Morgunblaðið - 26.04.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.04.1947, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. apríl 1947 MORGUNBLAÐIÐ 5 Brjei irá HEþimtgi Eldhúsverk — Almenn veitingaleyfi — Einka- sala með kei og salt — Hafnarhótasjóður ÞESSA viku hafa staðið yfir Umræður um fjáragafrumvarp- ið fyrir árið 1947. Verður þeim lokið í dag og atkvæðagreiðsl- unni um breytingartillögur á laugardag. Á mánudag og þriðjudag eru ráðgerðar eld- húsdagsumræður. Þar til þær hafa farið fram verður at- kvæðagreiðslu um sjálft frum- varpið frestað. Sú atkvæða- greiðsla má ekki fara fram síðar en á n.k. miðvikudag. — Lengur hefir ríkisstjórnin ekki foeimild til þess að annast greiðslur úr ríkissjóði samkv. fjárlögum ársins 1946. Ef aðeins verða samþykktar þær breytingartillögur, sem fjárveitinganefnd og ríkis- Btjórnin flytja við frv. yrðu niðurstöðutölur á rekstraryfir- liti þessar: Tekjur 202,2 milj. kr. og gjöld 196,5 milj. kr. — Tekjuafgangur yrði þá 5,7 milj. kr. Á sjóðsyfirliti'yrði greiðslu- jöfnuðurinn hinsvegar óhag- Stæður um 7,4 milj. kr. Líklegt er, að einhverjar af foreytingartillögum þeim, sem pinstakir þingmenn flytja, verði Bamþyktar. En þær eru nær all- ar til hækkunar. Niðurstöðu- tölur fjárlaga geta því orðið nokkru hærri en þær, sem að Ofan var sagt. Preyting á áfengislögunuin. Sigurður Kristjánsson flytur frumvarp um breytingu á á- fengislögunum frá 1935 á þá leið að ráðherra sje heimilt að Veita veitingahúsum almennt Veitingaleyfi á áfengum drykkj um, sem heimilt er að flytja til Jandsins. * í greinargerð flutningsmanns fyrir frumvarpinu kemst hann þannig að orði: „Samkvæmt 11 gr. áfengis- íaganna er heimild ráðherra til þess að veita veitingahúsum al- menn veitingaleyfi takmörkuð við eitt veitingahús í Reykja- vík. Hótel Borg hefir hlotið þetta leyfi. Fjelög og einstakl- Ingar fáþó sjerstök leyfi til vín Veitinga í veislum og skemmt- Unum og láta þau leyfi venju- lega í tje í veitingahúsi, sem yeislan eða skemmtunin er hald ln í. Forrjettindi eins hótels í þessu efni eru ekki rjettmæt íije heppileg nú orðið. Valda því gagngerðar breytingar, er orðið hafá á skemmtanalífi og greiðasölu síðan þetta fyrir- komulag var ákveðið. Breyting sú, sem ráðgerð er foaeð frumvarpi þessu, mun ekki auka vínnautn, en aðeins gera foana menningarlegri en hún er Snú. Það er kunugra en frá þurfi að segja, að í Reykjavík geta þeir, er vilja, aflað sjer áfengW fojá launsclum á öllum tímum sólarhrings. Ef frumvarp þetta verður að lögum, mundu laun- Salarnir hverfa, en vínveitingar þær, sem þeir nú hafa með foöndum, komast í hendur veit- Sngahúsa og gistihúsa. — Sýnist íikisvaldinu vera skylt að hafa Læknarnir á þingi, 2. landskj. þm. og 1. þm. Rangæinga, drekka saman kaffi á Kringlu. skaplegt fyrirkomulag á afhend ingu áfengis til almennings, meðan það hefir einkainnflutn- ing á áfenginu. Að sjálfsögðu er það á valdi ráðherra að setja með reglu- gerð og skilyrðum í veitinga- leyfum þær almennu skorður, er hann telur nauðsynlegar. Samband veitinga- og gisti- húsaeigenda hefir skrifað Al- þingi um þessi mál. Fylgir brjef þess sem fylgiskjal.