Morgunblaðið - 15.06.1947, Blaðsíða 7
*“ Sunnudagur 15. júni 1947
MOHGUNBLAÐIÐ
REYKJAV KURBRJEF
Laugardagur
14. júní
Síld?
Sú fregn barst um landið á
miðvikulaginn var, að skipverj-
ar á togaranum Júní hefðu sjeð
síldartorfur á vestanverðum
Húnaflóa. Er líklegt, að þetta
hafi verið ein sú fregn, sem
mesta athygli hafi vakið hjer í
vikunni sem leið. Ekki svo að
skilja, að vanir síldveiðimenn
láti sjer detta í hug, að kominn
sje tími til þess, að reyna síld-
veiðar meo hrepinót, svo
snemma sumars. Því engin
dæmi eru til, að skip hafi fengið
síld í herpinætur um þetta leyti.
En.þegar svo má heita, að af-
koma sjávarútvegsins og þjóð-
arbúskapsins velti á síldveiðun-
um einum, þá finnst manni það
eins og viðkunnanlegra að eitt-
hvað skuli frjettast af þessum
blessaða nytjafiski, sem valdið
hefur vonbrigðum tvö undan-
farin sumur, með fjarveru sinni
af venjulegum veiðislóðum.
Það mun líka gera mörgum
rórra í geði, þeim er hugsa til
þess að handsama þetta „silfur
hafsins", að út er komið leitar-
skip á síldarmiðin, til þess að
menn hafi gát á því, hvort síld-
in gerir vart við sig að ráði.
Síldarleitin.
Áður hefur hjer verið minnst
á síldarleiðangur veiðiskipsins
Rifsness. Með skipinu er fiski-
fræðingurinn dr. Hermann Ein-
arsson. Enginn efi er á því, að
gagtt verður að þeirri ferð, ekki
síst ef ferð þessi um síldveiði-
miðin, og nokkuð út fyrir iiin
venjulegu mið, verður tekin
upp, sem föst árlega regla. Með
því móti yrði hægt að fá á
nokkrum árum geisimikinn fróð
leik um skilyrðin í sjónum á
yorin, og hvernig hin breyti-
legu skilyrði hafa áhrif á síld-
argöngurnar og veiðina er þar
að kemur.
Víð erum nú sem óðast að
auka veiðiskipaflotann. Á það
hefur verið lögð hin mesta á-
hersla, sem alveg laukrjett er.
En jeg íæ ekki betur sjeð, en
með auknum síldarflota, meki
ekki gleyma því, að auka fiski-
rannsóknirnar.
Það er nú komið í Ijós, og
eru hin mestu gleðitíðindi fyrir
þjóðina, að nú eigum við á að
skipa vísindamönnum á sviði
náttúrufræðinnar, sem staðið
geta starfsbræðrum sínum á
sporði, hvar sem er í heimin-
um, sjeu þeim sköpuð sæmileg
rannsóknarskilyrði. En fiski-
fræðingar á þurru landi, eru
lítils virði eins og þorskarnir
sem Páll ólafsson orkti um
sællar minriingar.
Sjávarhitinn.
Jeg hefi heyrt lausafregnir
um það að dr. Hermann Einars-
son hafi skýrt svo frá að sjávar-
hitinn fyrir Norðurlandi muni
nú vera minni, en hann var í
fyrra sumar. Sje sú tilgáta rjett,
að orsakirnar til afla brestsins
undanfarin sumur, hafi m.a.
verið of hár sjávarhiti, þá ætti
þessi athugun að gefa vonir
um betri afiabrögð í ár.
En allt öðru vísi væri að vita
vissu sína um það hvaða áhrif
sjávarhitinn hefur á síldargöng-
urnar og veiðina, eða að hafa
ekki annað en ágiskanir við að
gtyðjast í þessu efni.
Sje á það litið, hve síldveið-|
arnar eru orðnar mikill þáttur|
í framleiðslu okkar, þá mun það
augljóst verða, að fje það, sem
varið er til skipulagðra fiski-
rannsókna, eða síldarrannsókna.
má vera nokkuð mikið, til þess
að það fáist ekki greitt marg-
falt aftur, í meiri trygging fyrir
því, að síldin gangi manni ekki
úr greipum.
