Morgunblaðið - 25.06.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.06.1947, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: FRA PRESTASTEFNU IS 7 kommúnistar í 200 manna fjelagi gera samþyktir Verkfall, en þé er unníð. SÁ MERKISATBURÐUR skeði í Sandgerði í fyrrakvold, að haldinn var skrýtinn fundur í Verklýðs- og sjómanna- fjelagi Garða- og Miðneshrepps. í þessu fjelagi eru um 200 manns og þótti ekki ráðlegt að boða til fundarins á löglegan og opinberan hátt, heldur voru sendir menn í nokkur hús í Sandgerði sama kvöldið, sem fundurinn skyldi haldinn og nokkrum útvöldum sagt að koma á fund til að gera sam- þykt. -------------- II, MÆTTU, 7 GERÐU SAMÞYKT. Forseti Alþýðusambands ís- lands heiðraði þenna fund með nærveru sinni og ekki gerði hann neina athugasemd við það, þótt til fundarins væri boðað á ólöglegan hátt o'g á móti lögum sambandsins um fundarboðun. Á fundinum mættu 14 manns, en ekki fengust nema 7 menn til að samþykkja vítun á verka- menn í Borgarnesi og traust á stjórn fjelagsins, en 7 sátu hjá og töldu fund þenna skrípaleik einan, sem þeir vildu ekki taka þátt í. VERKFALL, EN ÞÓ UNNIÐ. Stjórn og trúnaðarmannaráð þessa fjelags samþykti fyr í mánuðinum samúðarverkfall með Dagsbrún frá 18. júní. Til þess verkfalls hefur þó enn ekki komið. Ennfremur fyrirskipaði stjórn Alþýðusambandsins verkfall við síldarskipin frá 20. júní, en und- irbúningur undir síldveiðar fer fram á bátunum eftir sem áður og er öll vinna í fullum gangi í Gerða- og Miðneshreppum. Alþýðusambandið hefur um- boð til að semja fyrir fjelagið um síldarkjör og er það umboð veitt af stjórn og trúnaðar- mannaráði f jelagsins. Bæjarráð mótfallið bráðabirgða- byggingu SAMVINNUMÖTUNEYTIÐ er átti timburhúsið Amtmanns stíg 4, er brann í brunanum mikla 17. nóv. s.l. hefir sótt um til bæjarráðs að fá að byggja á þessari lóð einnar hæðar timburhús fyrir starf- semi sína. Mál þetta kom fyr- ir fund bæjarráðs á mánudag og var það mótfalliö slíkri bygg ingu. Rifsnes fekk þrjár funnur í reknet AÐFARANÓTT sunnudags- 3hs eð var ljet Rifsnesið reka með tíu.reknet NA af Grímsey. í þessi 10 net fengust 3 tunn- ur síldar. Ingvar Páimason alþm. látinn Á MÁNUDAG andaðist að heimili sínu í Neskaupstað Ingvar Pálmason alþingismað- ur Sunnmýlinga. Hann var á 74. aldursári. Ingvar Pálmason var aldurs- forseti þingsins og hafði átt sæti á þingi síðan 1923 fyrir S.-Múlasýslu. KR vann Akurnes- inga með 4:1 SJÖTTI leikur Knattspyrnu- móts Islands fór fram í gær- kvöldi á milli KR og Akurnes- inga. Leikar fóru þannig, að KR vann með 4:1. Úrslitin gefa þó gang leiksins ekki vel til kynna, þar sem yfirburðir KR voru ekki eins miklir og álíta má af markafjöldanum. Þegar á 5. mínútu skoraði Hörður fyrir KR úr þvögu. Og aftur skoraði hann, er um 13 mínútur voru eftir af hálfleikn um. Leikurinn hafði yfirleitt verið nokkuð jafn, en KRingar þó heldur meira í sókn. Eftir seinna markir gerðu Akurnes- ir>gar aftur á móti harða hríð að KR-markinu og máttu KR- ingar teljast heppnir að þeir skoruðu ekki. Áður en mínúta var liðin af síðari hálfleiknum, höfðu Ak- urnesingar skorað. Lúðvík Jónsson gerði það