“ Segir þar m. a. á þessa leið: „Það er vitað, að eins og á- fengismálum er háttað hjer nú, er hverjum þeim, sem vill fá á- fengi, það mögulegt. Það er því ekki hjer verið að veita meira víni til almennings, en verið hefir. Það er hjer farið fram á, að vínið verði veitt á nýjum vettvangi, vettvangi, sem er miklu eðlilegri þessari sölu frá öllum sjónarmiðum, en útrýmt yrði leynivínsölunni. Leynivínsalar borga ekki skatta Það er vitað mál, svo sem áður er bent á, að vín er alltaf fáanlegt á flestum stöðum hjer á landi hjá „sprúttsölum“. — Hafa þessir aðilar gegndarlaus- ar tekjur af slíkri veitingasölu, sem þeir greiða svo hvorki veit ingaskatt eða aðra skatta til' ríkissjóðs af. Auðvitað er þessi sala alls óleyfileg, en aftur á móti er ógernihgur að hamla á móti henni, nema veitingahús- unum verði heimilað að hafa almennar vínveitingar. En með því fyrirkomulagi má telja, að leynivínsölunni yrði að mestu leyti eytt og veitingahúsunum gefinn miklu betri fjárhags- grundvöllur, sem leiddi af sjer auknar skatttekjur ríkissjóðs og aukinn möguleika fyrir menn- ingarbrag á veitingahúsunum. Það '*erður að telja, að með þessari lagabreytingu verði að- eins jákvséð breyting á áfengis málunum. Það virðist alls ekki rnega reikna með aukinni áfeng isnautn almennings vegna þess- arar breytingar á söluaðferðinni þótt það sjeu veitingahúsin í stað leynivínsalanna, sem hafi vínsöluna með höndum. Þá er þessi lagabreyting mjög nauðsynleg með tilliti til þess, ef landið á að verða ferða- mannaland. Það er staðreynd, að ferðamenn vilja hafa vín- veitingar, og að það er víst,. að þeir breyta ekki út af venju sinni um vínnautn, þótt ekki sje vín á veitingahúsum, heldur mundu þeir kaupa vín af vín- sölum, og yrði það síst menn- ingarlegra fyrir okkur að hafa vin á boðstólum hjá leynivín- sölum en þótt veitingahúsin hefðu vín á boðstólum, svo sem almenn regla er í flestum sið- menningarlöndum, þar sem vín áannað borð er fáanlegt. Það hefir verið rætt um það, að bæta þyrfti veitingastarf- semina í landinu, auka hótel- byggingar og svo framvegis, en það er sanngirniskrafa allra þeirra, sem vilja -framgang veitingastarfseminnar, að vín verði veitt í veitingahúsum, svo framarlega sem nokkurt vín er á boðstólum í landinu.“ Andstygðin uppmáluð. Á'það hefir verið bent hjer fyr Í vetur að núverandi ástand í áfengismálunum sje andstygð in uppmáluð. Með því að leyfa einungis einu veitingahúsi í höfuðborginni alment veitinga- leyfi hefir löggjafinn beinlínis löghelgað sóðalegasta atvinnu- veginn, sem rekinn er í landinu, leyhivínsöluna. Hjer er ekki um það að ræða eins og flm. frv. bendir á að auka vinnautnina í landinu, heldur tilraun til þes að útrýma ómenningu þeirri, sem ríkir hjer í áfeng- ismálum. Verður fróðlegt að sjá hvern- ig Alþingi snýst við þessu frv. En jafnhliða því, að það yrði samþykt, þarf að gera aðrar ráðstafanir, takmarka það áfengi, sem menn geta fengið keypt í einu á opinberum veit- ingastöðum við akveðinn skammt, a. m. k. af sterkum vínum. « Ný einkasala. Gylfi Þ. Gíslason flytur frv. um kola- og saltverslun ríkis- ins. Samkvæmt því má frá 1. ágúst 1947 enginn nema ríkis- stjórnin flytja inn frá útlöndum nokkra tegund af steinkolum eða salti, að smjör-, fóður- og borðsalti þó frátöldu. — Fyrir- tækjum, sem stunda útgerð eða siglingar má þó heimila að flytja vörur þessar til landsins á eigin skipum og til eigin nota. Náfn þeirrar verslunar, sem ríkið rekur, með þessar vörur, skal vera „Kola- og saltverslun ríkisins11. Skal hún vera sjálf- stæður fjárhagsaðili en ríkis- sjóður bera ábyrgð á skuldbind ingum hennar. Hafnarbótasjóður. Sigurður Bjarnason, Sigurð- ur Kristjánsson og Barði Guð- mundsson flytja frumvarp um breytingu á lögunum um hafn- arbótasjóð. Leggja þeir til að þeir staðir, sem beðið hafa tjón á hafnarmannvirkjum sínum af óviðráðanlegum orsökum öðr- um en venjulegri fyrningu, skuli fá styrk úr hafnarbóta- sjóði allt að kostnaðarverði nauðsynlegra endurbóta. Enn fremur verði ríkisstjórninni heimilað að veita þeim stöðum, sem ekki hafa fjárhagsgetu til þess að byggja nauðsynleg hafnarmannvirki, styrk úr hafnarbótasjóði til þessara fram kvæmda. Alþingi, 25. apríl 1947. S. Bj. Umdæmisþing Rótarýklúbbanna á Islandi DAGANA 24.