Morgunblaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.1947, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 13. maí 1947 MORGUNBLAÐIÐ JHmrgmiMftfrtfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Ámi GarSar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Simi 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlanda. kr. 12,00 utanlands. ^ I lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Leibók. Þá lyki þeirri baráttu ÞAÐ ER nú senn liðin vika síðan stjórn Dagsbrúnar sagði upp gildandi kaupsamningum við atvinnurekendun; en ekkert hefir enn heyrst frá henni um það, hvaða kröf- ur hún hygst gera við væntanlega samrAngagerð. Augljóst mál er, að ef stjórn Dagsbrúnar dregur rjettar ályktanir af allsherjaratk-væðagreiðslunni, sem fram fór um uppsögn samninganna, hlýtur hún að beita sjer fyrir írqmlengingu gömlu samninganna óbreyttra í höfuðat- riðum. Því enda þótt sáralítill meirihluti hafi fengist iyrir uppsögn samninga við allsherjatatkvæðagreiðsluna, er hitt jafnaugljóst, að langsamlega meirihluti verka- manna vill ekki fara út í verkfall, eins og atvinnuástandið er nú í landinu. ★ Verkamennirnir myndu að sjálfsögðu æskja þess, að geta fengið kjör sín bætt. Þeir finna það fullvel, að þeir eru ekki ofsælir af því kaupi, sem þeir nú hafa. En verkamennirnir sjá lengra. Þeim er fullljóst, að nýjar kauphækkanir myndu á engan hátt'rjetta hlut þeirra. Afleiðing þeirra yrði einungis ný -hækkun dýrtíðarinnar, sem er þegar farin að sliga atvinnuvegina. Atvinnuveg- irnir bera ekki þyngri byrði. Nýjar kaupkröfur, eins og ástatt er nú, myndu því stöðva atvinnureksturinn og þar með bjóða atvinnuleysinu heim. ★ En vitneskja verkamanna nær lengra í þessu máli. Þeir vita, að hjer er ekki um að ræða kaupdeilumál í venju- legum skilningi, heldur er verið að reyna að beita verka- lýðssamtökunum til pólitískra átaka. Þegar nýju tollarnir voru samþyktir á Alþingi ljetu kommúnistar mjög dólgslega. Þeir höfðu strax í heit- ingum. Kváðust mundu beita sjer fyrir „gagnráðstöf- unum“ Allir vissu við hvað var átt. Kommúnistar höfðu í sinni hendi stjórn allsherjarsamtakh verkalýðsfjelag- anna. Einnig höfðu þeir öll ráð í ýmsum fjölmennustu verkalýðsfjelögum, þ. á. m. í Dagsbrún. Þessa aðstöðu hugðust kommúnistar nota til þess að knýja fram pólitísk verkföll. Skyldi Dagsbrún ríða á vaðið í þessari herferð. ★ Þessi herferð kommúnista sannaði tvent: í fyrsta lagi hve óraunsæir þeir eru. í öðru lagi hvílík órafjarlægð ríkir milli þeirra og verkamanna almennt, þegar kemur út í hina pólitísku baráttu. í öllum venjulegum kaupgjaldsmálum standa verka- menn jafnan saman sem einn maður, hvar í flokki sem þeir standa. Það sýnir þroska þeirra. En í þessari bar- áttu fengu kommúnistar ekki þriðjung Dagsbrúnarmanna til fylgis við sig. Langsamlega meiri hluti verkamanna í Dagsbrún hefir megnustu skömm á þessu pólitíska brölti. Verkaménn vita vel, að þær tollahækkanir, er koma á vörur sem ganga inn í vísitöluna hafa engin áhrif á af- komu þeirra. Því að þá skeður annað tveggja, að vísi- talan hækkar og þar með alt kaupgjald, eða þá hitt, að ríkisstjórnin greiðir niður nauðsynjavöru sem svarar til hækkun vísitölunnar En þess utan hefir það skeð síðan tollarnir voru hækk- aðir, að lækkuð hefir verið álagning á fjölmörgum vör- um bæði í heildsölu og smásölu, þannig að sumar vörur iækka í verði þrátt fyrir nýju tollana. Afkoma verkamanna á þessu ári er algerlega háð at- vinnurekstrinum og þá fyrst og fremst síldveiðunum.