Lýsið.
í afurðasölumálum þjóðarinn
ar hafa þeir undarlegu hlutir
gerst að þessu sinni, að síldar-
lýsinu er ætlað að greiða dá-
vænan hluta af fiskverðinu. —
Þegar útgerðarmenn heimtuðu
ábyrgð á fiskverðinu um síð-
ustu áramót, kom það til af því,
að ómögulegt var fyrir útgerð-
armenn, að gera út á vetrarver-
tíð, ef þeir fengju ekki mun
hærra verð fyrir fiskinn í ár, en
þeir fengu í fyrra.
Þá um áramótin hafði fram-
leiðslukostnaðurinn af völdum
dýrtíðarinnar hækkað um 30%
frá því sem hann var í fyrra.
Þá var ákveðið að gera verð-
jöfnun hjer innanlands á síld
og þorski, því þá vissu menn
um hið háa síldarlýsisverð.
En útkoman varð sú, að þær
þjóðir, sem kaupa mest af fiskn
um áskilja sjer viðbitið um
leið, og taka ekki við fiskinum
nema í hlutfalli við það lýsis-
magn, sem þær fá. Af þeirri
einföldu ástæðu, að til þess að
hægt sje að selja fiskinn fyrir
nálægt því sem framleiðsluverð
hans er hjer á landi, þá þurfa
viðskiptaþjóðirnar að yfirborga
hann. Falli lýsi í verði, og hver
skyldi trúa því, að það yrði
mörg ár í margföldu verði, þá
er burtu fallinn möguleikinn á
því, a, fiskurinn verði greiddur
hærra verði en sannvirði hans
er í markaðslöndunum.
Kommúnistar eru þeir einu
menn hjer á landi, sem þykjast
ekkert sjá af þessu. Halda þeir
því fram, að það sje hentugt
fyrir verkafólk eða allan al-
menning í landinu, að notaður
verði tíminn á þessu sumri, til
þess að þrátta um, og knýja
fram hækkanir á kaupi.
Innflutningurinn.
Samkvæmt tilkynningu frá
viðskiptamálaráðuneytinu, er
gefin var út á föstudagskvöld,
hafa fyrstu 5 mánuði ársins
verið gefin út innflutnings- og
gjaldeyrisleyfi fyrir 350 millj.
króna til vörukaupa.
Á þessu tímabili hefur verið
svo mikil tregða á veiting leyf-
anna, samanborið við eftirspurn
ina, að margir hafa litið svo á,
og gert að umtalsefni, að heita
mætti, að leyfisveitingarnar
hefðu verið stöðvaðar þessa 5
mánuði.
Það er undarlegt og lítt skilj-
anlegt ef ekki blátt áfram víta-
vert tómlæti' frá hendi þeirra
manna, sem um þessi mál f jalla,
að líða skuli langur tími, án
þess að almermingur fái orð að
heyra um þessi mál. Því að þessi
mikla eyðsla gjaldeyrisins hlýt-
ur að vekja marga til umhugs-
unar um þann gífurlega kostn-
að, sem nú þarf til að standa
undir þjóðarbúinu.
Menn kuna að hugga sig við
að síldarlýsisverðið og stórauk-
inn veioiskipafloti gefi þjóðinni
í aðra hönd meira útflutnings-
magn en nokkru sinni áður. —
Kunnugir menn á þessu sviði
hafa reiknað út, að með sæmi-
legum síldarafla að magni til,
muni verðmæti útflutnings-
varanna í ár geta orðið 450
milljónir króna. Vissulega dálag
legur skildingur, einkum ef
burtu væri numdir erfiðleikarn-
ir á því, að framleiða vörurnar
fyrir verð, sem gerði hana auð-
seljanlega á erlendum markaði.
En hvað hrekkur jafnvel sú
háa fjárhæð upp í gjaldeyris-
þörfina alt árið, úr því að 350
miljónir eru veittar til vöru-
kaupa íyrstu 5 mánuðina og þá
er sagt, að innflutningur sje
„stöðvaður'*.
Það sem er
framundan.
En hvað verður úr útflutn-
ingsmilljónunum með núver-
andi kostnaðarverði, þegar lýs-
ið geíur ekki lengur borgað
fiskinn ?
