Morgunblaðið - 03.07.1947, Page 1

Morgunblaðið - 03.07.1947, Page 1
Sqw iíi París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. PARlSARFUNDUR utanrikisráðherra Bretlands, Frakk- lands og Sovjetríkjanna, sem boðað var til í því skyni að ræða um tillögur Marshalls um aðstoð Bandaríkjanna við Evrópuríkin, varð árangurslaus. Á fundi ráðherranna í gær lýsti Molotov sig andvígan málamiðlunartillögu Bidaults, eftir að hann hafði hugsað sig um í sólarhring. Molotov og Bevin munu leggja af stað heim á morgun (fimmtudag). Án sarovinnu Rússa. Fregnritarar telja fullvíst, að Frakkar og Bretar muni reyna að finna leiðir til þess að koma tillögum Marshalls í fram- kvæmd á sem hagfelldastan hátt, enda þótt ekki hafi auðn- ast að fá Rússa til samstarfs í því efni. Gert. er ráð fyrir því, að leitaö verði samvinnu sem flestra þjóða, og líklega boðað til ráðstefnu í því skyni, þar sem sæti eigi fulltrúar Evrópu- ríkjanna, að Sovjetríkjunum og Spáni undanskildum. — Fregn- ritari Reuters hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að Bidault muni ræða um þessi eíni við Bevin, áður en hinn síð- arnefndi fer írá París á morg- un (fimtudag). ltöksemdir Molotovs. Molotov las upp heillanga skýrslu á fundinum í dag, og leitaðist hann þar við að færa fram rök fyrir afstöðu sinni. — Sagði hann, að tillaga Bidaults myndi leiða til þess, að Evrópa skiptist í tvö hagsmunasvæði, hvort öðru andstætt., Kvaðst hann vilja í alvöru beina þeirri viðvörun til Bevins og Bidaults. Hausavíxl. Bevin svaraði Molotov í skor- * inorðri ræðu. Sagði hann, að Bretar hefðu fyrr orðið að horf- ast í augu við alvarlegar afleið- ingar og hótanir, en slíkt hefði ekki hindrað þá í því að gera það, sem þeir hefðu álitið skyldu sína. Hinsvegar kvaðst hann harma það, að hótun skyldi hafa hjer verið sett fram. Sagði Bevin, að Molotov hefði gersamlega haft hausavíxl á hlutunum, er hann gerði grein fyrir afstöðu sinni, og með öll- um hugsanlegum hætti rang- fært og snúið út úr þeim gögn- um, sem breska stjórnin hefði lagt fyri rfundinn. — Bidault tók í sama streng og kvaðst að sínu leyti vilja vara Rússa við því að hafast neitt það að, sem orðið gæti til þess að sundra Evrópu í tvent. ia fjölda innfiytjenda London í gærkveldi. CALDWELL, ástralski ráð- herrann, sem fer með innflytj- endamál, átti í dag tal við blaða menn í London, en hann er nú á leið til Bandaríkjanna. Sagði ráðherrann, að ástralska stjórn- in hefði hug á því, að mikill fjöldi manna flyttist til Ástra- líu og myndi hún greiða fyrir því að megni, meðal annars með því að útvega hentug skip til flutninganna. — Caldwell sagði að mikill skortur væri á vinnu- afli í Ástralíu, svo að til vand- ræða horfði. Ástralía gæti þeg- ar í stað tekið við mörg þús- und innflytjendum án þess að til húsnæðisskorts þyrfti - að koma. — Reuter. Arabíu vanfar lán WASHINGTON. — Arabía leitar nú fyrir sjer í bandarísk- um bönkum um lán til þess að byggja tvær járnbrautalínur. — Kostnaður mun verða um 20 milljón dollarar. sjómenn um óbreytt skifti á síBdarvertíð FormaSur Paiesflnu- Failið frá kröfum um hækkun síldarverðsins 8ami5 liefir verið m kjör sjó- manna á sÉldveiðum um land alt Emil Sandström, liinn sænski formaður Palestínunefndar Sam einuðu þjóðanna kom á dögun- um til Jerúsalem til að undir- búa störf nefndarinnar þar. Kanada! UMRÆÐUR fara nú fram hjer í Ottawa um það, hvort mögulegt sje og æskilegt að Newfoundland sameinist Kan- ada. Taka meðal annars átta