Morgunblaðið - 15.06.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.06.1947, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók Undirbúa vísindaleiðangur Danirnir Eigil Knuth og 2bbe Munck, undirbúa nú vísinda- leiðangur til Græniands. — A myndinni sjest Knuth með líkan af flugvjel, sem þeir ætla að hafa meðferðis. I væng vjelarinnar á að vera rúm fyrir iítinn björgunarbát. Aðeins þrjár þjóðir meðlimir í öllum síofn- unum S. Þ. Rússar aSeins œei í einsni . Lake Success, New York í gær. AF HINUM fimm stórveldum heimsins, hafa aðeins Bret- land og Bandaríkin formlega samþykkt að taka þátt í öllum hinum sjerstöku stofnunum Sameinuðu þjóðanna, að því er fregnir frá skrifstofu þeirra herma. Þátttaka hinna ýnisu þjóða. ; Rússland er aðeins meðlimur heilbrigðisstofnunarinnar, en hún er ein af hinum átta sjer- stöku stofnunum, sem komið er á fót til eflingar friði og. ör- yggi í heiminum. Frakkland er meðlimur allra stófnananna nema flugmála- Stofnunarinnar. -— Kína allra nema undirbúningsnefndarinn- ar um stofnun flóttamannar. Til sameinuðu þjóðanna telj- ast nú 55 þjóðir, en þáttakend- ur í einstökum stcfnunum og ráðum eru sem hjer segir: I alþjóða verkamálaráðinu eru 52 lönd, í fræðslu- og menningarráðinu 30, matvæla- og landbúnaðarráoinu 47, flug- málaráðinu 28, alþjóðamyntráð inu 43, alþjóðabankaráðinu 43. heilbrigðismálaráðinu 18,' und- irbúningsnefndinni undir stofn un flóttamannaráðs 12 Hvíta-Rússland er c-ini með- limur Sameinuðu þjóðanna, sem ekki hefur samþykkt þátt- töku í neinni stofnuninni. — Kanada cr meðlimur þeirra allrra. LONDON: — Tveir breskir foringjar úr setuliðinu í Jap- an, brunnu inni fyrir nokkru síðan, er eldur varð laus í her- búðum þeim, er þeir höfðu að- setur í- . C .-.álÍfS! F O R S E T I íslands, herra Sveinn Björnsson kom heim í gærkvöldi með flugvjel. Áður en hann fór frá Danmörku lagði hann blómsveig á Minde- lunden í Ryvangen að viðstödd- utn kirkjumáiaráðherra Dana, fulltrúa utanríkisráðuneytisins einum ráðherra án sjerstakrar stjórnardeildar, Jakob Möller, sendi’nerra, Jóni Krabbe og Tryggva Sveinbjörhssyni. Forsetinn hefur dvalist ytra síðan í apríllok, er hann fór til að vera viðstaddur útför Krist- jáns konungs tíunda. Síðan fór forsetinn til Svíþjóðar, þar sem hann leitaði sjer lækninga og hefur hann nú fengið fulla bót meina sinna. Bevin til Parísar London í gærkvöldi. BEVIN, utanríkisráðherra Breta, fer til Parísar á þriðju- daginn kemur, þar sem hann mun ræða við Bidaujt, utan- ríkisráðherra Frakka, um fyrir komulag á væntanlegri hjálp Bandaríkjamanna við Evrópu- þjóðir. — Reuter. Ofbeldisflokkar Gyðinga undirbúa nýja sókn ....... ' —....... Nýliðar bætast í hópinn Jerúsalem í gær. ÞAÐ ER talið hjer meðal manna, sem vel þekkja til, að Stern- ílokkurinn hafi að undanförnu eflst mikið í Evrópu og standi nú föstum fótum einkum í Ítalíu og Frakklandi og hafi í huga stórauknar hernaðaraðgerðir gegn Bretum. Truman farinn frá Kanada Washington í gærkvöldi. TRUMAN forseti, sem verið hefir í þriggja daga heimsókn í Kanada, lagði í dag af stað til baka til Washington. Áður en Truman fór, átti hann stutt viðtal við blaðamenn. Forsetinn sagði meðal ann- ars, að bæði Bandaríkin og Kanada hefðu áframhaldandi frið að markmiði sínu, en ef ekki reyndist kleift að ganga varanlega frá friðnum, mundu allir þeir, sem fjellu í heims- styrjöldunum tveimur, hafa látið lífið til einskis. Frjettamenn segja, að dvöl Trumans í Kanada hafi tekist með ágætum. Engin mál, stjórn málalegs eðlis, voru tekin til meðferðar. —Reuter. FLÓTTAMANNARÁÐIÐ NEW YORK: — Bolivia og Argentina hafa nýlega gerst aðilar að samkomulagi um al- þjóða flóttamannaráð. 