eftir gott upphlaup. Færðist þá allmikið fjör í leikinn og á 16. mínútu skoraði vinstri innherji þriðja markið fyrir KR. Eftir það máttu Akurensingar heita í stöðugri sókn, en þeim tókst þó ekki að skora, þó oft munaði litlu. Var leikur þeirra oft góð ur. Á síðustu mínútu leiksins gerði KR-ingar upphlaup og skoraði Hafliði þá með föstu og óverjandi skoti. Leikur þessi var svipaður fyrri leikjum mótsins, sem je^ hefi sjeð, of mikið af löngum spyrnum og samleikurinn og nákvæmnin ekki altaf sem best. Dómari var Baldur Möller. — —- Þorbjörn. Lýfcur námi í Ameríku FYRIR nokkru er kominn frá Ameríku 'Ragnar Jóhann Sæmundsson, eftií að hafa lok- ið námi í kennarafræðum, stjórnfræði og alþjóðarjetti. Lauk hann prófi frá Columbia háskóla í New York með meist aragráðu. Ragnar er fæddur að Brekku koti í Óslandshlíð í Skagafirði, 21. ágúst 1916. Árið 1935—’36 stundaði hann nám við Solborg Ungdomsskole í Stafangri en gekk síðan á Kennaraskóla íslands og lauk þar prófi 1940 með fyrstu einkun. Hann kendi síðan eitt ár við íþróttaskólann í Haukadal en fór til Vestur- heims 1942 og stundaði nám við North West Missouri kenn- araháskóla. Eftir þriggja ára nám lauk hann fyrstu háskóla- gráðu og var þá einn af fjór- um, sem hæSta einkun hlutu í skólanum (af um 1000 manns). Það sama sumar var hann á sumarnámskeiði, þar sem menn frá ýmsum löndum heims koma saman til að ræða undirbúning að framtíðarfriði á hnettinum án tillits til trúar, tungu og litarháttar. 1945 stundaði hann nám við Columbia háskólann í New York í stjórnfræði og alþjóða- rjetti sem aðalnámsgrein og hlaut þar meistaragráðu. Fyrir forgöngu dr. Fischer við International Insitute of Education var honum veittur námsstyrkur, en um þúsund manns sækja um þenna styrk árlega og varð Ragnar fyrir valinu og þykir það að vonum hinn mesti heiður. Lóð fyrir óskila- hross LÖGREGLUSTJÓRI hefir sent bæjarráði erindi um svæði til geymslu á óskila hrossum. En svo sem kunnugt er, eru enn nokkur brögð að því að hross komist í skrúð- og kálgarða bæjarbúa og hafa þeir valdið miklu tjóni í görðunum. í erindi lögreglustjóra gerir hann að tillögu sinni tún sem er á milli Borgartúns, Miðtúns og Nóatúns. Mál þetta kom fyrir fund bæjarráðs í fyrradag og var því vísað til bæjarverkfræðings til umsagnar. Adolf Busch lendir r bílslysi ————— } KelgL Guðmundsson bankasljóri slasasi ADOLF BUSCH, fiðlusnillingur lenti í bifreiðarslysi á Sóleyjargötunni í gær og fjekk taugaáfall, en slasaðisti ekki að öðru leyti. Helgi Guðmundsson bankastjóri sem var í sömu bifreið slasaðist hinsvegar allmikið. Brotnuðu í honum nokkur rifbein og hann viðbeinsbrotnaði og hlaut ef til vill meiri meiðsli. Dóttir Helga, Þóra, við- beinsbrotnaði, en hin sem í bifreiðinni voru sakaði ekki, en þau voru önnur dóttir Helga og tengdasonur, Þór- hallur Halldórsson mjólkurfræðingur. drengja- ÍR setur Islands- mel og met í 4x100 m. boðhlaupi Á INNANFJELAGSMÓTI, sem ÍR hjelt í gærkveldi, setti boðhlaupssveit fjelagsins nýtt íslandsmet í 4X100 m. boð- hlaupi. Yar tími sveitarinnar 43,9 sek., eða 6/10 úr sek. betri en fyrra íslenska metið, sem Oslófararnir settu síðastliðið