Morgunblaðið - 03.07.1947, Page 10
»
Fknmtudagur 3. júlí 1947
II U!|!g|P "'n<<9,QM MORGURBL AÐII
Á FARTINNI
cjCevjniíöýregtuiacfa ej^tir fJ<zter C^tieuneu
48. dagur
Þær eru hver annari fegurri
stúlkurnar, sem jeg hefi kynst
út af þessu máli.
Jeg kveiki í vindling. Svo
segi jeg þrumandi röddu og
tala út um nefið svo að mig
svíður í það:
„Jæja, Júlía“, segi jeg, „að
lokum höfum við náð í yður,
þótt okkur yrði það á að taka
systur yðar í misgripum. En
það gerði ekkert til. Jeg fylgi
altaf þeirri reglu að reyna aft-
ur, e.f mjer mistekst í fyrsta
sinn“.
Hún stynur svolítið. Svo seg-
ir hún með ískaldri rödd: „Þjer
munuð vera Rudy Zimman?“
„Rjett til getið“, segi jeg.
„Og nú er best að nota tím-
ann vel. Má jeg bjóða yður
vindling?“
Hún segir: „Jeg vil ekkert
þiggja af yður“.
„Hvaða vitleysa, barn“, segi
jeg. „Fáið yður einn vindling.
Það er ekki víst að þjer hafið
tækifæri ,til þess að reykja þá
marga“.
Jeg geng til hennar, sting
vindlingi upp í hana og kveiki
í. Svo geng jeg þangað sem
hljóðneminn er og set straum
á hann.
„Við náðum yður þá“, segi
jeg. „Þjer urðuð að láta í minni
pokann. En ef þjer hefðuð hag-
að yður skynsámlega þá getur
verið að þjer hefðuð sloppið“.
„Þetta kalla jeg frjettir“,
segir hún. „Annars skal jeg
segja yður það, Rudy Zimman,
að ef jeg þarf á ráðleggingum
yðar að halda, þá mun jeg biðja
um þær. Þjer hafið náð mjer,
en hvernig fer fyrir yður? Það
verður maður til að klófesta
yður bráðum, áður en yður var
ir“.
Jeg rek upp hlátur. „Jæja“,
segi jeg. „Hver ætti það svo
sem að vera?“
„Caution“; segir hún. „Vitið
þjer„ekki að Caution er á eftir
yður? Hann mun ná í yður“.
„Sei, sei“, segi jeg. „Ef jeg
vissi ekki að Caution hefir ver-
ið að fást við þetta mál frá
byr.iiin, þá hefðuð þjer máske
getað hrætt mig á honum. Þeir
sendu hann hingað til þess að
leita að Júlíu Wayles. En þeir
sögðu honum ekki hvert aðal-
erindið var. Jeg býst við að
þjer haldið að. þjer hafið átt
að fást við það“. Jeg rek upp
hæðnishlátur. „Það er svo sem
eftir stjórninni að láta menn
vinna í trássi hvorn við annan“.
Hún segir reiðulega: „Hald-
ið þjer að þjer vitið alla skap-
aða hluti?“
Á því heyri jeg að þetta hefir
komið við hana.
„Jeg veit býkna margt“, segi
jeg. „Og jeg er viss um að þetta
er rjett. Er ekki svo? Jeg býst
við því að leyniþjónustan hafi
komist á snoðir um hvað jeg
er að gera hjer. Það er aldrei
hægt að halda neinu leyndu til
léngdar. Þess vegna völdu þeir
yður, Júlía Wayles, hinn slynga
njósnara, til þess að elta okk-
ur“.
Jeg rek aftur upp hæðnis-
hlátur.
,fJeg segi yður það satt, barn
ið gott“, segi jeg, „að jeg vissi
alt um yður áður en jeg byrj-
aði á þessu. Þess vegna ætlaði
jeg að kippa yður út úr leikn-
um. Mjer fanst sem það mundi
happaráð að ræna Júlíu Wayl-
es og flytja hana hingað til Eng
lands. Jeg hafði þá eitthvað
upp á að hlaupa ef illa tókst
til. En þetta misheppnaðist.
Jeg sendi menn — og hvað gera
þeir? Þeir ræna annari stúlka.
Þeir ræna Karen systur henn-
ar. En það vissum við ekki
fyrst. Svo var Karen send hing
að, og við hjeldum að það væri
Júlía. Þjer urðuð óð og upp-
væg þegar þjer komust að því.
Yður var ekki vel ,við að vita
af systur yðar í mínum hönd-
um. Þess vegna fóruð þjer til
Englands. En þjer ætluðuð að
vera.klók. Þjer ætluðuð að láta
ekki á því bera að þjer væruð
neitt að fást við þetta mál. Þjer
hjelduð að yður yrði meira á-
gengt með því að villa á yður
heimildir. Þjer vissuð það, að
sá sem færi að leita að Júlíu
Wayles ætti ekki við lamb að
leika, og honum mundi hætt við
slysum. Þess vegna fenguð þjer
kærasta Karenar til þess að fara
á fund leynilögreglunnar og fá
hana til þess að gera mann út
af örkinni að leita að Júlíu
Wayles. En hann mátti ekkert
fá að vita í málinu um það,
hvernig í málinu lægi. Og svo
sendu þeir Caution á stað“.