18 þjóð ir hafa nú undirritað samn-. ingana, en 13 þeirra eiga enn eftir að staðfesta þá förmlega. Ameríska þingið ræðir þessi mál nú þessa dagana, en fram- lag Bandaríkjanna til stofnun arinnar er meira en 45%. Vilja ekki fleiri keppinaufa Sidney. ÁSTRALSKAR stúlkur hafa að undanförnu sent harðorð mótmæli til blaða í stórborg- um landsins gegn þeirra tillögu, að innflutningur kvenna á gift- ingaraldri verði leyfður í stór- um stíl. Þær hafa jafnvel kvart- að yfir því, að nú þegar væri orðinn skortur á karlmönnum, sem tilkippilegir væru í hjóna- bandið. Þessi orrahríð hófst, er Cal- well, ráðherra' sá, er fer með málefni innflytjenda, svaraði spurningu í Neðri málstofu ástr alska þingsins og leiddi í svari sínu athygli að Jbví ófremdar- ástandi, að áberandi skortur væri á ungum kónum í landinu. Calwell sagði, að erlendum kon- um mundi verða leyft að setjast að í landinu ,,til þess að við- halda áströlsku þjóðinni“. — Kemsley. Aðalstöðvar flokksins eru í ítalíu og á Frakklandi og frá þessum stöðum ætla þeir sjer að gera tvennskonar árásir. —■ Annars vegar „árásir úr fjar- lægð“, sem þegar eru byrjaðar með sendingu sprengiefnabrjef anna til hátt settra manna í Bretlandi og hins vegar beinar árásir á breskar stjórnarbygg- ingar. Leitað að spellvirkjum. Lögreglumenn, sem sjerstak- lega hafa kynnt sjer baráttuað- ferðir ofbeldisflokkanna, voru sendir til Róm, eftir árásina á breska ræðismannsbúþtaðinn þar í borg í október s. 1., eru enn að reyna að hafa upp á spell- virkjunum og njóta aðstoðar ít- ölsku lögreglunnar. Skæruliðaskólar. Bæði Stern flokkurinn og Irgun Zwai Leumi hafa komið á fót „skólum“ í faginu í ítal- íu. Tlestir nýliðarnir í flokkn- um, eru úr hópi þeirra Gyðinga sem hvergi hafa átt höfði sínu að að halla árum saman. Slapp frá Bretum. Það er nú talið, að næst æðsti maður Sternflokksins Isak Yesternitsky, 33 ára gamall, sje kominn til bækistöðvanna í Ítalíu. Hann slapp í fyrra úr fangabúðum í Ertreu. KEMSLEY „SprengibrJ@f"-tii til Palesffnu Jerúsalem í gærkvöldi. ÁREIÐANJLEGAR heimildir í Tel Aviv sögðu í kvöld, að ör- yggislögreglan í .Palestínu hafi sent pósthúsum í Tel Aviv og' Jerúsalem aðvörun um það, að vera á verði gegn „sprengibrjef- um.“ Álitið er, að brjef þessi hafi verið send frá Ítalíu til hátt- settra embættismanna innan Palestínustjórnarinnar. í aðvörunarorðsendingunni var meðal annars eftirfarandi: „Verið á verði gegn gulum umslögum, sjö sinnum tíu þuml- ungar á stærð. árituð á ensku og með stimpilmerkinu „leynd- armál“.“ — Reuter. 50 manns farast í flugslysi í louh- ríkjunum LONDON í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. BANDARÍSK Skymaster flugvjel með 50 farþegum inn- anborðs fórst í gær og fanst flakið af henni á fjalli nálægt Leesburgh í Virginiu. Engin von er talin um, að nokkur mað- ur hafi komist lífs af. 1000 MANNS LEITA. Skymasterflugvjel, sem var á leið frá Chicago til Washington, týndist í gær í Blue Ridge f jöll- unum í Virginiaríki. Er flugvjel in var orðin 12 klukkustundir á eftir áætlun, fóru menn að ótt- ast alvarlega um afdrif hennar og var gerður út 1000 manna leiðangur til ao leita hennar. — Flugvjelin átti eftir 25 mínútna flug til Washington, er síðast náðist samband við flugmenn- ina. Skýjað loft var og erfitt um leit úr flugvjelum, en annars er landslagi svo háttað á þessum slóðum, að menn gerðu sjer von ir um, að nauðlending hefði tek- ist, enda þótt farþegar og áhöfn fyndust ékki, jaínvel dögum saman. En þessar vonir manna brugðust og í gær lýsti vara- forseti flugfjelags þess, er átti flugvjelina, yfir því, að flakið hefði fundist á fjallstindi ná- lægt Leesburgh og væri engin von um, að nokkur maður væri lífs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.