Morgunblaðið - 30.04.1947, Page 6

Morgunblaðið - 30.04.1947, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. apríl 1947 - Ufför Danakonungs Framh. af bls. 1 500 krónur fyrir gluggaútsýni. Frá Hallarkirkjunni fer lík- fylgdin yfir Höjbro, Strik- ið, Ráðhústorgið og Vesterbro- gade að aðaljárnbrautarstöð- inni. Fyrir löngu er búið að leigja út alla glugga meðfram götum þeim, sem konungslíkfylgdin fer um og hafa sumir gluggar verið leigðir fyrir allt að 500 krónur, en svalir fyrir allt að 2000 krónur. Tveir þjóðhöfðingjar. Tveir erlendir þjóðhöfðingj- ar verða viðstaddir útför kon- ungs. Eru það Hákon Noregs- konungur og Sveinn Björnsson forseti Islands. Auk þess verða viðstaddir jarðarförina Olav Noregsprins og Gustav Adolf krónprins Svía, en auk þess eru margir fulltrúar þjóðhöfðingja og ríkisstjórna komnir til Kaup mannahafnar. Útfararathöfnin. Útfararathöfnin hefst með stuttri minningarathöfn í Hall- arkirkjunni, þar sem Fuglsang- Damgaard biskup flytur bæn. Þar næst hefst sorgargangan og fara fyrir henni riddarar úr líf verði konungs og þá sveit breskra sjóliða og danskra sjó- liða. Hirðmarskálkurinn gengur næstur líkvagninum að framan, en sex hestar ganga fyrir vagn- inum og 24 liðsforingjar sitt hvoru megin við vagninn. Reiðhestur konungs kemur næstur á eftir líkvagninum. Þá kemur Friðrik konungur og karlar af konungsættum og því næst fulltrúar erlendis frá. — Þá koma í líkfylgdinni konur af konungsættum. Neiiendam biskup prjedikar í Hróarskeldu dómkirkju, en Rosendal biskup kastar rekun- um. Öllum skemtistöðum í Dan- mörku verður lokað í dag. Sýslufundur N-ísa- fjarðarsýslu að heij- asf SÝSLUFUNDUR Norður Isafjarðarsýslu verður settur á Isafirði í dag. Mörg mál liggja fyrir fundinum. Mikil harðindi og snjór ligg ur yfir allri jörð hjer við Djúp. Hefir ekki komið jafn mikill snjór hjer síðan 1910, er harð indaútlit hið mesta, þó mun heyskortur ekki verða tilfinn- anlegur fyr en kemur fram í maí ef harðindi haldast, þá byrja örðugleikar aðallega ef harðindin haldast fram á sauð burð. I dag er logn og sólskin en frost að nóttu og kalt loft. Páill Pálsson. FORSTJÓRI DÉUTSCHE LUFT- HANSA DÆMDUR BERLlN: — Dr. Kurt Wigelt, for- stjóri þýska flugfélagsins Deutsche Lufihansa, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi.og 1,250 ster- lingspunda sekt, fyrir að selja hluta- hréf. Hemámsstjóm bandamanna héftir bannað sölu og yfirfærslu hltótabréfa, þar til öðruvísi verður ókveðið. Þáitur úr Álfafelli. <9 Leikfjelag Rcykjavíkur hefir nú sýnt æfintýraleikinn Álfa- fell fjórum sinnum fyrir fullu húsi og við góðar undirtekt- ir. Þessi mynd er úr fyrra þætti og eru á henni: Erna Sig- urleifsdóttir sem Frostrós, Þorgrímur Einarsson í hlutverki Svals, þá Róbert Arnfinnsson í hlutverki Ólafs og Guðjón R. Einarsson sem Tófa. Næsta sýning verður á morgun kl. 4 í Iðnó. Rannsókn út af byggingar- kostnaði nýju síldarverk- smiðjanna MARGIR þingmenn í efri deild kröfðust þess mjög einbeitt- lega í gær,, að hafin yrði nú þegar rannsókn á byggingu nýju síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði og Skagaströnd, svo að úr yrði skorið, hvað valdið hefir hinum gífurlega kostnaði, sem orðið hefir við þessar framkvæmdir. Fjármálaráðherrann, sem þessi mál heyra undir, lýsti yfir, að þessi rannsókn yrði látin fram fara og væri hún þegar hafin. Til umræðu var í Ed. í gær frv. um hækkun á ríkisábyrgð fyrir lání^vegna