Morgunblaðið - 22.05.1947, Page 1

Morgunblaðið - 22.05.1947, Page 1
—----------------------—--------7 34. árgangur 107. tbl. — Fimmtudagur 22. maí 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. Umberio fyrv. konungur í brúðkaupi FYRIR nokkrum dögum var haldið brúðkaup Victoriu Calvi di Bergolo prinsessu, sem er frænka Umberto fyrverandi Ítalíu- konungs og Guarienti greifa. Fór það fram í Kairo. Umberto og systir hans, Giovanna fyrverandi Búlgaríudrottning og dóttir hennar komu til borgarinnar í tilefni af brúðkaupinu. Var þessi mynd tekin af þeim á flugvellinum. Bretar liyggja ekki á nýjar lántökur í Bandaríkjunum LONDON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞRÁLÁTAR fregnir, sem birst hafa í blöðum í Bretlandi og Bandaríkjunum, þess efnis, að Hector McNeil, innanríkisráð- herra Bretlands, væri á förum til Washington til þess að semja um nýtt lán Bandaríkjamanna til Breta, hafa nú verið bornar til baka. Talsmaður bresku stjórnarinnar lýsti því yfir.í dag, að Bretar hefðu alls ekki í hyggju að leita hófanna um nýjar lántökur í Bandaríkjunum. Talsmaðurinn ljet þess einnig getið, að Bretar myndu ekki fara fram á það við Bandaríkja menn, að gildistíð láns- og leigu viðskipta yrði framlengd í þágu Breta. Takmarkanir á dollara- eyðslunni. ' Hinsvegar sagði talsmaður- inn, að bresku stjórninni væri það áhyggjuefni, hve dollara- eyðsla Breta væri mikil, og Væri nú til athugunar, hverjar leiðir væru færar til þess að draga úr þessari eyðslu. EKKI MEIRI DOLLARALÁN TIL BRETA. WASHINGTON: — Douglas, sendiherra Bandaríkjanna í London, hefir látið þess getið við blaðamenn, að honum sje ekki kunnugt um, að Banda- ríkjamenn hugsi sjer að veita Bretum nýtt dollaralán í ná- inni framtíð. ákveðin skipun á skaðabótagreiðslum Japana Tokio í gærkveldi. AUSTUR-ASÍURÁÐ banda- manna hefir samþykkt tilhögun á greiðslu stríðsskaðabóta úr hendi Japana. Skal bótunum skipt milli þeirra ríkja, sem áttu í styrjöld við Japana, í hlutfalli við það tjón, sem hvert ríki hefir beðið af þeirra völd- um. Ennfremur skal hafa til hliðsjónar, hvað hvert einstakt ríki lagði af mörkum til þess, að sigur ynnist á Japönum. Á- kveðið var, að ekki skyldi ganga svo nærri Japönum, að afvopn- un þjóðarinnar biði hnekki við eða kjör alþýðu manna yrðu mjög kröpp. Þá skal og þess gæta, að þjóðin hafi nægilegt gjaldþol til greiðslu kostnaðar, sem af hernámi Japan leiðir. —Reutei.. HVAÐ HEFIR ORÐIÐ AF STRÍÐSFÖNGUM RÚSSA? --------------------------® „Jeg er ekki ung- lingur, heldur níræður" London í gærkveld. BERNARD SHAW, rithöf- undurinn heimsfrægi, hefir af- þakkað boð um að flytja ávarp á alþjóðaæskulýðsmóti' í Prag í sumar. I svari sínu segir Shaw: ,,Jeg er enginn unglingur. Jeg er níutíu ára. Jeg flyt aldrei ávörp, og það, sem jeg hef að segja, hef jeg þegar sagt í bók- um mínum. Þið getið lesið bæk urnar mínar, þær fást ennþá í bókaverslununum. Látið þið mig svo í íriði“. — Reuter. Miðlunartillaga í danska prenfara- verkfallinu K.höfn í gærkveldi. Frá frjettaritara vorum. ER sáttaumleitanir í danska prentaraverkfallinu höfðu stað- ið yfir í einn sólarhring, lagði sáttasemjari ríkisins fram miðl- unartillögu. — Er þar gert ráð fyrir sjö stunda vinnutíma fyr- ir prentara, sem vinna á kvöld- in og nóttunni, en átta stunda vinnutíma fyrir þá, sem vinna á daginn, og er þá gert ráð fyr- ir óbreyttum dagvinnutíma frá því sem áður var. Gert er ráð fyrir 8 króna hækkun á viku- kaupi allra faglærðra prentara, 6 króna hækkun fyrir ófag- lærða karlmenn í prentiðn, en 5 króna hækkun fyrir ófag- lærðar konur. — Prentsmiðju- eigendur munu senda svar við tillögunni 30. maí, en vafasamt er talið, að þeir fallist á hana. — Ríkisstjórnin