Morgunblaðið - 03.07.1947, Page 12
VEÐURUTLITIÐ: Eaxaflói:
Sunnan og síðar suð-vestan
kaldi. Skúrir.
HAFA KOMMUNISTAR nú
vit á að fylgja ráðum Rússa,
— Grein á bls. 2.
146. tbl. — Fimmtudagur 3. júlí 1947
Fjelagsdómur
í dag
BÚIST ER VIÐ, að Fjelags-
dómur kveði upp dóm sinn í
Þróttardeilunni ef til vill í dag.
Voru fundir hjá dómurunum
allan daginn í gær en ekki vanst
tími til að ganga endanlega frá
dómnum.
Árni B. Björnsson
lcaupm. lálinir
ÁRNI BJÖRNSSON kaup-
maður andaðist hjer í bænum í
gær. Hann varð bráðkvaddur.
Árni var um fimtugt. Hann
var í verslun sinni í gærmorgun,
en um hádegið. var hann látinn.
Árni B. Björnsson var einn af
mætari borgurum þessa bæjar.
Verður hans getið nánar síðar
hjer í blaðinu.
Ncrskur siyrkur fi!
íslendings
STJÓRNARNEFND Nansens
sjóðsins í Osló hefir ákveðið að
ráðstafa 2000 norskum krónum
til handa íslenskum vísinda-
manni til vísindaiðkana í Nor-
egi, og er þessi styrkur veittur
í þakklætisskyni fyrir þá að-
stoð, er íslendingar veittu norsk
um vísindum á stríðsárunum.
Umsóknir um styrk þennan ber
að senda Háskóla íslands fyrir
lok júlímánaðar.
Bevin í París
1 y£
EiissSu einu milljón
smélesia
London í gærkveldi.
BRESKA flotamálaráðuneyt-
ið birti í dag ítaiiega skýrslu
um skipstapa breska flotans á
styrjaldarárunum. Alls fórust
1503 skip af ýmsum stærðum
og tegundum, og nam smálesta-
tala þeirra einni milljón.
—Reuter.
Parísarráðstefna utanríkisráðherra þríveldanna um Marshall-
tiliögurnar er nú farin út um þúfur og er stífni Molotovs hins
rússneska utanríkisráðherra kent um. — Á myndinni hjer að
ofan sjcst Ernest Bevin utanrikisráðherra Breta er hann lenti
á Le Boui-get flughöfninni í París og er Yvon Delbos ráðherra
að taka á móti honum.
Iveir leikskólar teknirtil starfa,
en aðsókn er lítil
RF.YKJAVÍKURBÆR starfrækir tvo leikskóla fvrir börn hjer
í bænum og er annar í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (gamla
Stýrimannaskólanum) en hinn í Málleysingjaskólanum. Eru
báðir þessir leikskólar nú teknir til starfa, en ekki er meiri
aðsókn að þeim en svo, að hægt er að taka í þá fleiri börn.
Landbúiiaðar-
sýningin
AÐSÓKN að Landbúnaðar-
sýningunni var góð í gærdag.
Seint um kvöldið var tala sýn-
ingargesta alls komin upp í
25000.
í dag heldur hún áfram, eins
og lög gera ráð fyrir. Kl. 2 og
kl. 9 verða verðlaunagæðingur-
inn Skuggi og sonur hans
Nökkvi sýndir.
í leikskólunum eru börn frá
2—5 ára. Grasblettir eru við
skólana, komið hefir verið fyr-
ir sandkössum og keypt leik-
föng fyrir börnin. Þegar slæmt
er veður hafa þau stofur inni
til að leika sjer í.
I Gagnfræðaskólanum.
í Gagnfræðaskólanum eru
samtals 47 börn, átta fyrir há-
degi og 39 eftir hádegi. Þar
er hægt að bæta við að minsta
kosti 12 börnum fyrir hádegi og
ef til vill fleirum.
Forstöðukona er Guðrún G.
Stephensen.
NEW YORK. — Meiri vatna-' í Málleysingjaskólanum.
vextir eru í Mississippifljóti en! í Málleysingjaskólanum eru
nokkru sinni áður í 100 ár. —- 54 börn í leikskólanum. Bárust
Ekkert bendir til þess, að flóð-
in sjeu að minnka.
Þrír sænskir vísindamenn fengu
ekki tæki sín úr Lyru
MEÐAL farþega á Lyru hingað til lands Voru } rír sænskir
vísindamenn, sem ætla að dvelja hjcr í sumar og gera vísinda-
legar rannsóknir á smádýralífi í íslenskum fjörðum. Þeir höfðu
með sjer vísindaleg tæki, nokkra kassa, sem lítið fór fyrir, en
ekki fengu þeir að taka þá í land úr skipinu hjer, vegna verk-
falls Dagsbrúnarstjórnarinnar. Fóru vísindaáhöldin aftur með
Lyru.