Enn rek jeg upp hæðnishlát-
ur. —
„Það er ekki þar fyrir, hann
er nógu slunginn“, segi jeg. „Ef
honum hefði verið sagt alt eins
og var frá upphafi, þá væruð
þjer nú ekki kominn í þessa
klípu. En fyrir það hefi jeg nú
náð ,í ykkur báðar, Júlíu og
Karen. Og það mátti ekki
seinna vera, held jeg“.
Hún segir: „Þjer eruð ekki
búin að bíta úr nálinni, Zimm-
an. En eitt segið þjer satt og
það er að jeg hefi verið flón.
Jeg hefði átt að hafa samvinnu
við Caution. Ef jeg hefði gert
það. þá væri jeg ekki hjer“.
„Það er áreiðanlegt“, segi
jeg. „Þekkið þjer Caution?
Hann er mikill maður. Hann
er bæði harðger og slóttugur.
Og allir glæpamenn í Ameríku
eru Jiræddir við hann — jeg
líka. Jafnvel jeg, Rudy Zimm-
an, frægasti bófaforingi í Am-
eríku, maður sem aldrei hefir
látið ná sjer — jeg er jafnvel
hálfhræddur við Caution stund
um. Mjer er sagt að hann sje
snilíingur“.
„Hann er jafnvel svo snjall“,
segi jeg eftir litla þögn, „að
hann veit alveg hvað jeg er að
gera“.
Það er eins og hún lifni öll
við. „Haldið þjer það?“ segir
hún.
„Jeg er ekki í neinum vafa
um það“, segi jeg. ,,Hann hefir
nú gert okkur svo erfitt fyrir,
að jsg held að ekki sje um ann
að að gera fyrir mig en reyna
að koma mjer undan og fara
með piltana með mjer. Og við
ætlum að fara hjeðan í nótt.
Alt e.r tilbúið".
Hún dæsir. „Þetta var jeg
hrædd um“, segir hún. „Og nú
er enn leikið á Caution. Mikill
glópur gat jeg verið. Hvers
vegna treysti jeg honum ekki
frá upphafi?“
„Já, hvers vegna gerðuð þjer
það ekki?“ segi jeg. „En nú
kemur að því hvað jeg á að
gera, við yður og systur yðar.
Það er ekki víst að vel verði
farið með ykkur“.
Hún segir: „Mjer er sama um
mig, Jeg geld aðeins glópsku
minnar. Jeg ætlaði að vera of
slóttug“.
„Já, svona er kvenfólkið alt-
af“. segi jeg. „Þið haldið að þið
getið gert alt sem karlmenn
geta, og þess vegna fer svona
fyrir ykkur. Og jeg þori að á-
byrgjast að yður fórst ekki vel
við Caution“.
Hún segir: „Hvers vegna
berið þjer Caution svo mjög
fyrir brjósti?“
„Jeg skal segja yður það
rjett bráðum“, segi jeg.
Svo geng jeg að henni og
leysi bindið frá augum hennar.
Hún deplar augunum fyrst, en
svo verður henn litið á mig.
„Guð minn góður“, segir hún.
„Það eruð þá þjer“.
„Þjer eigið kollgátuna“ Jú-
lía“,. segi jeg. „Gerði jeg yður
hrædda? En hvernig haldið
þjer að hefði farið fyrir ykk-
ur syjtrunum ef jeg hefði ekki
litið eftir ykkur? Hvað segið
þjer um það — mikli njósnari
leyniþ j ónustunnar ? ‘ ‘
Hún svarar.engu. Jeg leysi
þá hendur hennar.
„Komið þjer með mjer, barn-
ig gott“, segi jeg. „Komið með
mjer upp á loft. Karen er þar.
Við náðum í hana í kvöld. Alt
er í þessu fína lagi“.
Klukkan er nær tvö þegar
jeg stöðva bílinn fyrir utan
Marsþ. Á hlaðinu þar sje jeg
ljós á iði og menn á gangi. Jeg
býst við því að Herrick sje
þar kominn að fást við bóf-
ana.
Jeg fer úr bílnum og geng
heim að húsinu. Á tröppunum
mæti jeg Herrick. Hann er að
reykj.a pípu og er mjög ánægju
legur á svip.
„Sæll Lemmy“, segir hann.
„Þú hefir leyst vandann rjett
einu sinni. Þú hlýtur að vera
göldróttur. Þú verður einhvern
tíma að segja mjer hvaða að-
ferð þú notar“.
„Mín aðferð er ósköp ein-
föld“, segi jeg. „Jeg geng bara
þangað sem nefið veit. Hefirðu
náð öllum bófunum?“
Hann kinkar kolli.
