Morgunblaðið - 04.06.1947, Blaðsíða 7
Jvliðvikudagur 4. júní 1947
MORGUNBLAÐIÐ
7
Tolluhækkunin
f
Framh. af bls. 5
upplýsinga um, dregin frá
meðaltalinu af útgjöldum bú-
reikninganna. Eins og endan-
lega var gengið frá grundvelli
vísitölunnar, skiftust útgjöldin
hlutfallslega þannig:
Matvörur 44,2%
Eldsneyti og ljósm. 7,3%
Fatnaður 16,6%
Húsnæð 18,2%
Ýmisl. útgj. 13,7%
Samtals 100,0%
Við nánari athugun á um-
ræddri neysluskiftingu kemur
í ljós, að tollahækkunin mun
aðallega snerta útgjaldaliðina
fatnað, hluta af „ýmsum út-
gjöldum“ og lítinn hluta mat-
vælanna, þ. e. a. s. feitmeti
(smjörlíki og erlent -smjör),
aldin og nokkurn hluta af ný-
lenduvörunum, þó ekki þýðing
ármiklar vörur eins og kaffi og
sykur. En eins og áður er sagt,
mun ríkið sennilega greið.a nið-
ur þá hækkun, sem verðhækk-
un þessara vara kynni að hafa
á vísitöluna, með því t. d. að
greiða niður verð innlendra
landbúnaðarafurða, eða ef sú
leið yrði ekki farin, myndi vísi-
talan hækka og verkamenn þá
fá tilsvarandi kauphækkun. —
Undir öllum kringumstæðum
ætti því fjölskylda, sem ver
tekjum sínum eins og fyrr grein
ir, ekki að verða fyrir neinni
aukinni tollabyrði.
En það er fleira sem lesa má
út úr tölum þessu'm, einkum ef
borin er saman útgjaldaskift-
ing verkamannanna og hinna
10 örlítið tekjuhærri fjöl-
skyldna sjómanna og iðnaðar-
manna. Kemur þá t. d. í ljós,
að verkamenn eyða 41,5% árs-
tekjum sínum til kaupa á mat-
vælum, en hinar fjölskyldurn-
ar ekki nema 37,7% til kaupa
á sömu vörum. Til kaupa á fatn
aði verja verkamenn ekki nema
13,7%, en hinar fjölskyldurnar
aftur á móti 18,2%. Þótt tekju-
mismunur þeirra tveggja aðila,
er þarna eru bornir saman, sje
mjög lítill, verður þó þegar vart
verulegs mismunar í skiftingu
útgjalda þeirra. Það er hag-
fræðilögmál, sem kent er við
Engels, sem þarna kemur í ljós.
Þáð segir okkur, að því lægri,
sem tekjur manna eru, þeim
mun meiri hluta tekna sinna
verja þejr til kaupa á matvæl-
um og öðrum brýnum líjsnauð-
synjum og þá öfugt, því hærri
sem tekjurnar eru, þeir mun
lægri hundraðshluti af tekjum
manna fer til kaupa á lífsnauð-
synjum. En einmitt þárna er
fundin lausnin á gátunni um
það, hver raunverulega komi til
með að bera hina nýju tolla.
Segjum t. d. að verkamanna-
fjölskylda myndi verja 50% af
tekjum sínum til kaupa á brýn-
um lífsnauðsynjum, sem hinir
nýju tollar myndu annað hvort
ekki lenda á eða verð þeirra
vera greitt niður. Aftur á móti
myndi efnamaðurinn ekki
verja nema t. d. 30% eða það-
an af minna af sínúm tekjum
til kaupa á Svipuðum vörum.
Báðir aðiljar myndu nú, ef rík-
ið greiddi t. d. verð innlendra
landbúnaðarafurða niður, fá
þær uörur ódýrari en áður. —
Verkamaðurinn gæti þá ef til
vill aukið neyslu sína á þess-
um vörum eða a. m. k. fengi
hann þarna bætur fyrir þá
hækkun, sem yrði á öðrum vör
um, sem hann þyrfti að kaupa,
en efnamanninum kæmi þetta
að litlu haldi sökum þess, að
hann þyrfti ekki eða gæti ekki
aukið neyslu sína af tjeðurh vör
um og þar sem hann ver að-
eins litlum hluta tekna sinna
1 til kaupa á þessum vörum,
myndi verðuppbótin á þeim
verða honum að sama skapi
lítilsvirði.
í mótsetningu við verkamann
inn eyðir efnamaðurinn megin
hluta tekna sinna, og þeim mun
meir, sem hann hefur hærri
tekjur,*til kaupa á vörum, sem
tollar munu hækka á, en þær
eitt af tvennu eru ekki í vísi-
tölunni, eða munu ekki verða
greiddar niður.
Má þar nefna dýran fatnað,
húsgögn, skrautgripi, einkabíla,
leikföng o. fl. Munu tekjur
hans því nýtast ver til kaupa
á þessum vörum og útgjöld
hans aukast verulega, ef hann
vill halda óbreyttum neyslu-
venjum.