þessara fram- kvæmda. Kom fram brtt. um að ábyrgðarheimildin yrði enn hækkuð úr 38 milj. kr. upp í 43 milj. kr. Var tillaga þessi fram borin fyrir tilmæli stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins, og rökstudd með því, að byggja þyrfti upp aftur skemmu þá hina miklu á Siglufirði, sem hundi á dögunum. Fjárhagsnefnd deildarinnar fjelst á, að ábyrgðarheimildin yrði hækkuð eins og um var beðið. Miklar umræður urðu um málið í deildinni. Þar upplýstist m. a., að upphaflega hefði kostn aðurinn við þessar framkvæmd ir verið áætlaður 10 milj. kr. og ábyrgðarheimildin miðuð við þá upphæð. Svo hefði verið far ið fram á að hækka ábyrgðina upp í 15 milj. kr., þar næst í 27 milj. og enn í 38 milj. Og nú væri ábyrgðin komin í 13 milj. kr. Komu fram í ræðum margra þingmanna (Bernh. Stef., Þ. Þ., G. J., P. Zoph., Herm. J.) mjög sterk gagnrýni á störf bygging- arnefndar, sem hafði þessar framkvæmdir með höndum fyr ir ríkið. Kröfðust þeir ýtarlegr- ar og gagngerðrar rannsóknar á öHum gangi málsins. Jafnfamt tóku sumir svo djúpt í árinni, að þeir kröfðust sakamálsrann- sóknar. Töldu þessir þingmenn, að ekki væri verjandi, að lögfesta ábyrgðarheimildina nema ráð- í'--------------------------- herra lýsti yfir, að rannsókn yrði látin fram fara. Fjármálaráðherra upplýsti að ráðuneytinu hefði þegar borist krafa um rannsókn frá stjórn L. I. Ú. En áður en sú krafa kom fram, hefði ráðun. skift um yfirstjórn bygginganna, tek ið hana úr höndum byggingar- nefndar og fengið hana stjórn Síldarverksmiðja ríkisins og fal ið henni að hraða byggingunum svo að þæ£ gætu orðið nothæfar « næstu síldarvertíð. Ennfrem- ur hefði ráðuneytið falið stjórn Síldarverksmiðjanna að rann- saka alla kostnaðarliði við byggingarnar og reyna að finna orsakir þess, að kostnaðurinn varð svo gífurlegur, sem raun ber vitni. Taldi ráðherra eðlilegt að fram kæmi krafa um rannsókn á þessu máli, enda væri þegar gerðar ráðstafanir í þá átt. Fráskilin kona kvik- myndaframieiðanda fær 3,250.000 dollara. Los Angeles í gær. LOUIS B. Mayer, forstjóri Metro Goldwyn Mayer kvik- myndafjelagsins, fjekk í gær skilnað við konu sína, sem er 62 ára að aldri. Kona Mayers mun fá 3,250. 000 dollara, en þessi 'heims- þekti kvikmyndaframleiðandi er hæst launaði maður Banda- ríkjanna. — Reuter. Kunnustu bridge-spilarar Breta koma til íslands í næstu viku Millilandakepni milli Bretlands og íslands í NÆSTU VIKU eru væntahlegir hingað til lands fjórir kunn- ústu bridge-spilarar Breta. Ætla þeir að keppa hjer í millilanda leik í bridge við íslendinga. Hafa farið fram samningar um þetta milli „The British Bridge League“ og Bridgefjelags Reykjavíkur. Móttökunefndin. Sjerstök móttökunefnd hefur verið skipuð fyrir alllöngu og eiga. sæti í henni þeir: Pjetur Sigurðsson, Pjetur Halldórs- son og Hörður Þórðarson. Hefur svo verið ákveðið, að fyrst skuli fara fram millilanda kepni í bridge; milli Stóra- Bretlands og Islands, og er það í fyrsta sinn að ísland heyjir millilandakepni í bridge, og má segja, að ekki sje þá ráðist á garðinn þar sem hann er lægst ur. Kepni þessi mun hefjast um 8. maí, og mun verða kept í Tjarnarlundi. Ekki hefur enn- þá verið ákveðið um nánari til- högun millilandakepninnar, en að henni lokinni, mun bridge- meistarar Islands keppa og síð- ar önnur lið, er til þess munu valin. Keppnisstjórn skipa þeir: Pjetur Sigurðsson, Hermann Jónsson og Zóphonías Pjeturs- son. Foringi