Morgunblaðið - 03.07.1947, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 3. júlí 1947
MORGUIÍBLAÐIfl
rr’?~r
Are Waerland
flutti fyrirlestur
á íslensku
Are Waerland flutti fyrsta
fyrirlestur sinn á sunnudags-
kvöld í Tripoli leikhúsinu fyrir
fullu húsi. Jónas Kristjánsson
kynti fyrirlesarann með nokkr-
um orðum. Taldi hann Waer-
Iand mesta brautryðjanda, sem
yæri uppi á sviði heilbrigðis-
málanna og væri hann nú orð-
inn kunnur af ritum sínum um
þau efni. Sagði Jónas að Waer-
land væri nú á næstunni boðinn
til fyrirlestrahalds í Ameríku,
Ástralíu, Nýja Sjálands og víð-
ar. Fyrirlestra sína hjer mundi
hann flytja á íslensku, hefði
hann þó ekki byrjað að læra
málið fyrr en fyrir tæpum þrem
mánuðum og. haft til þess að-
eins stutta stund daglega. Væri
þetta eitt m. a. til marks um
þrek og afkastamátt þessa rúm-
lega sjötuga manns.
Þegar hinn unglegi ræðumað-
ur gekk að ræðustólnum, gerðu
áheyrendur sjer augsýnilega
ekki háar vonir um málfærið.
En við fyrstu orðin var sem
steini væri ljett af þeim og í 1
klst. hjelt fyrirlesarinn merki-
lega og skemtilega frásögn af
baráttu hans við eigin vanheilsu
og leit sinni að heilbrigði, sem
enginn læknir gat vísað honum
á. Hann skýrði írá því á mjög
greinilegri íslensku, að vísu með
erlendum hreim, hvernig hann
fór að ráða gátu sinna eigin
sjúkdóma og finna jafnframt
allsherjar lausn á hinu mikla
vandamáli mannlegra sjúk-
dóma. Síðan ræddi hann um
þau lögmál, sem þessi lausn er
byggð á.
Minnismerki druknaðra sjómanna við
Veslmannaeyjar og hrapaðra í björgum
Aætiunarferðir
Reykjavík—
Amgerðareyri
hafnar
Frá frjettaritara Mbl.
Á ÞRIÐJUDAGINN var hóf-
ust sjerleyfisferðir á leiðinni
Reykjavík — Arngerðareyri og
í sambandi verða bátsferðir
milli Isafjarðarkaupstaðar og
Arngerðareyrar.
Frá ísafjarðarkaupstað fer
báturinn á iniðvikudögum og
laugardögum kl. 6 árd., en frá
Reykjavík fer áætlunarbifreið-
in á þriðjudags og föstudags-
morgna.
Þegar þetta skipulag er kom-
ið á mun ferðin milli Reykja-
víkur og Isafjarðarkaupstaðar
ekki taka nema dagleið. Verð-
ur mikil samgöngubót að þessu
ekki aðeins fyrir kaupstaðinn,
heldur og fyrir alla byggðina í
kring.
Á Arngerðareyri er langt
komið smíði bryggju svo að
stærri skip en áður geta lagst
þar. Þar er einnig starfrækt
gistihús og greiðasala af Hall-
dóri Víglundssyni og er þar nú
hinn ákjósanlegasti sumardval
arstaður.
Bátsferðirnar eru reknar með
tveimur bátum, Fagranesi, sem
er 70 tonn og Pólstjörnunni,
sem er 24 tonn.
ÞAR SEM í seinni tíð hefur
verið mjög hljótt um málefni
þetta, vil jeg rita nokkur orð til
þeirra, sem sýnt hafa málefn-
inu góðhug og stutt að fram-
gangi þess, sem og gjöra heyr-
um kunnugt viðleitni vora, þótt
um langt skeið hafi ekki verið
birt opinberlega tilraunir til að
ná settu marki.