Með öðrum orðum sagt, það
verða ekki verkamennirnir og
aðrar láglaunastjettir, sem tolla
1 hækkunina bera, heldur mun
hún koma fram sem stighækk-
andi (progressiv) skattur á
tekjuhærri stjettir þjóðfjelags-
ins.
Sigurður B. Sig-
urðsson ræðis-
maður fimtugur
SIGURÐUR B. SIGURÐSSON,
ræðismaður Breta hjer í bæ, er
fimmtugur í dag. — Hann er
fæddur í Flatey á Breiðafirði,
sonur Björns Sigurðssonar,
kaupmanns og síðar bankastj.
og konu hans, Guðrúnar Jóns-
dóttur.
. Að loknu gagnfræðaprófi
hjer lagði hann stund á versl-
unarfræði í Kaupmannahöfn,
Bretlandi og loks á Spáni. —-
Hann varð meðeigandi í verslun
inni Edinborg árið 1926 og var
einn af stofnendum Veiðafæra-
gerðar íslands, Fiskimjöl h.f.
og fleiri fyrirtækja.
Sigurður var settur ræðis-
maður Breta hjer í Reykjavík
árið 1933 og skipaður árið eftir
í það starf, sem hann hefur
haft síðan. Hann hefur gegnt
ýmsum trúnaðarstörfum í fje-
lögum stjettarbræðra sinna,
vai’ í stjórn Fjelags vefnaðar-
vörukaupmanna og virkur með-
limur í fleiri samtökum kaup-
sýslumanna.
Árið 1944 sæmdi Bretakon-
ungur hann orðunni O.B.E.
(Officer of British Empire).
Sigurður B. Sigurðsson er
virtur vel af stjettarbræðrum
sínum og öðrum, sem honum
hafa kynnst. Hann er hæglynd-
ur maður og dagfarsgóður.
Kurteis í fornri merkingu þess
orðs. Glaður í vinahóp og góð-
ur heim að sækja. Einn þeirra
manna, sem vill vinna verk sitt
í kyrþci og vinna það vel, og
má ekki vamm sitt vita í neinu.
Sannur gentlemaður. Breska
utanríkisráðuneytið er vandað
að virðingu sinni og ekki síst
þegar það velur fulltrúa sína
meðal erlendra þjóða. Það var
vandfundinn maður í sæti Ás-
geirs Sigurðssonar, cn breska
stjórnin vissi hvert hún átti að
snúa sjer til að skipa í þá virð-
ingarstöðu.
Kvæntur er Sigurður Káritas
Einarsdóttur, skipstj. í Reykja
vík, hinni ágætustu konu.
Fteikningshald & endurskoðun
Mjóstræti 6 — öími 3028
BEST AÐ AUGLÝSA
í MORGUNBLAÐINU
VINNUSTOFU OG A1 GREÍÐSLU,
á góðum stað, vantar mig sem fyrst.
August Hákonsson — Skiltagcrði
Hverfisgötu 41 — Sími 4896
Velbátur til sölu
35 smálesta vjelbátur með 160 liestafla dieselvjel er til
sölu nú þegar. Veiðarfæri sem fylgja eru 70—80 bjóð
af línu, 3 trawl og 100 reknet.
Bátur, vjel og veiðarfæri í prýðilegu standi.
Tilboð óskast send Landssambandi íslenskra útvegs-
manna, Hafnarhvoli, Reykjavik.
Nótabáta árar
14—15 — 16 feta, einnig allar aðrar stærðir nýkomnar
„ Cjeióir 7,/
V eiSarfceradeildin.
Sköft á steypuskóflur
úr brenni, fyrirliggjandi.
Arinbjörn Jónsson, heildverslun
Laugaveg 39
Sími 6003
16-18 ára unglingspilt
vantar til afgreiðslustarfa strax. Uppl. i búðinni Barma
hlíð 8.
•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦,,.
Buick 1942
Buick einkabifreið, vel með farin, er til s'ýnis og sölu
1 við Miðbæjarbarnaskólann frá kl. 8—10 í kvöld.
1 bílnum er nýr mótor. Gamli mótorinn fvlgir með.
IMýr ísskápur
Nýr amerískur isskápur til sölu strax. Tilboð sendist x
afgr. Mbl. fvrir föstudagskvöld, merkt: „Strax“.
Afgreiðslumann
vantar okkur nú þegar, þarf helst að vera vanur.
öSufélag garðyrkjumanna
Sími 5836.
♦*♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Skrifstofpláss
á besta stað i miðbænum til leigu. Tilboð merkt: „Mið
bær“, sendist afgr. Mbl. fyrir föstudagskvöld.
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^
KELLErS
vvvvvvvwxmvy
i
Hefir notið
hyili yfir 100 ár
DUNDEE /
a _
Marniclaði j 'fý'
. *%<
*
4 t ^
0