Morgunblaðið - 04.06.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.06.1947, Blaðsíða 1
16 síður <» 34. árgangur 122. tbl. — miðvikudagur 4. júní 1947 ísafoldarprentsmiðja h.f. Friðarsamningar við Austurríki og Þýskulund -4> Gandhi á ierSalagi Eins og hunnugt er, hafa mihlar óeir&ir geysáS ví&svegar í Indlandi að undanförnu. Hefur Gandhi ferðast mikiö um helstu óeirðasvœðin og reynt að stilla til friðar. Hjer sjest Iiann ásaml nokhrum fylgismönnum sínum, á leiðinni inn í ónafngreint þorp. Rússar tefja friðarsamn- inga við Austurríki Til þess að halda herjum sínum í Ungverjalandi og Rúmeníu LONDON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. STJÖRNMÁLARITARAR telja nú, að eittlivað samband sje á milli stjórnarkreppunnar í Ungverjalandi og tilrauna Rússa til þess að tefja fvrir því, að gengið sje frá friðarsamningum við Austurríki. Hversu lítið öryggi ungverskir stjórnmálamenn telja þinghelgina skapa sjer þar í landi, sjest ljósast á því, að forseti þingsins hefur nú flúið, og er sagður kominn á „örugg- an stað fyrir utan landamærin". Eins og kunnugt er, sagði ungverski forsætisráðherrann af sjer fyrir nokkrum dögum síðan, og sendi inn lausnáfbeiðni sina gegnum sendiráð lands síns í Svisslandi. VILJA EKKI FLYTJA HEIM HERINN Frjettamenn telja, að Rúss- ar tefji meðal annars fyrir friðarsamningum við Austur- ríki sökum þess, að slíkir samningar mundu hafa það í för með sjer, að þeir yrðu að flytja herlið sitt úr landinu, og þá jafnframt frá Uilgverjalandi og Rúmeníu. Framh. á bls. 6 HJUKRUNARKONUR TIL ÁSTARLÍU London: — Breski heilbrigð- ismálaráðherrann hefur til- kynnt, að 315 breskar hjúkrun- arkonur verði sendar til Ástral- íu, enda þótt Breta skorti sjálfa um 30 þúsund sjúkrunar- konur. bróðnauðsynlegir -<$> 31 farasf í fellibyl New York í gær. ÞRJÁTÍU og EINN maður biðu bana í Arkansas, Bandaríkjun- um, er fellibylur geisaði þar í gær. Um hundrað manns munu hafa særst, en meir en 500 eru heimilislausir. Þetta er annar fellibylurinn í Bandaríkjunum á tuttugu og fjórum klukkustundum. Geis- aði sá fyrsti í Oklahoma, og ljetu allmargir menn lífið, en smáþorp eyðilagðist því nær algerlega. — Reuter. Palesfínunefndin kýs sjer formann New York í gærkvöldi. NEFND SÚ, sem á vegum Sameinuðu þjóðanna á að rann- saka ástandið í Palestínu og gera tillögur til úrbóta, kom saman á fund í New York í gær kvöldi til þess að kjósa sjer for- mann. Kosningu hlaut sænski dómarinn, Emil Sandström. — Nefndin mun leggja af stað tilj Palestínu einhvern næstu daga. Samtök Gyðinga í Palestínu hafa farið þess á leit við hinn kunna leiðtoga Zíonista, dr. ^ Weizman, að hann tali máli þeirra fyrir nefndinni, er hún tekur til starfa í Palestínu. — Reuter. Bandaríkjamenn semja máske án þátttöku Bússa WASHINGTON í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ARTHUR VANDENBERG öldungadeildarmaður, formað- ur utanríkisnefndar Bandaríkjaþings, sagði í ræðu í dag, að vel gæti svo farið, að Bandaríkin neyddust til að gera friðarsamn- inga við Austurriki og Þýskaland án þátttöku Rúsa. Þá sagði þingmaðurinn einnig, að verið gæti að koma þyrfti á alþjóða- ákvæðum um eftirlit með atomorkunni, án samþykkis