Morgunblaðið - 26.04.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.04.1947, Blaðsíða 9
Laugardagur 26. apríl 1947 ivtOWUUNBLAÐIÐ 9 LÍFSBARÁTTAN var hörð í Svarfacardalnum, þegar að jeg var að alast þar upp. Það var oft hart í ári, ísar við land fram á vor, fátækt á mörgum heimilum og lítillar miskunn- ar að leita hjá sveitinni. Þá tóku ýmsir sig upp og flýðu til Ameríku. En flestir hjeldu þó baráttunní áfram heima við bú skap, og sjósókn, sleitulausa vinnu og oft hreinan þrældóm. Jeg sleit mínum barnsskóm snemma. Þetta sagði Jóhann J. Ey- firðingur, sem í æsku sinni við Eyjafjörð stundaði í senn hrað- skyttuvefnað, hákarlaveiðar og sjósókn á sexæringum, er jeg sat og rabbaði við hann fyrir nokkrum kvöldum. Síðar flutt ist hann vestur að Djúpi og gerðist formáður í Bolungar- vík, og síðan útgerðarmaður og umsvifamikill kaupmaður á ísafirði. I dag verður þessi þróttmikli Rabbað við Jóhann Eyfirðing sjötugan og sierstæði atorkumaður sjö- tugur. Á hákarlaveiðuni. — Já, það er margs að minn ast frá liðnum dögum, segir Jó- hann. En það er svo sem ekk- ert merkilegt nie frásagnar- vert. — Hvenær byrjaðir þú fyrst að stunda hákarlaveiðarnar? —^Jeg var 17 ára þegar ieg fór í fyrstu leguna. Við -sótt- um á mið austur af Langanesi og vestur fyrir Snæfellsnes. Há karlaskipin voru þá flest þil- skip 20 til 30 smálestir að stærð. Lengsti túrinn, sem jeg man eftir að jeg væri með í stóð einn og hálfan mánuc. Við vorum að veiðum við Langa- nes en lentum í óveðri og urð- um að hieypa suSUr fyrir land. Fórum svo hringinn vestur og Jóhann Eyfirðingur norður fyrir og komum heilu og höldnu heim til Eyjafjarð- ar. — „Biður þú ekkert fyrir þjer* Jóhann“. — Versti hákarlatúr, sem jeg lenti í var vorið 1897. Við lögð um út frá Oddeyri 24. apríl á seglskipinu Kristján, sem var um 30 smálestir að stærð. — Skipstjóri var Sigurður Hall- dórsson, bóndi á Grund í Svarf ’aðardal. Fyrst var reynt við þann gráa djúpt út af Eyja- firði og Siglufirði. En við urð- um lítið varir. Svo var siglt vestur á Strandagrunn. Þar lentum við strax í vitlausum hákarli. Vorum þá búnir að vera upp undir Vz mánuð í túrn um. En þarna fyltum við skip- ið á skömmum tíma. Fleiri Friðrik IX. og Ingrid drottning taka á móti hýllingu Kaupmannahafnarbúa frá svölunt Kristjánsborgarhallar s. 1. þriðjudag. Á neðri myndinni sjest hluti af hinum nrikla manngrúa sem safnaðist saman til að hylla hin ungu konungshjón. skiþ voru þarna en þau lögðu öll á stað heim á undan okk- ur nema eitt, það var Stormur frá Fagraskógi, stórt og mynd- arlegt seglskip. Það lá fyrir stjóra rjett hjá okkur. Við vor- um júveg komnir að þvi að leggja af stað heim. En síðustu nóttina skall á ofsastormur, stórhríð og ó- Sjórs. Við lágum fyrir stjóra og gátum eiginlega ekkert aðhafst. Skipið lá undir áföllum. í einu stórbrotinu slitnaði Stormur upp, „hann hallaðist si svona“, segir Jóhann og beygir sig í stólnum, ,,svo hvarf hann og kom ekki í Ijós aftur“. Þetta fallega skip fórst þarna fyrir augunum á okkur með tólf menn innanborðs. Það var sorg leg sjón. Annars höfðum við nóg að gera að hugsa um okk- ur sjálfa. Skipstjórinn ljet mig fara að bræða hákarlalifur til þess að nota hana í bárufleyga utan á skipið. Jeg var að sýsla við þetta niðri í lúgarnum þeg- ar einn stórsjórinn reið -yfir. Skipið slitnaði upp, þilið milli lestarnnar og lúgarsins sprakk og lifrarpotturinn og eldavjel- in, sem hann stóð á þeytttust fram í hosíló. Hákarlalifrin í lestinni bullaði inn í lúgarinn. Jafnhliða sprungu lifrarkass- arnir á þilfarjnu og um 50 tunn ur af lifur skoluðust út. Þegar þetta gerðist kallaði einn há- setanna, sem voru með mjer niðri í lúgarnum til mín: „Guð almáttugur, biður þú ekkert fyrir þjer, Jóhann11. Hann hjelt að við værum að farast. En jeg gleymdi víst fyrirbænun- um. Mjer er næst að halda að jeg hafi sagt eitthvað ljótt. En sSipið hafði nú Ijest og okkur tókst að koma yPP nokkr um seglum. Við náðum til Eyja fjarðar eftir tveggja daga slark sama siglingu. Vestur að Djúpi. Þessi atbufður hafði mikil áhrif á fyrirætlanir mínar. Eft ir hann var jeg aðeins tvær vertíðir á hákarlaveiðum. Sig- urður Halldórsson rjeði mig formann á sexæring. En nú stóð hugur minn til frekari mentunar í sjómensku. Mig langaði á Sjómannaskólann og betri og fullkomnari skip. Mjer ofbauð öryggisleysið á litlu há karlaskipunum, sem oft var sótt á út á regin haf. Árið 1903 flutti jeg frá Eyja- firði og lagði á stað í Sjó- mannaskólann. En á leiðinni kom jeg við á ísafirði og hitti þar Árna Jónsson, sem þá hafði þar mikla útgerð og verslun. Hann taldi mig á að staðnæm- ast vestra. Svo byrjaði jeg for- mensku í Bolungarvík. Það var árið 1904. Jeg var í Bolungar- vík til ársins 1916, stundaði þar sjó og hafði verslun og bakarí. Hætti að heita Jónsson í Bolungarvík. — Þar fjekstu Eyfirðings- nafnið? — Já, í Bolungarvík voru víst flestir kallaðir einhverju auknefni í þá daga. Þegar við Þorsteinn bróðir minn komum þangað, var fremur tregt um Framh. a bis. 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.