Morgunblaðið - 26.04.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.1947, Blaðsíða 12
MOKGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. apríl 1947 1? Fimm mínútna krossgáfan SKÝRINGAR Lárjett: — 1 kuldi — 6 mat ■— 8iát — 10 tunnu — 12 ægi- leg — 14 fangamark — 15 skáld .— 16 fát — 18 skógardýrin. Lóðrjett: — 2 vinds — 3 fangamark — 4 málmur — 5 hefðarmenn — 7 veltur — 9 fljót — 11 árangur — 13 nytja land — 16 tónn — 17 standa saman. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 armar — 6 ern — 8 álf — 10 dár — 12 trafalt -— 14 æð — 15 ss — 16 ósk — 18 tvístra. L<vrjett: — 2 refa — mr — 4 anda — 5 fátækt — 7 hrista — 91rð — 11 áls — 13 foss — 16 ói — 17 kt. — Flugvjel nauð- lendir Framh. af bls. 1 tveir amerískir flugmenn, sem flogið höfðu henni, aðrir voru ekki í flugvjelinni. Flug mennirnir voru ómeiddir og fóru með manni þessum heim að Kirkjubæjarklaustri. Skemmdir munu ekki hafa orðið miklar á flugvjelinni. Kvað Jón það undravert, að ókunnugum mönnum skyldi hafa tekist að lenda henni á þessum slóðum svo giftu- samlega. Nauðlentu vegna bensínleysis Flugmennirnir skýrðu svo frá, að þeir hefðu hreppt vill- ur fyrir suðurströndinni, rigningu og þoku, og hafi bensínbirgðir flugvjelarinnar verið alveg komnar að þrot- um. Að lokum sagði Jón að strax og hægt væri yrðu skemmdir flugvjelarinnar kannaðar. — En rpenn frá Kirkjubæjarklaustri fóru út að flugvjelinni um miðnætti í nótt, til þess að ganga örugg- lega frá henni. Landsliðskeppnm í skák TVÆR umferðir í Lands- liðskeppninni í skák hafa ver- ið tefldar. Annari umferð 1 varð þó ekki lokið, vegna bið- skáka er urðu. Við fyrstu umferð fóru leikar svo, að Baldur Möller vann Jón Þorsteinsson, Sturla Pjetursson vann Guðmund S. Guðmundsson, en biðskák var hjá þeim Guðmundi Arn- laugssyni og Hjálmari Theó- dórssyni. Önnur umferð hófst í gær- kvöldi. Að eins einni skák varð lokið. Baldur vann Hjálmar. Hitt urðu allt bið- skákir. — Marshall Framh. af bls. 1 hjer 1942 var rjett verið að byrja framkvæmdir á þessu mikla mannvirki. Þá var hjer lítið annað að sjá nema hinar stórvirku vinnuvjelar. Lækkaði setuliðsfjöldann á Islandi. „Þegar jeg var hjer á ferð- t inni var ameríski herinn á Is- landi úm 30,000, ef jeg man rjett, og fyrirætlanir voru um, að hækka þá tölu upp í 60,000. En jeg skipaði þá svo fyrir, að lækka skyldi tölu ameríska her liðsins á íslandi niður í 15,000“. Síðan gat Marshall þess, að fimti herinn ameríski, sem var hjer á landi hafi síðan barist af miklum dugnaði undir stjórn Pattons hershöfðingja í Frakk- landi. Ilafði ekkert meir að segja um. Moskva. Er við spurðum utanríkisráð- herrann hvort hann vildi segja nokkuð um Moskvafundinn, sagði hann: „Nei, jeg býst við að þið hafið fengið frjettk’ af því í útvarpinu í dag, sem jeg hefi um Moskva- fundinn að segja“. í för með -Marshall voru margir ráðunautar hans og starfsmenn utanríkisráðuneytis ins. Þeir ferðast í „Skymaster- flugvjel“ frá ameríska hernum. Hafði ferðin gengið" vel, þótt þeim seinkaði nokkuð, en til Keflavíkur komu þeir frá Berlín. Kona verður fyrir V Á SUMARDAGINN fyrsta vildi það slys til inn á Lang- holtsvegi í Kleppsholti, að fullorðin kona, Margrjet Guð mundsdóttir, til heimilis Hof- teig 42 í Laugarneshverfi varð fyrir bíl og slasaðist illa. Hún var að ganga yfir göt- una fram hjá strætisvagni, sem hún hafði verið farþegi í, er hún varð fyrir litlum fólksbíl, R-2429. Margrjet fjell í götuna og gat sig ekki hreyft. Var henni tafarlaust ekið í Landsspítalann. Við rapnsókn kom í ljós að hún hafði mjaðmabrotnað. Líðan hennar var eftir öll- um vonum í gærkvöldi, er blaðið spurðist fyrir um hana í spítalanum. Hjeldu hestinn dauðan í GÆRKVÖLDI var slökkvi stöðinni tilkynnt að hestur lægi dauður við girðingu inn hjá Kleppi. Taldi fólkið að rafmagnsstraumur hefði drepið hestinn. Starfsmaður Rafveitunnar fór inn eftir, til þess að at- huga þetta. Er hann kom þangað lá hesturinn við girðinguna, en búið var að draga hann frá. Hesturinn hafði fengið „stuð“ við að snerta girðinguna, því að heim-taug í hænsnabúið, sem er skammt frá Kleppi, hafði falljð niður á girðinguna. Eftir nokkurn tíma fór hesturinn að jafna sig og var ekki að