rússn- esku stjórnaririnar. - Skæruliðaárás undirbúin í Júgóslavíu Aþena í gærkvöldi. FREGNIR frá Salonika herma í dag, að tvær öflugar árásir, sem gerðar voru á borg- ;na Florina, hafi verið undir- búnar í Júgóslavíu. — Segir í sömu fregnum, að fulltrúar frá Tito marskálki hafi verið við- staddir, er árásirnar voru skipulagðar. Gríska stjórnin telur, að hefði Florina fallið í hendur uppreisnarmönnum, hafi það verið ætlun þeirra, að gera hana að höfuðborg „frjáls Grikklands". — Reuter. Knattspyrnan í gær: * x Bretar unnu Islendinga með 9:0 ÞAÐ fór eins og margir höfðu öttast, að breska atvinnu- liðið „Queens Park Rangers“ myndi ekki einungis vinna úrvalslið Reykjavíkurfjelaganna með yfirburðum heldur „rótbursta“ það. Kom þar hvorttveggja til, að lið Bretanna var mjög sterkt en íslendinganna vægast sagt ljelegt. Lelkurinn endaði með sigri Breta með 9 mörkum gegn engu. ® Áður en leikurinn hófst voru þjóðsöngvar Breta og íslend- inga leiknir, en lítil stúlka færði fyrirliða Breta á leikvelli lít- Tillaga um herskyldu í Bandaríkjunum Washington í gærkvöldi. NEFND, skipuð Truman for- seta, hefir liga til, að herþjón- usta verði tekin upp í Banda- ríkjunum á friðartímum. Telur nefndin, að slíkt mundi efla gengi Sameinuðu þjóðanna, og leggur til, að herskyldan nái til allra, sem náð hafa 18 ára aldri. inn blómvönd. 5:0 í fyrri hálfleik. Það komjstrax í ljós, er Bret- arnir byrjuðu leikinn, að hjer voru á ferðinni fyrsta flokks knattspyrnumenn. íslendingarn ir voru aftur á móti allástyrkir og virtust ekki gera sjer fylli- lega grein fyrir, hvernig þeir ættu að taka þessum sterku Framli. á bls. 12 F ri&arsamningar. Vandenberg ljet þessi orð falla, er hann flutti ræðu í sambandi við friðarsamninga þá, sem þegar hafa verið gerðir við fimm fyrverandi óvinaríki. Vandenberg, sem er republik- ani, sagði og, að vart væri hægt að bíða mikið Iengur eftir samvinnu Rússa við að koma á einhverri reglu í Mið- og Vest- ur-Evrópu. „Að því hlýtur að reka“, sagði hann, „að Evrópa verði ein efnahagsleg og stjórn málaleg heild“. ítalía. Vandenberg upplýsti það og, að fjölmargir Bandaríkjamenn eru andvígir því, að ítölsku friðarsamningarnir verði sam- þykktir. Hafa margar öflugar stofnanir snúið sjer til þing- manna með beiðni um það, að Bandaríkjaþing neiti að viður- kenna samningana. En verði samningarnir ekki samþykktir, heldur Vandenberg því fram, að ítalía muni lenda í klóm kommúnista. Svih hommúnista. Vandenberg fór og nokkrum orðum um ástandið í Ungverja- landi. Kallaði hann aðgerðir kommúnista þar í landi svik- samlega, enda hefðu þeir beitt sjer fyrir því, að hin lögkjörna stjórn landsins neyddist til að segja af sjer. Lagðist Vanden- berg þó með því, að friðar- samningarnir við Ungverjaland yrðu undirritaðir af Banda- ríkjastjórn. Ráðsfefna um Japan Sidney í gærkvöldi. DR. EVATT, utanríkisráð- herra Ástralíu, tilkynnti í kvöld, að sennilega myndu full- trúar bresku samveldisríkj- anna, sem þátt tóku í styrjöld- inni gegn Japönum, koma sam- an á ráðstefnu í Ástralíu í ág- ústmánuði n.k. Á ráðstefnunni mun verða rætt um væntanlega friðarsamninga við Japani.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.