ár hefir hún að
mestu verið bundin við rúmið
og verið upp á aðra komin, ef
hún vildi hafa samband við um
heiminn.
En þetta lætur hún aldrei á sig
fá. Hún les mikið, fylgist vel
með öllu, sem gerist, hefir haft
persónuleg kynni af fólki af
öllum stigum. En mest er þó
um það vert, að bæði meðfædd-
ar gáfur og áunninn skilning-
ur hefir gert henni fært að
skapa sjer sjálfstætt viðhorf
gagnvart tilverunni. Hún hefir
aldrei leyft sjúkleikanum að
komast upp með það að ein-
angra sig í andlegu tilliti. Hægt
og hægt hefir henni miðað á-
fram með það, sem hugurinn
þráði að fást við.
Nú skyldi margur ætla, að
skáldskapur Evu yrði sjúkar
harmatölur, beiskja og vonleysi
en það er öðru nær. Fegurðar-
tilfinning hennar er of næm til
þess að henni sjáist yfir bjart-
ari hliðar mannlífsins. Kýmni-
gáfa hennar og glettni er of
sönn til þess að svartsýnin nái.
lökum. Og í stað beiskju hafa
raunirnar skapað tildurslausa
og hjegómalausa samúð með
olnbogabörnunum, hvort sem
um er að ræða rótslitin blóm
eða sjúkar sálir. Éva hefir goít
vald á máli, bæði bundnu og
óbundnu. Ljóð hennar 6ru lip-
ur og sögurnay lausar við mál-
skrúð og vafninga.
í þessari bók eru ekki nánd-
pr nærri allar þær smásögur,
sem Eva hefir skrifað. Aðal-
lega eru hjer smásögur og ævin
týri frá æskuárum hennar, og
eiga þær sjerstakt erindi til
barna og unglinga. Sumar munu
sögurnar eiga rót sína að rekja
til sannra atburða eða atvika.
Og þó að þau atvik sjeu ekki
altaf stórvægileg, verða þau í
meðferðinni að ímynd einhvers
meira og stærra. — Sjerstakur
kafli, að vísu fremur stuttur,
er í bókinni um tilsvör barna.
Nærfelt helmingur bókarinn-
ar eru ljóð og þulur. Þau bestu
þykir mjer sennilegt, að eigi
langt líf fyrir höndum. Bregð-
ur þar til beggja átta um til-
finningar skáldsins. Annars veg
ar hugarró hins bjartsýna og
trúarsterka barns, • en hinsveg-
ar órósemi og ofsi þess, seni
alt í einu finnur sig hrifinn
heljartaki og köldum örlögmn.
Má minna á kvæði eins og
„Krampa“, „Óráð“ og fl. Mann
lýsing eins og „Agúst Maríus“,
er alls ekki á hverju strái. Síra
Sveinn Víkingur ritar formála
fyrir bókinni og frá útgefand-
ans hálfu er hún hin snyrtileg-
asta.
Það er betur farið en heima
setið, að bók þessi hefir komið
út, og eigi Eva eftir að láta
fleira frá sjer fara af skáldskap
ar tagi, á hún kröfu til þess, að
bókamenn gefi því gaum. Það
mun auðvitað ekki verða um
hana sagt, fremur en aðra rit-
höfunda, að alt, sem hún ritar^
hafi sama gildi. En hinu má
halda fram með sanni, að hún
sje svo smekkvís og vandvirk,
að hið besta, sem hún yrkir,
mun standast stranga gagnrýni.
Jakob Jónsson
Áheit
Aheit til Strandarkirkju
afhent Morgunbl.:
H.J. 200 kr., S.S. 5, L.J. 5,
gamalt áheit 5, Guðm. Jónsson
25, H.Á. 50, S.M. 25, V.Ó. 50,
Ástrós 50, E.E. 30, Hilda 20,
G. G. 5, N.N. afh. af sr. Bjarna
Jónssyni 10, G.G. 15, G.G. 25,
Ó.G. 50, ónefndur 10, E.M. 10,
N.N. 50, ónefndur 40, M.L. 15,
Karla og mamma hennar 100,
E.E. 15, gömul áheit 50, Anna
20, Rósa Guðmundsd. 10, P.P.
20, S.R. Siglufirði 55. G.Ó. 10,
J.H.J. 10, ónefnd kona 10, Inga
5, S.G. 25, Gyða 50, S.H. 100,
ónefnd 70, N.N. 200, ónefndur
25, A-H. og B.J.Þ. 10, Guðbjörg
5, ónefnd 20, S.G. 20, H. 5, S.S.
20, S.J. 25, Þ.J. 120, N.N. 50,
V.K. 5, mæðgur 32, lítil stúlka
2,50, N.N. 150, kona 5, G.H. 20,
ónefndur 100, ónefndur 15, N.
N. 40, G.K. 25. S.B. 30, eldri
sveitakona 20, Skaftfellingur
10, Ingi og Hulda 100, Guð-
björg 10, Guorún Jónsdóttir 52,
ónefndur 10, K.S. 30, sjómaður
305. Gróa Snjólfs 10, Þ.Þ. 30,
N.N. afh. af sr. Bjarna Jóns-
syni 50, N.N. 10 afh. af sr. Bj.
Jónss., Guðrún 25, gamalt áheit
30, S.H. 25, N.N. 50, G.Þ. 5,
Ó.G„ gömul áheit 120, G.E. 20,
N.N. 170, S.O. 25, N.N. 100,
gamalt áheit 10, gamalt áheit
20, A.B. 25, áheit í brjefi 5,
Valdi 20. gamalt og nýtt áheit
E.G. 25, N.N. 10, gömul kona
15, D. 10, N.N. 30, Magnús
Jónsson 10, G.H. 10, L.P. 50,
V.H.V. 10. N.N. 10, N.N. afh.
af sr. Bjarna Jónssyni 50, ó-
nefriur 40,29, K.Ó. 10, L.Þ. 30,
J.T. 50, Jón 30, F.F. 25, Á.Þ. 50.
D.Ó. 30, ónefnd 150, Salóme
Sigurðar 25, H.O. 25, Inga 5,
H. M. gamalt og nýtt 30, ónefnd
10, N.N. 50, Guðm. Þorleifssofl
Sigluf. 50, Guðbjörg 10, D.Þ.
10, N.N. 10, D.J. gamalt áheit
20, O.F. 10, kona 5. V.H. 15,
J.J. 10, S.S. 20, H.Þ. 60, Þ.Þ.
20, ónefndur 5, fjórir sjómenn
100, R.Á. 20, ónefndur 10, á-
heit í póstávísun 20, L.Þ. Þýska
landi 10 kr.
í síðustu skilagrein átti að
standa: S.S. afh. af sr. Bjarna
Jónssyni 10 kr.
Bandarískur flotaforingi
heiðraður
BRÚSSEL: — Belgíustjórn
hefur sæmt Richard Conolly
flotaforingja, einu af æðstu
heiðursmerkjum Belga. Con-
olly er yfirmaður flota Banda
ríkjanna á Austur-Atlants-
hafi og Miðjarðarhafi.