Morgunblaðið - 25.06.1947, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.06.1947, Blaðsíða 5
(iMiðvikudagur 25. júni 1947 MORGUNELAÐIÐ Sjúkrasamlagið hættir störfum um áramót ÞÆR BREYTINGAR hafa«* verið ákveðnar á iðgjöldum og innheimtufyrirkomulagi Sjúkra samlags Reykjavíkur, að heild- ariðgjöld ársins 1947 skuli hækka um 10 kr. á samlagsnúm er og hækkunin innheimt með iðgjöldum 6 síðustu mánaða árs ins á 4 mánuðum, •— mánuðun- ttm júlí—október. Heildariðgjaldið síðara miss- iri ársins verður því, að með- talinni hækkuninni, 100 kr. á samlagsnúmer, og á að inn- heimta það með 25 kr. gjaldi á mánuði hvern áðurnefndra fjögra mánaða. Af þessu leiðir að sjálfsögðu, að engin iðgjöld verða innheimt fyrir mánuðina nóvember og desember 1947. — Þeim, sem greitt hafa iðgjöld fyrirfram fyrir síðara helming ársins, ber að sjálfsögðu að greiða hækkunina, 10 krónur, til viðbótar. Um ástæðurnar fyrir þessum | ráðstöfunum vill stjórn samlags ins taka þetta fram: HÆKKUNIN. j Á árunum 1946 varð halli á rekstri samlagsins um rúmlega 200 þús. krónur, þratt fyrir hækkun iðgjalda 1. júní f. ár. -— Stafar halli þessi fyrst og fremst af hækkun á lyfjum, sem varð á miðju ári og hækkun vísitölunnar síðustu mánuði árs ins. — Fyrirsjáanlegt er að verulegur halli verður einnig á rekstrinum í ár, ef iðgjöld verða ekki hækkuð enn. Má í því sam- bandi nefna, að fyrirsjáanieg er mjög veruleg hækkun á útgjöld- um vegna lyfja frá því sem var í fyrra, og að meðalvísitala yfir- standandi árs verður að líkind- um ekki minna en 17—18 stig- um hærri en ársins 1946. Vísi- töluhækkunin ein jetur upp mestan hluta þess tekjuauka, sem samlagið hefur af því, að iðgjaldahækkunin 1. júní 1946 kemur á alt þetta ár, í stað að- eins 7 mánaða ársins 1946. Við þetta bætist svo það, að samlagið hlýtur óhjákvæmilega að hafa töluverðan kostnað á árinu 1948, vegna uppgjöra, reikningsskila og innheimtu eftirstöðva. En á móti þeim kostnaði koma engar iðgjalda- tekjur, þar sem samlagið hættir störfum um næstu áramót. Segja má að vísu, að samlag- ið eigi sjóði, sem staðið geta undir reikningshalla ársins 1947 og meira til. En sjóðseignum samlagsins er ætlað mikilvægt hlutverk í sambandi við heilsu- vernd og sjúkraþjónustu í Rvík í framtíðinni, og þótti því ekki fært að ganga frekar á þær eign ' ir en orðið er. FÆKKUN GJALDANNA. Með því að samlagið hættir störfum um næstu áramót, þótti nauðsynlegt að láta öll iðgjöld fyrir þetta ár falla í gjalddaga nokkru fyrir áramót, til þess að flýta fyrir og auðvelda inn- heimtu eftirstöðva og draga úr kostnaði við reikningsskil sam- lagsins. SKILYRÐI. Til viðbótar ofanrituðu vill stjórn samlagsins benda mönn- um á, að rjettindi til sjúkra- hjálpar hjá almannatryggingun um á árinu 1948 verða því skil- yrði bundin, að menn sjeu ekki í vanskilum við samlagið árið 1947. Ættu því allir þe.ir, sem vanrækt hafa iðgjaldagreiðslur, að vinda bráðan bug að því að koma rjettindum sínum í lag, til þess að geta notið rjettinda á þessu ári fyrir þau iðgjöld, sem þeir verða hvort sem er að greiða, ef þeir vilja ekki missa rjettindi til sjúkrahjálpar hjá almannatryggingunum á næsta ári. í því sambandi er rjett að benda á, að iðgjöld til almanna- trygginganna eru innheimt í einu lagi fyrir allar greinar trygginganna og verða menn að greiða alt iðgjaldið, jafnt fyrir því, þó að þeir samkvæmt fram- ansögðu eigi ekki rjett til sjúkra hjálpar, vegna vanskila við sam lagið. II>llllllllllllllllllr>lllllllllllliri111111111111IIIII111111111 Dodge model 1941, í góðu standi til sýnis og sölu við Leifs styttuna 1 kvöld milli kl. : 5—8. iiiiiiimiiiiiiiiimmiimiiiiiiiifiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiin iimmiiiiiuiun Jeppabíll til sölu og sýnis við Leifs styttuna kl. 4—6 í