Morgunblaðið - 03.07.1947, Qupperneq 6
MORGtnnsliAÐIÐ
Fimmtudagur 3; júlí 1947
Uf0tllíll>WíÍI>
Útg.: H.f. Árvakur, Rf-yltjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands.
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók.
Kommúnistar vargar
í vjeum verkalýðs-
samtakanna
ALDREI HEFIR skemdarstarfsemi kommúnista innan
verkalýðshreyfingarinnar komið eins berlega i ljós og í
sambandi við yfirstandandi verkfall.
Eftir að núverandi stjóm hafði setið skamman tíma að
völ^um skáru kommúnistar upp herör og hjetu á launþega-
samtökin að snúast gegn stjóminni. Einar Olgeirsson talaði
um að löggjöf stjórnarinnar skyldi mætt með mótmælaöldu
verkalýðsins. Alt var þetta upphaf og undirbúningur að því
að koma til leiðar pólitísku verkfalli, sem fyrst og fremst
væri stefnt gegn löglegri stjórn landsins, ekki með hagsmuni
verkalýðsins fyrir augum, heldur stjórnarandstöðunnar,
Kommúnistaflokksins.
Kommúnistar hafa komist nokkuð áleiðis í áformum sín-
um. Þeir hafa staðið fyrir verkfalli Dagsbrúnar og lögleys-
um Þróttar á Siglufirði. Þeir hafa pantað bróðurlegar sam-
úðarkveðjur frá hinum og þessum fjelögum.
En alt þetta brölt hefir haft aðrar verkanir en til var
ætlast. Það hefir ekki veikt ríkisstjórnina í sessi, en það
hefir betur en annað opnað augu fjölmargra fjelagasamtaka
verkalýðsins fyrir því, hversu háskasamlega stefnir um
velferð verkalýðssamtakanna og þjóðarhag með aðra eins
menn í fyrirrúmi og kommúnistar hafa á oddanum innan
verkalýðssamtakanna.
Kommúnistar riðla verkalýðssamtökin með brölti sínu og
hafa mörg hinna einstöku fjelaga risið upp og mótmælt
ófagnaði þeirra eða afturkallað glappaskot, sem kommún-
istarnir hafa stofnað til.
í verkalýðsfjelaginu á ísafirði hafa verið samþykkt mót-
mæli gegn því „að verkalýðssamtökunum sje misbeitt
með því að stofna til pólitískra verkfalla í þeirra nafni“
og fjelagið talið slíkar vinnudeilur sjer með öllu óvið-
komandi. Á Akranesi hafa verkamenn skorað „eindregið
á stjórn Alþýðusambands íslands að hefja þegar í stað
alhliða samstarf við núverandi ríkisstjórn og öll stjetta-
samtök landsins um að ráða bót á dýrtíðinni og tryggja
þannig þær margvíslegu kjarabætur fjelagslegar og efna-
hagslegar, sem launþegum landsins hefir hlotnast á und-
anförnum árum“. Eins hefir fundur verkamanna í Grinda-
vík skorað mjög eindregið á stjórn Alþýðusambandsins
að „hefja nú þegar samvinnu við ríkisstjórnina um lausn
dýrtíðarmálanna, því að það eitt getur tryggt verkalýðn-
um raunverulegar kjarabætur“. Mótmælin gegn því að
draga verkalýðssamtökin inn í pólitíska baráttu komm-
únista hafa streymt víða frá. Frá verkalýðsfjelaginu Vík-
ingur í Mýrdal. Frá Árvak á Eskifirði. Úr Eyjum, frá
verkalýðsfjelagi Vestmannaeyja. Frá Flatevri, Eyrar-
bakka, Keflavík og Seyðisfirði. Og annars staðar hafa
verkamenn tekið ráðin af kommúnistum, eins og í Borg-
arnesi, þar sem aflýst var verkfalli sem kommúnistar
höfðu komið til leiðar. Önnur verkalýðsfjelög semja með
friðsemd um kjör sín, eins og í Ólafsfirði, þó að komm-
únistar panti uppsögn samninga og óspektir. Loks er
þess að minnast að ýmsar samþykktir til styrktar áform-
um kommúnista, sem slegið hefir verið upp í Þjóðvilj-
anum eru kannske gerðar á 5—10 manna klíkufundum
þar sem annars eru margir og sumstaðar svo hundruðum
skiptir í verkalýðsfjelögunum. Nú eru einnig nýjustu
frjettir að búið er að semja um kjör sjómanna á öllum
síldarflotanum.
Samt halda kommúnistiskir ráðamenn verkamönnun-
um áfram í úlfakreppu Dagsbrúnarverkfallsins.
Þes’ái ófögnuður þarf að enda og með þeim hætti, að
verkamenn og þjóðarheildin hljóti af minni skaða en
kommúnistar hafa stofnað til.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Snorri fjekk ekki
landvist.