Jeg sagði áðan að 30% verð-
hæklcun þurfti að fá um ára-
mótin, vegna hækkandi fram-
leiðslukostnaðar, frá því árið
sem leið, er stafaði af aukn-
ingu á dýrtíðinni, sem þá hafði
skeð.
En því fer fjarri að dýrtíðin
hafi staðið í stað síðan um ára-
mót. Raunverulega mun hún
hafa hækkað um ein 15 stig.
Svo allt er þetta á hraðri leið.
Þeir, sem hafa unnið að því
baki brotnu undanfarnar vikur,
að hækka kaup og framleiðslu-
kostnað í landinu, þurfa ekki
lengi að bíða þess, að þeir fái
sinn dóm. Hvort sem þeim líkar
það betur eða verr. Sá dómur
verður kveðinn upp af almenn-
ingi og þá fyrst og fremst verka
mönnum í landinu, er þeir, allir
sem einn sjá, hvaða leik komm-
únistar hafa leikið, vitandi vits
um það, hvað framundan er.
j sveik Ribbentrops-sáttmálann
við Sovjetríkin væri stríðið ekki
lengur heimsveldisstríð vestur-
[ velda heldur frelsisstríð. Social-
Demokratinn danski álítur að
| Aksel Larsen þurfi ekki að gera
! grein fyrir f járhagnum svo ná-
j kvæmlega, að ekki kunni að
j skeika þúsund krónum til eða
, frá. Aðalatriðið sje að fá svar
við spurningunni, hvort flokkur
hans hafi fengiö styrk frá út-
löndum eða elcki.
Það verður ákaflega skemti-
legt að vita, segir blaðið, hvort
herra Larsen svarar spurningu
þessai'i játandi eða neitandi.
Röðin kemur að
hinum.
Morgontidningen, aðalmál-
gagn sænskra jafnaðarmanna
fer lítið dult með hæðni sína, er
blaðið tekur það fram, að hjer
sje vitaskuld um danskt mál-
efni að ræða, sem komi Svíum
ekki við. En þegar Larsen hef-
ur svarað fyrir sinri flokk, þá
komi röðin að íormanni sænska
kommú nistaflokksins.
Siðan bætir hinn kurteisi Svíi
við: Vitaskuld ber að skoða
hinn rússneska styrk til sænskra
kommúnista aðeins sem fagran
vitnisburð um flokkslega vel-
gerðastarfsemi, en ekki sem
framlag til heimsbyltingar með
kröfu um vexti í mynd blindrar
hlýðni og framkvæmda, sem
gerðar verði eftir skipun.
Aksel Larsen.
í forystugrein í „Svenska
Dagbladet" þ. 10: þ. m. er skýrt
frá kröfu kommúnistaforingj-
ans danska Aksels Larsens, er
hann reis upp í Ríkisþinginu,
og heimtaði að skýrsla væri um
það gefin, hvaðan blöðin í land-
inu fengju tekjur'sinar. Hefur
verið sagt frá þessu hjer í Morg-
unblaðinu, og hvernig allur
þingheimur þar, og allur aF
menningur lítur á málið. Að ef
kommúnistaforingi þessi vilji
vera sjálfum sjer samkvæmur,
þá verði hann að skýra frá
hvaðan flckkur hans fái og hafi
fengið fjármuni á undanförnum
árum.
í forystugreininni í „Svenska
Dagbladet" um þetta mál, er
m. a. koipist að qjrði á þessa
leið:
Er Aksel Larsen var spurður
hinni viðkvæmu spurningu,
hvaðan flokkur hans fengi f jár-
muni sína, þá gat hann aðeins
komið með hið vandræðalega
svar, að lögreglan hefði stolið
reikningum flokks hans þ. 22.
júní 1941, þegar Hitler hafði
ráðist á Sovjetríkin, og allir
kommúnistar skyndiega komu
auga á, að vegna þess að Hitler
Prestastefna íslands
hefst n. k. fimmtudag
HIN ÁRLEGA prestastefna íslands (synodus) verður háð
í Reykjavík dagana 19. til 20. júní n.k. og hefst með guðsþjón-
ustu í Dómkirkjunni fimmtudaginn 19. júní kl. 1 e. h. Sjera
Björn Magnússon dósent mun þjóna fyrir altari, en sjera
Eiríkur J. Eiriksson á Mýri i Dýrafirði stígur í stól. Kirkju-
athöfninni verður útvarpað.