ár. — Ennfremur setti drengjasveit fjelagsins nýtt drengjamet í 4x100 m, boðhlaupi. Hljóp sveit- in á 44,6 sek. og bætti fyrra drengjametið um heila sekúndu. En tíminn er aðeins 1/10 sek. lakari en fyrra íslenska metið var. Tími sveitar ÍR, sem hljóp á móti drengjasveitinni var 46,1 sek. Hinir nýju íslandsmethafar eru: Finnbjörn Þorvaldsson, Reynir Sigurðsson, Örn Clau- sen. Drengjamethafarnir eru þeir sömu nema hvað Þórarinn Gunnarsson kemur í stað Finn- bjarnar. Bæjarráð vill veila Slúdentaráði slyrk FYRIR síðasta fundi bæjar- ráðs lá styrkbeiðni frá Stú- dentaráði Háskólans. Fer það fram á 2500 króna styrk til þátttöku af hálfu Islands í al- þjóðá æskulýðshátíð, er haldin verður í Prag nú í sumar. Á fundi sínum mælti bæjar- ráð með þessum styrk. Á þessa hátíð hefur 66 öðr- um þjóðum verið boðið að senda fulltrúa. Þar munu full- j trúar hinna ýmsu landa kynna þjóðlega tónlist, bókmentir, j þjóðdansa og íþróttir. Þá mun j hver þjóð hafa aðgang að kvik myndahúsum og sýningaskál- um, þar sem sýndar verða kvik myndir og myndir úr atvinnu- og menningarlífi þjóðanna. <í> Árekstur á Sóleyjargötu. Slysið vildi til með þeim hætti, að sögn sjónarvotta, að er bifreið Helga Guðmunds- sonar, R 4476, sem er ný Chryg lerbifreið var ekið suður Sól- eyjargötu kom stór vörubif- reið, R 5119, vestan Njarðar- götu og ók á bifreið Helga. —i Þetta vax: um kl. 4. Sóleyjargatan er aðalbraut og vörubifreiðin hefði því átt að nema staðar fyrir bifreið Helga, en bílstjórinn á vöru- bílnum segir að hann hafi ekki tekið eftir bifreiðinni á Sóleyj- argötunni fyrr en það hafi ver- ið orðið um seinan. Hann seg- ist hafa dregið úr hraða bif- reiðar sinnar með því að draga úr bensíngjöfinni til vjelarinn- ar, en er hann varð bifreiðar Helga var, reyndi hann að| hemla, en það var þá orðið um seinan. Lenti vörubifreiðin aftan til á bifreið Helga, hægra megin og skelti henni til nærri hálf- hring á götunni. Skemmdist bíllinn mikið, öll hlið hans rifin eftir áreksturinn. Slasaða fólkið. Rannsóknárlögreglan var ekki í gærkvöldi búin að taka skýrslu af neinum þeirra, sem voru í bíl Helga, en lögreglu- þjónn, sem kom á slysstaðinn skömmu eftir að slysið vildi til, segir að Þórhallur hafi ekið bifreiðinni. • Helgi mun hafa setið aftur í bílnum hægra megin, þar sem árekísturinn. varð og því slasaðist hann mest. Hann var fluttur í Landá spítalann. En ekki var í gær- í kvöldi hægt að segja um meiðsli hans, þar sem ekki var búið að taka af honum rönt- genmynd. Þóra dóttir hans, er viðbeinsbrotnaði, fór heim, eft- ir að gert hafði verið að meiðsl- um hennar. London: Nefnd blaðamanna frá Irak, en í henni eru fimm ritstjórar frá Bagdad, er nú í heimsókn í borginni og mun dvelja hjer um mánaðartíma. Ritstjórarnir eru gestir stjórn- arinnar. Sextán skip gerð út á síldveiðar Isafirði. mánudag. ÍSFIRSKU síldveiðiskipin ej-u nú öll farin að búast á veiðar og munu 16 skip verða gerð út á síldveiðar hjeðan í sumar. Frá Bolungavík verða gerð út 5 skip og frá Súðavík eitt. Flest eða öll skipin munu verá tilbúin að hefja veiðar um næstu mánaðamót. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.