Morgunblaðið - 13.05.1947, Síða 9
Þriðjudagur 13. maí 1947
MORGUNBLAÐIÐ
9
Ástæðan fyrir styrjöldinni í Palestínu
PALESTINA — hið helga
land kristinna manná, Gyðinga
og Múhamedstrúarmanna —
flýtur í blóði og er þrungið
hatri. í þessu litla landi boðaði
frelsarinn fagnaðarboðskapinn.
En í dag nötrar jörðin frá Dan
til Beersheba og frá Jordan til
Miðjarðarhafs af skrölti breskra
skriðdreka, eða bergmálar af
sprengjum Gyðinga og hótun-
um Araba um hefndarráðstaf-
anir.
Vagga trúarinnar, krossgötur
heimsveldis, leiðsla fyrir olíu,
alt þetta veldur því meðal ann-
ars að heimurinn fylgist af á-
huga með því, sem þar gerist.
I dag auðkennist Palestínu-
vandamálið af alvarlegum deil
um. Þjóðernishreyfingin er í
algleymi, öfgasinnaðir hermdar
verkamenn vaða uppi og láta
staðreyndir og öflug stjórnar-
völd sig litlu skipta, marghrjáð
þjóðarbrot leita á náðir Banda-
ríkjastjórnar og biðst þess, að
hún ljái aðstoð sína við að opna
hlið fyrirheitna landsins, og
stöðugt vofir sú hætta yfir, að
blóðsúthellingar, í hversu smá-
um stíl sem þær kunna að
verða, verði vísir styrjaldar
framtíðarinnar. Og loks er svo
vandamálið erfiða: Er hægt að
leysa þessa þraut? Er hægt að
leysa hana á rjettlátan hátt?
'Getum við Bandaríkjamenn
lagt eitthvað til málanna?
Umdeilt mál.
Þarna fer saman ástríða,
sorgarleikur, hætta og óvissa.
Stjórn Bandaríkjanna er flækt
1 þetta mál. Og hundruð þús-
unda bandarískra Gyðinga eru
fjarlægir en ákafir þátttakend-
ur. Utkoman er svo sú, að
Palestína er eitt af mest um-
deildu málum nútímans.
í Palestínu eru 1,200,000
Arabar, 600,000 Gyðingar og
hvorki meira nje minna en 60
þús. velvopnaðir breskir. her-
menn. í sameiningu mynda þeir
örlagakeðjuna.
Zionistahreyfingin, sem á
sína formælendur allsstaðar þar
sem Gyðingar lifa, nema í Rúss
landi, gerir kröfu til Palestínu
sem þjóðarheimilis Gyðinga-
þjóðarinnar. Zionistar ætlast
ekki til þess, að allir hinir 11
eða 12 miljón Gyðingar heims-
ins set.jist að í Palestinu. En
þeir vilja gjarnan auka Gyð-
ingafjöldann í Palestínu, með
því að leyfa þeim Gyðingum
að flytjast þangað, sem eru
kúgaðir og óhamingjusamir í
löndum þeim, sem þeir nú búa í.
Ætlast er svo til þess, að
Gyðingar Palestínu myncii að
lokum mynda sína eigin óháðu
stjórn.
Töluvert margir Gyðingar,
meðal annars ýmsir í Banda-
ríkjunum, vísa á bug stjórn-
málastefnu Zionismans; þeir
eru mótfallnir Gyðingaríki í
Palestínu. Þeir eru ekki þjóð-
ernirsinnar. En þeir eru með-
mæltir því, að undirokaðir Gvð
ingar frá Evrópir fái að flytj-
ast til Palestínu. Og þeir eru
líka reiðubúnir til að styðja
menningarskoðanir á borð við
Gyðingaháskólann á Sccpus-
fjalli í Jerúsalem.
Draumur Gyðinga.
Allt frá því að Abraham tók
upp tjöld sín í Ur og lagði leið
ir Lollls Fiscker
Fyrri grein
Palestína er lítið land, sem logar í blóðugum bar-
dögum. Aukaþing Sameinuðu þjóðanna situr þessa
dagana til að ræða þetta vandamál, sem getur haft
hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir friðinn í heim-
inuin, ef ekki verður leyst á viðunandi hátt. —
Höfundur þessarar greinar, er kunnur amerískur
blaðamaður og rithöfundur um alþjóðavandamál
og nýlega kom út bók eftir hann, sem vakið hefir
aíhj^li. Hún heitir „The Great Challenge“.