-26. apríl 1947 halda Rótarýklúbbarnir á ís- landi sameiginlegt þing hjer í Reykjavík, svonefnt umdæmis- þing, sem er hið fyrsta hjer á landi, þareð Island varð eigi sjálfstætt Rótarýumdæmi fyrr en seint á s.l. ári. Enda þótt Rótarýklubbur Reykjavíkur sje nú kominn á 13. ár og síðan hann var stofn- aður hafa 6 Rótarýklúbbar komist á laggirnar annars stað- ar, á landinu, hefir verið hljótt um þenna fjelagsskap hjer á landi. Hjer er þó ekki um neitt leynifjelag að ræða. En hverskonar fjelagsskapur er Rótarý? í stuttu máli: Rót- arýklúbbur er fjelag manna, er framarlega standa hver á sínu starfssviði. I hverjum klúbb má aðeins vera einn fulltrúi fyrir hverja viðurkenda starfsgrein. Við val starfsgreina skal þess gætt, að klúbbfjelagarnir sjeu úr þeirra greinum, fyrst og fremst, sem mesta þýðingu hafa fyrir bæjarfjelagið sem klúbb- urinn á heima í. Rótarýklúbbar eiga að vinna að því eftir megni, hver á sín- um stað, að bfla drenglynd, samstarf, skilning og hjálpfýsi í sem flestum málum meðal starfsgreina og einstaklinga svo og virðingu manna fyrir öllum störfum í þágu almennings- heilla, hverju nafni sem þau nefnast. Þessu takmarki hyggst Rótarý að ná m. a. með: 1) auknum kynnum klúbb- fjelaganna með það fyrir aug- um, að þeir verða færari um að hjálpa hver öðrum til þess að koma góðum málum á fram- færi til hagsbóta almenningi, 2) eflingu siðfágunar, hjálp- semi og drenglyndi í viðskiftum og öðrum- störfum. Veitt sje fræðsla um nytsemi starfsgrein anna hverrar um sig í þágu sveitar- og þjóðfjelagsins, 3) sjálfsþjálfun og háttprýði í einkalífi og viðskiftnm öllum við aðra menn, hver svo sem staða þeirra er í þjóðfjelaginu, 4) eflingu samstarfs og skiln- ings þjóða á milli svo að vel- vilji og friður-megi eflast og ríkja í heiminum fyrir atbeina manna úr öllum stjettum og starfsgreinum. Höfuðáhersla er lögð á það, að - Rótarýfjelagar leggi sig fram um að, h j á 1 p a hverir öðrum öllum góðum málum til skilningsauka og brautargengis. Trúmál, stjórnmálaskoðanir og þjóðerni háfa engin áhrif á það, hvort maður geti orðið Rótarý- fjelagi eða ekki. —°— Tildrögin að stofnun Rótarý- klúbba eru þau, að árið 1905 fekk Paul Ilarris, málaflutnings maður í Chicago, 3 kunningja sína til þess að hittast viku- lega — ásamt P. Harris —- og til skiftis hver hjá öðrum til þess að ræðast við og fræða hvern annan um störf sín og hvað gera mætti bæjarfjelaginu til hagsbóta og eflingar heiðar- legum viðskiftum og samskift- um manna á *meðal. Var sagt, að þeir „róteruðu“ með þessum keðjuheimsóknum. Festist þá nafnið „Rotary“ við þessa fundi þeirra fjelaga. Þessi fyrsta tilraun þótti gef- ast svo vel, að fljótlega voru nýir klúbbar — Rótarýklúbbar — stofnaðir víðsvegar í Banda- ríkjunum. Árið 1910 var fyrsti klúbburinn stofnaður í Kanada, 1911 í Bretlandi og svo koll af kolli í hverju landinu á fætur öðru. Á íslandi var fyrsti Ró- tarýklúbburinn stofnaður í Rvík árð 1934. Nú eru um 6000 Rótarýklúbb ar í 75 löndum víðsvegar um heím, með hátt á þriðja hundr- að þúsund fjelaga. Klúbbunum er skift í um 200 Rótarýúm- dæmi. Island er nú sjálfstætt Framh. á bls. 12 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.