dag. Gólfbón Húsgagnabón Skóáburður Heildverslunin Olver h.f. Símar 5774 og 6444. iiMimiiiiMiMiiMimmimimiiimmiiiimimmimiiiii Til sölu notað borðstofusett úr eik. Upplýsingar á As- veg 15, Kleppsholti. Sumarbustaður efst við Elliðaár til sölu. Hann er á góðum stað við ána og rjett hjá Elliða- vatni. Stærð 25 ferm., tvö herbergi og eldhús, méð veranda. Uppl. í síma 6412 frá kl. 1—7 í dag. 17, júní hálíða- höldin í Hafnarfirði 17. JÚNÍ hátíðarhöldiní í Hafnarfirði, hófust kl. 1,30 e. h. með því að boðhlaup milli knattspyrnumanna íþróttafjel- aganna fór fram. Keppt var í tveim sveitum var önnur frá F.H. og hin frá Haukum, og voru þær skipaðar 4 mönnum frá hverjum aldursflokki 3, 2 og 1. fl. alls voru því 12 menn í hverri sveit. Hlaupið hófst við íshús Hafnarfjarðar og var hlaupið vestur Strandgötu og endað hjá Ráðhúsinu. Fyrstu fjórir sprettirnir voru 800 m. en hinir 8 100 m. hvor, og var því hlaupið alls 1120 metrar. Sveit F.H. náði forustunni straks eftir fyrsta sprettinn og lengdi millibilið jafnt og þjett til síðasta manns er kom um 10—12 metrum á undan síðasta manni Hauka í mark. Tími sveitanna varð: F.H 2.26,5 mín. og Haukar 2.28,0 mín. Að loknu boðhlaupinu var gengið í skrúðgöngu frá Ráð- húsinu upp á Sýslumannstún, en þar fóru aðal hátíðahöldin fram. Fyrstir í skrúðgöngunni gengu skátar síðan meðlimir íþróttafjelaganna F.H. og Hauka. Undir fána F.H. gengu tveir nýjir stúdentar, þeir Árni Gunnlaugsson og Rögnvaldur Finnbogason. Guðmundur Árnason, bæjar- gjaldkeri sétti hátíðina en ræð- ur fluttu bæjarstjórinn Eiríkur Pálsson og sjera Jakob Jóns- son. Pjetur Jónsson söng ein- söng og karlakórinn Þrestir kór söng. Tveir handknattleikir fóru einnig þarna fram, voru það meistaraflokkar karla og kvenna úr F.H. og Haukum er kepptu. Haukar unnu báða leikina. Kvennaleikinn með 6:5 en karlaleikinn með 9:8. Báðir leikirnir voru mjög tví- sýnir og spennandi einkum hinn síðarnefndi. Kl. 9 um kvöldið var svo stiginn dans á Strandgötunni fyrir framan Sjálfstæðishúsið. Fjölmenni var mikið við hátíð- arhöldin og fánar á hverri stöng í bænum, sömuleiðis voru öll skip við bryggjurnar og á höfn inni skreytt fánum. Á. Á. Valur: Víkingur 2 :1 llDómari j-^orítei unn (^inciráóon ÞAÐ fór eins og margir höfðu^ búist við að fimmti leikur ís- landsmótsins, leikur Vals og Víkings, yrði bæði betur leikinn og skemmtilegri, heldur en þeir er þegar hafa farið fram. Að vísu var leikur þessi ekki neitt sjerstakt knattspyrnuundur, — hvorugt liðið var skipað sínum bestu mönnum, t.d. vantaði Val Svein Helgason og Víking Brand Brynjólfsson, en leikurinn var Ijettur og yfirleitt vel leikinn, þó aldrei sjerlega harður, en oft á tíðum vel uppbyggður, með öruggum, stuttum sam- leik, samfara mjög góðum skipt ingum. Vorú þar sjerstaklega innframherjar og framverðir Víkings að verki, Einar Pálsson, Gunnlaugur Lárusson, Bjarni Guðnason og Haukur Óskars- son. Hinn öruggi leikur og stað- setningar þeirra, urðu þess vald andi að Víkingsliðið náði strax í byrjun leiksins yfirburðum á miðju vallarins. — Þó var þessi samleikur og yfirburðir ekki eins árangursríkur og mátti hafði búast við, þar sem of mikið bar á sentringum yfir þverann völlinn og tengslin við útframherja liðsins skorti að mestu leyti. Valsliðið virtist mjer ekki eins heilsteypt að þessu sinni og það hefur verið áður, en hinir sterku menn liðsins: Al- bert Guðmundsson, Sigurður Ó1 afsson og Ellert Sölfason, á- vanst með hinni öruggu knatt- meðferð og sentringum að byggja liðið upp — og þó sjer- staklega í snöggum upphlaup- um upp vinstri kantinn, þar er oft brá við áberandi staðsetning argöllum í hægri helming Vík- ingsvarnarinnar. Einstök atriði — Fyrri hálfleikur. vann hand knattleiksmót Vestfjarða ísafirði, mánudag. HANDKNATTLEIKSMÓT Vestfjarða var háð á ísafirði fyrir skömmu síðan. Að þessu sinni tóku aðeins tvö fjelög þátt í mótinu, en þau eru Stefn ir í Súgandafirði og Ksf. Hörð ur á Isafirði. Leikar fóru þannig, að Stefn ir vann Hörð með 11 mörkum gegn 6. Þetta er í annáð skifti í röð, sem Stefnir vinnur hand knattleiksmót Vestfjarða. —M.B.J. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. Sími 1710. Er 20 mínútur voru af leik höfðu Víkingar fengið dæmdar tvær hornspyrnur á Val, sem þó ekkert varð úr — báðar illa teknar. Eftir aðra hornspyrn- una gera Valsmenn mjög sriökkt og skemmtilegt upp- hlaup, og er knötturinn er í sentringu við vítateig, til Ellerts sjest annar línuvörðurinn veifa — rangstöðu — sem þó dómar- inn tekur ekki eftir, en að augna bliki liðnu, dæmir hann auka- spyrnu á Víking. Knötturinn er látinn niður rjett við vítateig- inn — Víkingarnir raða sjer fyrir markið. Albert tekur spyrnuna, og spyrnir föstu skoti að marki Víkinganna. — Knötturinn lendir í einum þeirra, og hrekkur af honum í stöngina við hægra horn marks ins. Hættuleg þvaga verður við þetta fyrir framan markið, en að lokum bjargar Bjarni með langri spyrnu frá markinu. — Valsliðið hefur nú hverja sókn- arlotuna af annari, þar til á 30. mínútu, að Albert spyrnir föstu skoti á mark Víkings — þó af mjög löngu færi — knötturinn svífur óhindraður gegnum vörn Víkinganna og í mark. Skot er bæði vörn og þó sjerstaklega markmaður hefði átt að fá var- ið..— Þegar um 40 mínútur voru af leik, er langri spyrnu frá fram- herja Víkings spyrnt að Vals- markinu. Svavar Þórhallsson og Bjarni Guðnason, fylgja knett- inum vel eftir og loka Hermann af í markinu. Bjarni nær knett- inum á skalla, en skallar í stöng ina. Knötturinn hrekkur af henni út frá markinu, beint fyrir fætur vinstri útframherja Víkings, er spyrnir snöggu skoti á mark — en af einhverj- um ástæðum er Hermann þar fyrir og bjargar. — Margir vildu kalla þetta heppni fyrir Val. Síðari hálfleikur. Síðari hálfleikurinn var mun hraðar og enn betur leikinn en sá fyrri. Er 10 mínútur voru af leik gera Valsmenn snöggt upp- hlaup. Ellert fær hæðar sentr- ingu fyrir markið ög skallar knöttinn undir stöng Víkings marksins, og hrekkur knöttur- inn skáhalt út frá mark- inu, þar sem Einari Halldórs- syni tókst að ná honum alveg út við endamörk, fast við stöng- ina og senda hann föstu, óverj- andi skoti í mark. Leikurinn 2—0 íyrir Val. Eftir markið nær Víkingslið- ið mjög harðri og öruggri sókn. Og á 15. mínútu spyrnir Hauk- ur mjög góðu skoti á mark Vals, en Hermann ver. Á 20. mínútu er Víkingum dæmd hendi á Val, nokkrum metrum fyrir utan vítateig. Ilaukur tekur spyrn- una og spyrnir föstu hæðar skoti að marki Vals, en bak- vörður skallar frá markinu. — Víkingar ná knettinum og íeika með öruggum og stuttum sam- leik gegnum vörn Vals, sem endar með því að Svavar Þór- hallsson sentrar knettinum fram hjá Hermanni — í mark. Leik- urinn 2—1 fyrir Val. Víkingar halda enn sókninni og á 33. mínútu er horn dæmt á Val. Halldór Sigurðsson tekur hornið og svífur knötturinn fyr- ir markið, Einar Pálsson nær honum rjett fyrir framan markið, skallar og knötturinn f netinu. — Dómarinn flautar og dæmir —mark á hann. Leikur- inn því enn 2—1 fyrir Val. — Víkingar halda enn sókninni og fá á mjög skömmum tíma tiæmd ar tvær hornspyrnur á Val, sem misheppnast, þrátt fyrir að báð- ar sjeu sjerlega vel teknar. — Síðustu sjö til átta mínúturnar ná Valsmenn mjög hröðum og snöggum upphlaupum, sem þó misheppnast er að marki kom, oftast nær fyrir of langar sentr- ingar. Á. Á. Oiíukynding ar 5415 og 5414 heima. í lítið tveggja hæða hús óskast keypt. Tilboð merkt „Olíukynding — 1468“ scndist Mbl. . ;; BEST AÐ AUGLYSA I MORGUNBIJVÐINÚ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.