ÓJöglegir innflytjendur. Hjer sjest skip við strendur Palestínu,
sem breski hcrinn hefir tekið, er reynt var að smygli ólög-
legum Gyðingainnflytjendum til Palestínu á því. Gera Gyð-
ingar þráfaldlega tilraunir1 til að koma mönnum inn ti!
Palestínu með skipum. _
Palestínu úr höndum Tyrkja,
og 1922 ljet Þjóðabandálagið
þeim í hendur umboðsstjórn
landsins. 1924 viðurkenndu
Bandaríkin umboðsstjórn Breta
Enda þótt Þjóðabandalagið sje
nú úr sögunni, fara þeir enn
með völd í Palestínu í samræmi
við gömlu verdargæsluyeiting-
una.
Palestína er undir stjórn
bresks landstjóra, Sir Allan
Cunningham. Bretar hafa í
opinberum embættum bæði
Gyðinga og Araba, og Gyðinga-
,.nýlendur“ og Arababorgir
kjósa sína eigin borgarstjóra,
bæja og sveitastjórnir. Gyðing-
ar í Palestínu hafa sinn eigin
innanlandsfjelagsskap, sem kall
aður er Váad Leumi (þjóð—
nefndin), og Arabar sína stofn-
un, sem gengur undir heitinu
Æðstaráðið. Jewish Agency,
sem stofnsett var til að eiga
samvinnu við bresku stjórnar-
völdin, hefir eftirlit með mál-
efrxum Gyðinga. En sem heild
hefir Palestína ekki sjálfstjórrt.
Landið er í raun og veru bresk
nýlenda.
Betri afkoma.
Palestína hefir auðgast undir
stjórn Breta, en það má sjálf-
sagt að mestu þakka dugriaði
Gyðinga. Á árunum 1919 og
1939 fluttust nær 500,000 Gyð-
ingar til Palestínu. Þessir Gyð-
ingar bafa gert 20. aldar krafta
>verk. í Landinu helga getur
maður á einu andartaki flutt
sig úr Arabaumhverfi, sem
minnir á ekkert jafn mikið og
lýsingu Biblíunnar, í Gyðinga-
hv°rfi, sem er eins fullkomið og
sína til Cananlands, hafa Gyð- 1 „Stjórn hans háíígnar Breta-
ingar snúið augum sínum til konungs er hliðholl stofnsetn-
Palestínu. Gyðinga dreymdi um ! ingu þjóðarheimilis Gyðinga í nokkur bandarísk útborg. Hin-
landið, meðan á dvöl þeirra í Palestínu, og mun gera það sem ar dásamlega fögru byggingar
Egyptalandi stóð. Bænir og rit hún getur, til að koma þessu Gyðingaháskólans og Hadassahs
Gyðinga einkennast af óskinni máli í framkvæmd, þó með því sjúkrahússins í Jerúsalem
um að „verða næsta ár í Jerú-
salem“. Sagan tengir óteljandi
Gyðinga við Landið Helga.
Orlitlir hópar gamalla, trú-
hneigðra Gyðinga hafa jafnan
farið til Jerúsalem, til að bera
þar bein sín og verða grafnir í
helgri mold. En Zionistahreyf-
ing nútímans, sem stefnir að
því að koma upp þjóðarheimili;
Gyðinga, varð ekki til fyr en j
1880. Það var þá sem ungir hug ;
sjónamenn af Gyðingaættum j
urðu ævir yfir Gyðingaofsókn-
um Rússlands. Þeir fluttust bú-
ferlum til Palestínu og komu
Nýlendunum fjölgaði, jafnframt
þar upp landbúnaðarnýlendum.
því sem þær uxu. 1914 voru
þær orðnar 43, íbúafjöldi þeirra
um 12,000 og landeignir þeirra
náðu yfir 100,000 ekrur. All-
margir innflytjendur settust að
í borgunum. Þegar heimsstyrj-
öldin fyrri braust út, voru um
75,000 Gyðingar í Palestínu.
1914 var landið hluti af Tyrkn
eska heimsveldinu. Þrem árum
seinna var Tyrkjaveldi í upp-
lausn. Bretar hugðust fara með
her gegn Palestínu. í sambandi
við þessa ákvörðun, var hin
fræga Balfouryfirlýsing birt í
London. Það var 2. nóvémber
I 1917.
Gyðingahluta Palestínu í gróð-
ursælar ekrur og framleiðslu-
lendur.
Hagur Araba.