★
Á síðari árum, eða með auk-
inni velmegun bæjarbúa, má
með sanni segja að mjög hafi
dregið úr því að sjóðnum bær-
ust gjafir, og að í þeim efnum
hafi gjörsamlega „dregið fyrir
sól.“ — Á fyrsta sjómannadegi
hjer samþykti sjómannadagsráð
ið að veita drukknuðum stjett-
arbræðrum sínum heiður, með
því að leggja sjóðnum til 15%
af tekjum dagsins til minnis-
varðans. Og þar sem treglega
hefur gengið um fjársöfnun var
þessi hugmynd mjög þakkar og
virðingar verð. Stjórn sjóðsins
skildi samþykt þessa þannig að
framlag þetta yrði veitt uns
! minnisvarðinn yrði reistur. —
Sjóðstjórninni eru það von-
brigöi að sjómannadagsráðið
hefur aðeins einu sinni fram-
fylgt þessari samþykt sinni. En
með því að alt bendir til að bæj-
arbúar, það er atvinnurekendur,
ætli útgerðarmönnum 'og sjó-
mönnum (að ógleymdum þeim
sem heiðrað hafa minningu
drukknaðra ástvina) einum að
heiðra 'minningu drkknaðra sjó-
manna og hrapaðra, og reisa
þeim Minnisvarðann, leyfi jeg
mjer að fara þess á leit við hátt-
virt sjómannadagsráð, að það
endurskoði hina veglyndu sam-
þykt sína, málefni þessu til
brautargengis. Samtímis gjör-
ist jeg svo djarfur að beina þeim
tilmœlum til atvinnufyrirtœkja
bæjarins í hvaöa grein sem
starfað er, að yfirvega nú að-
stöðu sína til þessa málefnis,
þar sem þau að einu undan-
skildu hafa ekki Ijeð því lið-
sinni. Það væri æskilegt að allir
Vestmanneyingar, mættu taka
höndum saman um að ljúka
þessu málefni, til verðugs heið-
urs þeim, sem horfnir eru, og
hjeraðinu til sæmdar.
★
Sjóðurinn var stofnaður hinn
11. ágúst 1935; næstkomandi
ágústmánuð er því tólf ára við-
leitni að baki. Fyrir því taldi
undirritaður tímabært að vinna
nú þegar að því að ljúka þessu
máli, og kallaði meðstjórnendur
á fund í síðastl. mánuði, til þess
að bera fram lokatillögur. Hafa
þær hugmyndir borið hinn á-
kjósanlegasta árangur, eins og
skýrt skal frá.
Eins og Vestmannaeyingum
er kunnugt, hefur sjóðstjórn-
ina skort fje til að reisa hið
fagra Minnismerki, sem hr.
húsameistari Hörður Bjarnason
teiknaði, og margir hjer hafa
sjeð. Af ofangreindum ástæðum
samþykti stjórnin að fela for-
manhi að leita fyrir sjer um
teikningar á Norðurlöndum af
minnismerki sem samboðið væri
tilgangi þessarar hugsjónar, og
að sjálfsögðu með hliðsjón af
fjárhag sjóðsins. Nú hafa borist
teikningar frá Danmörku, og
fyrir milligöngu sænska sendi-
herrans 1 Reykjavík, eigum vjer
kost á að leita fyrir okkur hjá
mörgum sænskum firmum í
þessari iðngrein. Það liggur því
beint fyrir að ,,ganga“ á milli
þessara „góðbúa“ og leita þar
til vjer höfum fundið það, sem
við má una.
Lokatillögur
stofnanda sjóðsins voru því með
hliðsjón af hinni löngu reynslu,
að leita persónulega fyrir sjer
erlendis, og festa kaup á minn-
ismerki fyrir það fje, sem sjóð-
urinn á. Þá að skrifa hæstvirt-
um fjármálaráðherra Jóhanni
Þ. Jósefssyni, og fara fram á að
fjármálaráðuneytinu mætti
þóknast að veita undanþágu á
aðflutningstollum á minnisvarð
anum, en tollarnir nema um
30% af kostnaðarverði. Hefur
nú borist brjef frá ráðuneytinu
þar sem undanþágan er góðfús-
lega veitt. Fyrir vora hönd og
Vestmanneyinga, flyt jeg ráð-
herranum alúðarfylstu þakkir
hjeraðs hans, fyrir þessa hugul-
sömu aðstoð.
