Morgunblaðið - 25.06.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.06.1947, Blaðsíða 1
34. árgangur 139. tbl. — Miðvikudagur — 25. júní 1947 Ísaíoldarprentsmiðja h.f. Refsingar á tuttugustu öldinni Augu stungin úr föngum Nýju Delhi í gær. Einkaskeyti til Morgbl. frá Kemsley. TVEIR forsprakkar uppreisnar þeirrar, sem nýlega var gerð í Tibet, en í henni gerði fyrverandi landsstjóri, Jachen, tilraun til að ná völdum í sínar hendur, hafa nú hlotið dóm sinn. — Hefur hvor þeirra um sig verið dæmdur í 250 vandarhögg, fang- elsi í hlekkjum æfilangt og auk þess á að stinga úr þeim augun. Samsærið komst upp, þegar^ pakki, sem merktur var nú- verandi landsstjóra, sprakk í höndunum á þjóni nokkrum. Dó í fangelsi. Stjórnarvöldin handtóku Jachen, sem síðar dó í fangelsi. Uppreisnarmenn í klaustri nálægt Lhassa, höfuðborg Ti- bet, drápu ábótann þar og vörðust í hinu umkringda klausri öflugum stjórnarher- sveitum í nokkra daga. Börðust til þrautar. Aðrir uppreisnarmenn, vopn aðir rifflum, börðust til úrslita við hersveitir stjórnarinnar uþp í fjöllum í tvær vikur. — Þrjú hundruð menn voru drepnir. Tíu farast í eldsvoða Brússel í gærkvöldi. TÍU manns ljetu lífið og um 30 særðust, er eldur kom upp í belgiska mentamálaráðu- nej'tinu í dag. Þeir, sem fórust, gerðu tilraun til að stökkva út úr hinu fimm hæða húsi, þar sem skrifsfofur ráðuneytisins voru. Húsið gereyðilagðist, en eld- urinn mun hafa komið upp í kjallara þess. -— Reuter. Betri horfur í danska prenfara- verkfallinu Kaupmannahöfn í gær. TILRAUNIR eru nú gerðar til að finna lausn á deilu danskra prentara og atvinnu- rekenda. Fulltrúar prentara og atvinnurekenda hafa haldið fund með sjer í Ráðhúsinu og stóð fundurinn í 16 tíma. Sam- komulag varð um tillögur til samninga. Tillögunum er að svo komnu máli haldið leyndum, en þær verða bráðlega lagðar fyrir fundi prentara og atvinnuveit- enda til samþyktar eða synjun- ar. Líkur á samkomulagi eru taldar betri en verið hefur lengi. Leiði tillögurnar til samkomu- lags, er búist við að verkfallinu ljúki um þriðja júlí. Rússneskar atomsprengjur innar þriggja ára New York. EDMUND Walsh, prófessor við Georgetown háskóla, hefur tjáð hermálanefnd bandarísku fulltrúadeildarinnar að Rússar ,,hafi allar nauðsynlegar upp- lýsingar um atomorkuna" og muni vera reiðubúnir til að fara í stríð, strax og þeir hef ji fram- leiðslu atomsprengja. — Hann gerði ráð fyrir, að það mundi verða eftir þrjú eða fjögur ár. Walsh tjáði nefndinni einnig, að Rússar hefðu flutt um 7.000 vísindamenn frá Þýskalandi. — Mönnum þessum hefði ýmist verið rænt, eða þeir fengnir með góðu móti til að fara til Rúss- lands. — Kemsley. Hambro forseli Alþjóða verka- málaráðsfefnunnar London í gær. HAMBRO, fyrverandi forseti norska stórþingsins, var 1 dag kosinn forseti Alþjóða verka- málaráðstefnunnar, sem nú kemur saman í þrítugasta skipti. - Fulltrúar 40 þjóða sækja ráð stefnuna, en hún mun standa yfir í þrjár vikur. — Reuter. Ðrap bandaríska stríðsfanga Frankfurt í gærkvöldi. ÞÝSK frjettastofa tilkynti í dag, að liðsforingi sá, sem í september 1944 bjargaði Musso- líni til Þýskalands, verði dreg- inn fyrir bandarískan herrjett í Dachau 29. þessa mánaðar. Hermaður þessi er sakaður um að hafa drepið bandaríska stríðsfanga, barist í amerísk- um einkennisfötum og stela Rauða kross pökkum, sem ætl- aðir voru stríðsföngum. — Reuter. Bevin, Bidault og Molotov koma saman á föstudag ------------------------@> ______ llunu ræða hjálpartilboð Marshalls „Lifli boli" gerir sitf gagn ■ í STYRJÖLDINNÍ notuðu bandamenn jarðýtur miklar, sem nefndar voru „bolar“. Sáust þessi verkfæri