„Við höfum náð í Zimman
og Tamara og eitthvað tólf
aðra, sem við þurftum að ná
í“, segir hann. „Nokkrir af hin
um smærri bófum hafa kom-
ist undan, en það gerir ekki svo
mikið til. Þeir geta ekkert þeg-
ar þá vantar Zimman og fje-
lagsskapinn“.
Hann tekur út úr sjer píp-
una og fer að troða í hana að
nýju.
„Hvað er um þær Wayles-
systur?“ segir hann.
Jeg kími.
„Jeg hefi náð í þær“. segi
jeg. „Jeg hefi nád í þær báð-
ar. Þær eru hjer skamt frá. En
jeg er ekki búinn að gera upp
við Júlíu — hana Lorellu Ow-
en, vinkonu þína“.
Hann yptir öxlum.
GULLNI SPORINN
Eftir Quiller Couch.
27.
„Gott kvöld“, sagði jeg.
„Þú hlýtur að hafa peninga á þjer“, urraði maðurinn
illilega og með röddu, sem kom mjer til að bregða, því
á henni og líkamsvexti hans kannaðist jeg við að hjer
var Settle höfuðsmaður á ferðinni, og þegar jeg leit á
hestinn sá jeg, að hann var sá sami, sem Anton riddari
hafði gefið mjer áður en hann dó.
Þrjóturinn þekkti mig hins vegar ekki, enda hafði hann
aðeins sjeð mig örskamma stund og þá í öðrum fötum.
„Jeg hefi aðeins nokkra smáskildinga“, svaraði jeg.
„Komdu þá með þá!“
„Fari það norður og niður að jeg geri það“, sagði jeg
ofsareiður, og dró um leið hnefafylli mína af smápening-
um upp úr vasa mínum og fleygði þeim fyrir fætur
honum.
Höfuðsmaðurinn fjarlægði byssu sína og beygði sig
til að týna saman peningana, en í sama andartaki rak jeg
honum svo öflugt hnefahögg, að hann fjell til jarðar. —•
Byssan datt úr hendi hans, um leið og skotið reið úr
henni, en jeg hljóp að hesti óvinar míns, greip í beisli
hans og stökk á bak. Þetta mátti heldur ekki seinna vera,
því höfuðsmaðurinn hafði risið á fætur og stefndi í áttina
til mín. En þegar jeg hrópaði til gæðingsins, sneri hann
sjer snögglega við og tók á sprett eftir veginum.
Byssukúla þaut fram hjá eyra mjer, og jeg heyrði blóts-
yrði höfuðmannsins greinilega, en áður en hann fengi
tíma til að hlaða á ný, var jeg kominn úr skotmáli og
þeysti áfram gegnum rökkur næturinnar.
Fimmti kafli.
Ævintýri mitt í „Vínþrúgunni“.
Jeg hafði riðið tvær mílur, þegar tunglið kom upp. í
tunglskininu sá jeg, að sama skjaldarmerki var á reið-
týgjum hestsins og sverði því, sem Anton hafði gefið
mjer, og þar sem jeg hafði þannig gengið úr skugga um
það, að jeg var á hesti vesalings vinar míns sáluga, notaði
jeg tækifærið til að rannsaka hnakktöskuna. Allir munu
SÍÐASTA ÚRRÆÐIÐ
— Hættu að grenja, strákur,
þú skalt fá buxurnar þínar,
þegar við koraum heim.
★
Hún hafði verið gift í einn
mánuð, þegar vinkona hennar
kom í heimsókn til hennar.
— Okkur gengur ágætlega,
sagði hún. — Við höfum sam-
eiginlega bankabók, og þú ætt-
ir að vita, hvað það er skemti-
legt, að skrifa ávísanir, þegar
maður er að kaupa eitthvað í
búðunum.
— Hvað meinarðu með sam-
eiginlegri bankabók, sagði vin-
konan, leggið þið bæði jafn-
mikið inn.
— Nei, jeg legg ekkert inn,
var skýringin, — Jón leggur
inn, en jeg tek út.
★
— Hvað er bergmál, pabbi?
— Það er hið eina, sem fengi
að hafa síðasta orðið, þegar
mamma þín á í hlut.
Kennarinn: •— Hvaða gagn
heldurðu að sje af nautshúð?
Beggi: Til þess að búa til úr
henni fótbolta.
Kennarinn: —• Og hvað
meira?
Beggi: — Og til þess að búa
til úr henni skó.
Kennarinn: — Já, það er
rjett.
Beggi: —■ Og svo til þess að
halda nautinu saman.
★
Málari stóð hátt í stiga upp
við húsvegg og var að mála
þakrennuna. Þá kom málara-
sveinninn að stiganum og kall-
aði:
— Heldurðu fast um pensil-
inn?
— Já, svaraði meistarinn.
— Það er ágætt, því að nú
tek jeg stigann.
★
— Einhver hefur stungið
upp á því að gefa kommúnist-
unum verkfallseyðandi dropa.
Flóðhestur með verk og vind,
eyðandi dropa í vasanum.