mun ekki sker ast í leikinn, þótt tillagan verði felld. Nitli mislekst sljóm- armyndun í ítalíu Róm í gærkveldi. FRANCESCO NITTI til- kynnti Niccola, forseta Ítalíu, í dag, að tilraunir sínar til stjórn armyndunar hefðu mistekist. Sósíalistar vildu ekki taka þátt í annarskonar stjórn en sam- steypystjórn allra flokka, en smærri flokkarnir vildu ekki semja um slíkt. Stjórn de Gasperi baðst lausnar fyrir átta dögum, en situr þó áfram, þar til ný stjórn hefir verið mynd- uð. Landið hefir því raunveru- lega verið stjórnlaust í átta «daga. — Reuter. Voru taldir 2 miljónir en Rússar segja þá nú tæplega 900 þúsund Á FUNDI í neðri málstofu breska þingsins í gær kvaddi Stokes, einn af þingmönnum Verkamannaflokksins, sjer hljóðs til þess að spyrjast fyrir um afdrif stríðsfanga, sem Rússar hefðu tekið á styrjaldarárunum. Á fundi utanríkisráðherranna í Moskva hefði verið svo um talað, að allir stríðsfangar skyldu hafa verið látnir lausir fyrir árslok 1948. Þá hefði fjöldi stríðsfanga Rússa verið á- ætlaður um tvær milljónir, en nú væri því lýst yfir af hálfu Rússa, að stríðsfangarnir væru ekki nema um 890 þúsund talsins. Jinnah ræólr um ríki. Múhameðslrúar- manna New Dehli í gærkveldi. JINNAH, leiðtogi Múhameðs trúarmanna í ‘Indlandi, ræddi í dag við blaðamenn um fyrir- hugað sjerstakt ríki Múhameðs trúarmanna í Indlandi, en frá kröfunum um slíkt ríki myndi aldrei verða horfið. Sagði hann, að ríkið myndi kosta kapps um að halda vinsamlegum sam- skiptum við Bretland og ríki Hindúa, sem sett yrði á stofn í Indlandi jafnframt ríki Mú- hameðstrúarmanna. Hindúar og Múhameðstrúarmenn yrðu vit- anlega að hafa náin samskipti, en áhersla yrði þó lögð á það, að Múhameðstrúarmenn myndu sækja um upptöku í Sameinuðu þjóðirnir, strax og það hefði verið stofnað. — Reuter. Bretar mótmæla fangelsan rúm- enskra bænda- flokksmanna London í gærkveldi. FULLTRÚI bresku stjórnar- innar í Bukarest hefir borið fram mótmæli stjórnar sinnar við rúmensku stjórnina vegna fangelsunar 1500 meðlima þjóð lega bændaflokksins í Rúmeníu. Hafa menn þéssir allir verið handteknir síðan í marsmánuði s. 1. Bresku stjórninni hafði áður borist orðsending frá leið- togum bændaflokksins, þar sem greint er frá handtökum þessum og beðist ásjár. Sagði Stokes, að full ástæða væri til þess að rannsaka, hver afdrif þessara fanga hefðu orð- ið, til dæmis, hvort þeir hefðu verið sveltir til bana eða teknir í rússneska herinn. Osennileg tala. Mayhew, aðstoðarutanríkis- ráðherra tók til máls fyrir hönd ríkisstjörnarinnar. Sagði hann, að mjög væri það ólíklegt. að Rússar hefðu ekki tekið fleiri stríðsfanga en 890 þúsund, svo marga og mikla sigra, sem þeir hefðu unnið í styrjöldinni. En hinsvegar væri ekki á færi ann arra en Rússa sjálfra að til- greina tölu stríðsfanganna með fullri vissu. Eitt dæmi. Mayhew sagði, að Bretar vissu þó dæm’i til þess, að menn sem hefðu komist í hendur Rússa, hefðu sætt einkenni- legri meðferð. Breskur liðsfor- ingi, Barrett að nafni, hefði til dæmis leitað á náðir rúss- neska hersins 1 desember 1944, en Barrett hafði sloppið úr fangelsi í Ungverjalandi, þar sem hann var í haldi sem stríðs fangi. Eftirgrenslanir árangurslausar. Mayhew sagði, að ekkert hefði til Barretts spurst síðan, enda þótt bréska sendiráðinu í Moskva hefði verið falið að spyrjast fyrir um hann. Meira að segja hefði Bevin utanríkis- ráðherra skrifað Molotov, utan ríkisráðherra Sovjetríkjanna, brjef, þar sem farið var fram á, að Molotow hlutaðist per- sónulega til um það, að Barrett yrði fundinn. Svarbrjef Molo- tovs var á þá leið, að ekkert hefði til Barretts spurst þrátt fyrir ítrekaðar eftirgrenslanir. Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.