hjer á landi og munu nokkur þeirra hafa verið keypt af hernum til vegagerðar og fleira. Bretar hafa nú framleitt minni teg- und af þessum jarðýtum og nefna þær „kálfa“. Alsherjarverkfall á Sikiley Qeirðir víða í ítalíu Rómaborg í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. HIN NÝJA ítalska ríkisstjórn horfist nú í augu við ó- fremdarástand, sem vel kann að hafa í för með sjer upp- lausn og öngþveiti í Ítalíu. Hefur komið til átaka milli hægri og vinstri manna, en það aftur haft það i för með sjer, að boðað hefur verið til alsherjarverkfalls á Sikiley. DRÁP. ® Hópur manna, sem álitið er að sjeu áhangendur Salvetore nokkurs Giuliano, gerði í dag árás á aðalbækistöðvar vinstri- manna á Sikiley. Beittu árásar- mennirnir sprengjum og vjel- byssum, en tveir menn voru drepnir og meir en 20 særðust. ÁRÁSIR. Fregnir frá öðrum stöðum í Ítalíu herma, að það fari nú dagvaxandi, að flokksmenn vinstri flokkanna geri árásir á samkomur hægrimanna. í verfcfalli Washington í gær. 120 ÞÚSUND kolanámumenn í Bandaríkjunum hafa nú gert verkfall, til þess að mótmæla hinni nýju verklýðsmálalöggjöf. Verkfallið er ekki opinbert, en gert er ráð fyrir, að það hafi í för með sjer tap á um 100.000 tonnum af kolum á dag. Aufcin viðskifti Norðmanna og Suður-Afríku Jóhannesburg.' BÚIST er við mjög auknum gagnkvæmum viðskiptum milli Noregs cg Suður-Afríku, eftir því, sem A. Bommen, verslunar- málafulltrúi norsku stjórnarinn ar, hefur látið hafa eftir sjer, en hann hefur verið í 6 mánaða ferðalagi um Suður-Afríku, þar sem hann hefur kynt sjer iðnað og verslunarástand landsins. — Hann mun gefa norska verslun- arráðinu skýrslu um árangur- inn af för sinni. Áður en hann lagði af stað heim sagði hann: „Suður-Afríka var valin sem fyrsta landið, er Norðmenn sendu fulltrúa til eftir styrjöld- ina, til þess að leita hófanna um aukin verslunarviðskipti, vegna þeirra miklu möguleika, sem landið hefur upp á að bjóða.“ London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgbl. frá Reuter. CLAYTON, aðstoðar fjár- málaráðherra Bandaríkjanna, er nú kominn til Bretlands og ræddi í dag við Attlee forsætis ráðherra. Viðstaddir viðræð- urnar voru þeir Bevin, Dalton, Sir Stafford Crips og banda- ríski sendiherrann í Englandi. Samkvæmt opinberri frjetta- tilkynningu, sem gefin var út skömmu seinna, snerust um- ræðurnar um hina fyrirhuguðu hjálp Bandaríkjanna við Ev- rópulönd. Molotov til Parísar. Talsmaður rússneska utan- ríkisráðuneytisins tilkynti í dag, að Molotov mundi leggja af stað til Parísar á fimtudag. Eru þegar komnir um 60 full- trúar til borgarinnar, en þeir munu eiga að aðstoða rúss- neska utanríkisráðherrann, er fundir hans, Bevins og Bid- aults hefjast á föstudag. 'H’ I t 9 Vakti mikla athygli. Bandaríkjamenn hafa enn ekki ákveðið hvort þeir sendi fulltrúa á fund ráðherranna. —• Eins og kunnugt er, á hann að fjalla um aðstoðartilboð Mars- halls utanríkisráðherra, en það hefur að vonum vakið geysi- mikla athygli. Ráðstefnan er boðuð af þeim Bevin og Bidault. Truman forseti hefir nu skipað nefnd, sem rannsaka á afleiðingar aðstoðarinnar. Mannrán í Vínar- borg LÖGREGLAN í Vínarborg leitar nú að vopnuðum mönn- um, sem sagt er að rænt hafi konu nokkurri úr byggingu, þar, sem júgóslavneska stríðsglæpa- nefndin er til húsa. Blaðið „Wiener Kurier“ segir, að mennirnir hefðu borið kon- una hljóðandi út úr húsinu, en lögreglumaður, sem kom á vett- vang, fjekk ekkert að gert. Enn hefur ekkert frjetst af 16 ára gömlum pilti, sem menn, klæddir rússneskum einkennis- búningum, rændu fyrir viku síðan. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.