Á Fiskiþingi íslands haustið
1945 flutti undirritaður, ásamt
aðalfulltrúa Reykjavíkur-deild-
arinnar, tillögu, þar sem farið
var fram á að Fiskiþingið sam-
þykti áskorun til Alþingis að
veita af fjárlögum 1946 fje til
að reisa í höfuðstað landsins
minnismerki um drukknaða
menn og konur, sem væri tákn-
rænt merki og sameign allrar
þjóðarinnar. Sá hluti tillögur.n-
ar, er varðaði Vestmannaeyjar,
var gjörður á þeim grundvelli,
að sjómenn víðsvegar af land-
inu hafa drukknað við Vest-
mannaeyjar, og væri því minn-
ismerki drukknaðra reist í
Vestmannaeyjum, ekki einvörð
ungu hjeraðsmál, og frambæri
legt að fara fram á aðstoð hins
háa Alþingis. Tillagan var sam-
þykt með samhljóða atkvæðum
Fiskiþingsins. En fjárveitinga-
nefnd Alþingis, sá sjer ekki fœrt
— þrátt fyrir um eða yfir 200
milljóna kr. tekjur ríkissjóðs, —
að verða við áskoruninni, og
synjaði um hið umbeðna, kr.
25,000.00. Þá átti undirritaður
viðræður við „Eimskip“, herra
framkvæmdastjóra Guðmund
Vilhjálmsson, og leitaði fyrir
sjer, hvert hugsanlegt væri að
Eimskip vildi flytja minnis-
merkið heim okkur að kostnað-
arlausu. Hinum góðkunna fram-
kvæmarstjóra var heyranlega
sönn ánægja að styðja þetta
málefni, og lofaði að flytja fyr-
ir okkur minnismerkið kostn-
aðarlaust heim til Eyja. Vjer
flytjum honum og einlægar
þakkir vorar. En þessar hend-
ur, sem okkur svo drengilega
hafa verið rjettar yfir hafið,
gjöra okkur kleift að vinna loka
sigurinn.
★
Hjer hefur þá verið sögð
saga minnismerkis-málefnisins,
eins og hún liggur fyrir í dag.
Samtímis vil jeg geta þess að
jeg tel hjer komið að leiðarlok-
um, og vek athygli á, að það er
algjörlega á valdi Vestmanna-
eyinga, hve veglegt þetta tákn
salcnaðar og minninganna verð-
ur. Þar um ræður frjáls vilji,
hugur og hjarta einstaklingsins.
Vm. á sjómannadaginn 1947.
PÁLL ODDGEIRSSON.
Stúlka vön matarlagningu
óskast nú þegar. Fyrirspurnum ekki svarað' í síma.
J(jöt J Cjrœnmeti
Hringbraut 56.
í Höfðahverfinu
er til sölu hálft hús. Allt laust til íbúðar.
I hús h.f. Nýja Bíó, 3. hæð, inngangur frá Lækjargötu x
Velmentuð
skrifstofustúika,
sem getur vjelritað íslensku, dönsku, ensku og
frönsku óskast nú þegar til ríkisstofnunar.
Umsóknir merktar „Velmentuð" sendist afgreiðslu <|
blaðsins fyrir 6. júlí n.k.
Veitingasalur
í Austurbænum til sölu. Salurinn rúmar í sæti 90—
100 manns, honum fylgir eldhús, eitt íbúðarherbergi,
4 snyrtiklefar og auk þess öll áhöld til veitingasölu.
í húsnæði þessu er rekin matsala fyrir 100 manns.
Greiðsluskilmálar mjög hagkvæmir.
Nánari upplýsingar gefur
~j}fmenna j^aóteicjnaóalan
Bankastræti 7, símar: 6063 og 7324.
< >
< >
Sænski heilsufræðingurinn Are Vaerland flytur
fyrirlestur á islensku í Góðtemplarahúsinu í Hafn-
arfirði kl. 8,30 í kvöld.
Aðgöngumiðar við innganginn.
Náttúrulækmngafielag íslands.
VJELAR
Hef fyrirliggjandi á lager í Osló nýja og notaða Gufu
katla, Gufuvjelar, Þrýstisuðupotta, Dieselmótora,
Ljósavjela-samstæður, Rafmagnsmótora, Vinnuvjel-
ar (verkfæravjelar), Dælur, Gi’jótmulningsvjelar,
Steypuhrærivjelar, Loftpressur. Allt til bygginga-
framkvæmda og fleira.
UóiptJnf.
Oslo, Postboks 2412. Símnefni: „Sildolje“.
^orten JíaclmaJi
Best á auglýsa í Morgunblaðinu