landsliðsins hefur verið valin Arni M. Jónsson, en auk hans hafa verið valdir til þess að skipa landsliðið þessir menn: Benedikt Jóhanns sont Einar Þorfiflsson, Gunnar Pálsson, Hörður Þórðarson og Lárus Karlsson. Eru þetta allt svo þektir spilarar og keppnis- menn, að óþarfi er að kynna þá nánar. Bresku spilararnir. Bretarnir, sem hingað koma eru eihverjir bestu bridgespil- arar er þeir eiga völ á. Sann- kallað úrvalslið. Þeir eru M. Harrison-Gray, S. J. Simon, Jack Marx, Ewart Kempson og John Hastie. Foringi fararinnar er M. Harrison-Gray, frægasti spil- ari Englands. Hann hefur tekið þátt í öllum millilanda og al- þjóðakeppnum Breta frá 1936. Lið það er hann hefur verið foringi fyrir hefur unnið nær allar keppnir er þeir hafa þátt I í frá árin 1936. Hann er núver- andi meistari í einmennings- keppni. Ritstjóri er hann að besta breska bridgetímaritinu, „Contract Bridge Journal“. Hann er álitin tvímælalaust besti bridgemaður í London. S. J. Simson er heimsþektur undir nafninu „Skid“. Hann hefur verið ,,makker“ Harri- son-Gray’s frá 1935 og hefur tekið þátt í mörgum alþjóða- keppnum bæði á Englandi og erlendis. Hann hefur eins og Harrison-Gray skrifað mikið um bridge, en heimsfrægð hef- ur hann hlotið fyrir metsölu- bók sína um bridge „Why You Lose at Bridge“. Sú bók er mjög vel kunn meðal bridge- spilara hjer heima. J. Marx hefur verið í liði með þeim Harrison og Simon síðan 1935. Hann er álitin besti bridgegagnrýnandi Englands. Hann var í hernum i stríðinu og dvaldi þá um tíma á ís- landi. Simon er talinn sjötti besti spilari í London en Marx sá áttundi. E. Kempson er tvímælalaust besti bridgespilari Norður-Eng lands og mjög þektur fyrir rit sín um bridge. J. Hastie er besti bridge-spil ari Skotlands. Það er mjög gleðilegt að „Bridgefjelag Reykjavíkur“ skyldi eiga þann stórhug að bjóða heim slíkum stórmeist- urum, og þessir bresku spilar- ar eru. Varla má búast við sigri gegn slíku liði í fyrsta sinn er við keppum við erlenda stórmeistára eins og þessa, en vonandi standa okkar menn sig með heiðri, og ekki er hægt að spyrja um fyr en að leiks- lokum. Aðalatriðið er þó að við mun um mikið af þessari fyrstu heimsókn læra, og verða betur undirbúnir slíka leiki í fram- tiðinni. Kínverjar lá skip frá Bandaríkjimum Washing’ton í gærkvöldi. TILKYNT hefur verið í Washington, að Bandaríkja- stjórn muni láta kínversku stjórnina fá allmörg herskip og fljótandi þurrkvíar. — Bandaríkin munu og taka að sjer að þjálfa menn á skipin, auk þess sem þau hafa í hyggju að lána 100 liðsfor- ingja og 200,óbreytta sjóliða, til að kenna Kínverjum ýmis- konar flotastörf. Tala skipa þeirra, sem kín- verska stjórnin á að fá, hef- ur ekki verið tilkynt, Vitað er þó, að meðal þeirra eru flugvjelaskip, orustuskip, tundurspillar og kafbátar. — Reuter. Verslaniropnartll kl. 7 á fösludag I SAMNINGUM verslunar fólks i Reykjavík, sem gerðir voru s.l. haust kveður svo á um, að sumartími verslana skuli lengjast um einn mánuð, það er að verslunum skuli lok að kl. 7 e.h. á föstudögum og kl. 12 á hádegi á laugardögum. Byrjar sumartíminn nú 1. maí og stendur til 30. sept. n.k. Samkvæmt þessu verða versl anir bæjarins opnar til. kl. 7 á föstudagskvöld og til kl. 12 á hádegi á laugardag. — Verslunarskrifstofum verður binsvegar lokað á þessu tima- bili ki. 6 e.h. á föstudögum og 12 á hádegi á laugardögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.