meðlimir kanadisku ríkisstjórn arinnar þátt í þessum viðræð- um. Mackenzie King forsætisráð- herra, hefir tjáð blaðamönnum, að eigi að geta orðið úr sam- einingu Newfoundlands og Kanada, þurfi fyrst samþykki Breta og síðan þjóðaratkvæða- greiðslu í Newfoundland. SAMNINGAR voru undirritaðir í gærmorgun milli Landssam- bands ísl. útvegsmanna og Alþýðusambands íslands um kjör síld- veiði sjómanna á síldarvertíðinni. Var samið fyrir hönd sjó- manna og útvegsmanna á þeim stöðum, sem ekki hafði verið samið áður þannig, að nú hafa tekist samningar um kjör síldarsjómanna á öllu landinu. Það vekur athygli við ?essa samninga, að kommúnistar í Alþýðusambandsstjórninni fjellu frá kröfu sinni um að síldarmálið yrði minsta kosti 50 krónur, sem þeir hafa verið að láta gera ályktanir um í fjelögum úti á landi. Samið var um sömu hlutaskifti sjómanna og voru í fyrra á vertíðinni og einu breytingarnar voru þær, að kauptrygging var hækkuð til samræmis við það, sem hún var í Vestmanna- eyjum. Kauptryggingin verður því nú 610 króna grunnkaup hjá skipverjum. Samkomulag varð milli samninganefndanna, að skora á aðila í Dagsbrúnarverkfallinu, að semja sem fyrst. Sáttasemjari ríkisins, Torfi Hjartarson hafði milligöngu um samninga. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiniMiiiiii lorómenn ræða um ú aflýsa Snorrahátíðinni Útvarpið í Oslo skýrði frá því í gærdag, samkvæmt upplýsingum frá Hákon Shetelig prófessor sjálfum, að hann myndi nú kalla norsku Snorranefndina saman til fundar eins fljótt og auðið væri til að ræða um það hvort aflýsa bæri fyrirhugaðri Snorrahátíð í Reykholti í sumar, vegna þess, að höggmynd Snorra hefði ekki fengist sett á land í Reykjavík. l■llllllllllllllllllll•|•l iiiiiiiiliiiiili Mikil síld é iúnaflóa MIKIL SÍLD sást fyrir vestan Skaga í gærdag og gærkvöldi og var hún aðallega á Húnaflóa. Ennfremur hefir veiðst síld við Grímsey. Síldin er stór og feit og mikil rauðáta í henni. Síldveiðiveður var með afbrigðum gott í gær, logn og dálítil rigning. Þrjú skip að fylla sig. Um klukkan 11 í gærkveldi bárust fregnir frá þremur skip- um sem voru í síld á Húna- flóa og voru búin að hálffylla sig, höfðu fengið 600 mál og þar yfir. Voru það Ebba frá Hafnarfirði, Hugrún frá Bol- ungarvík og Fagriklettur frá Hafnarfirði. Skipverjar á Esju, sem kom til Siglufjarðar í dag sáu mikla Bátar komast ekki út. síld á Húnaflóa. Síld við Grímsey. Vjelbáturinn „Ársæll Sigurðs- son“ frá Keflavík kom til Siglu- fjarðar með 250 mál síldar, sem veiðst hafði við Grímsey. Síldin var stór og mikil rauðáta í henni. Þessi síld var sett í hrað- frystihús Óskars Halldórssonar. Fá síldveiðiskip eru komin á miðin ennþá, þar sem þau geta ekki fengið nætur sínar sökum verkfallsins. 1 gærkvöldi fór Dagný frá Vestmannaeyjum á veiðar og Erna átti að fara í nótt. Skip er komið með síldartunn ur frá Noregi til Siglufjarðar. Unnið er á öllum vinnustöðv- um í Siglufirði, nema hjá ríkinu. Myrfu 50 breska flugmenn Hamborg í gær. RJETTARHÖLD hófust hjer í Hamborg í dag í máli 18 Þjóð verja, sem sakaðir eru um að hafa myrt 50 breska flugmenn á styrjaldarárunum. Allir sak- borningarnir neituðu sekt sinni. Saga máls þessa er í stuttu máli sú, að 1944 tókst 80 bresk- um flugmönnum að komast und an úr fangabúðum í Þýskalandi gegnum jarðgöng, sem þeir höfðu grafið. Flestir stríðsfang- anna náðust þó brátt aftur og voru 50 þeirra skotnir í hegn- ingarskyni. ^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.