<s>----------------------
Með styrki frá sænskum
háskólum.
Foringi þessa sænska vís-
indaleiðangurs er dr. Káge
Nyholm. Þeir fjelagar hafa
hlotið styrki frá sænskum há-
skólum til íslandsferðarinnar.
Eru þátttakendur allir dýra-
fræðingar og ætlun þeirra að
an við samskonar rannsónir í
sænskum fjörðum.
Svíarnir voru svo heppnir,
að Atvinnudeild háskólans gat
hjálpað þeim um nauðsynleg-
ustu tæki til vísindarannsókn-
anna að láni og munu þeir hefja
þær innan skams og byrja í
Hafnarfirði, en halda síðan aust
ekki fleiri umsóknir. Ekki var
sótt um dvöl fyrir neitt barn í
þessum skóla fyrir hádegi.
Forstöðukona er Gerður Magn
úsdóttir.
Handknatlleiks-
mólið
wuuu au | XAdiiicUXiiUl, uil ilcUUcl öiUciXl
toera rannsóknir sínar hjer sam- j ur og norður með landinu.
Týr : ÍR 8:0
FH : Ilaukar 4:0
ÍSLANDSMÓTIÐ í kvenna-
flokki (utanhúss) hjelt áfram í
gærkvöldi, og kepptu þá flokk-
ar í. R. gegn Tý frá Vestmanna-
eyjum og Hafnarfjarðarfjelögin
F. H. og Haukar.
Leikirnir voru báðir mjög
Ijett leiknir, en aftur á móti
nokkuð ójafnir að markafjölda.
Fyrri leikinn vann Týr með 8
mörkum gegn 1, en F. H. vann
síðari leikinn með 4 : 0, og er
það í fyrsta sinn sem meistara-
flokkur kvenna í F. H. vinnur
meistaraflokk Hauka. — Mótið
heldur áfram á föstudag.
Á' Á
Síðari dagur afmælismófs ÍR:
Nilsson vantar 1 cm
í sænska metið
_____ )
Jéel setti Islandsmel í spjótkasti
ROLAND NILSSON vann Huseby aftur í kúluvarpi í gær-
kveldi og vantaði nú aðeins 1 cm. í sænska metið, kastaði 15,83
m. Huseby var með 15,60. — Atterwall vann spjótkastið, en
Jóeí Sigurðsson veitti honum harðari keppni en búist var við
og setti þar nýtt íslandsmet, kastaði 59,07 m., og hnekkti þar
með hinu tíu ára gamla meti Kristjáns Vattnes.
400 m. hlaupið vann Curt'
Lundqvist á 48,9 ,sek., sem er
besti tími sem Svíi hefir náð á
þeirri vegalengd í ár. Hann var
í sjerflokki. Haukur Clausen
varð annar, setti nýtt drengja-
met og hljóp á sama tíma og
íslenska roetið er, 50,7 ek.
Bolinder stökk 1,93 m. í há-
stökki og vann nú með yfir-
burðum. Skúli var óheppinn og
varð að láta sjer nægja þriðja
sætið, þar sem Kolbeinn Krist-
insson kom á óvart með því að
,,fljúga“ yfir 1,80 m. í fyrsta
stökki.
Óskar Jónsson vann 2000 m.
hlaupið í sjerflokki á 5,42,6
mín., og þar sem þetta er í
fyrsta sinn, sem þetta hlaup fer
fram á íslandi er tími hans nýtt
íslandsmet. Sundin var ekki
með vegna meiðsla í fæti, en
honum var falið að afhenda
verðlaunin í gær og fórst vel.
Finnbjörn vann 100 m. á 11.0
sek. Haukur fjekk sama tíma
en Lundqvist var þriðji á 11,1.
Boðhlaupssveit lR hljóp á
mettíma sínum í 4x100 m. boð-
hlaupi, 43,9 sek. Finnbjörn vann
langstökkið á 6,84, sem er besti
árangur í því hjer í ár.
Helstu úrslit urðu annars þessi:
100 m. hlaup: — 1. Finn-
björn Þorvaldsson, ÍR, 11,0 sek.,
2. Haukur Clausen, ÍR, 11,0 sek.,
3. Curt Lundqvist, Svíþjóð, 11,1
sek. og 4. örn Clausen, lR, 11,4
sek.
Hástökk: — 1. Anton Bolinder,
Svíþjóð, 1,93 m., 2. Kolbeinn Krist
insson, Selfossi, 1,80 m. og 3. Skúli
Guðmundsson, KR, 1,80 m.