Þrátt fyrir mikla erfiðleika með sölu á hraðfrysta fiskinum og saltfiskinum, standa vonir til að alt geti farið sæmilega, ef síldveiðarnar bregðast ekki þriðja árið. En takist kommúnistum að koma fram áformi sínu, knýja fram pólitísk verkföll og þar með stöðva allan at- vinnurekstur í landinu, þá væri baráttunni lokið í bráð. Þeirri baráttu, sem fyrv. stjórn tók upp, — að tryggja öllum þjóðfjelagsþegnum atvinnu við sem best kjör. XJíluerjL óírifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Sigurjón mótar Heklukross. FYRIR NOKKRUM DÖGUM var farið um það háðslegum orðum í einu bæjarblaðinu. að Sigurjón Pjetursson forstjóri á Alafossi væri með liðssöfnuð- austur við Heklu til að móta kross eða krossa úr glóandi hrauninu. Sigurjón ljet háðs- glósurnar ekkert á sig fá held- ur hjelt áfram tilraunum sín- um og nú hefir honum tekist að gera kross úr Hekluhrauni og er kominn með hann hingað til bæjarins. Sigurjón sagði mjer þetta sjálfur í gær. Krossinn er ekki stór, en hann segist hafa haft mikið fyrir því að móta hann. Ljet hann smíða ‘sjer sjerstök tæki til þess arna. Ennfremur segir Sigurjón. að sjer hafi tek- ist að setja Heklueld á hita- brúsa. Skal nú ekki frekar skýrt frá þessum tilraunum Sigurjóns að sinni, því hann hefir í hyggju að svna blaðamönnum krossinn, sem hann steypti úr Heklueldi. • Er Nauthólsvíkin glötuð? REYKVÍKINGAR ERU nú bæði þolinmóðir og nægjusam- ir. Fyrir stríð sóttu hundruð bæjarbúa sólskin og vellíðan suður 1 Skerjafjörð á sumrin.; Morgunblaðið birti daglega hvatningarorðin: .,Notið sjóinn og sólskinið" og mun það hafa verið að undirlagi forseta ISI, sem aldrei þreytist á að brýna fyrir fólki líkamsrækt. En svo kom bansett stríðið og Skerjafjörðurinn varð bann svæði. Síðan hafa höfuðstaðar búar beðið rólegir eftir því að þeir fái baðstaðinn sinn aftur. En getur það verið, að þessi von verði að engu og Nauthóls- víkin sje glötuð þeim. sem vilja nota sjóinn og sólskinið? • Vantar sjóbaðstað. REYKVÍKINGA HEFIR altaf vantjð góðan sjóbaðstað. Ör- firisey dugði ekki nema stutt- an tíma og Skerjafjörðurinn fór, eins og lýst er hjer að framan. Nú þyrfti að hefjast handa um, að finna nýjan stað, eða skila Nauthólsvíkinni aftur til þeirra, sem vilja stunda sjó- böð, ef nokkur tök eru á slíku. En sje ekki hægt að fá Naut- hólsvíkina þyrfti að finna ein- hvern annan stað. Um leið ættu menn, sem hafa vit á, að athuga nánar hug mynj* Gísla Halldórssonar verk fræðings um, að hita upp sjó við strendur Reykjavíkur með vatnl,frá hitaveitunni. Það var skemtileg hugdetta á sínum tíma, sem vaktÞmikla athygli. • Dýr óþægindi. 'MIKIL ÓÞÆGINDI eru að því fyrir þá, sem fara um Kefyvíkurflugvöll, að þurfa að fá landssímasamband við Reykjavík til að panta sjer bíl, eða.ef hringja barf til ’bæjarins af öðrum orsökum. Að vísu er beint landssímasamband við Reykjavík, en símavarslan er í póstherberginu, sem ekki er altaf opið, eða aðgengilegt. Verða menn ac tala í síma þar fyrir fjölda áheyrendum stund um, sem eðlilegt er, þar sem þetta er opinber afgreiðsla. Og þetta er dýr óþægindi, því það kostar hvorki meira nje minna en þrjár krónur að síma eftir bíl. Sennilegt að hjer sje dýrasta símanotkun í heimi. Þó myndu menn ekki láta það hafa áhrif á sig, ef þægileg og fljót afgreiðsla sjálfvirks síma kæmi í staðinn. Jeg hefi hugboð um, að það sje lítil eða engin fyrir- höfn» að koma þessu í kring. Krían er komin. KRÍAN VAR STUNDVÍS eins og vant er og forverðirnir komu í gær, 12. maí, eins og undanfarin ár. Á morgun má s,vo búast við öllum kríufans- inum. Það var heldur en ekki læti í gærmorgun. Það voru starfs- menn í skrifstofu Rafveitunnar við Tjarnargötu, sem fyrst hringdu til Morgunblaðsins til að segja frá því, að þeir hefðu sjeð fjórar kríur fljúga yfir Tjörnina „á miklum krafti“ eins og einn þeirra orðaði það, en síðan linti ekki símahring- ingum til blaðsins frá fólki, sem hafði sjeð kríuna. Þá er sá spenningur búinn. • Hvað menn hafa yfir höfði sjer. ÞAÐ ER ÁBYGGILEGT. að margir Reykvíkingar vita ekki- ! hvað þeir hafa yfir höfði sjer dag*va. Þetta sá jeg í gær, er jeg var staddur í hárri bygg- ingu og leit á þak á næsta húsi. i Þar var margt skringilegt að sjá. Þar var undirskál, nokkr- ' ar tómar brennivínsflöskur, ( vírflækja. spítnabrak og ham- ingjan má vita hvað meira. Og | þannig er það víst víðar í bæn- um. ^ Nei, menn vita hreint ekki altaf hvað þeir hafa yfir höfði sjer. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Þekktur blaðateiknari. TEIKNARAR heimsblaðanna eru ósjaldan jafn áhrifamtklir og jafnvel færustu stjórnmála- ritarar þeirra og frjettamenn. Breski teiknarinn David Low er þannig þektur um heim all- an, enda reynslan oft sú, að sala blaða þeirra eykst. sem birta teikningar hans. í Bandaríkjunum er teikn- ari blaðsins St. Louis Post-Dis- patch, Daniel Robert Fritzpat- rick, einna þektastur. Myndir hans hafa birst í blöðum alt frá Palestínu til Nýja Sjálands, og eru til sýnis í söfnum í Rúss landi og Kína. Kunnugir segja, að megin- ástæðan fyrir vinsældum Fitz- patricks sje sú, að hann móðgi næstum altaf einhvern með teikningum sínum. Þær móðga atvinnustjórnmálamenn, stríðs- gróðamenn, fasista, okrara, andstæðinga verklýðshreyfing- arinnar, uppgjörðar sjálfstæðis hetjur og gortara. „Rottusundið“. 1931 byrjaði Fitzpatrick að ^ teikna myndaseríu, sem hann kallaði „Rottusundið“. í mynd um þessum rjeðist hann harka- 1 lega..-á atvinnustjórnmálamenn St. J3ouis og eiginhagsmuna- stefnu þeirra. Þegar ógnanir stjórnmála- mannanna og fylgifiska þeirra höfðu engin áhrif á Fitzpatrick, reyndu þeir að múta honum. Honum var boðið í fádæma miklar veislur, í leikhús og fína klúbba. En.Fitz, eins og hann er kall- aður, varð ekki keyptur. Hann valdi sjálfur fólkið, sem hann umgekkst og staðinn, þar sem hann gat neytt uppáhaldsfæSu- tegunda sinna og vína. Fitzpatrick hóf starfsferil sinn sem teiknari við Chicago Daily News. Lítið bar á honum í fyrstu, en þegar stjórnmála- teiknari blaðsins veiktist, tók Fitzpatrick við af honum. Sex mánuðum seinna, þá 21 árs að aldrei, var hann orðinn svo þektur, að St. Louis Post-Dis- patch bauð honum fasta stöðu. Einni af fyrstu teikningum hans.. sem vakti alþjóðarat- hygli. var beint gegn hinum Ijelegu farkostum járnbrauta- fjelajtanna. Myndin sýndi lík- kistu á hjólum. M>”gar þektar myndir fylgdu á eftir. Reiddist banninu. Fitz hefir ánægju af að íerð- ast. Hann hefir farið um Am- eríku þvera og endilanga og þrívegis til Evrópu, en þar fær hann ýmsar myndahugmyndir, auk þess sem hann leggur á- herslu á að flytja heim með sjer nokkra kassa af *úrvalsáfengi. Sumir halda því fram, að hann helli öllu í sig, sem hann nær til. Sjálfur mótmælir hann þessu, en þegar Bandaríkja- þing samþykti bannlögin, varð hann svo reiður, að hann teikn- aci ejna af frægustu myndum sínum — mynd af Frelsisstytt- unni þar sem hún steypir sjer í hafið. Fitzpatrick hefir als teiknað 12.000 myndir fyrir blöðin. Eins og vænta má, eru tekjur hans góðar, enda segja vinir hans, að hann sje algerlega á- nægður með tilveruna. Það er aðeins eitt, segja þeir, sem get- ur gert hann verulega reiðan. Það er, þegar hann þykist kom- ast að þeirri niðurstöðu, að ein- hver nýr teiknari sje byrjaður að apa aðfercir hans. — En þá verður hann líka bandóður. „Örgryfe" vann Holmenkollen boð- blaupið HOLMENKOLLEN-boðhlaup ið fór fram s.l. sunnutlag. Iþróttafjelagið „örgryte“ i Gautaborg bar sigur úr býtum eins og síðastliðið ár. Sænsk fjelög voru einnig í öðru og þriðja sæti. „Götaborg Kamme raterne“ og ,Matheuspojkarne‘ en norska fjelagið B. U. L. í Oslo varð fjórða. Einu íslensku iþróttafjelagi IR, var boðið til þessarar keppni en af óviðráðanlegum ástæðum gat fjelagið ekki þeg- ið það ágæta boð. — G. A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.