Morgunblaðið - 04.06.1947, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.1947, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: Stmningskaldi suð-austan í nótk, en hægari í dag. Skúrir. Síðasti leikur Svíanna er í kvðld SÍÐASTþ LEIKUR sænsku liandknattleiksmannanna, IFK Kristianstad, fer fram á íþrótta vellinum í kvöjd við úrvalslið úr Reykjavíkurfjelögunum. HeffJ hann kl. 8,30 e. h. Þe^ta er fjórði leikurinn, sem Sviarnir leika hjer. Fór fyrsti leikurinn fram á íþrótta- vellinum, en hinir tveir voru innileikir og voru háðir í íþróttahúsinu við Hálogaland. Eins og áður hefir verið sagt, eru Svíarnir mjög góðir hand- knattleiksmenn og sýna hinn skemtilegasta leik. Aðsókn að leikjunum hefir, verið mjög mikil og urðu margir, sem vildii sjá Svíana leika, frá að hverfa s. 1. sunnudag. Að leiknum loknum verða Svíarnir kvaddir á skemtun í Sjálfstæðishúsinu, sem Ármaun heldur þar. sjómanna á Húsavík Húsavík, þriðjudag. Sjómannadagshátíðahöldin hófust á laugardagskvöldið með kappróðri. Sigurvegari var skipshöfnin á „Pjetri Jónssyni". Á sunnudaginn hófust há- tíðahöldin með sjómanna- nressu kl. 11 og flutti hana Fríðrik A. Friðriksson, prófast- ur. Síðar um daginn fór fram naglahlaup, en skipshöfnin á „Pjetri Jónssyni“ vann það. — Knattspyrnukappleikur fór fram milli vertíðarmanna og heimamanna og báru hinir síð- arnefndu sigur úr býtum. — í reiptogi sigruðu sjómenn hafn- arverkamenn. Um kvöldið fór fram skemmtun í samkomu- húsi staðarins. Þar flutti Axel Benediktsson, skólastj., ræðu, karlakórinn „Þrymir“ söng, Sigurjón Árnason og Höskuld- tir Jónsson lásu upp, en síðan vah dansað lengi nætur. Bátar og bærinn var fánum skreyttur. Ijómannadagurinn á Siglufirði Siglufirði, mánudag. HÁTÍÐAHÖLD sjómanna á Siglufirði í gær hófust með sltrúðgöngú frá Hafnarbryggj- unni kl. 10,30. Gengið var um aðalgötur bæjarins. Kl. 14 hóf- ust. hátíðahöld á .íþróttavellin- um. Fóru þar fram ræðuhöld og íþróttasýningar, en Karla- kórinn Vísir söng. Kappróður hófst kl. 18. Fjórar skipshafnir, af mótorbátunum Sigurði, Dag ný, Skildi og Hjalta tóku þátt í honum. Úrslit urðu þau, að skipverjar af Sigurði báru sig- ur úr býtum. Afhending verð- launa fór fram þegar að róðr- inum loknum. Hátíðahöldunum lauk með dansleik að Hótel Hvanneyri um kvöldið. FRÁSÖGN Jóhanns Haf- stein af Finnlandsför íslensktt þingmannanna á bls. 9. Bandarísk floíaheimsókn í Tyrklandi . Bandarísk floladeild kom nýlega í kurteisishdmsókn til Tyrklands. Á myndinni sjest hluti af henni á höfninni í Istanhul, en gamla bœjarhverfiS í baksýn. SkipiS meS flugvjelunum er flugvjelaskipiS Leyte. Vinnuhæli S.I.B.S. að Reykjalundi er einstakt um öll Norðurlönd 200 króna sekl fyrir að aka á fögreglu- þjén UMFERÐAMÁLADÓMAR- Islensk kona erfir Vk miljón ÍSLENSK KONA, sem búsett er í Winnipeg í Kanada, Mar- grjet Laxdal að nafni, og er 63 ára, erfði nýlega 240,000 doll- ara, eða rúmlega iy2 milljón krónur. Blaðið Heimskringla skýrði frá þessu fyrir skömmu. Mað- urinn, sem arfleiddi Margrjeti að þessu fje hjet Thomas B. Campbell, en hann Ijest í Minne apoles 30. júní í fyrra. Margrjet Laxdal var um tví- tugt er hún kom frá Norður- Dakota og byrjaði að vinna á hóteli, er Korsíkumaður hafði reist, er Frank Marriaggi hjet og bar gistihúsið nafn hans. Síðan varð eigandi Marriaggi hótelsins Campbell sá, er nú er látinn og hafði Margrjet unnið mjög lengi hjá honum og starf hennar sjáanlega verið mikils metið. En hótelið hefur Campbell nú fyrir löngu selt og hefur síð ari árin stundað umboðssölu. Margrjet Laxdal vann um skeið hjá T. Eaton fjelaginu, en mun hafa verið hætt störf- um. Framkvæmdasfjcri norsks berklavama- fjelags kemur lil að kynna sjer heimilið „VINNUHEIMILI SÍBS að Reykjalundi í Mosfellssveit er einstakt í sinni röð á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Það er til fyrirmyndar og við Norðmenn gætum mikið af því lært“. Eitthvað á þessa leið fórust Erling Jacobsen framkvæmda stjóra Berklavarnafjelagsins í Bergen orð í viðtali við Morgun- blaðið í gær. HAFÐI FRJETT UM VINN UHÆLIÐ Jacobsen hafði frjett urr vinnuhælið í Noregi og korr