ÞETTA ÁTTI þá fyrir Snorra
gamla Sturlusyni að liggja, að
fá ekki landvist á gamla land-
inu. Það er ekki hægt að segja
annað en að Snorri hafi verið
gerður landrækur — og hefði
einhverntíma þótt saga til
næsta bæjar. Snorri á samt í-
tök í þjóðinni og þeir eru sem
betur fer ekki margir, sem
myndu samþykkja. að úthýsa
honum, þótt þeir hafi ráðið í
þetta sinn. Trúlegt er, að ef
almenningi hefði verið kunn-
ugt um þessa fruntalegu með-
ferð á gamla manninum, þá
hefði hann fengið betri mót-
tökur og komið á land.
' •
Hvað ætli þeir haldi
að þeir sjeu?
HVAÐ ÆTLI þeir haldi ann
ars að þeir sjeu þessir kónar,
sem gera landi sínu og þjóð
svona skömm til, að hindra það
með ofbeldishótunum, að tekið
sje við einhverri kærkomn-
ustu vinagjöf, sem íslensku
þjóðinni hefir borist frá frænd-
þjóð. Þeir halda kannski að
þeir geti bætt úr skömminni
með því að setja upp líkneski
af Sigurði Guðnasyni í Reyk-
holti? Það væri svo sem eftir
öðrum hugmyndum þeirra um
sjálfa sig og sína menn.
•
Farið að fljóta yfir.
„NÚ ERU þeir orðnir band-
vitlausir, kommúnistarnir“,
sögðu flestir er þeir heyrðu, að
Snorrastyttan hefði verið send
aftur út til Noregs. — Já, það
er b^ra merkilegt, að menn
skuli ekki hafa sjeð þetta fyr.
Því sannleikurinn er sá, að
þeir_ eru ekkert vitlausari nú
en þeir hafa altaf verið og það
er ekki nokkur von að þeim
batni.
En það er ekki nema eðlilegt,
að mönnum þyki að nú sje
farið að fljóta yfir — og að
nóg sje komið.
•
Verður að bæta
skaðann.
NÚ. ÞAÐ var ekki við öðru
að búast en að kommarnir yrðu
þjóðinni til skammar. Það
vissu allir, sem ekki játa blint
hina gersku trú. En nú verður
að bæta úr þeim skaða, sem
þeir hafa unnið. Um það eru
allir sannir íslendingar sam-
mála.
Vjð getum ekki og viljum
ekki vera þektir fyrir, að
hundsa þá ágætu menn, sem
sýnt hafa okkur vináttu, með
því að slá á þeirra útrjettu
hönd. Þetta vita Norðmenn og
taka því ekki eins hart á þeim
mistökum, sem orðið hafa.
Það má ekki koma fyrir, að
Snorrahátíðin falli niður og
hinir góðu gestir, sem væntan-
legir eru til landsins í heim-
sókn munu finna, að hjer eru
þeir aufúsugestir.
•
Lægðir úr öllum
ÞAÐ ER HELDUR skemtilegt
að hlusta á veðurfregnirnar
þessa dagana, eða hitt þó held-
ur. Ekkert að hafa nema lægð-
ir, — lægðir úr öllum áttum
og allar' eru þær á hreyfipgu
til Einbúans í Atlantshafi. Hjer
áður fyr þótti nóg að það væri
lægð á leiðinni frá Grænlandi
til að eyðileggja fyrir manni
blíðuna, en nú sækja þær að
sunnan úr löndum líka.
Einu sinni fengum við af því
óorð í Englandi, að frá íslandi
væri ekkert að hafa nema lægð
ir. En jeg býst við að flestir
sjeu sammála um, að það sje
betra að hafa óorðið, en að
verða sjálfur fyrir barðinu á
bannsettum lægðunum.
•
Húsmæðrasýning.
Á LANDBÚNAÐARSÝNING
UNNI er ein deild, sem hús-
mæður bæjarins myndu hafa
gaman af áð sjá og dvelja lengi
við. Það er húsmæðrakennara-
fjelagið ,,Hússtjórn“, sem hef-
ir sjeð um hana og ungfrú
Helga Sigurðsson og nemend-
ur hennar í Húsmæðrakennara
skóla íslands eiga mestan veg
og vanda af henni.
Deild þessi er innst í aðal-
sýningaskálanum, rjett við
fossinn. Þar er hægt að sjá alls
konar íslenska niðursuðu úr ís
lensku grænmeti og berjum og
þar er hægt að smakka á margs
konar góðgæti. Fróðlegt er að
sjá uppbúið borð með mat fyrir
einn mann í heilan dag og sýni
kennsluklefinn er hreint ekki
ómerkilegur, en þar fer fram
sýnikensla við og við allan dag- ;
inn.
Húsmæður bæjarins ættu að
sjá þessa sýningu og þær geta
mikið af henni lært.