Kl. 4 e. h. verður svo presta-
stefnan sett í kapellu Háskól-
ans. En að því loknu mun bisk-
upinn ávarpa prestana cg flytja
skýrslu um störf og hag kirkj-
unnar á liðnu synodusári.
Um kvöldið flytur sjera Sig-
urður Guðmundsson, prestur á
Grenjaðarstað erindi fyrir al-
menning í Dómkirkjunni, er
hann nefnir: „Lúthersk játn-
ing og eining kirkjunnar“. —
Þessu erindi mun verða útvarp
að.
Aðalmál prestastefnunnar að
þessu sinni verður eining kirkj
unnar og hefur biskupinn
framsögu. Má gera ráð fyrir
að meginhluti síðari fundar-
dagsins fari í umræður um
þetta inál.
Llún er. og hefur jafnan veiið
þýðingarnrikill liður í starfi ís-
lensku kirkjunnar. Auk þess
að vera kirkjuþing, er ræðir
málefni kirkjunnar, á presta-
stefnan jafnan rikan þátt i því
að auka kynningu prestanna og
glæða áiiuga þeirra á því veg-
lega og vandasama starfi, sem
þeim er trúað fyrir.
Ásiand pólska land-
sakað
Það er vissulega tímabært
að ræða um einingu kirkjunn-
ar nú. Þvi aðeins getur starf
hennar orðio sterkt og áhrifa-
rikt að þar riki einhugur í
meginatriðum, þótt ýmislegt
beri á milli í trúarskoðunum.
Deilur um trúfræðileg atriði
hafa yfirleitt ekki orðið kirkj-
unni til mikils framdráttar eða
blessunar, heldur þvert á móti
veikt hana og klofið hana í
margar og mismunandi kirkju-
deildir, sem venjulega hafa lagt
meiri áherslu á það, sem að-
skilur og á milli ber, en á hitt,
sem sameinar. Þetta hefur
kirkjusagan átakanlega sannað.
En nú bendir margt til þess,
að mönnum, víða um heim, sje
að skiljast það betur en áður,
hvilík höfuðnauðsyn það er
kirkjunni, að hún sameinist í
starfi að þeim stóru verkefn-
um, sem hennar bíða og hún
er kölluð af sjálfum Drottni til
að vinna í hverju þjóðfjelagi.
Prestastefnunni mun ljúka á
föstudagskvöld og síðan munu
prestarnir sitja boð á heimili
biskupsh j ónanna.
Gera má ráð fyrir, að presta-
stefnan verði fjölsótt að vanda.
Washington.
NEFND frá matvæla og laml-
búnaðarráði Sameinuðu þjóð-
anna er nýlega farin til Pól-
lands og er lilutverk hennar að
rannsaka þau vandamál, sem
pólski landbúnaðurinn á við að
búa. í nefndinni er sjerfræðing-
ar frá Kanada, Danmörku, Nið-
urlöndum, breska hcimsveldinu
og Bandaríkjunum.
För þessi er farin samkvæmt
beiðni, sem pólski sendiherrann
í Washington setti fram í febr.
s.l. Ætlar nefndin að athuga
sjerstaklega matvælaástandið
og næringargildi þeirra fæðu-
tegunda, sem mest eru á^boð-
stólum í landinu og gera tillög-
ur til úrbóta.
Er þetta önnur nefndin, sem
send er í þessum tilgangi til
lands, sem er meðlimur Sam-
einuðu þjóðanna. Sú fyrri fór
til Grikklands í fyrra sumar og
| skilaði áliti í mars s.l. Gerði hún
! tillögur um utanaðkomandi
■ hjálp til styrktar og endursköp-
unar grískum landbúnaði. Ung-
verjaland, Siam og Venezuela
hafa nú einnig sett fram óskir
um, að nefndir verði sentíar til
þessara landa frá matvæla og
landbúnaðarráði Sameinuðu
þjóðanna.