Ekki verður hjá því komist,
að Arabar í landinu hafi auðg-
ast af þessu. Arabar mega
þakka Zionistum auknar tekj-
ur, betra heilsufar og batnandi
fræðslu. Það er að mestu leyti
af þessum ástæðum, að Araba-
fjöldi Palestínu hefir aukist úr
673,000 árið 1922 í 1,050,000
194L
Þrátt fyrir þetta, eru Pales-
tínu-Arabar og trúbræður
þeirra í Sýrlandi, Lebanon,
Iraq, Transjordan, Saudi Arab-
íu, Yemen og Egyptalandi á-
kveðnir í andstöðu sinni við
Zionista.
Jafnvel áður en heimsstyrj-
öldin fyrri braust út, höfðu
Gyðingar komið á fót heima-
várnarliði, sem þeir kölluðu
„Shoma*ir“, til að verjast árás-
um Araba. Árið 1919 var jeg
staddur í Gyðingaþorpinu Tel
Hai í Galíleu, er Arabar rjeð-
ust til atlögu. Innflytjandi,
Munter að nafni, varð fyrir
einni af kúlum Araba. Hann
ljest er. við vorum að reyna að
gera að sárum hans. Einn liður-
inn í lífi Gyðinga í Palestínu
hefir jafnan verið að verjast
árásum.
Gyðingar náðu sjer í tölu-
vert mikið af vopnum eftir' lok
fyrrri heimsstyrjaldarinnar
1918. Og síðan hafa bæði Gyð-
ingar og Arabar verið í óða
önn áð koma sjer upp vopna-
búrum á ýmsum stöðum. Gyð-
ingar eru mjög vel að sjer um
framleiðslu og gerð nýtísku
vopna. Þeir hafa líka lagt á það
töluvert kapp að flytja vopn
frá Evrópu til Palestínu. Pales-
tínuarabar hafa einnig smygl-
að inn miklu af vopnum frá
þeim Arabaríkjum, sem liggja
næst Palestínu.
Magna Caría Gyðinga.
Yíirlýsingin var á þessa leið;
Olíuhreinsunarstöð í Haifa. Skemdarverkamenn Gyðinga
eyðileggja olíuleiðslur og stöðvar þegar þeir geta komið því
við. Á spjaldinu er áletranir á ensku, arabisku og hebresku,
þar sem tilkynt er að óviðkomandi sje bannaður aðgangur.
ákveðna fororði, að í engu skuli
gengið á borgaraleg og trúar-
leg rjettindi þeirra íbúa Pales-
tínu.'sem ekki eru af Gyðinga-
ættum, nje heldur rjettindi og
rjettarfarslega aðstöðu Gyðinga
í öðrum löndum“.
Með tímanum var byrjað að
líta á þessa yfirlýsingu sem
Magna Carta Zionista.
1918 höfðu Bretar hrifið
mundu prýða hvaða vestrænu
bygð sem væri. «
Eitt af eftirtektarverðustu af
rekum Gyðinga í Palestínu er
stofnsetning hundraða sveita-
fjelaga. Sum byggjast á einka-
rekstri, en mörg eru rekin sem
sameignarbúskapur, þar sem
allir eru jafnir.
Hugvitsemi og fórnir Gyð
inga hafa breytt hinum litla
Þjóðernishreyfing Araba
gegn Zionisma.
Arabar eru svarnir fjand-
menn Zionismans. Margir Ar-
abar bafa blátt áfram andúð á
aðskotadýrum úr umheiminum,
mönnum, sem hinum snauða
Araba eða felahin finnst lifa
óhófslegu sældarlífi. Að jafn-
aði myndu slíkir arabiskir
bændur einnig hafa andúð á
ríkum mönnum af sinni eigin
þjóð, ef þeir hafa hagnast n
kostnað alþýðunnar. Arabiskir
landeigendur að aðrir æðri
tjetta menn reyna með góð-
um árangri að láta þessa gremju
bitna á Gyðingum. Ennfremur
hafa gengið yfir Austurlönd
sterkar þjóðernisöldur. Þjóð-
ernishreyfing Araba fceinir
skeytum sínum að þjóðei'nis-
hreyfingu Gyðinga eða öðru
nafni Zionisma.
Það er mjög auðvelt að skelfa
hinn óupplýsta arabiska al-
múga með ýktri lýsingu á því,
hvernig yfirráð Gyðinga
myndu stofna í voða hinni ara-
bisku trú, lifnaðarháttum og
jafnvel áframhaldandi dvöl
Araba í landinu. Því að Zionist-
ar hafa stundum mælt með því,
að Arabar væru fluttir búrt.
Palestína er 10,000 fermílur
að stærð, og þar af mikiðklett-
Frli. á bls. 12.