hingað flugleiðis s.l. fimmtu- dag til að kynna sjer starfs- tilhugun þess og fyrirkomulag. Hann sagðist ekki hafa búist við miklu, en orðið þess hrifn- ari, er hann kynntist heimilinu og þeim mikla dugnaði, sem forystumennirnir hafa lagt í að koma heimilinu upp. — Sagðist hann myndi gefa skýrslu um ferð sína til íslands á lands- þingi berklavarnafjelaga Nor- egs, sem haldið verður í þess- um mánuði og það verði margt og mikið, sem hann' kunni að segja frá. Jacobsen sagðist ekki hafa búist við að dvöl sín hjer yrði neinn dans á rósum og síst eftir að hann hefði sjeð hinar kaldr- analegu strendur landsins úr flugvjelinni, en raunin hefði orðið sú, að hann hefði aldrei mætt annari eins hlýju og gest- risni neinstaðar eins og á ís- landi. FAGSKÓLI FYRIR BERKLA- SJÚKLINGÁ í Bergen hefur fjeiag það, sem hr. Jacobsen vinnur fyrir, skóla fyrir berklasjúklinga. í <*----------------------------------- skólanum geta þeir lært eina af t fimm iðngreinum á eins árs ( námskeiði .Tók skóli þessi til 1 starfa í nóvember í fyrra, en ‘ berklavarnaf jelagið er stofnað 1943. Átti það erfitt uppdráttar meðan á hernámi Noregs stóð, vegna þess að nasistayfirvöldin litu fjelagið óhýru auga. Ríkið hefur greitt % af kostnaði við skólann. í skólanum, sem er eingöngu fyrir Vesturlandið og Norður-Noreg, eru 45 nemend- ur. Hr. Jacobsen fer heim til Noregs í dag, flugleiðis. Flokkakeppni í skál TAFLF JELAG Reykjavíkur gengst fyrir flokkakeppni í skák, er hefst í kvöld, í hús- næði fjelagsins í Kamp Knox. Bæjarbúar fá þarna einstakt tækifæri, að sjá hvernig al- þjóða-mót fara fram. Skákkeppninni verður þann- ig fyrirkomið, að 5 menn eru í hvoru liði, 4 aðalmenn og 1 til vara. í hverri sveit má ekki vera nema einn landsliðsmaður. Tefldir verða 40 leikir á klst, en það eru helmingi fleiri leik- ir en í venjulegri kappskák. INN, sem hefir aðsetur á lög- reglustöðinni og dæmir menn fyrir minni háttar umferðar- brot um leið og þeir eru fluttir á stöðina, er tekinn til starfa. I gær dæmdi hann bifreiða- stjóra í 200 króna sekt fyrir að aka á lögregluþjón, án þess þó að slys hlytist af. Bifreiðar- stjórinn sagðist ekki hafa sjeð lögregluþjóninn, en það var eng in miskun og bifreiðarstjórinn var dreginn fyrir dómarann und ir eins. Sektir fyrir umferðarmála- yfirsjónir hafa hækkað til muna. Menn, sem höfðu lagt [ bílum sínum í 20 mínútur í Hafnarstræti eða Austurstræti, , þar sem þeir meiga aðeins stöðva þá í 1% mínútur voru sektaðir um 20 krónur. Enda brá svo við, að er líða fór á daginn sáust varla bílar, sem lagt hafði verið á þessufn um- ferðargötum í lengri tíma. Kosningar í tveimur preslköllum í GÆR FÓR fram talning at- kvæða í skrifstofu biskups í skrifstofu biskups í tveimur prestaköllum, sem kosning fór nýlega fram í. Voru.þetta Mæli- fellsprestakall í Skagafirði og Eydalaprestakall í Suður-Múla- sýslu. í .Mælifellsprestakalli var að- eins einn umsækjandi, sr. Bjart- mar Kristjánsson, settur prest- ur þar. Hlaut hann öll greidd atkvæði, 126, og var löglega kosinn. Á kjörskrá voru 20(X kjósendur. 1 Eydalaprestakalli var einn- ig einn umsækjandi, sr. Krist- inn Hóseasson, settur prestur að Hrafnseyri. Hann náði einn- ig löglegri kosningu. Hlaut hann 137 atkv., en 5 seðlar voru auðir. Á kjörskrá voru 277. Nokkrir æðstu embættismenn Noregs koma hingað í sumar NORÐMENN sen/ila margt stórmenna á Snorrahátiðina í Reykholti í sumar. Hefir sendiherra Norðmanna hjer, Anders- sen-Ryst, tilkynnt utanrikisráðherra Islands, Bjarna Benedikts- syni, að það sje nú afráðið, að Olav krónprins, Gerhardsen forsætisráðherra og Hauge landvarnamálaráðherra komi. Ennfremur þingforsetarnir®*’ Jakob Lothe, forseti landþings- ins og Olav Oksvik, forseti óðal þingsins. Allt þetta stórmenni kemur á herskipi hingað til lands. Eins og áður hefur verið skýrt frá koma um 80 fulltrúar frá ýmsum atvinnugreinum í Noregi á hátíðina og koma þeir með Lyra. Norðmenn sýna okkur íslend ingum vissulega hinn mesta sóma með vali sínu á fulltrúum á Snorrahátíðina og verður heimsókn þessi hinn merkasti viðburður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.