Kúluvarp: — 1. Roland Nilsson,
Svíþjóð, 15,83 m., 2. Gunnar Huse-
by, KR, 15,60 m., 3. Vilhjálmur
Vilmundarson, KIÍ, 14,17 m. og 4.
Sigfús Sig’urðsson, Self., 13,69 m.
2000 m. hlaup: — 1. Óskar Jóns
son, ÍR, 5.42,6 mín (Isl. met), 2.
Þórður Þorgeirsson, KR, 5.47,8
mín., 3. Hörður Hafliðason, Á,
5.56,4 mín. og 4. Stefán Gunnars-
son, Á, 5.58,0 mín.
Spjótkast: — 1. Lennart Atter-
wall, Svíþjóð, 60,81 m., 2. Jóel Sig-
urðsson, lR, 59,07 m. (ísl. met),
3. Hjálmar Torfason, HSÞ, 54,37
m. og 4. Þorvarður Arinbjarnar-
son, KR, 48,83 m.
4-00 m. hlaup: — 1. Curt Lund-
qvist, Svíþjóð, 48,9 sek., 2. Haukur
Clausen, lR, 50,7 sek., 3. Kjartan
Jóhannesson, iR, 51,8 sek. og 4.
Reynir Sigurðsson, IR, 53,0 sek.
Langstökk: — 1. Finnbjörn Þor
valdsson, IR, 6,84 m., 2. Örn Clau-
sen, IR, 6,61 m., 3. Björn Vil-
mundarson, KR, 6,56 m. og 4.
Stefán Sörensson, HSÞ, 6,40 m.
4 x 100 m. boðhlaup: — 1. ÍR
(A)( 43,9 sek., 2. KR (A) 45,1 sek.,
3. JR (B) 45,7 sek. og 4. KR (B)
46,7 sek.
} Veður var mun betra en fyrri
' dag mótsins. Svíarnir leggja af
' stað heimleiðis í dag eða á morg-
; un. — Þorbjörn.
Sigifirðingar unnu
bæjarkeppnina
við ísafjörð
ísafirði, miðvikudag.
BÆJAKEPPNI í frjálsum
íþróttum á milli Siglfirðinga og
ísfirðinga fór ffam á íþrótta-
vellinum á ísafirði s.l. föstudag
og laugardag. Unnu Siglfirðing-
ar keppnina, fengu 9362 stig, en
ísfirðingar fengu 9059 stig.
Úrslit í einstökum greinum urðu
þessi:
100 m. hlaup: — 1. Gunnlaug'ur
Jónasson, 1, 11,9 sek. Siglf. 1215
st., ísf. 1194 st.
Spjótkast: — 1. Ingvi Brynjar
Jakobsson, S, 50,20 m. Siglf. 987
st., ísf. 1194 st.
Langstökk: — 1. Ingvi Brynjar
Jakobsson, S, 6,09 m. Siglf. 1150
st., ísf. 952 st.
Kúluvarp: — 1. Bragi Friðriks-
son, S, 14,22 m. Siglf. 1353 st., Isf.
1133 st.
Hástökk: — 1. Brynjólfur Jóns-
son, I, 1,65 m. Siglf. 1025 st., ísf.
1128 st.
1500 m. hlaup: — 1. Stangley
Axelsson, I, 4.40,6 mín. Siglf. 567
st., Isf. 942 st.
Þrístökk: — 1. Guðm. Árnason,
S, 13,10 m. Siglf. 1191 st., Isf.
1009 st.
Kringlukast: 1. Bragi Friðriks-
son, S, 39,77 m. Siglf. 1304 st.,
Isf. 1116 st.
4x100 m. boðhlaup: — 1. Sveit
Siglfirðinga 48,5 sek. og sveit ís-
firðinga 49,2 sek.
Veður var fremur óhagstætt.
MBJ.
íslendingar á finnska
ijsrótfaháiíð
ÍÞRÓTTAKENNARASAM-
BAND Finnlands bauð íþrótta-
kennarafjelagi íslands að senda
tvo fulltrúa, konu og karlmann,
til þess að mæta á íþróttahá-
tíðinni í Finnlandi og eftir há-
tíðina á fund að íþróttaskólan-
um í Virumaki, þar sem ræða
skyldi íþróttamál og ýmsar sýn
ingar fara fram.
Fulltrúar ísl. íþróttakennara
verða Frú Fríða Stefánsdóttir,
íþróttakennari við Menntaskól-
ann í Reykjavík, og hr. Jón Þoi;
steinsson, íþróttakennari.