•
Ógurlega dýrt land.
ÚTLENDINGAR, sem koma
hingpð til landsins kvarta sár-
an vfir dýrtíðinni. Sumir segj
ast aldrei hafa lagt upp í Is-
landsferð ef þeir hefðu haft
hugmynd um verðlagið og marg
ir fara miklu fyr en þeir höfðu
gert ráð fyrir vegna dýrtíð-
arinnar.
Það er að komast á okkur
það orð, að við sjeum svo ógur-
lega dýrt land, að hingað sje
ekki komandi og er það ekki
nema eðlilegt.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
Miskunnsami Samverjinn við Sieinafjall
í MÖRG ÁR hefur fólk í ná-
grenni Steinafjalls (Stone
Mountain) í Georgíu kallað
Elías D. Nour „gamla fjalla-
manninn", þótt hann sje nú
ekki eldri en 32. ára gamall.
Hann þekkir fjallið með öllum
þess klettum betur en nokkur
annar, og allt frá því hann var
smádrengur hefur hann verið
einskonar opinber björgunar-
maður allra þeirra fjallgöngu-
manna, sem komust í ógöngur
í hömrum fjallsins.
Ef einhver hefur komist í
vandræði í fjallinu, er Elías sá
maður, sem fyrst er kallað á.
Og hann bjargar ekki aðeins
mönnum. Sem dæmi um það er
að eitt síðasta verk hans var
að bjarga hundgarmi einum,
sem með einhverju móti hafði
komist upp á klettasyllu. en
það var verra að komast niður.
Skemtilegur gamall
siður.
Það er gamall siður í Georgiu
ríki, að ef einhver unglingur
ætlar að fara að hiðja sjer
konu, þá fer hann með stúlk-
una sína upp í Steinafjall og
þar við hæsta tindinn krýpur
hann á knje fyrir framan hana
og hefur upp bónorð sitt.
En þarna kemur líka hin
dökka hlið mannlífsins í ljós,
því að Steinafjall er líka stað-
ur sjálfsmorðingja og Elías
verður að gera tilraunir til
að bjarga þeim, þó að það sje
oft miklum erfiðleikum bund-
ið. —
Fyrir nokkrum árum fleygði
kona ein sjer fram af hinni
bröttu hlið fjallsins. Það voru
nokkrir fjallgöngumenn, sem
fundu regnhlíf hennar og
tösku og gerðu lögreglunni að-
vart, sem fjekk Elías þegar í
lið með sjer. Elías segir frá:
— Við fundum hatt hennar
þar sem hún hafði hengt hann
á járnstöng. Þann dag leituð-
um við í allri hlíðinni en klukk
an sex um kvöldið höfðum við
enn ekkert fundið. Jeg fór þá
enn upp .á toppin og klifraði
niður að staðnum, þar sem
regnhlífin hafði legið. Jeg klifr
aði beint niður af því og kom
jeg brátt auga á kirsuberjatrje,
sem var með brotnar greinar.
Þegar jeg kom að því sá jeg
að hún lá þar í mosanum. Ef
greinarnar hefðu ekki verið
brotnar er ekkert víst að við
hefðum fundið hana.
En oftast bjargár Elías samt
fólki ,sem héfur verið óvarkárt
eða óheppið. Hann segir, að
feitar konur missi oftast hand-
festu og verði fyrir mestum
slysum. En auk þess er skóla-
fólk, er reynir jafnan við erfið-
ustu staðina. Stundum kemur
það einnig fyrir að börn týn-
ast frá foreldrum sínum.
Ætlaði að fara í bíl
upp á tind.
' Drukknir menn eru í flokk
I út af fyrir sig. Einn þeirra hafði
ákafa löngun til að keyra í
bílnum sínum upp á topp á
fjallinu. Hann reyndi til þess
og komst nokkuð upp í hlíðina,
en þar rakst bíllinn á viðarbol.
Steinfjall hefur jafnan eitt-
hvað aðdráttarafl við sig, aðal
lega vegna þess að altaf er eitt
hvað nýtt að gerast þar og eng
inn getur sagt um hvað kem-
ur fyrir þar.
Einu sinni á stríðsárunum
kom það fyrir að Elías bjarg-
aði Hitler. Það var nú raunar
aðeins útstoppuð brúða, sem
líktist manni í þokunni, sem þá
var yfir.
Sternflokkurinn jáfar
JERÚSALEM — Sternflokk
urinn í Palestínu hefir birt til-
kynningu, þar sem hann játar
að hafa beitt sjer fyrir drápi
j fjögurra breskra hermanna
I um s. 1. helgi. Hann segist hafa
(gert þetta, vegna þess að Pal-
I estínustjórn hafi rofið heit sitt
! um vopnahlje, meðan ranri-
^ sóknarnefnd Sameinuðu þjóð-
anna er í landinu.