sjá að honum hafi orðið meint af. Skemmdir á „Nelson“ LONDON: Um þriggja feta gat kom á skrokkinn á breska orustuskipinu Nelson (35.000 tonn) fyrir skömmu síðan, er það rakst á kafbát- inn „Sceptre“, sem er undir 1,000 tonnum. Áreksturinn varð í námunda við Port- land. Ungmennadeild Slysavarna- fjelagsins í Reykjavík biður þá fjelaga sína, sem vilja stuðla að sölu happdrættismiða fyrir umferðakvikmynd Hreyfils að mæta í námskeiðsherbergi Slysavarnafjelagsins við Skál- holtsstíg kl. 1 e. h. á morgun i (sunnudag). Fómas Guðmundsson hlaul sumargjöf- ina TÓMAS Guðmundsson skáld* hlaut að þessu sinni verðlaun (sumargjöf) úr Afmælissjóði Birtingaholtssystkina. Sjera Magnús Helgason skóla stjóri stofnaði sjóð þenna, sem kunnugt er. Eru veitt verðlaun úr sjóðnum annað hvert ár; er það sumargjöf til þess skálds, sem talið er að hafi ort best ljóð. Er þetta í þrðja skifti sem veitt hafa verið verlaun úr sjóðnum. Áður fengu verðlaun Guðmundur Friðjónsson og Davíð Stefánsson. „Herbergi hins óþekkfa Suður- nesjamanns" Á NÝAFSTÖÐNUM aðal- fundi Fjelags Suðurnesjamanna var samþykkt tillaga frá Agli Hallgrímssyni, þess efnis að verja úr fjelagssjóði andvirði eins herbergis í hinu væntan- lega Dvalarheimili aldraðra sjó manna. Herbprgið skal bera nafn Hins óþekkta Suðurnesja- manns. '>lgjj|||j|| — Rofary Framh. af bls. 5 umdæmi með 7 klúbbum, þ. e. í Reykjavík, ísafirði, Siglufirði, Akureyri, Húsavík, Keflavík og Hafnarfirði. Rótarýklúbbarnir hafa alheims samband sín á milli, Rotary International, og var það stofn- að 1912. Fyrir atbeina sam- bands þessa eiga Rótarýfjelag- ar hvaðanæfa vísa hjálp og að- stoð Rótarýklúbba og fjelaga í öðrum löndum. Rótarýklúbbar um allan heim vinna nú mjög að eflingu friðar og gTTgnkvæmS skilnings þjóða á milli í anda sáttmála hinna sameinuðu þjóða. Fram- kvæmdaráð S. þ. er í stöðugu sambandi við Rótarý Internati- onal. Með þessu móti vænta Rótarýfjelagar þess, að geta lagt sinn skerf til bættrar sam- búðar milli þjóða, stjetta og einstaklinga og bjartari fram- tíðar fyrir þá, er löndin byggja. X. Jóhann Eyfirðingur Framh. af bls. 9 afla. En við fiskuðum samt sæmilega. „Það eru bara hel- vítis Eyfirðingarnir, sem fiska“, sagði einhver og svo var hætt að kalla okkur Jóns- syni en Eyfirðingsnafnið fest- ist algerlega við okkur. Annarsf líkaði mjer vel við Bolvíkinga. Þeir eru einhverjir harðduglegustu sjómenn, sem jeg hefi kynst. Á ísafirði. — Svo fluttirðu til ísafjarð- ar. — — Það var árið 1916. Byrj- aði á að byggja þar síldarplan og salta síld. Svo byrjaði jeg á útgerð og verslun og hefi síð- an verið á ísafirði við þau störf. Jeg hefi kunnað þar vel við mig, þótt á ýmsu hafi olt- ið. — Jæja, Jóhann minn, þú ert á leiðinni vestur. — Já, jeg vona að jeg verði kominn til ísafjarðar á afmæl- isdaginn. Það vona jeg líka að hann verði. Þar hefur hann unnið rúm þrjátíu ár ævi sinnar með þeim dugnaði og fjöri, sem er megmeinkenni skapgerðar hans. Jóhann er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Salome Gísla- dóttir er andaðist árið 1920. Áttu þau saman ,6 börn, sem öll eru á lífi. Síðari kona hans er Sigríður Jónsdóttir. Bæði í Bolungarvík og á ísa firði hafa Jóhanni Eyfirðingi verið falin ýms trúnaðarstörf. I Bolungarvík var hann um skeið sýslunefndarmaður og á ísafirði átti hann sæti í bæjar- stjórn um nokkurt árabil. Hann er vel metinn af öllum er hon- um kynnast, hjálpfús og glað- lyndur. Vinir hans, hvort heldur sem þeir eru vestur við Djúp eða annarstaðar, árna honum. sjötugum gengis. S. Bj. | Óska eftir samtali við i | yður. Gerið svo vel og | i leggið brjef á afgr. blaðs- | j ins fyrir mánudagskvöld | I og tilgreinið stað og stund. i : • ; i 1. X~9 £ £k Eflir Robert Storm Jói fer í heimsókn á lögfræðiskrifstofu Tim Pleed. í hendiria á mjer? — Kalli læst ætla að gera það, — Tim: Gleður mig að sjá þig, Kalli-minn. Heyrði ' en rekur í staðinn glóandi éndann á vindlinum sín- að þú hefðir verið látinn laus. Ætlarðu ekki að taka um í lófann á lögfræðingnum. Pleed læst taka þessu í gamni, en Kalli hreytir út úr sjer: — Jeg kom til að fá minn hluta af peningunum, Pleed! Hvar eru þeir? ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.